Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 29 Long: Morö ö kvenréttindarööstefnu Jóhanna Kristjönsdóttir pýddi 51 læknirinn segir var hún bæði taugaóstyrk og eirðarlaus ... og samkvæmt því sem Henrik Zetter- gren segir var hún viti sínu fjær í marga mánuði. Hún hafði engu að siður haldið hlífiskildi yfir yður með því að þegja þegar læknirinn spurði hana og nú hafði hún náð yður á sitt vald. Það var sannar- lega ekki skrítið þótt hún byggi áfram hjá yður, og að hún fékk mat og húsaskjól og meira til. Það hlýtur í raun að hafa verið HUN sem var hæstráðandi hér i húsinu og ekki frú Katarina Lönner, sem öllum virðist svo myndarleg og virðuleg. Og hún hefur auðvitað gætt sín dálítið að slá ekki um of um sig í kunningjahópi. Og þér höfðuð á tilfinningunni að þetta yrði stöðugt óbæri- legra... hvenær sem henni datt i hug gat hún ljóstrað upp hinu hræðilega leyndarmáli. Þér gátuð ekki verið örugg, fyrr en þaggað hefði verið niður í henni á áhrifa- ríkan hátt — og síðan höfðuð þér engar vöfiur á því. Varir hennar eru náhvítar og svo þurrar að hún getur naumast stunið upp orðunum sem koma: — Þér ... þér hljótið að vera vitskertur! — Nei, en ég er tilneyddur að komast að sannleikanum. Og þess vegna er ég fyrst og fremst að leita að þeim, sem hafði mjög ríkar ástæður til að ryðja Betti Borg úr vegi. Ef maður mölbrýtur hausinn á andstæðingi sínum með öxi, þarf orsökin ekki að liggja djúpt, og slíkt gæti hafa gerzt í stundar bræði. öðru máli gegnir um eiturmorð. Þau eru undirbúin og skipulögð og síðan framkvæmd með köldu blóói. Það skiptir ástæðan höfuðmáli. Við getum líka orðað það svo, frú Lönner, að sé kenning mín rétt hafði engin brýnni ástæðu en þér til að fremja annað morð — morðið á Betti sjálfri. Eva Gun snýr höfðinu hægt og lítur fast á lögregluforingjann. — Það gleður mig lögreglufor- ingi, að þér hafið haft upp á heil- mörgum sem höfðu góðar og gildar ástæður til að þakka niður í þessari nöðru. En ég býst við að þrátt fyrir allt sé ég enn efst á lista — Já. Hann brýtur heilann meðan hann hreinsar úr pipu sinni. — Já, þér eruð enn efstar á listanum. Astæða yðar var ekki aðeins þung á metunum, hún var einnig mjög aðkallandi. Frú Lönner hafði beðið i tvö ár og eftir því sem mér skilst þá var ekkert sem mælti gegn þvi að hún biði í önnur tvö EN ÞÉR GÁTUÐ EKKI BEÐIÐ. ALLS EKKI. HVAÐ YÐUR SNERTI ÞA hefði ógæfan getað dunið yfir yður á hverri stundu. Þetta er óvægið einvígi og til- heyrendur þeirra sem ekki þekkja til sambands Evu Gun við Róbert skilja að það er háð i beizkri alvöru. Þær eru skelfingu lostnar og undrandi. — Það er líka ýmislegt annað sem skiptir máli, segir hann eins og utan við sig, meðan hann treður á ný i pípu sina. — Fyrir utan ástæðuna sjálfa. Smábrot sem verður að setja saman, áður en heildarmyndin kemur fram. — Til dæmis hvað? — Til dæmis spurningin um það, á hverjum átti Betti Borg von í heimsókn, þegar hún hafði tekið sjerríió upp og beið og lét dyrnar standa opnar? Eva Gun hikar vió. — Ja,... ég .... — Þér segist hafa farið inn til hennar rétt fyrir klukkan tvö. Camilla getur vist sagt eitthvað um dyr sem var iokað og siðan hróp .... Hann heyrir á óreglulegum andardrætti þeirra að athygli þeirra hefur hann óskipta og að hræðslan hefur smeygt sér inn f þessa stóru dagstofu, þar sem Betti hefur iðulega setið og gert hinar djöfullegu lævísu áætlanir sínar. — Þangað til annað kemur í ljós, fröken Nyren, veróum við að álykta sem svo aó þér séuó hennar síðasti gestur. Að það hafi verið þér, sem fluttuð bakkann með sjérriflöskunni frá náttborðinu yfir á kommóðuna, þegar Betti sagðist heldur vilja fá viskí... og að það hafi einnig verið þér, sem náðuð í pelann í töskuna hennar, svo aó hún þyrfti ekki að rísa á fætur. — NEI, NEI. Ég flutti ekki bakkann! Hvers vegna hefði ég átt að gera