Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1975 Nokkur orð um níuna hans LudvikVan Eftir Þorstein Antonsson £ ÞORSTEINN Antonsson, rithöfundui; hefur sent Slagsíðunni þennan umhugsunarverða pistil í tilefni af tveimur greinum á síðunni um samanburð á poppi og sígildri tónlist annars vegar og um vandamál tónlistargagnrýni hins vegar. Þorsteinn Antonsson hefur verið í hópi afkastameiri yngri rithöfunda að undanförnu, hefur sent frá sér nokkrar bækur, og kom sú nýjasta, „Foreldra- vandamálið — Drög aó skilgreiningu" út nú fyrir jólin, en hafði áður verið lesin í útvarp. 0 Kæra slagsíða, ég gerói mér til gamans um daginn að bera saman sígilt tónverk og popp- verk, punktaöi niöur saman- burðinn. Ég er einn lesenda þinna og hef fært mér í nyt margan visdómsmola þinna um popp. Ég hef séð af síðunni undanfarið, að fyrir stjórnend- um hennar vefst, hvort plötu- umsagnir skuli vera meðal efnis hennar eða hvernig þær skuli vera, vandkvæði talin á að lýsa upplifun tónlistar. Má ég leggja fram punktana, sem einskonar vitnisburð? Beethoven hefur verið þung- lyndur maöur, ærið eins og Beckett, Green og Silvia Plath. Eg hlusta á níundu hljómkviðu hans og kenni þess, hvernig hann vinnur úr lundarlagi sinu, myndar sér smám saman, með stærðfræðilegu kerfi tónverks- ins, sjálfstæðan grundvöll, sem verður honum sérstakt tilefni tilfinningaupplifunar og inn- blásturs. Líkast cr sem molni úr honum óiundin og hann ger- ist kátari eftir því sem á líður. Fyrst er þetta dragandi kröm og kvöl og ægisterkur vilji, karlmannleg einbeitni, heift, í öðrum kaflanum víxlast æríleg geðlæti: sannfæringarlaus þýð- leiki, kröpp alvara og aðhlæi, sem gerir hvort tvéggja, þýð- leikann og alvöruna, stuttara- leg: sjálfsháð óg þó ber hin listræna áferð allt saman uppi. I þriðja kaflanum er hann orð- inn bljúgur, þrek og sársauki hafa fundið jafnvægi og listin orðið uppbót fyrir vonleysi, þessi kafli þykir mér viðfelldn- astur. Sá fjórði og síðasti er svo óður til gleðinnar. Og hvílík gleði! Ógnarlegur fossaflaum- ur. Harka og næmleiki eins og sama hugar eru svo fjarskyld að hvort um sig kveinkar sér gagnvart hinu. Kætin, ærin og upprifin, beljar fram eða sytrar undan skelfilegum þrúganda, sem þó á hástigi listformsins, hinu ofurmannlega burðarþoli þess, upphefst og úr verður hið ur hafist úrvinnsla tilfinninga- legra andstæðna og haldið fram uns henni lýkur fyrir tilstuðlan listrænnar samræmingar með kyrri, mystiskri vitund í miðju verki — andstæður óvissu og óbilgjarns hugar hafa leystst upp á þessum fleti og um stund er skyggn vitund möguleg. Ur- vinnslan er erfið, ítarleg og því sannfærandi. Með öðrum tveimur þáttum skilar sannfær- ingin sér um mun hugtakalegra plan af endurnýjuðum þrótti og óræði vissu á heimalegri svið hugans. Stefið í lokaþætti er þrungið af hamingju — við er- um af sólu, hjala raddirnar, eins og þær hafi fundið sinn guð. Og verkinu lýkur á þverr- andi slætti, sem minnir á gamla klukku og þar með tímann og fleira óhjákvæmilegt; því lýkur á raunsæi og sátt. í verki Yes eru tveir fyrri þættirnir þannig móthverfir hinum tveimur síðari, verkið er ein ferð fram og önnur til baka milli tveggja vökustiga: hins gagnrýna hversdagslega og þess dvalakennda dulhugans. Og flytur til baka úr undirvit- und, líkt og áaminningu, endur- nýjaðan þrótt, eins og jafnan er á færi þess manns eða farar- tækis (í táknrænum skilningi), sem nær sambandi við sköp- unarhæfni frumsjálfsins: í upp- hafi þess er uppgjafartónn og allt stefnir að samræmi, í seinni hlutanum er hljómheildin einstæða menningarsögulega fyrirbæri, fjórði þáttur níundu hljómkviðu Beethovens. Löngu fyrir tima nútímabókmennta var móðursýki orðin efniviður listar: í þessum þætti. Að hlusta á þá níundu er eins og að sitja í spennitreyju eða liggja i Promoþeusarhlekkjum. Aður en ég setti þá níundu á fóninn hlustaði ég á „Tales from topographic oceans" með Yes, og meðan ég hlustaði reyndi ég að gera samanburð. Verkin eru svipuð að lengd í tima. I öóru er það einstaklings- hyggjan, sem gildir. Hinu hóp- vinnan. í niunni snýst allt sam- starfið um að ná fram vilja og viti eins manns. í „Tale's.. .“ hverfur einstaklingurinn fyrir samlyndri tónaseríu hinnar listrænu reglu af þjálni, svo að likist mystiskri samvitund. í ní- unni er efnið þunglyndi, sem gerir tilurð verksins að nauð- syn, verður ekki afborið með öðrum hætti — en listaverk er mest sannfærandi, ef manni finnst að það hafi orðið að verða til. I „Tales...