Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNI 1975 ® 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 ________________/ BÍLALEIGA Car Rental • m. SENDUM 41660-42902 Q BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIOMŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI BÍLALEIGAN MIÐBORG HF. sími 19492 Nýir Datsun-bilar. Æskulýðsráðstefna haldin að Laugum FJORÐUNGSSAMBAND Norð- lendinga hefur ákveðið, í sam- vinnu við Æskulýðsráð ríkisins og æskulýðssamtök á Norður- landi, að boða til ráðstefnu um æskulýðsmál að Laugum f S-Þing. dagana 21 og 22 júní n.k. Tilgang- ur ráðstefnunnar er fyrst og fre.nst að kynna æskulýðsstarf er fram fer í fjórðungnum og fjalla um leiðir til að efla það og sam- eina. Fulltrúar ungmenna- og íþrótta- félaga og æskulýðsráða á Norður- landi hafa nú að undanförnu unn- ið að ítarlegri könnun á æskulýðs- starfsemi í fjórðungnum og verða niðurstöður könnunarinnar lagð- ar fram á ráðstefnunni. A dagskrá ráðstefnunnar verða m.a. erindi Kristins G. Jóhanns- sonar skólastjóra um félagsstarfið og skólann; Þorsteins Einarsson- ar íþróttafulltrúa, um félagsheim- ili og aðstöðu til íþrótta; og Reyn- isG. Karlssonar æskulýðsfulltrúa, um æskulýðsmál almennt. Þá munu fulltrúar héraðssam- banda og íþróttabandalaga á Norðurlandi gera grein fyrir fé- lagsstarfi i viðkomandi héraði. Missögn I Morgunblaðinu í fyrradag í viðtali við Björn Jónsson kom fram að hann væri stjórnarmaður í Alþýðusambandi Evrópu og Verkalýðssambandi Norðurlanda NFS. Rétt er að hann á sæti í stjórn hins fyrra, en i stjórn NFS eiga sæti fyrir íslands hönd Snorri Jónsson og Öskar Hall- grímsson. Leiðréttist þetta hér með og eru hiutaðeigendur beðn- ir velvirðingar á þessari missögn. Útvarp Reykjavík MORGUNINN 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Dalibor Brazda gg hljómsveit hans leika. 9.00 Fréttir. Uldráttur úr forustugreinum daghlað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Concerto grosso í D-dúr eftir Hándel. Kammerhljóm- sveitin í Zúrich leikur; Ed- mond de Stoutz stjórnar. b. Víólukonsert eftir Vivaldi. Karl Strumpf og Kammer- sveitin í Prag leika. c. Konsert nr. 1 í d-moll eftir Bach. Edwin Fischer leikur á píanó með kammersveit sinni. d. Sellökonsert í D-dúr op. 101 eftir Haydn. Jacqueline du Pré og Sinföníuhljóm- sveit Lundúna leika; Sir John Barbirolli stjórnar. 11.00 Sjómannamessa í Döm- kirkjunni Biskup tslands, herra Sigur- björn Einarsson, messar og minnist drukknaðra sjó- manna. Dómkórinn syngur. Ein- söngvari: Hreinn Lfndal. Organlcikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dgskráin. Tönleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SlÐDEGID 13.20 Fimmlán þúsund kar- töflur Gfsli .1. Aslþórsson rilhöf- undur flytur þátl úr bók sinni „Hlýjum hjartarótum". 13.40 Harmonikulög Arthur Spink leikur. 14.00 Utisamkoma sjömanna- dagsins í Nauthölsvík a. Ávörp flytja Gunnar Thor- oddscn ráðherra, Ingólfur Arnarson framkvæmda- stjóri, fulltrúi útvcgsmanna og Brvnjólfur Halldórsson skipstjóri, fulltrúi sjómanna. b. Pétur Sigurðsson formað- ur sjómannadagsráðs af- hendir heiðursmerki. c. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Páll P. Pálsson stjórn- ar. 15.00 Miðdegistónleikar a. „Ládautt haf og leiði gott“, forleikur eftir Mendelssohn. Fílharmoníusveit Berlfnar leikur; Fritz Lehmann stjórnar. b. „Sjávarmyndir“ eftir Britten. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; höfundur stjórnar. c. „Hafnarborgir við Miðjarð- arhaf“ eftir Ibert. Sinfónfu- hljómsveitin í Boston leikur; Charles Munch stjórnar. d. „Hafið“ eftir Debussy. Concertgebouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur; Eduard van Beinum stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests sér um þáttinn. 17.15 Barnatími: Sitthvað úr jurtaríkinu Stjórnendur: Ragnhildur Helgadóttir og Kristfn Unn- steinsdóttir. a. „Sólskinstréð" Viðar Eggertsson les smá- sögu eftir Önnu Wahlenberg í þýðingu Áslaugar Arnadótt- ur. b. Blómarabb Ölafur Björn Guðmundsson flytur stutt erindi. c. „Fjallið, sem flutti f bæ- inn“ Þórunn Pálsdóttir les smá- sögu eftir Elsu Beskov. Þýð- andi: Atli Magnússon. 18.00 Stundarkorn með Rögn- valdi Sigurjónssyni píanó- leikara. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. KVOLDIÐ 19.25 Til umræðu: Landbún- aður og byggðamál. Baldur Kristjánsson stjórnar nýjum útvarpsþætti. Þátttak- endur: Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda, Jónas Jónsson rit- Stjóri Freys og Ragnheiður Þorgrímsdóttir B.A. 20.00 Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur fslenzka tónlist. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Hátíðarmars cftir Pál Isólfsson. b. tslenzk vísnalög í útsetn- ingu Karls O. Runólfssonar. c. Syrpa af lögum eftir Sigfús Halldórsson í útsetningu Magnúsar Ingimarssonar. 