Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 Slæmur dagur hjá toppliðunum BURNLEY og Manchester City voru einu toppliðin f ensku 1. deildar keppninni sem unnu leiki sfna s.l. laugardag. Reyndar er erfitt að tala um toppliðin f deild- inni eins og málin standa nú, þar sem aðeins 7 stig skilja á milli efsta liðsins og þess sem er f 15. sæti. Jafnari getur barattan tæp- ast verið, og nú þegar iangt er liðið á keppnina má Ijóst vera, að hún verður tæplega útkljáð fyrr en I siðustu umferðunum. Hvert liðanna það verður sem stendur að lokum uppi sem sigurvegari er einnig óhugsandi að spá um. Margir eru nú farnir að renna hýru auga til meistara sfðasta árs, Leeds United, sem hefur þokað sér ofar og ofar á töfluna allt frá áramótum, en léleg byrjun liðs- ins f haust kann þó að reynast þvf afdrifarfkur fjötur um fót. Svo vikið sé að einstökum leikj- um á laugardaginn, er eftirfar- andi helzt um þá að segja: Liverpool — Everton 0:0: Eins og vant er varð gífurlega mikil aðsókn að leik þessara grannliða f Liverpool. Samtals 55.853 áhorfendur greiddu sig inn á leikinn og er það með því allra mesta sem verið hefur á 1. deildar leik I vetur. Liverpool átti meira í fyrri hálfleiknum og komust leik- menn liðsins tvfvegis í dauðafæri, en Davies, markvörður Everton, bjargaði meistaralega í bæði skiptin. í seinni hálfleiknum var leikurinn jafnari og daufari. Bezta tækifærið þá átti Bob Latchford, en markvörður Liver- pool, Ray Clemence, tókst að stöðva hann á síðustu stundu. Manchester City — Birmingham 3:1 Manchesterliðið náði þarna ein- um af sfnum betri leikjum í vetur, og pressaði stöðugt að marki Birmingham. Sóknin bar þó ekki árangur fyrr en á 55. mfnútu er Joe Royle skoraði og var þetta hans fyrsta mark síðan hann kom til liðs við Manchester City frá Everton í desember s.l. Eftir að Royle hafði skorað, jafnaðist leik- urinn og Birmingham fór að ná góðum sóknarlotum. Ein þeirra endaði með marki frá Gordon Taylor og var það á 71. minútu. En City sneri taflinu brátt aftur sér í hag og fyrir leikslok höfðu þeir Denis Tueart og Colin Bell skorað. Tottenham — Leicester 0:3 Lið Tottenham Hotspur virðist með öllu heillum horfið um þess- ar mundir, og átti aldrei mögu- leika í leiknum við Leicester sem lyfti sér af botninum með þessum sigri. Það er aðallega vörn Totten- ham sem bregst illa í leikjunum og þannig voru t.d. mörk Leicester í þessum leik hálfgerð gjafamörk, eftir herfileg mistök. Fyrsta markið skoraði Mike Stringfellow á 3. mfnútu, Frank Worthington bætti öðru markinu við á 61. mínútu og Frank Weller átti lokaorðið með marki á 80. mínútu. Áhorfendur að leiknum voru 20.933. Wolves — West Ham 3:1 Þarna mættust tvö mikil bar- áttulið, enda var leikurinn eftir því fjörugur og spennandi. Úlf- arnir voru þó greinilega betri að- ilinn, og voru þeir óspart hvattir til dáða af heimamönnum, en áhorfendur að leiknum voru 24.794. Á 17. mínútu náðu Ulfarn- ir forystu með marki Steve Kindon, og John Richards bætti öðru marki við á 41. mínútu. Á 61. mínútu átti Richards stórkost- lega fallegt skot að marki West Ham, en markvörður Iiðsins Mervyn Day bjargaði glæsilega. 