það? í þennan sal komum við áðan — ég þekki stólinn. — Til að geta í ró og næði snúið baki við henni meðan þér voruð að stússa með það sem fyrir lá. Þér hafið kannski rabbað góð- látlega við hana á meðan. „Nei, mig langar ekki að fá mér viski. Ég held ég þyggi sjerrí í staðinn." Og á réttu augnabliki buðuzt þér til aó hella aftur i fyrir hana. En forsendan fyrir að það mætti takast v-ar auðvitað að viskiflask- an stæði kyrr á kommóóunni. Ef hún hefði verið á náttborðinu fyr- ir framan augun á henni, hefðuð þér ekki getað laumað eitrinu í. — Þetta er kannski allt satt og rétt. Hún sveipar þéttar um sig hlýju sjalinu og starir á hann svo stóreyg að hann hugsar með sér að andlitið sé raunr ekki annað en augun. EN ÞAÐ VAR EINHVER ANNAR SEM GERÐI ÞETTA. Einhver sem kom inn til Betti eftir aó ég fór út klukkan hálf- þrjú. Einhver sem hafði annað erindi við hana en bara að rifast. Einhver sem .... Hún hvarflar augum til skiptis á Ase Stenius og Katarinu. — Segið mér nú, skýtur Ase inn I eftirvæntingarfuil. — Hafið þér lögregluforingi velt meira fyrir yður þessu með eitrió? Þér eruð grenilega sannfæröur um að morðinginn sé staddur hér í stof- unni. Er einhver af hinum tveim- ur sem hafði aðgang að stryknin? Christer er hættur að troða í pípu sina. Hann leggur hana frá sér og réttir út höndina í áttina til Katarinu Lönner. — Látið mig fá hann. Hún verður jafff gul i andliti og kjóllinn — en þó er blæmunur á litnum — hörundslitur hennar er sjúklegur og tryllingslegur. — Látið mig fá hringinn. Og í þetta skipti hef ég hugsað mér aó skoóa hann nánar. Hún dregur hringinn þegjandi af fingri sér og réttir honum hann. Svo brestur hún í grát. — Eg hef verið svo hrædd. Og ég hef fundið til sektar vegna dauða Bettis ... vegna þess að ég gleymdi hringnum frammi i baðherberginu ... þennan hræði- lega dag. Það hefur aldrei komið fyrir áður. Eldflaugabíll London Reuter. NOKKRIR brezkir verkfræð- ingar hyggjast setja nýtt met í kappakstri með því að nota bif- reið sem gengur fyrir eld- flaugatúrbínum. Eldflauga- gerðin nefnist Blue Streak, en hætt var að nota hana í hern- aðarskyni fyrir 15 árum. Leið- togi verkfræðinganna segir að bifreiðin muni geta náð 960 km hámarkshraða á klukkustund. Núverandi kappakstursmet á Bandaríkjamaðurinn Bob Summers og er það 658 km á klukkustund. BOSCH PRlllJD FYRIR ELDSNEYTIi LOKA VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Um mengun frá verksmiöjunni í Gufunesi Þorsteinn Jónsson, Barma- hlið 11, skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Fyrir nokkrum vikum var ég staddur inni við sundin ásamt fleirum. Við vorum að virða fyrir okkur gula þoku, sem lá meðfram fjöllunum. Þessi gula þoka er eiturloft frá verksmiðjunni í Gufunesi. Við vorum undrandi yfir því hvað eiturþokan breiddist yfir stórt svæði. Er staðreynd að mikil hætta stafar frá þessari verksmiðju vegna mengunar. Nú er rætt um að setja niður verksmiðju I nágrenni við þá, sem fyrir er í Gufunesi. Mikill uggur er í fólki vegna þessarar þróunar. Flestir eru á þeirri skoðun að ekki sé þörf á þeirri tegund iðn- aðar sem mengun geti stafað frá. Ýmiss konar iðnað má stofnsetja hér og efla, sem ekki orsakar eiturloft. Má þar nefna ölgerðar- verksmiðju, og svo matvælaiðnað ýmiss konar. Mikil mengun á sér nú þegar stað á höfuðborgarsvæðinu, og gífurleg í sjálfri höfuðborginni. Það nægir að nefna fýluna, sem myndast á Laugaveginum þegar mikil bílaumferð er þar í logni. Þá er þar kæfandi óþefur. Þannig er ástandið þegar orðið alvarlegt og þyrfti án tafar að taka fyrir bílaumferð i miðborginni. Þar er ærið verkefni fyrir borgarstjóra að fást við. Takmörkin ættu að vera við Miklatorg, Hlemmtorg, Vesturgötu, Túngötu og Hring- braut. Þannig mætti draga úr straumnum inn á miðborgarsvæð- ið. Það virðist vera glapræði ef yfirvöld hér á landi á hverjum tima sjá ekki annað úrræði til úrbóta I efnahagsmálum en spú- andi eiturkastala. 