20.30 Þögn á hafinu. Jónas Guðmundsson rithöf- undur tekur saman þáttinn. 21.30 Langholtskirkjukórinn á tónleikum í Háteigskirkju í apríl. Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður E. Magnúsdöttir, Garðar Cortes og John Speight. Félagar í Sinfóniuhljómsveit tslands Ieika. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Flutt verður Messa nr. 14 I G-dúr (K317) eftir Mozart. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kveðjulög skipshafna og danslög. (23.55 Fréttir í stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. 18.00 Höfuðpaurinn Bandarísk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Gluggar Bresk fræðslumynda- syrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.50 Ivar hlújárn Bresk framhaldsmynd. 6. þáttur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Efni 5. þáttar: Breki riddari og menn hans, dulbúnir sem útlag- ar, ráðast að engilsöxum og taka þátil fanga, ásamt með Isaki gyðingi og Re- bekku. dóttur hans. Breki vill kvænast Rówenu og hótar að líf- láta Ivar hlújárn, ef hún neitar því. Brjánn vill fá Rebekku fyrir fylgikonu og býður henni gull og græna skóga, en hún er ósveigjanleg. En vinir fanganna hafa nú frétt um verustað þeirra og leggja á ráðin um björg- un. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýs- ingar 20.30 Asjó Farið f netaróður með vél- bátnum Gunnari Jónssyni frá Vestmannaeyjum á liðnum vetri. Kvikmyndun Heiðar Marteinsson. Umsjón og texti Jón Her- mannsson. Þulur Magnús BJarnfreðs- son. 20.55 Sjötta skilningarvitið Nýr myndaflokkur með þessari yfirskrift verður á dagskrá Sjónvarpsins á sunnudögum í júnfmán- uði. Umsjónarmenn Jökull Jakobsson og Rúnar Gunnarsson. 1. þáttur. Spásagnir Fjallað er um tilhneig- ingu manna til að skyggn- ast inn I framtfðina, og koma þar við sögu spástik- ur og lófalestur og fleiri fornar og nýjar aðferðir til spásagna. Einnig cr rætt við ýmsa menn f þessu samhandi. 21.45 Hér á ég heima. Norskt sjónvarpsleikrft, byggt á sýningu héraðs- lcikhússins á Háloga- landi. Höfundar Klaus Hagerup og Jan Bull. Leikstjóri sjónvarpsgerð- arinnar Kalle Fiirst. Aðalhlutverk Sigmund Sæverud, Torill Öyen, Frode Rasmusscn og Bernhart Ramstao. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Leikurinn er byggður á at- burðum, sem áttu sér stað f afskekktu fiskiþorpi i Norður-Norcgi, en þar neituðu menn að greiða skatta, vegna þess, að þeir töldu að byggðarlagið nyti lftils góðs af framkvæmd- um og skipulagi hins opin- bera. (Nordvision-Norska sjón- varpið ) 23.10 Aðkvöldidags Sr. Karl Sigurhjörnsson flyturhugvekju. 23.20 Dagskrárlok. . ER RQ SÍR T3 í kvöld kl. 20.55 verður í dagskrá sjón- varps sem nefnist „Sjötta skilningarvitið" og eru umsjónarmenn hans þeir Rúnar Gunnarsson og Jökull Jakobsson. Verða þættir með þessum titli á dag- skrá sjónvarps í júní- mánuði. Rúnar Gunnarsson sagði Mbl. að þættir þessir ættu að ve’ra í senn afþreying áhorfendum og þó unnir af fullri alvöru svo að nokkur fróðleikur um efnið kæmist til skila, en þar er fjallað um áráttu manna til að skyggnast inn í framtíðina. Jökull mun ræða við konu sem Rúnar Gunnarsson. les í lófa og stúlku sem hefur kynnt sér Itching — Bók breytinganna. Þá verður rætt við tvo ritstjóra dagblaðanna, þá Matthías Johannes- sen og Svavar Gests- sonm um stjörnuspár í dagblöðum og fleira for- vitnilegt verður væntan- lega að sjá og heyra í þættinum sem tekur um fimmtíu mínútur. I ER rq HEVRH rP Jökull Jakobsson. Dagskráin í útvarpinu í dag ber svip af því að sjömannadagurinn er hátíðlegur haldinn. Meðal efn- is er „Þögn á hafinu“ í samantekt og umsjón Jónasar Guðmunds- sonar, rithöfundar. Jónas sagði að þátturinn fjallaði um fjarskiptin, og þróun þeirra. „Áður en loft- skeytin komu gátu sjómenn ekki látið vita af sér á sjó svo vikum, mánuðum og jafnvel árum skipti," sagði Jónas. „Ég rek frá ýmsum hliðum þessi mál og meðal annars er frá því sagt, hvernig Vestmannaeyingar höfðu það. Þeir sendu flöskuskeýti til að láta vita af sér, enda alltaf gengnar fjörur og flöskurnar komust oft til skila. Sömuleiðis var sá háttur að Vestmannaeyingar höfðu það ekki ósvipað og Indíánar, þeir sendu upp reykmerki með því að kveikja bál og síðan var því svar- að i landi og öfugt.“ „I þættinum koma einnig fram Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrv. bæjarfógeti, Jón Eiríksson, loft- skeytamaður, og Ási í Bæ, en hann er sérfræðingur í talstöóvar- tali, sem er alveg út af fyrir sig. I heild er verið að reyna að minna á i þessum þætti hvernig ástandið var áður en fjarskiptin komu til sögunnar, sem nú eru svo snar og mikilvægur þáttur sjórhennsk- unnar. En áður var allt með öðr- um brag, þá var þögn á höfun- um.“ Þáttur Jónasar hefst kl. 20.30. Jónas Guömundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.