9 mínútum fyrir leikslok tókst West Ham að rétta hlut sinn svo- lítið með skallamarki Bobby Goulds. Carlisle — Q.P.R. 1:2 Don Givens var þeim Carlisle- mönnum erfiður í þessum leik. Hann skoraði bæði mörk Lundúnaliðsins, og sendi þar með Carlisle — á botninn í 1. deild. Verður að teljast fremur ólíklegt að liðinu, sem kom upp úr 2. deild í fyrra, takist að bjarga sér frá falli í ár. Það átti ágæta byrjun í 1. deildinni, en hefur vegnað fremur illa að undanförnu, og leikið miklu verri og óöruggari knattspyrnu en það gerði til að byrja með. Givens skoraði fyrra márk sitt eftir hornspyrnu á 12. mínútu, en Bobby Owen tókst að jafna fyrir Carlisle skömmu sfðar. Þegar 18 mfnútur voru til leiks- loka skoraði Givens sitt annað mark í leiknum. Áhofendur voru 13.176. Chelsea — Newcastle 3:2 Mikil barátta var f þessum leik og fjölmörg tækifæri á báða bóga. Fyrsta markið skoraði Steve Finnieston fyrir Chelsea á 35. mínútu, en þá hafði Graham Wilkins átt skot í þverslá og út. Var Finnieston harðari en varnar- leikmenn Newcastle og tókst að skalla knöttinn í netið. Aðeins mínútu síðar var staðan orðin 2:0 fyrir Chelsea, eftir að Charlie Cooke skoraði en Cooke átti þarna mjög góðan leik. Á 50. mínútu tókst hinum marksækna miðherja Newcastle-liðsins Malcolm Mac- Donald að leika gegnum vörn Chelsea og skora, þannig að spenna var kominn f leikinn að nýju. Chelsea tók miðju og áður en Newcastle hafði áttað sig var markið komið í slíka hættu að þeir urðu að bregða fyrir sig handknattleik til þess að bjarga því. Vítaspyrna var óumflýjanleg og úr henni skoraði John Holl- ings. Þremur mfnútum síðar minnkaði Newcastle aftur mun- inn niður f eitt mark, er MacDon- ald afgreiddi sendingu frá John Tudor f netið hjá Chelsea. En við þetta sat, þrátt fyrir mikla bar- áttu það sem eftir lifði leiksins. Áhorfedur voru 26.770. Coventry — Ipswich 3:1 Urslit í þessum leik komu nokk- uð á óvart, ekki sízt vegna þess að Coventry hafði gengið mjög illa að skora mörk í undangengnum leikjum sínum. Michael Feguson, 19 ára piltur sem lék þarna sinn fjórða leik með aðalliði Coventry átti mestan hluta að því að sókn liðsins var nú miklu beittari og ákveðnari en fyrr. Hann skoraði sjálfur fyrsta mark leiksins á 71. mínútu og á 83. minútu tókst Alan Green að breyta stöðunni í 2:0. Allan Hunter svaraði fyrir Ipswich, en Green innsiglaði sig- ur Coventry með marki skömmu fyrir leikslok. Ahorfendur