Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 Athugasemd heilbrigðisráðu- ney tis vegna Hlaðgerðarkots VEGNA viðskipta Filadelfíusafn- aðarins við heilhriðisráðuneytið f sambandi við fyrirhugaðan rekstur dvalarheimilis fyrir drykkjusjúka að fllaðgerðarkoti og einkum vegna greinar Georgs Viðars Björnssonar í Tímanum hinn 18. október sl., telur ráðu- neytið nauðsynlegt að upplýsa eftirfarandi: I maímánuði sl. átti Einar J. Gíslason viðtal við ráðuneytis- stjóra heilbrigðisráðuneytisins og spurðist fyrir um gildandi reglur um starfsemi og rekstur heimila fyrir drykkjusjúka, og í fram- haldi af því viðtali sendi hann bréf til ráðuneytisins hinn 24. mai, þar sem skýrt var frá því, að Hvítasunnusöfnuðurinn hefði mikinn áhuga á að hasla sér víðari völl með starfsemi sinni en áður var með svokallaðri Samhjálp Hvítasunnumanna og hyggðist í þvi skyni kaupa Hlaðgerðakot í Mosfellssveit og koma þar á stofn heimili fyrir drykkjusjúka. Tveim spurningum var sérstak- lega beint til ráðuneytisins í þessu samband: 1. Mundi heimili fyrir drykkju- sjúka rekið i Hlaðgerðarkoti falla undir sjúkrahúslög? 2. Má reikna með fjárveitingu úr Gæsluvistarsjóði til starfsem- innar í Hlaðgerðarkoti? Fyrrgreint bréf barst ráðuneyt- inu 28. maí óg því var svarað 30. maí, þar sem skýrt var frá því, að ráðuneytið mundi óska eftir um- sögn héraðslæknisins í Álafoss- héraði og landlæknis um rekstur heimilis fyrir drykkjusjúka að Hlaðgerðarköti í Mosfellsveit og að á álitsgerð þeirra mundi byggjast umsögn ráðuneytisins og svar við *þeirri spurningu, hvort heimili fyrir drykkjusjúka að Hlaðgerðarkoti mundi falla undir sjúkrahúslög. Um hitt aðalatriðið, hvort reikna mætti með fjárveitingu úr Gæsluvistarsjóði, var bent á að gert er ráð fyrir að fé Gæslu- vistarsjóðs sé varið til fjárfest- ingar vegna stofnana fyrir drykkjusjúka, en ekki til reksturs, og jafnframt skýrt frá því, að ekki hafi verið gert ráð fyrir fé úr Gæsluvistarsjóði til þessara framkvæmda á árinu. Ráðuneytið lofaði hins vegar að taka málið upp við gerð næstu fjárlaga. 1 samræmi við þetta skrifaði ráðuneytið samdægurs héraðs- lækninum í Alafossiæknishéraði, Friðrik Sveinssyni, Reykjalundi, Mosfellssveit, og landlækni, þar sém skýrt var frá beiðni Fíladel- fíusafnaðarins og var óskað eftir aó þessir embættislæknar tækju málið til athugunar og létu ráðu- neytinu í té álitsgerð um málið, einkum um það, hvort húsakynni og staðsetning mundu henta þess- ari starfsemi. 7. júní 1974 barst ráðuneytinu bréf frá Friðrik Sveinssyni, héraðslækni, þar sem hann skýrði frá því, að hinn 5. júni hefði hann fariö ásamt heilbrigðisfulltrúa Dansleikur \ í kvöld Haukar sjá um fjörið. Húsið sér um allar veitingar. F.U.J. Keflavík. Einari I. Sigurðssyni, að Hlað- gerðarkoti og skoðað húsakynni og aðbúnað. Hann taldi að húsa- kynni litu vel út en ýmislegt þarfnaðist lagfæringar og benti á, að viðkomandi aðila baferi að sækja um starfræksluleyfi til heilbrigðisnefndar Mosfells- hrepps og mundi nefndin þá taka endanlega afstöðu til umsóknar- innar. Svar landlæknis dags. 9. sept. barst ráðuneytinu hinn 10. september og í því segir, að land- læknir mæli með því að umbeðið leyfi verði veitt að uppfylltum skilyrðum, sem greind eru i bréfi heilbriðgðisnefndar Mosfells- hrepps frá 2. september, sem fylgdi meó í ljósriti, en í þessu bréfi er skýrt frá því, að heil- brigðisnefnd Mosfellshrepps hafi mælt með ieyfisveitingunni, að því tilskyldu að lagfæringar sem tilgreindar eru i bréfinu verði lokið að fullu fyrir 1. nóvember þ.á. Þær lagfæringar, sem nefndin taldi að gera þyrfti voru fyrst og fremst í sambandi við bætta geymslu á neysluvörum, lagfær- ingu á innréttingum i eldhúsi, breytingu á loftræstingu í eld- húsi, og lagfæringu á umbúnaði sorps. í samræmi við bréf landlæknis frá 9. sept. skrifaði ráðuneytið Einari Gíslasyni, Filadelfíu- sögnuðinum, Hátúni 2, Reykjavík, bréf hinn 11. sept. 1974, þar sem vitnað er til bréfsins frá 24. maí og skýrt frá þeim athugunum, sem ráðuneytið hafði látið gera í sambandi við umsókn um rekstur heimilis fyrir drykkjusjúklinga í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. Ráðuneytið veitti með þessu bréfi Fíladelfíusöfnuðinum leyfi til að reka hæli fyrir drykkju- sjúka