Morgunblaðið - 12.11.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974 Hinn fyrsti landnámsmaður Sagaogsagnir þeir Hjörleifur voru að skála, gerði einn þræla hans þaö ráð, að þeir skyldu drepa uxann og segja, að skógarbjörn hefði drepið, en síðan skyldu þeir ráða á þá Hjörleif, ef þeir leituðu bjarnarins. Eftir það sögðu þeir Hjörleifi þetta. Og er þeir fóru að leita bjarnarins og dreifðust um skóginn, þá settu þræl- arnir að sérhverjum þeirra og myrtu þá alla. Síðan hlupu þeir á brott með konur þeirra og lausafé og bátinn. Þrælarnir fóru í eyjar þær, er þeir sáu í hafi til útsuðurs, og bjuggust þar fyrir um hríð. Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöföa, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi þau tíðindi. Hann lét illa yfir drápi þeirra Hjörleifs. Eftir það fór Ingólfur vestur til Hjörleifshöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: „Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu honum að bana verða.“ Ingólfur lét búa gröf þeirra Hjörleifs og sjá fyrir skipi þeirra og fjárhlut. Ingólf- ur gekk upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs. Kom honum þá það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn. Fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar, sem Eiði heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtursfullir og hljóp sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Vest- mannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því aö þeir voru Vestmenn. Þeir Ingólfur höfðu með sér konur þeirra, er myrtir höfðu verið. Fóru þeir þá aftur til Hjörleifshöfða. Var Ingólfur þar vetur annan, en um sumarið fór hann vestur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfs- felli fyrir vestan Ölfusá, þar sem sumir segja hann sé heygður. Þau misseri fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhól fyrir neðan heiði. Ingólfur fór um vorið ofan um heiði. Hann tók sér bústað, þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjavík. Þar eru enn öndvegis- súlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalf jarðar, fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út. Þá mælti Karli: „Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“ Hann hvarf á brott og ambátt með honum. Vífli gaf Ingólfur frelsi og byggði hann að Vífilstóft- um; við hann er kennt Vífilsfell. Bjó hann þar lengi og var skilríkur maður. Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið. Gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmi. Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla. Þeirra son var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður alþingi var sett. Sonur Þorsteins var Þorkell máni lögsögumaður, er einn heiðinna manna hefur best verið siðaður, að því er menn vita dæmi til. Hann lét sig bera í sólargeisla í banasótt sinni og fal sig á hendur þeim guði, er sólina hafði skapað. Hafði hann og lifað svo hrein- lega sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir. (Landnáma, kap. 3—9). DRÁTTHAGI BLÝANTURINN ANNA FRA STORUBORG SAGA FRA SEXTANDU OLD eftir Jón Trausta Það var sem stofan fylltist af nýju sólskini frá öllum þess- um björtu kollum og brosandi augum, sem öll skinu á lög- manninn í rúminu. En allt þetta sólskin æsku og fegurðar og glæsilegra vona hafði gagnstæð áhrif á lögmanninn við það, sem til var ætl- azt. Hann varð þungbrýnn og roðnaði mjög. Gamla gremjan, sem hafði verið nýlega rétt í andarslitrunum, vaknaði til lífs að nýju. Margra ára hatur og harðneskja blossaði upp, án þess hann fengi við það ráðið. Þarna stóð frammi fyrir honum margra ára móðgun, margra ára árangurslaus bar- átta. Hvert af þessum glóhærðu bamahöfðum minnti hann á nýjan ósigur, nýja lægingu og lítilsvirðingu á valdi hans. Honum gramdist það við önnu systur sína, að hún skyldi sí og æ vera að sýna honum þessa syndakrakka sína, sí og æ að minna hann á, hve djúpt hún væri fallin. Fann hún þá ekkert til minnkunar sinnar? Þótti henni sómi að þessu? Honum þótti það eðlilegast, að hún reyndi að leyna þessum böinmn og fela þau, að hún gerði sér allt far um að láta engan sjá, hve mörg þau væru, sizt af öllum hann. Þessi of- dirfska og ósvifni gekk alveg fram af honilm. „Menn þinir hafa sagt mér frá því, hvað gerðist við Markar- fljót í gær,“ mælti Anna ofurblíðlega. „Nú komum við hér öll í hóp til að ítreka við þig, sem við höfum margsinnis beðið þig áður. Nú vona ég, að við þurfum ekki lengi að biðja.“ Lögmaður leit sem snöggvast yfir bamahópinn, leit svo niður fyrir sig og steinþagði. Það var sem steinn sæti fyrir brjóstinu á honum, — ískaldur, harður og þungur steinn, sem þessi bænaraugu unnu ekkert á. Hann gat ekki étið ofan í sig orð sín og eiða, — öll þessi miklu stóryrði, sem hann hafði mælt. Hann gat ekki leyft það, sem hann hafði marg- sinnis og margsinnis svarið, að aldrei skyldi verða. Hann gat í mesta lagi gengið frá eiði sínum um að drepa Hjalta, hvar sem hann kæmist í færi við hann, með það fyrir afsökun, að Hjalti hefði bjargað lífi hans. En hitt, að gefa samþykki sitt til ráðahags þeirra önnu og hans, gera öll þessi óskil- getnu börn lögleg og arfgeng, — það var ómögulegt, — óhugsandi, — ekki nærri því komandi. Anna las hugsanir hans. En hún hafði ásett sér, að nú skyldi skriða til skara þeirra á milli, með illu eða góðu. Hún rétti eldri bömunum yngstu bömin, sem hún bar í fanginu, settist við rúm bróður síns og tók um hönd hans. Svipur hennar var mildur og alvörugefinn og rómur hennar dálítið klökkur. Hún sá það, að fyrirstaðan var miklu, miklu meiri en hún hafði búizt við. „Bróðir minn,“ mælti hún. „Ménn þínir hafa líka sagt mér, hvað þér varð að orði, er þú sazt við fljótið og vissir, að það hafði verið Hjalti, sem hafði bjargað þér. Þetta er dómur drottins, mæltir þú. Ertu búinn að gleyma því? 1 það skipti talaðirðu frá hjarta þínu og talaðir satt. Þú fannst, hver það var, sem lagt hafði hönd sína á þig í það skipti. Þú fannst, að hann var þér máttugri og að þú varst eins og fis í hans höndum. Þú auðmýktir þig í bili. Nú ætl- arðu að reyna að afneita þessum dómi og rísa gegn honum, Ty?>\ Mw HeÖThorgunkciífinu Hvað er að sjá þetta, maður, það eru göt á sól- unum. Síðan fólk fór að kaupa þessar kökur höfum við hækkað þær um 5 krón- ur stykkið. Hér virðast engir svepp- ir vera? Hér er útgangurinn fyr- ir þá starfsmenn sem settir eru á eftirlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.