Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974 Herlöv: Aðalsteinn Bergdal. Ejbæk: Gestur Jónasson. Leikstjórn og leikmynd: Eyvindur Erlendsson. Ljósameistari: Árni Valur Viggósson. Föstudaginn 25. þ.m. frumsýndi Leikfélag Akureyrar fyrsta nýja verkefni sitt á þessu leikári, .Ævintýri á gönguför“ eftir J.C. Hostrup. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. J. Cristian Hostrup var fæddur 1818 og ólst upp hjá vel efnuðum foreldrum i Kaupmannahöfn. Hann varð stúdent 1837 og kand. teol. 1843. Hostrup tók mikinn þátt í stúdentalífinu á sínum stúdentsárum og var þá þegar byrjaður að fást við skáldskap. 1838 skrifar hann nokkra gamansama söngleiki, sem náðu hámarki með „Genboerne", sem voru frumfluttir 20. febrúar 1844 á stúdentahátíð á Hofteatret. Næst skrifar hann svo „En Spurv í Tranedans" 1846. Brátt kom að því, að Konunglega leikhúsið fór að gefa Hostrup auga, með nokk- urri tortryggni þó, því menn ótt- uðust, að „det ville give en rá og plat tone indgang pá den natíonale scene“. Árið 1848 tekur Konunglega leikhúsíð „Genboérne" til sýn- ingar og þriðji stóri söngleikur Hostrups fylgir fast á eftir, ,Ævintýri á gönguför“, semfrum- flutt var í Konunglega leikhúsinu 1848. „Tordenvejr", sem er alvar- legt, dramatískt leikrit, skrifar Hostrup 1851. Síðan kemur ævin- týraleíkurinn „Mester og Lær- ling“ 1852, sem vakti talsvert umtal og meiningamun gagnrýn- enda. Árið 1854 -verða þáttaskil í lífi Hostrups, þá trúlofast hann Elisa- beth Hauch og fer þá jafnframt að huga að föstu lífsstarfi. Hann ákvéður að gerast prestur. Hann hafði hrifist mjög af kenningum Gruntvigs og var kunnur ræðu- maður og fyrirlesari. Fýrirlestrar hans voru gefnir út sérprentaðir 1882 undir heitinu „Folkelige Foredrag". Hostrup var sóknarprestur í Silkeborg 1862—1881, en það ár tekur hann aftur til við leikrita- gerð og skrifar leikritið „Eva“, og seinna, 1888 „Under Snefog", auk annarra skáldverka í bundnu og óbundnu máli. Leikpersónur Hostrups eru yfirleitt skýrt mótaðar og hann hefur glöggt auga fyrir því skop- lega í fari manna enda kemur það viða fram í leikritum hans. Hann skopast að þeim, sem meira mega sín, en hefur samúð með þeim, sem hafa orðið undir í lffs- baráttunni. Hostrup lést 21. nóv. 1892. Trúlega hefur ekkert leikrit verið oftar sýnt á voru landi, Is- landi, en Ævintýri á gönguför. Leikfélag Akureyrar hefur oft sýnt það áður og jafnan hefur það hlotið góðar viðtökur og notið mikillar hylli leikhúsgesta. Hér áður fyrr, þegar leikfélagið barð- ist í bökkum fjárhagslega, og allt var að fara í kalda kol, var jafnan gripíð til þessa vinsæla sjónleiks og fjárhagnum þar með borgið í bili. Margir góðir akureyrskir leikarar hafa farið með hlutverk í Ævintýrinu og skapað þar eftir- minnilegar persónur, sem ekki fyrnast í hugum eldri leikhús- gesta og er mér þar efst í huga afburða djúpstæð túlkun Jóns heitins Norðfjörð 1 hlutverki Skrifta-Hans. Einnig meðferð Zophoníasar Árnasonar 1 hlut- verki Vermundar. Ekki kemst þessi sýning Leik- félags Akureyrar í nein saman- burð við fyrri sýningar félagsins á þessu verkefni, hvorki hvað leik- meðferð snertir, leiktjöld eða leíkstjórn. Allt um það eru þó ljósir punktar í þessari sýningu og á kvenfólkið þar stærstan hlut. Öþarft er að rekja gang þessa leiks, bæði er það, að efnið er fjöl mörgum kunnugt og svo hitt, að best er að kynnast efni hvers leiks í leikhúsinu sjálfu. Leikstjórn Eyvindur Erlends- sonar virðist mér í mörgu