Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNÍ 1975 Vesturheimspeningur t JUNt n.k. kemur út hjá IS- SPOR minnispeningur f tilefni af 100 ára afmæli landnáms lslend- inga í Vesturheimi. Peningurinn er teiknaður af listamanninum Hringi Jóhannes- syni og sýnir önnur hliðin land- töku landnemanna en á hinni er landakort er sýnir ferðina. — Sjómanna- dagur Framhald af bls. 40 Skemmtiatriði hefjast svo að nýju kl. 16 og þá við sundlaugina. Þar verður farið í ýmiss konar leiki og ávörp verða flutt. I Hafnarfirði hefjast hátíða- höldin með því að börnum verður boðíð í skemmtisiglingu um fjörð- inn fyrir hádegið. Eftir hádegi verður sjómannamessa í Þjóð- kirkjunni og síðan útihátíðahöld við athafnasvæði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Þar verða flutt ávörp og skemmtiatriði fara fram. Má þar nefna seglbáta-siglingu, kappróður og koddaslag. Um kvöldið halda sjómenn hóf í Skip- hóli og dansleik í Alþýðuhúsinu. A Akranesi hófust hátíðarhöld- ir. í gær, með sundkeppní í Bjarnarlaug, en f dag fer fram kappróður, skrúðganga, messa og íþróttakeppni. Siglfirðingar halda sjómanna- daginn hátíðlegan að venju og hefjast hátíðahöldin kl. 13.30 við hafnarbryggjuna, en þar fara fram skemmtiatriði. Þeim verður síðan framhaldið á íþróttavellin- um kl. 17. — Flensborg Framhald af bls. 40 væri sögulegs eðlis. Séra Þórar- inn Böðvarsson prestur í Görðum og alþingismaður og maddama Þórunn Jónsdóttir kona hans stofnuðu Flensborgarskólann 1882 til minningar um son þeirra, Böðvar Þórarinsson, sem lézt 19 ára gamall, en hann var fæddur 1. júnf 1850. Einnig er 1. júní afmælisdagur Hafnarfjarðar, því 1. júní 1908 hlaut hann kaup- staðaréttindi. Var skólinn þá til húsa í gamla Flensborgarhverf- inu og síðan hefur hann haldið þvf nafni þótt hann hafi flutt aðsetur sitt. I vetur stunduðu tæplega 550 nemendur nám í Flensborg og auk stúdentanna 30 ljúka þaðan námi 130 gagnfræðingar og 17 nemendur úr 6. bekk framhalds- deildar. Skólaslit verða kl. 14 í dag. Svindl London 31. maí — Reuter ÞJÓFAFLOKKUR komst undan með 40.000 sterlingspund með því að skipta á pundum og fölsuðum, kanadískum peningaseðlum í ýmsum bönkum í Suðvestur- London, að því er lögreglan skýrði frá í dag. Var þetta þaul- skipulögð svindlferð um banka á þessu svæði og tók aðeins nokkrar klykkustundir. Ekkert var vitað um það, hvar seðlarnir voru prehtaðir eða hvaðan svindlar- arnirkoma. Upplag peningsins er mjög tak- markað. Stærð peningsins er 50 mm í þvermál. Hver peningur verður númeraður en hámarks- upplag verður aðeins 1000 stk. bronspeninga og 500 stk. silfur- peninga. Byrjað er að taka á móti pöntunum og er ætlazt til að —Við erum nú að leggja niður gaffalbita, sem eiga að fara á Rússlandsmarkað. Segja má að hér sé um að ræða hálfgerða nauðungarsölu, að minnsta kosti er verðið of lítið fyrir okkur, í þessu dýra landi, þar sem allt er uppsprengt, sagði Kristján Jóns- son, framkvæmdast jóri niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar og Co á Akureyri f viðtali við Morg- unblaðið í gær. Kristján sagði að áætlað væri að leggja niður í 500 þúsund dósir og megnið af því ætti að vera tilbúið til afgreiðslu fyrir júnílok en út- séð væri um að þaö tækist en svo yrði tekið til við það í haust, sem eftir yrði. Síldin sem nú er lögð niður var keypt frá Færeyjum og er sæmi- legt hráefni. Að vfsu er hún Er gullborg Inka fundin? London 31. maí-Reuter. TVEIR brezkir landkönnuðir, sem komu til London frá Suður- Afrfku í gær, telja sig hafa fundið hina týndu borg Inka, Pukara, og segja þar vera milljóna punda virði af gulli, að því er Daily Mail segir f forsíðufrétt f dag. Dr. Davis, mannfræðingur við Lund- únaháskóla, og Ross Salmon, í- þróttafréttamaður, höfðu með- ferðis axarblöð úr gúlli, styttur og gullmola til að sanna mál sitt. Þeir vildu ekki gefa upp ná- kvæma staðsetningu borgarinnar, en sögðu hana vera handan við háan steinvegg, byggðan á klett- um á mörkum Amazonfrumskóg- arins og Andesfjalla. Samkvæmt frétt blaðsins hyggjast þeir Davies og Salmon fara aðra ferð til borgarinnar með þyrlu í stað þess að fara gegnum frumskóginn og um fjalllendi eins og þeir urðu að gera f þetta sinn. Karpov teflir í Júlí í Júgóslavíu Moskvu, 30. maí. AP. ANATOLI Karpov heimsmeistari í skák mun taka