Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 17 Hvernig fannst þér Lénharður? Við gengum dagstund 1 gær um Miðbæinn í Reykjavík og spurðum vegfarendur um álit þeirra á kvikmyndinni Lénharði fógeta. Það var undantekning ef vegfarendur höfðu ekki séð myndina, en hér fara svör þeirra á eftir: Hló á alvarleg- ustu stundum Ási í Bæ: „Ég á ekkert orö, maður hló bara allan tímann. Á alvarlegustu stundum, þá hló maður. Það er ekkert landslag í myndinni, t.d. islenzk mynd, og svo er efnið au- virðilegasti reifari. Ég hefði aldrei imyndað mér að Islending- ar gætu gert svona vonda mynd. Eftir atvikum þá fannst mér Gunnar Eyjólfsson ekki standa sig illa þótt yfirleitt. sé ekki hægt að tala um leik í þessari mynd nema hjá hvíta gæðingnum, — sem sagt: Hlægilegt fyrir 20 millj. kr.“ Misskilningur frá upphafi Séra Jón Bjarman: „Ég held að Lénharðskvik- myndin sé misskilningur frá upp- hafi.“ Mesta ógeð á sjónvarpsskermi Birgir Guðjónsson læknir: Flestir landsmenn, aldnir og ekki síður ungir, munu sennilega hafa beðið spenntir eftir að fá að sjá hina margumtöluðu kvikmynd Sjónvarpsins Lénharð fógeta. Þessi 20 milljóna króna fjármála- afglöp sem útvarpsstjóri hafði afsakað sem framlag Islands til norrænnar sjónvarpssamvinnu. Eftir að hafa fylgst með kvik- myndum i 2'A áratug og sjón- varpsefni i Bandaríkjunum í 8 ár hefði ég talið mig öllu vanan. Hvort sem um ofbeldis og hryllingsmyndir væri um að ræða eða skemmtimyndir sem flokkast myndu undir fjölskylduefni. Manndráp og líkamlegt ofbeldi þykir fæstum umtalsvert en um kynferðisofbeldi gegnir öðru máli og þær fáu myndir sem hafa sýnt slíkt verið bannaðar börnum og unglingum. Eftir að hafa beðið með eftir- væntingu og nú séð Lénharð fógeta, verð ég að telja myndina og sýningu Sjónvarpsins á henni mesta ógeð, sem ég hef séð á kvikmynda eða sjónvarpsskermi. I fyrsta lagi vegna efnisatriða, þ.e. fjölda og nákvæmni i lýs- ingum á svívirðingum á konum. I öðru lagi og sérstaklega vegna sýningarmáta. Myndin hafði ekki verið kynnt efnislega né fólk varað við henni þegar hún var sýnd á besta sýningartíma. Hefði því mátt búast við að hún væri hæf fyrir unga sem aldna. A minu heimili sátu þrjú ung börn fyrir framan sjónvarpið og sáu allt annað en við var búist. — Lénharður málið og náðu sjaldan að verða fólk af holdi og blóði. Og auðvitað er það grundvallaratriði að leikari viti að hann má ekki horfa beint á myndavélina þegar hann á að horfa á viðmælanda sinn, eins og gerðist I atriðinu fyrir utan kirkjuna í Klofa. Hins vegar tókst Baldvin Halldórssyni oft vel upp í ein- vígissenum tveggja eða fárra persóna, og eina atriði myndarinnar sem að mlnum smekk tókst að ná verulegri dramatískri spennu var tafl Lénharðs og Guðnýjar um lif og dauða. Það má einnig þakka leikurunum. Gunnar Eyjólfsson I hlutverki Lénharðs var þarna á réttum stað og tókst að fá hárréttan glampa i augun. Lénharður Gunnars var dálitið ofsafengnari en í leikritinu, en leikaranum tókst að laða fram þær dýptir persónunnar sem unnt var úr mörgum textanum. Sunna Borg átti mjög ójafna leik- kafla. Framsögnin var oft óeðlileg, einkum framan af, og henni virtist láta illa að vera glaðleg Hins vegar tókst henni vel að tjá sálarkvöl Guðnýjar er á myndina