0 Drögum úr............. Drögum úr eyðslunni, drög- um úr dýrtíðinni og óhófinu. Efl- um iðnmenntun I landinu i heild, svo að sem flestir laghentir menn og konur fái þroskað sem bezt vinnugleði sina. Mikill og almenn- ur áhugi virðist mér vera fyrir hvers konar iðngreinum. En ég get ekki betur séð en þarna vanti skólastofnun. Ég veit að kvenna- og húsmæðraskólarnir gera sitt bezta til aó bæta þá þörf sem fyrir er, en það dugar hvergi til. Það er kominn tími til að konur um allt land taki þjóðþrifamál hvers konar til gaumgæfilegrar athugunar. Mætti það verða til að endurnýja áhuga á margfaldri aukningu hvers konar iðngreina í landinu öllu. Þökk fyrir birtinguna, Þorsteinn Jónsson." Þorsteini verður tiðrætt um mengun, en sem betur fer hafa visindamenn, ráðamenn og al- menningur vaknað rækilega til meðvitundar um það, að mengun er af hinu illa og gegn henni verður að berjast með öllum til- tækum ráðum. En málið er ekki svo einfalt að hægt sé að komast hjá því að hafa verksmiðjur eins og til dæmis Áburðarverksmiðj- una i Gufunesi. Hvar ætti þá að taka áburðinn á túnin svo kýrnar fái kjarngott fóður og litlu börn- in, sem eru að vaxa fái mjólkina sína? Lausnin hlýtur að vera fólgin i mengunarvörnum, og sem betur fer eru þær nú víða viðhafðar, þótt mikið verkefni sé fyrir hönd- um á þvi sviði. Til dæmis eru nú settar mengunarsíur á mjög margar tegundir bifreiða og víða er það í lögum, að slikar síur verði að vera á bifreiðum. 0 Gengið og ellilaunin Þórarinn Arnason frá Stórahrauni skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig fyrir fáeinar linur. Nú hefur gengisskráning krón- unnar farið fram. Þá má vel vera að slikt hafi þurft að gera vegna útgerðar, sem alltaf er að tapa, og annarra efnahagserfiðleika, þvi alls staðar er tap. En jafnframt þessari ráðstöfun gefur auga leið, að hækkun verður á nauðsynjum almennings. Með öðrum orðum, — þeir, sem eru orðnir gamlir, hættir að vinna, og hafa því ekk- ert kaup sér til framdráttar, verða því verst úti. Það er talað um þessar óvissu hliðarráðstafanir, sem koma eigi til bjargar, en þetta er ég búinn að heyra frá þvi að ég varð læs, þetta er hið myrka tóm. En samt skal ég viðurkenna, að sumir af framámönnum á þingi okkar Islendinga, t.d. Magnús Kjartansson fyrrv. ráðherra, eru alltaf að minna á að gamalt fólk er til í landinu. Hann vill ekki að það deyi úr megurð svo ekki þurfi að færa siik dauðsföll i kirkju bækur eins og títt var á nítjándu öld. Ég minnist þess fyrir nokkr- um árum, þegar Gylfi vinur minn var alltaf í siglingum, að þá hækk- uðu ellilaun sem svaraði um það bil 5—6 lítrum af mjólk á ári. Mikil var sú hækkun það árið. Ég hugsa oft um það með þessa blessaða framámenn okkar, að þeir ætli sér ekki að verða gamlir eða þá að þeir hljóti að hafa sæmi- legan sjóð undir koddanum, svo þeir þurfi ekki að kviða elli né féleysi. Mig minnir að talað hafi verið um að hækka ætti ellilífeyri fyrir 3—4 mánuðum. Það hefur ekki gerzt. Þvi dettur mér í hug saga um mann, sem vildi gera konuna sina ánægða, en hún vildi fá nýjan bíl. „Hann kemur elskan mín með næsta skipi," en skipið kom aldrei. Heiðraða ríkisstjórn og þing- menn þessa lands. Skelfing væruð þið nú góðir ef þið hækkuðuð ellilífeyrinn svo mikið á næst- unni, að við hefðum efni á þvi að gefa barnabörnum okkar lítinn súkkulaðimola. Með þökk fyrir birtinguna, Þórarinn Árnason frá Stóra-Hrauni.“ Af flestum gerðum. stærðum og BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 NYJAR VÖRUR GAMALT VERÐ FENGUM FYRIR GENGISFELLINGU NÝJA SENDINGU FRÁ FUGLAVÍK SENDUM I PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Suóii rlci I ulsbraut 12 simi S4488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.