Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAI 1975 41 fclk í fréttum + Þessi myndarlegi hópur stúdenta útskrifaðist frá Menntaskólanum við Lækjar- götu á föstudaginn. Að vanda stillti hópurinn sér upp til myndatöku og var ijósm. Mbl. Ól. K. Mag. einnig viðbúinn með myndavélina sína og smellti mynd af hópnum. Glennimeist- ari hinn mesti + Þessi glennumeistari sem við sjáum hér á myndinni, er búsettur i Bandaríkjunum; — rétt- ar sagt í Kolumbus í Ohio, og þar glennir hann sig og geiflar og segist um leið komast þannig næst því að líkjast vinum okkar Skotum .. . hvað sem það á nú að þíða? Eins' gott að Skotar kunni að taka svona gríni. Ekki satt? Agatha Christie grófupp gamalt handrit og fékk 925.000$ fgrir + Þegar Háskólabíó er að hefja sýningar á „Morðinu í Austur- landahraðlcstinni“ (Murder On The Orient Express), sem farið hefur fram úr aðsóknar- mctum á nær öllum myndum undanfarna mánuði, er gaman að rifja upp litla sögu í þessu sambandi. Framleiðendur „Morðsins" höfðu gert sér góðar vonir um, að myndin yrði vinsæl, enda sagan ein mest lesna leynilög- reglusaga, sem út hefur verið gefin, en auk þess er valinn maður í hverju rúmi eða öllu heldur hlutverki í myndinni. En svo hefur farið, að hún hef- ur bókstaflega farið sigurför um heiminn. I Brctlandi hefur hún slcgið öll aðsóknarmet og sama er að segja um flest önn- ur lönd, þar sem myndin hefur verið sýnd til þessa. Þegar þetta varð ljóst, fóru bókaútgefendur á stúfana og spurðu frú Christie, hvort hún lumaði ekki á einhverju hand- riti, sem þeir gætu ge'fið út og grætt vel á vegna vinsælda myndarinnar. Agátha Christie er orðin 84 ára gömul og nær hætt að skrifa, en þegar hún var um þetta spurð, tók hún gamalt handrit, sem hún átti niðri í skúffu, dustaði af því rykið og spurði: „Hvað vilja menn borga?“ Einn af pappírskiljuútgef- endum Bandaríkjanna varð hlutskarpastur. Hann bauð henni 925.000 dali — um 140 milljónir króna — á borðið fyr- ir pappírskiljurétlinn. Réttur til að gefa bókina út í „hard cover“ fylgdi þessu ekki, enda verður sú útgáfa ekki sett á markaðinn fyrr en 15. október f haust — þegar 50 ár eru liðin frá þvf að fyrsta bók höfundar- ins kom út. Og hvaða bók var það þá, sem Agatha Christie bauð upp á frá svo gamalli tfð? Þegar hún var um það spurð, kvað hún þetta 30 ára gamla sögu, sem hún hefði skrifað, þegar hún var einu sinni orðin svo leið á Hercule Poirot — aðalhetjunni í flestum sögum hennar og einnig í „Morðinu í Austur- landahraðlestinni" — að hún ætlaði að „kála“ honum. Sagan, sem nú er að koma út, fjallar þvf um „andlát“ Poirots, sem höfundurinn ákvað en hætti svo við, þegar hún athugaði málið nánar. \ Stór augu... + Allir ráku upp stór augu þcgar afrfski þingmaðurinn Godfrey Chidy- ausiku mætti f þingsalinn i Salisbury Rhodesiu, og það var kannski ekki furða, þeg- ar maður Iftur á fötin sem hann er í. Myndin af Godfrey Chidy ausiku var tekir fyrir utan þing húsið. Útvarp Reykfavik O mAnudagur 26. maf 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pfanóleikari (alla virka daga vikunnar). Frétt- ir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl 7.55: Séra Þorbergur Kristjánsson flyt- ur. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrfður Eyþórsdóttir les „Kára litla f sveit“ eftir Stefán Júlfusson (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Fílharmónfusveitin f New York leikur Sinfónfu nr. 1 f C-dúr eftir Georges Bizet/- Aimée van de Wiele og hljómsveit Tónlistarskólans f París leika „Sveitalffskon- sert“ eftir Francis Pulenc. 12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A vfga- slóð“ eftir James Hilton Axel Thorsteinsson les þýð- ingu sfna (5). 15.00 Miðdegistónleikar Sjatoslav Rikhter leikur Pfanósónötu op. 9 nr. 103 eft- ir Prokof jeff. Margaret Price syngur lagaflokkinn „1 barnaherberginu" eftir Mússorgský; James Lockhart leikur á pfanó./Ernest Háfliger syngur „Fjögur kfn- versk ástarljóð" eftir Rolf Liebermann; Urs Voegelin leikur á pfanó/Borgarhljóm- sveitin f Winterhur leikur Tokkötu, arfósó og gfgu fyrir Strengjasveit eftir Peter Mieg; Clemens Dahinden stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 Sagan: „Prakkarinn" eftir Sterling North Hannes Sigfússon þýddi. Þor- björn Sigurðsson les (3). 18.00 Sfðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál Bjarni Emilsson á Eskifirði talar. 20.00 Mánudagsiögin 20.25 A ártíð Jónasar Hall- grfmssonar Halldór Laxness les ritgerð sfna um skáldið frá 1928. 20.55 Astarljóð lagaflokkur eftir Skúla Hall- dórsson við Ijóð Jónasar Hallgrfmssonar. Kristinn Hallsson og Þuríður Pálsdótt- ir syngja með hljómsveit Ríkisútvarpsins; Hans Antolits stjórnar. 21.15 A vettvangi dómsmál- anna Björn Helgason hæstaréttar- ritari flytur þáttinn. 21.30 (Jtvarpssagan: „Móðirin" eftir Maxim Gorkf Halldór Stefánsson þýddi. Sigurður Skúlason leikari les (3). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Búnaðarþáttur Dr. Sturla Friðriksson talar um jarðræktartilraunir. 22.35 Hljómplötusafnið f umsjá Gunnars Guðmunds- sonar 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. A skjánum MANUDAGUR 26. maf 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Onedin skipafélagið Bresk framhaldsmynd. 32. þáttur. Bergmál úr fjarska. Þýðandi Oskar Ingimarsson. Efni 31. þáttar: A heimleið frá Suður- Amerfku finna James og skipshöfn hans bát á reki við ósa Amasonfljóts. t bátnum er kona, meðvit- undarlftil og illa til reika. Hún hressist þó brátt við góða hjúkrun, en minni hennar er ærið gloppótt fyrst f stað. Heima f Liverpool eru að skapast vandræði vegna verkfalls kolanámumanna, og kola- flutningar leggjast niður að sinni. En James leitar á önnur mið og ræður á skip sfn nokkra verkfalls- menn, þótt ekki verði það til að auka honum vinsældir. 21.30 Iþróttir Myndir og fréttir frá viðburðum helgarinnar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.20 Stærsta borg heimsins Sæns mynd um höfuðborg Japans, Tókýó, daglegt Iff þar og vandamálin, sem skapast við hina miklu umferð og feiknalegar vegalengdir. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Þulur ásamt henni, Ellert Sigurbjörnsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.55 Dagskrárlok. Veiðileyfi í Úlfarsá (Korpu) eru seld í Verzluninni Veiðimaðurinn Áburðarverksmiðja ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.