“ er efnið kvíði, — en upphafning einstaklingsvitundar án vissu um hvað við tekur leiðir ein- mitt af sér það geðslagsein- kenni, svo að efnió er, eins og í níunni, í heimspekilegu sam- ræmi viö verkið sem heild: bæði verkin eru rík af vitugri, vel kerfaðri tjáningu. í „Tales. ..“ er því líkast sem raddir söngvaranna finni sér nýtt líf undir úthafsþungu fargi en það liggur hið ytra, þegar að er gáð, í samfélags- veruleika. Hljómurinn gefur þungann til kynna en styrkur- inn er dreifður; ofbeldiskennt offors meistarans gerir ráð fyrir mennskum andstæðingi en veröld Yes er ópersónuleg, þar er víð engan að etja en aðlögunin sjálf eina afkomu- tækið. Og í níunni er mikil ökonomik, unnið ítarlega úr hverri kennd, í „Tales...“ eru kennslin könnuð; hve langt þau ná inn í annarleikann og síðan látin hverfa með því að um- hverfast í tónaandstæður, í stað þeirra varpað fram nýjum formmyndum, líkt og af ofgnótt. Verkin eru þannig séð, af félagslegum sjónarhóli, börn síns tíma, Beethovens trúar- legrar túlkunar á umheimi, einstaklingshyggju og skorts á efnahagslegum gæðum. Yes ópersónulegs umhverfis og óræðs síbreytileika og mið- stéttarvelmegunar. Og hið eldra er afsprengi trúar á einstaklinginn, hið yngra öllu fremur sjálfsmeðaumkunnar. plötur með Yes ★ „frAsagnir AFSTAÐARAKVÖRÐUÐUM ÚTHÖFUM." „Tales ...“ er skipt í fjóra þætti eins og nían, munurinn einkum sá, að tjáning hljóm- kviðunnar gengur upp í form- gervi verksins. Verk Yes er leit að upphafningu, leitendum er, að því er hlustandi kennir, ekkí sjálfrátt um þessa leit heldur er því líkast, sem afl máttugra mennskri viðleitni hafi borið þá vitund, sem verkið hermir af, burt frá hinum mennska uppruna hennar og hún síðan berjist við að viðurkenna og hljóta viðurkenningu sjálf þeírra óræðu goða, sem á leið hennar verða um framandlega veröld. Verkið hefst á sköp- unarsögu, sem flutt er með ein- ræmislegum klagandi hrcim, líkt og tíðasöngur, síðan er hann leystur upp og mildaður með tónum — líkt og trúaður maður komist á dýpra vitundar- stig, eftir að hafa endurtekið af háttfastri uppgjöf sömu bæna- þuluna, pater noster, om, eða sesam opnist þú. Silfruð og þó myrkvuð — líkt og tungllýst — tónbreiða fellur yfir hinar upp- gefnu raddir söngmanna og ber þær inn í heim verksins. Eftir að stef hefur einnig verið sönglað með töfrafullum þokka tekur það að starfa sjálft i verk- inu og úrvinnslan er merkileg., Stefið ber fram geóslag, sem hljómar eins og slitið út úr huga manns, er má sín ekki, og stéfið opnar því leið um hinn merlandi, ópersónulega Seim undirleiksins og gerir það með samhljómum er bjóða i grun þvi líkast sem tónþráð er búið hafi í þessu stefi — vonarglætu í vonleysi, svar i bæn — og skyndilega breiðir hann úr sér fyrir tilstilli þessara sam- hljóma, sem hægt og varla merkjanlega hafa verið að stilla sér inn á hann og framhaldið er þessi tónstrimill orðinn að vídd, sem mann óraði ekki fyrir — líkt og ræma, sem séð hefur verið á röndina á en snýst hægt uris sér á flötinn. Sátt fylgír ^ við þaó afl, sem upphaflega sleit geðslagið úr mennskum huga og verkið er tekið að end- urfæðast í huga manns sjálfs. Ugg, sem vakir í huga hlustand- ans, bergmálar verkið jafn- harðan, endurómar, sefar, uns áheyrandinn er horfinn sér og tekinn að vagga á bátskel úti á því djúpi sem verkió segir sögur af. Og verkið dregur til sín orku með orðum söngtext- anna, tilfinningahlöðnum, lítt eða ekki tengdum ellegar í tor- tryggilegu samhengi, svo að sú viðbára gengur upp í annarlegu hljómfallinu. Við upphafið hef- framsækin, grófari, líkt og brot- ist sé úr svefni yfir i vöku. „Lausn“ fyrri þáttanna tveggja þarf að samræma hinu íhald- samara hugarfari dagvitundar- innar og það gengur ekki um- brotalaust. í öllum seinni hlutanum er óbilgjarn hrjúfleiki, fyrst lítils- háttar ólga, síðan kvika, er heimilar engan samhljóm, að- eins sjálfstæða langtóna, sem stundum rekast á og er liður á siðasta þáttinn brvst þessi ófriðsemd fram af algeru offorsi, úr verður hávarði, þegar blæbrigðaauðgi hljóð- færanna þrýtur — og síðan þögn, þá sem snöggvast tryllt- ur hávaði og þögn: Eyð- urnar báðum megin við bera þennan endahnút uppi ásamt því, sem á undan er geng- ið og þvi sem á eftir fer, óðnum til hinnar náttúrulegu gleði, þó ekki listrænt heldur sem persónulega tjáningu, og sióan er vitundin, sem verkið hermir af, komin úr djúpunum með reynslu sína og til sjálfrar sin aftur. Hér er lagt út af dýru efni með árangri og listilega. Og þó ekki listrænt sam- kvæmt þeirri merkingu, sem hefð er að leggja i orðið. List fylgir njótanda hennar Framhald á bls. 29 MIMMHNUI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.