leið, svo framarlega sem text- inn leyfði henni, og einvígi þeirra Gunnars, sem fyrr er nefnt og er bezt skrifaða atriði leiksins, var tiltölulega magnað Um aðra leikara er óþarfi að hafa mörg orð Þeir voru innlyksa i stöðluð- um týpum og safalitlum texta. Ævar Kvaran sem Torfi i Klofa var t.d. ekki öfundsverður af ræðum þeim sem hann þurfti að flytja þegar ákveðið er að snúast gegn Lénharði og fyrir aftök- una. En á þeim samsetningi mun hann bera nokkra ábyrgð sjálfur. Tæknihlið myndarinnar var jafn- skásti þáttur hennar. Nokkuð hefur verið minnzt á klippingu hér að ofan Þótt talsvert hafi skort á að hún hafi verið nægilega markviss, var hún yfir- leitt snurðulítil, og ! fyrrnefndri senu Guðnýjar og Lénharðs átti hún sinn þátt ! að magna upp dramatiskt neista- flug. ( hópatriðum var hún hins vegar fálmandi: Kvikkmyndataka Haralds Friðriks- sonar var oft myndvís, og ég geri ráð fyrir að „Lénharður fógeti „njóti sin vel ! litum. Ljóðræn fjarskot af Lénharðs- mönnum þar sem þeir birtast eins og ógnvekjandi dílar í viðáttunni, af þeysi- reið á enginu voru með beztu tilþrifum myndarinnar. Ekkert frumlegt, og gæti verið úr meðalgóðri kúrekamynd, en unnið af fagmennsku og tilfinningu. Verri voru inniatriðin, sérstaklega svall- veizlan, og þar mistókst gjörsamlega að nota handhreyfða myndavél til að kýla krafti i þetta þvingaða partí. Ekki treysti ég mér til að meta hvort leikmynd og búningar hafi verið gott verk eða vont, en tónlist Jóns Nordals þótti mér um margt I réttum anda, ómþung, drungaleg, dramatísk þjóðleg stef, þó að mér hefði fundizt hún mega vera ofsafengnari undir og yfir ofbeld- isatriðunum. Hún hefði ef til vill getað veitt þeim þá ógn og kraft sem þau svo mjög skorti. Hvers vegna „Lénharður fógeti'? Getur verið að þessi bófahasar, hesta- mennska og landslagsmyndir, þessi grímudans i fornbúningum, eigi að höfða til útlendinga? Var verkið valið með tilliti til hugsanlegs útflutnings. Slikt hefði verið í lagi ef vinnslan stæðist grundvallar kröfur sem gerðar eru til kvikmynda, hvort sem um er að ræða hasarmyndir eða alvarlegri verk Þær kröfur stenzt myndin ekki „Lén- harður fógeti" kostaði ekki mikla pen- inga í raun og veru. Ef úr hefði orðið góð mynd sæi enginn eftir peningun- um Árangurinn er vond mynd. Samt verður það aldrei of oft ítrekað, að þessi mistök mega ekki verða til þess að drepa niður frekari gerð islenzkra sjónvarpsmynda, þótt um það megi deila hvort vond mynd sé betri en engin. Ein meginrök andstæðinga út- breiðslu sjónvarps i heiminum á byrjunarskeiði þess voru mögu- leikar á skerðingu á friðhelgi heimilisins með áróðri eða óæski- legu efni. Þessi sýning hefði verið kjarnorkuvopn í höndum þeirra. Slik fyrirvaralaus óþverrademba inn á heimilin er óafsakanleg og almenningur á heimtingu á að vita hver ber ábyrgð á sliku af hálfu sjónvarpsins. Hafði kvik- myndaeftirlitið gefið leyfi til að myndin yrði sýnd smá- börnum? Sennilega verður meira um kynlífsofbeldi í kvikmyndum framtíðarinnar, en með 3 nauðg- unarsenum i sinni fyrstu stór- mynd virðist Sjónvarpið hafa stokkið lengra inn i framtíðina en reynsla þess í kvikmyndagerð réttiætir eða almenningur er til- búin að veita viðtöku. Ég hef fram til þessa verið einiægur stuðningsmaður