að Hlaðgerðarkoti í Mos- fellssveit með þeim skilyrðum, sem landlæknir og heilbrigðis- Ný póstafgreiðsla í Garðahreppi MANUDAGINN 12. nóvember nk. flytur póstafgreiðslan 1 Garða- kauptúni f nýtt húsnæði að Goða- túni 2. Jafnframt breytist dag- legur afgreiðslutími og verður kl. 9—17 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12.1 hinu nýja húsnæði verður einnig almenn sfmaafgreiðsla. Múrari Get bætt við mig múrverki og flisalögnum. Upplýsingar i sima 52938. Bréfhirðing var fyrst sett á laggirnar í Garðahreppi árið 1950. Var það í Silfurtúni, en 1958 var hún flutt að Ásgarði. Árið 1964 var bréfhirðingin gerð að póstaf- greiðslu og flutt í húsnæði það, er hún hefur verið í fram að þessu. Þórður Reykdal veitti póstaf- greiðslunni forstöðu til 1. janúar 1973, Jens Pálsson til 1. des. sama ár, en núverandi stöðvarstjóri er Dýrmundur Ólafsson. Við flutninginn í hið nýja hús- næði batna mjög aðstæður bæði viðskiptavina og starfsfólks, en gamla húsnæðið var fyrir löngu orðið ófullnægjandi. nefnd höfðu sett, og var gert ráð fyrir að þær lagfæringar, sem til- greindar voru, yrðu komnar til framkvæmda fyrir 1. nóvember næstkomandi og var leyfið veitt til eins árs til reynslu í samræmi við tilmæli þeirra aðila, er leitað var til. Afrit af þessu bréfi ráðuneytis- ins var sent til heilbrigðisnefndar Mosfellssveitar og skrifstofu landlæknis. Ráðuneytið hefur síðan beðió staðfestingar á því, að fyrrgreind- ar breýtingar hafi komist til fram- kvæmda og í simtali við land- lækni í dag (21. okt. 1974) upp- lýsti hann að hann hefði ekki fengið staðfestingu á því, að fyrr- greindar breytingar hefðu verið gerðar. Ráðuneytið hefur því litið svo á, aóiskilyrðiþess fyrir leyfisveiting- unni hafi ekki verið uppfyllt, og hefur því enn ekki ritað sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofn- unar rfkisins eða Daggjaldanefnd sjúkrahúsa um málið. Þessu til viðbótar má geta þess, að enda þótt ekki hafi verið ætlað fé úr Gæsluvistarsjóði á þessu ári til framkvæmda á vegum Ffladel- ffusafnaðarins, þá ákvað ráðherra hinn 10. okt. að veita Filadelfíu- söfnuðinum styrk til þessarar starfsemi kr. 300.000.00, og var þeirri upphæð ávísað úr Gæslu- vistarsjóði til Einars Gfslasonar frá ráðuneytinu þann sama dag. Þær upplýsingar, sem hér hafa verið færðar fram, sýna glögglega að allar aðdróttanir aðstandenda Filadelfíusafnaðarins, um að ráðuneytið hafi tafið framgang málsins, hafa ekki við rök að styðjast, þvert á móti hefur öll afgreiðsla málsins í ráðuneytinu gengið viðstöðulaust og fullnaðar- afgreiðsla þess bíður þar til þau skilyrði, er ráðgjafar ráðuneytis- ins lögðu til um rekstrarleyfi, hafa verið uppfyllt. Þar að auki hefur verið veitt fé úr Gæsluvistarsjóði til að mæta þeim kostnaði, er fyrrgreindar kröfur um breytingar höfðu í för með sér. Fyrir hönd ráðherra Páll Sigurðsson. Opið til kl. 10 í kvöld ~i— /\/ (l/- t- » i . [11 11 Cr Sími-22900 Laugaveg 26 Atvinna óskast Ungur málarameistari óskar eftir fastri vinnu, helzt við máln- ingu eða eftirlit með málningarvinnu. Önnur vinna kemur til greina. Upplagt tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þeir, er áhuga hafa leggi tilboð inn á afgr. Mbl. merkt: „8761" fyrir 1 6. nóv. Atvinnurekendur Ung kona óskar eftir fjölbreyttu starfi. Er vön almennum skrifstofustörfum, bréfaskriftum og afgreiðslustörfum. Margt kemur til greina. Tilboð óskast send Mbl. fyrir 13. þ.m. merkt: „Starfsreynsla — 8760." Atvinna óskast Ungur maður óskar eftir atvinnu. Er reglusamur, hefur bílpróf. Uppl. í síma 41064 eftir kl. 5. Innheimta — Bílpróf Viljum ráða röska og ábyggilega stúlku til innheimtu og skrifstofustarfa e.h. Þarf að hafa bílpróf. Tilboð sendist Mbl. fyrir 12 þ.m. merkt: 5382. Vandvirk stúlka vön jakka-, kápu- eða dragtasaumi ósk- ast, hálfan eða allan daginn. Sævar Karl Ólason, klæðskeri, Hafnarstræti 22, sími 27727. Bifreiðastjóri Bifreiðastjóri óskast nú þegar. Aðeins reglusamur og stundvís maður kemur til greina. Cudo-Gler h. f., Skúlagötu 26. Ungur reglusamur maður óskar eftir vinnu, margt kemur til greina. Hefur unnið í mörg ár sem matsveinn. Hefureinnig meirapróf. Uppl. í síma 50964. Vélvirkjar óskast Landssmiðjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.