ábóta- vant. Staðsetningar leikara eru vfða óraunhæfar, þvingaðar og stangast í sumum tilfellum á við atburðarás leiksins. Leikararnir tala mikið fram til áhorfenda og þar af leiðandi rofnar samspil leikaranna og sýningin verður tætingsleg. Leikararnir vírðast oft og tfðum hreyfa sig um sviðið i fullkomnu tilgangsleysi. Mig minnir, að hinn rússneski snillingur Stanislavskij, segi ein- hversstaðar: „Engin hreyfing á leiksviðinu án tilgangs." Leikmynd Eyvinds er að ýmsu Ieyti nokkuð góð, en hefði þó mátt vanda betur málninguna, sérstak- lega á útisviðinu. Áskell Jónsson hefur æft söng- vana og leikur undir söngnum. I sumum tilfellum ganga lögin alltof hratt, t.d. í lokasöng Skrifta-Hans, ástarsöng Vermundar og söng þeirra Ejbæks og Láru, svo úr þessum fallegu lögum verður vart annað en sálarlaust pfp. Trúi ég ekki, að Áskell hafi verið þar einn f ráð- um. Assessor Svale er leikinn af leikstjóranum, Eyvindi Erlends- syni. Svale er stórburgeis og óðalsbóndi að Strandbergi, hefur auk þess komist til nokkurra met- orða, sem hann er hreint ekki svo lítið stoltur af, en það er að vera meðdómari í réttinum. Mér finnst því að assessorinn mætti vera svolítið drjúgur með sig, rismeiri og jafnvel eldri en hann verður í meðförum Ey vinds. Lára, dóttir assessorsins, er leikin af Sögu Geirdal. Saga er vaxandi leikkona enda orðin talsvert sviðsvön og hefur gert marga hluti vel á leiksviðinu, enda gerir hún hlutverki þessarar draum- lindu stúlku að mörgu leyti góð skil. Þó er eins og vanti einhvern herslumun, sem ég geri mér ekki fulla grein fyrir í hverju liggur. Þórhildur Þorleifsdóttir fer með hlutverk Jóhönnu, bróður- dóttur assessorsins. Þessu hlut- verki er vel borgið f höndum hennar. Þórhildur er létt og gáskafull, eins og vera ber í þessu hlutverki. Helena, kammerráðsfrú, er leikin af Björgu Baldvinsdóttur. Björg er þaulvön leikkona þó hún hafi ekki verið mikið í sviðsljós- inu hin sfðari ár. Tæplega hefur kammerráðsfrúin gifst manni sín- um vegna ástarinnar. Trúlega hefur þar ráðið meir ásókn í virðulega stöðu og að komast í röð heldri kvenna. Kammerráðsfrúin er vafalaust talsvert miklu yngri en maður hennar og hefur gaman af að ganga í augu yngri manna, en þrátt fyrir það heldur hún þó alltaf sínum virðuleik og reisn, en það er einmitt þessi virðuleiki, sem mér finnst helst skorta f kammerráðsfrúna hjá Björgu. Kammerráð Kranz er leikinn af Kjartani ólafssyni. Þetta er það hlutverk leiksins, sem gefur mesta möguleika til skoplegrar túlkunar og ekki er því að neita, að Kjartani tekst það all vel á köflum, en þó er eins og hann missi tökin annað slagið eða fylgi sinni persónusköpun ekki nógu vel eftir. Það er eins og eitthvert öryggisleysi í túlkun Kjartans. Mér virðist þrátt fyrir allt að Kjartan sé með hlutverkið í rétt- um farvegi, þyrfti aðeins að taka ögn fastar á því. Aðalsteinn Bergdal leikur Her- löv stúdent. Aðalsteinn hefur góða söngrödd, en nokkuð skortir á, að hann nái fram hinu gáska- fulla og leikandi fjöri sem er aðal- einkenni Herlövs. Gestur Jónasson leikur Ejbæk, guðfræðistúdent og félaga Her- lövs. Ejbæk er alvarlega þenkj- andi og algjör andstæða við Her- löv. Skapgerð hans og Láru falla vel saman og þau dragast hvort að öðru eins og segull. Sama er að segja um Herlöv og Jóhönnu, skapgerð þeirra er eins Ejbæk er hálfgerð vandræða- persóna til leiks og ég býst við að ýmislegt annað hæfi Gesti betur til leiktúlkunar en hlutverk af þessari manngerð. Ejbæk verður heldur