óháðs og fjár- hagslega sjálfstæðs sjónvarps en okkur virðist þá þurfa aðra yfir- stjórn. Um sögulegt eða listrænt gildi verksins ætla ég ekki að fjöl- yrða, en hestana gagnrýni ég ekki. Skilaði ekki nógu miklu Hjálmar W. Hannesson: „Ég varð fyrirvonbrigðummeð kvikmyndina. Það var búið að tala svo mikið um hana og miðað við það fannst mér myndin ekki skila nógu miklu. Það er ótrúlegt að hún hafi kostað 20 millj. kr. Það er hins vegar alltaf gaman að sjá hesta i myndum og islenzka nátt- úru, en i þessari mynd fannst mér ekki reyna á leik.“ Agœt mynd og vel leikin Á Lækjartorgi sátu Birgir Halldórsson, Númi Númason og Jóhannes Olsen: Birgir: Mér fannst þetta ágæt mynd, nema það að mér fannst þeir ekki drepa Lénharðsmenn nógu hressiléga. Mér fannst myndin vel leikin og góð sem mynd. Númi: Mér fannst Guðný ekki nógu góð persóna, en Gunnar var frábær sem Lénharður. Þó fannst mér áherzlan einkennileg í mynd- inni. Til dæmis þegar buið var að sýna þessar nauðgunarsenur svo ítarlega og náið, þá fannst mér ekki nógu gott að láta hermenn Lénharðs sjást allt í einu snar- dauða áður en jafnvel Lénharður var kominn út frá Guðnýju. Hins vegar finnst mér að það eigi að halda áfram i islenzkri kvik- myndun, alltaf með íslenzkum aðilum. Jóhannes: Þetta var ágætis leikrit, ekki beint eins og kvikmynd, en ég held að við eigum að halda þessu áfram, við eigum svo mikið til að byggja á, íslenzkar bókmenntir til forna og nútíðar. Annars fannst mér kvikmyndin Lénharður fógeti allt of stutt, hún hefði mátt vera lengri. Myndin góð í heild —hlýturaðvekja til umhugsunar Skúli Pálsson: Mér fannst myndin andsk.. . vel leikin. Þarna sérðu nú kúgunina hjá embættisvaldinu. Mér fannst Gunnar leika vel persónu þessa valdahrokagikks, eins Torfi í Klofa. Myndin i heild fannst mér góð. Það voru náttúrulega veikir punktar í henni, en hún hlýtur að vekja menn mikið til umhugsunar um hvaða afleiðingar það getur haft að hafa hrokagjarna embættismenn'. Islenzkir embætt- ismenn ættu að íhuga þessa mynd. Var myndin fyrir börn? Sigurbjörg Ólafsdóttir: Mér fannst kvikmyndin hörmung og meira en það, fyrir neðan allar hellur. Mér fannst hún illasett upp og alltof gróf. Mér fannst myndin vel leikin af mörgum, eins og t.d. Sunnu og Gunnari, en mér fannst farið með efnið út i hött. Og ef þessi mynd var fyrir börn, þá veit ég ekki hvað, en áhorfendur voru ekkert aðvaraðír með það að myndin væri ekki við hæfi barna. Slök mynd og sundurlaus 1 göngugötunni Austurstræti sátu nokkrar stöllur undir Lands- bankavegg. Við röbbuðum við þær Ágústu Þórðardóttur og Rut Guðniundsdóttur. Agústa: Mér fannst litið sam- hengi í þessari mynd og ekki þess virði að eyða í hana 20 millj. kr. Mér fannst leikurinn hjá Sunnu og Gunnari góður, en myndin i heild ækki nógu góð. Ég held að við ættum ekki að halda áfram á sömu braut, skipta heldur um vinnubrögð og val í myndefni. Rut: Mér fannst myndin slök, sundurlaus og léleg miðað við er- lendar kvikmyndir, reyndar er hún allt öðruvísi og ekki gott að bera hana saman við erlendar myndir. Mér fannst myndin ekki spennandi og gafst reyndar upp á að horfa á hana. Það var allt of mikið áherzla lögð á hrottasen- urnar. Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.