voru 16.980. Luton — Stoke 0:0 Luton Town berst nú hetjulegri baráttu fyrir lífi sínu í 1. deild og gaf toppliðinu Stoke City ekkert eftir 1 þessum leik, nema síður væri. I fyrri hálfleik var það t.d. ekkert nema frábær markvarzla Peters Shiltons sem kom f veg fyrir að Luton skoraði. Bjargaði hann stórglæsilega tveimur skot- um frá John Aston, sem kominn var f góð færi. Skömmu eftir að seinni hálfleikur hófst var dæmd vítaspyrna á Luton en skot John Salmons hafnaði í þverslá Lutons- marksins og hrökk þaðan út á völlinn, þar sem hættunni var bægt frá. Áhorfendur voru 19.854. Burnley — Sheffield United 2:1 Burnley heldur sínu striki f keppninni og er nú í næst efsta Framhald á bls. 19. Arsenal leikmaðurinn Peter Simpson horfir undrandi á aðfarir Frank Worthington, leik- manns Leicester, er liðin mættust í bikarkeppninni á dögunum. A laugardaginn sigraði lið Worthington Lundúnaliðið Tottenham á útivelli, og lyfti sér af botninum, en Arsenal tapaði fyrir Derby, og færist þar með enn nær botninum 11. deildinni. 1 ! 1. DEILD [ HEIMA UTI STtG 1 Stoke City 31 9 6 1 29—14 4 5 6 19—22 37 Burnley 31 10 3 3 31—18 5 4 6 21—27 37 Everton 29 7 7 1 23—12 4 7 3 18—15 36 Liverpool 30 10 4 2 32—14 4 3 7 10—17 35 Manchester City 30 13 2 1 35—16 1 5 8 9—30 35 Ipswich Town 30 11 2 1 28—4 5 0 11 14—25 34 Derby County 29 9 3 2 28—14 4 5 6 16—24 34 Leeds United 30 8 4 2 24—11 5 3 8 16—20. 33 West Ham United 31 8 4 2 32—15 3 7 7 16—25 33 Middlesbrough 30 6 6 3 22—13 5 4 6 16—20 32 Newcastle United 30 11 3 2 33—15 2 3 9 14—32 32 Sheffield United 30 8 6 2 24—17 4 2 8 16—25 32 Queens Park Rangers 30 6 2 6 18—15 6 5 5 23—24 31 Wolverhampton Wand. 30 8 4 3 27—16 2 6 7 12—22 30 Coventry City 31 7 7 2 26—18 2 5 8 15—29 30 Chelsea * 30 4 6 5 18—24 4 5 6 16—26 28 Birmingham City 31 8 2 6 26—22 2 4 9 13—26 26 Arsenal 29 6 4 3 21—10 3 3 10 10—13 25 Tottemham Hotspur 32 4 4 8 18—22 4 4 8 20—26 24 Luton Town 29 4 5 6 16—20 15 8 9—20 20 Leiscester City 29 3 5 6 12—14 2 3 9 15—30 20 Carlisle United 30 5 1 9 13—16 3 2 10 16—25 19 2. DEILD HEIMA UTI STIG 1 Manchester United 31 12 2 1 30—8 6 4 6 15—15 42 Sunderland 31 10 4 1 29—6 4 6 6 21—22 38 Norwich City 31 11 2 2 26—11 3 8 5 17—18 38 Aston Villa 30 11 3 1 32—5 4 4 7 15—21 37 Bristol City 30 10 4 1 21—5 4 3 8 11—17 35 Blackpool 31 10 3 2 24—12 2 8 6 6—10 35 Bolton Wanderes 30 9 5 2 25—9 4 2 8 12—19 33 West Bromwich Albion 30 8 4 3 19—11 4 4 7 15—15 32 Oxford United 32 12 1 3 24—14 1 5 10 7—27 32 Ilull City 31 8 6 1 18—9 2 5 9 13—38 31 Southampton 30 6 6 3 19—13 4 4 7 20—23 30 Notts County 31 '6 8 1 26—16 3 4 9 8—24 30 Orient 30 5 7 3 12—13 2 9 4 10—15 30 York City 31 7 5 4 23—13 4 2 9 17—28 29 Nottingham Forest 31 6 9 1 19—18 5 3 7 14—22 29 Fulham 30 6 4 4 20—11 2 8 6 8—13 28 | Oldham