bragðdaufur hjá Gesti og jafnvel meir en efni standa til. Hann kemur að vísu sínum texta óbrjáluðum til skila, en vantar það, sem undir býr, innri leik. En margur góður leikarinn hefur nú fallerað á þessu hlutverki svo Gestur er þar ekki einn á báti. Arnar Jónsson leikur Vermund, skógfræðing. Vermundur er menntaður maður á sína vísu og villl láta líta á sig sem slíkan. Hann hefur fágaða og virðulega framkomu, sem nægir honum næstum til þess að hreppa kóngs- dótturina og ríkið með. En undir þessu fágaða yfirborði leynist skúrkurinn. Arnar virðist skilja þessa persónu öðrum skilningi. Hann leiðir þarna fram einskonar glaumgosa og skirrist jafnvel ekki við að brjóta allar reglur talaðs máls, með snarvitlausum áhersl- um. Maður stendur í forundrun yfir því, að menntaður leikari skuli leyfa sér slíkt. Og þá er komið að aðalhlutverki þessa Ieiks, sjálfum Skrifta-Hans, sem er leikinn af Þráni Karlssyni. Þráinn sýnir okkur Skrifta-Hans sprellandi fjörugan og lífsglaðan náunga, sem erfitt er að hugsa sér að nokkurntima hafi komist í kynni við alvöru lífsins. En það er nú öðru nær, að Skrifta-Hans hafi ekki orðið fyrir barðinu á henni „verslu". Frá barnæsku hefur hann orðið að lifa við kröpp kjör og hið rangsnúna þjóðfélag og rotna réttarfar hefur neytt hann til að stela sér til bjargar. Við Islendingar þekktum þetta réttar- far á fyrri tíð, þegar fátækir tómt- húsmenn voru húðstrýktir og sviptir eignum sínum fyrir það eitt að selja spyrðuband öðrum en hinum útvalda kaupmanni. Það var ekkert sældarbrauð að vera lokaður inni í dönsku fangelsi 19. aldarinnar og sá, sem slapp þaðan út, bar vissulega þess merki bæði á sál og líkama. Nei, það var ekki rétt eins og að gista á Hótel KEA í nokkra mánuði að vera tugthús- gestur í Danmörk á 19. öld. Skrifta-Hans er fullur af bitur- leik til samfélagsins og hann er að grípa í síðasta hálmstráið, sem hann eygir sér til bjargar, en það er að flýja fósturjörðina og maður, sem er á sífelldum flótta og í felum fyrir réttvísinni og samborgurunum, kemur ekki æp- andi inn I umhverfi þar sem fólk er á næsta leiti og hans eina úr- ræði til undankomu, sem í þessu tilfelli er veski Vermundar, er næsti og síðasti áfanginn að mark- inu. Nei, líf þessarar persónu hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann segir sjálfur: „I heiminum veittist mér harmur og stríð“ og í framhaldi af því — „í tárum ég skírðist". (tilvitnun úr þýðingu Jónasar Jónssonar frá Hrafesagili). Þráinn Karlsson er ekki neinn nýliði á leiksviði Akureyrar. Hann hefur gert þar inarga hluti vel og sumt stórvel, þess vegna er maður líka furðu lostinn yfir því, hvernig honum tekst að forklúðra þessu hlutverki. Jakob Kristinsson leikur Pétur bónda og kemst sómasamlega frá því. Pétur virkar óþarflega unglingslegur og hefði ekki spillt, að láta hann fá góðan maska og þannig bæta við nokkrum árum eða jafnvel áratugum. í senu þeirra Péturs og Skrifta-Hans í upphafi leiksins, virðist það hafa fariö framhjá leikstjóranum, að þeir eiga að skipta fötum. Skrifta- Hans losar sig þar við fangabún- inginn, sem Pétur klæðist, en fer sjálfur i föt Péturs. Þessvegna er það nokkuð skot- hent, að Pétur er orðinn finni í tauinu en Skrifta-Hans, þegar þeir skilja. Húsið var þétt setið á frumsýn- ingu og leikstjóra og leikendum vel fagnað í lokin. Er þess að vænta, að Ævintýrið dragi enn að sér áhorfendur sem fyrr. Guðmundur Gunnarsson. Kranz: Kjartan Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.