Atletic 31 8 5 3 21—14 0 5 10 7—19 26 | Dortsmouth 31 5 6 4 19—17 3 4 9 11—25 26 Bristol Rovers 31 8 3 5 16—14 2 3 10 13—32 26 3 Millwall 31 7 6 3 26—14 1 2 12 8—29 26 S Cardiff City 30 6 5 5 19—16 15 8 9—26 24 r; Sheffield Wed. 30 3 6 6 16—20 2 3 10 11—26 19 K nattspyrn uúrslit: ENGLAND 1. DEILD: Burney — Sheffield Utd 2:1 Carlis—O.P.R. 1:2 Chelsea — Newcastle 3:2 Coventry — Ipswich 3:1 Derby — Arsenal 2:1 Liverpool — Everton 0:0 Luton — Stoke 0:0 Manchester City Birmingham 3:1 Middlesbrough — Leeds 0:1 Tottenham — Leicester 0:3 Wolves — West Ham Utd. 3:1 ENGLAND 2. DEILD: Aston Villa — Manchester Utd. 2:0 Bristol City — W.B.A. 2:1 Hull — Portsmouth 0:0 Millwall — York 1:3 Norwich — Oldham 1:0 Nottingham — Cardiff 0:0 j Orient—Bristol Rovers 1:0 Oxford — Blackpool 0:0 Sheffield Wed. — Notts County 0:1 Southampton — Bolton 0:1 Sunderland — Fulham 1:2 ENGLAND 3. DEILD: Aldershot — Blackbum 1:1 Brighton — Hereford 2:1 Bury—Bournemouth 1:0 Gillingham — Swindon 3:1 Huddersfield—Halifax 1:2 Grimbsy — Colchester 1:1 Peterborough — Chesterfield 0:2 Urslit getrauna LEIKVIKA 26 Lelklr 22. febrúar 1975 1 2 V X 2 1 'X 2 Burnley - Sheffield Utd. 2 -V / Carlisle - O.P.R. 7 u" <í i Chelsea - Newcastle 3 i /\ Coventry - Ipswich • / /! Derby - Arsenal i - / / Liverpool • Everton O _ 0 X Luton - Stoke 0 - o X Man. City - Birmingham 3 / /, Middlesbro - Leeds - i Tottenham - Leicester » - > j * Wolves - West Ham 3 - / / r Aston Villa - Manch. Utd. fcL - SL / Plymouth — Crystal Palace 0:1 Port Vale — Watford 0:0 Preston — Tranmere 1:0 Walsall — Charlton 0:1 Wrexham — Southend 1:1 ENGLAND 4. DEILD: Bradford — Reading 1:3 Brentford — Hartlepool 1:0 Crewe — Stockport 2:0 Doncaster—Mansfield 4:3 Exeter — Rotherham 0:4 Lincoln — Barnsley 3:0 Newport — Cambridge 1:2 Northampton — Southport 1:1 Rochdala — Scunthorpe 4:2 Swansea — Chester 0:1 Workington — Shrewsbury 0:2 SKOTLAND 1. DEILD: Aberdeen — Dumbarton 1:1 Airdrieonians—Hearts 1:1 Clyde — Rangers 1:2 Hibernian — Celtic 2:1 Kilmarnock — Motherwell 3:1 Morton — Dundee 1:2 Partick — Arbroath 1:0 SKOTLAND 2. DEILD: Alloa — East Stirling 2:1 Berwick — Stenhousemuir 4:2 Brechin — Queen of the South 0:4 Clydebank — Queens Park 2:1 Falkirk — East Five 4:0 Forfar — Albion Rovers 0:5 Hamilton — Cowdenbeath 5:0 Raith Rovers — Stiling 3:0 St. Mirren — Meadowbank 4:0 Stranraer—Montrose 2:2 V.-ÞÝZKALAND 1. DEILD: Einstracht Frankfurt — Tennis Borussia 7:1 Herta BSC — Hamburger SV 1:0 Eintracht Braunswich — Rot-Weiss Essen 4:2 VFB Stuttgart _ — Kickers Offenbach 3:1 FC Köln — Bayern Munchen 1:0 Borusia Mönchengladbach — FC Kaiserslautern 1:0 Schalke 04—VFL Bochum 1:0 Werden Bremen — MSV Duisburg 3:1 Wuppertal SV — Fortuna Dusseldorf 2:3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.