þátt í fyrsta mótinu, síðan hann var skipaður heimsmeistari, f Júgóslavíu í næsta mánuði, að þvf er TASS- fréttastofan sagði í dag. Nánar var ekki frá því móti skýrt, en haft eftir Karpov að hann fagnaði því að geta teflt aftur.. frá Is-spor greiðsla fylgi ef staðfesta á pöntunina. Pantanir verða afgreiddar f þeirri röð, sem þær berast, á meðan upplag endist. Verð er kr. 9.500.000 pr stk. f silfri og kr. 4.500.000 f bronsi. Innifalið f verðinu er söluskattur og askja fyrir peninginn. smærri en Hornafjarðarsildin, sem verksmiðjan á einnig, en ekkert verri til átu. Um 100 manns starfa nú hjá K. Jónsson og Co. Húsi Guðmundar skálds berst gjöf BRAGI Þórðarson, bókaútgefandi á Akranesi, og Elín Þorvaldsdótt- ir kona hans færðu nýlega húsi Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli höfðinglega bóka- gjöf, alls 72 bindi. Þar á meðal er blaðið Akranes f vönduðu bandi, öll blöð, sem út komu, en blaðið var gefið út frá því í apríl 1942 þar til í mars 1959. Ritstjóri þess og útgefandi var Ólafur B. Björnsson. Blaðið er hin merk- asta heimiid um sögu Akraness og Borgarfjarðarhéraðs yfirleitt. Stjórn Minningarsjóðsins og fulltrúar úr stjórn Rithöfunda- sambands Islands ásamt nefnd þeirri, sem undirbjó kynninguna „Kyssi mig sól“ í Norræna húsinu hinn 1. mars s.l., komu saman til fundar í húsi skáldsins að Kirkju- bóli 10. maí. Færðu rithöfundar húsinu myndarlega málverka- og bókagjöf. Húsið er mjög vistlegt og luku listamennirnir lofsorði á allan búnað þess. Því hefur nú verið ráðstafað til 15. sept. n.k., en eins og kunnugt er gefst rit- höfundum og öðrum listamönnum kostur á að vinna þar að hugðar- efnum sínum. Þeir listamenn, sem hafa hug á að dvelja þar, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu Rithöfundasambands Islands með skriflegar umsóknir. Opinberir háskóla- fyrirlestrar DR. Peter Dronke frá Cambridge flytur tvo fyrirleStra í boði heim- spekideildar Háskóla tslands. Mánudaginn 2. júní n.k. flytur hann fyrirlestur er nefnist: Latin Lyric and Vernacular Ballad og þriðjudaginn 3. júní n.k. flytur hann fyrirlestur er nefnist: Abelard and Heloíse. Báðir fyrir- lestrarnir verði í stofu 201, Arna- garði, og hefjast kl. 17.15. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestr- um þessum. (Frá Háskóla Is- lands. — Algjört hrun Framhald af bls. 1 gróða næsta hálfsárstímabil á undan. Fulltrúar fiskiðnaðarins hafa þegar hafið nýjar við- ræður við embættismenn ríkis- stjórnarinnar um áframhald- andi og stóraukna fjárhags- aðstoð, en viðræður við ráð- herra hennar geta ekki hafizt fyrr en eftir EBE- þjóðaratkvæðagreiðsluna. Blaðið segir að nú þegar Norðmenn hyggi á útfærslu fiskveiðilögsögu sinnar í 50 eða jafnvel 200 mílur, Islendingar Sovétmenn og Kanadamenn fylgi einnig 200 mílna fiskveiði- lögsögu blasi sú staðreynd við brezku útgerðinnii að afli hennar á miðunum við þessi lönd muni dragast saman um a.m.k. 400.000 tonn á ári. Fiskiðnaðurinn telur að eini mótleikurinn við þessu sé að Bretar taki sér sjálfir 200 mílna fiskveiðilögsögu undan eigin ströndum, og innan þessara marka verði togurum frá öðr- um Efnahagsbandalagslöndum haldið utan við 100 mílna mörk. Þó að þetta sé í andstöðu við Rómarsáttmálann, sé það engu að síður nauðsynlegt til að bjarga útgerðinni. Og Austen Laing bendir á i þessu sam- bándi: „Vió veiðum 400.000 tonn af fiski árlega á okkar eigin miðum á meðan togarar annarra þjóða veiða 600.000 tonn.“ „Við erum stærsta fiskveiði- þjóðin f Efnahagsbandalagi Evrópu, en samt höfum við jafn lítil áhrif á fiskveiðistefnu bandalagsins og Luxemborgar- ar,“ segir Laing, og ástæðuna segir hann vera þá, að brezkir ráðherrar þori ekka að taka af skarið í umræðum um fiskveiði- mál. Afleiðingin verði sú að skriffinnarnir í Brússel telji að fiskveiðar skipti Breta litlu máli. Laing segir að skozkir fiskimenn krefjist útfærslu í 50 mílur þegar í stað, þar eð þeir muni ekki þrauka árið út án hennar. Að lokum segir í frétt Daily Telegraph að núverandi fjár- hagsstyrkur stjórnarinnar til fiskiðnaðarins dugi ekki einu sinni til að vinna á móti lækk- andi markaðsverði á fiski, hvað þá hækkandi kostnaði. Og verð á nýjum fiskiskipum hafi tvöfaldazt á síðustu 18 mánuðum. — Stórt skref Framhald af bls. 1 viðræðurnar milli fulltrúa grfskra og tyrkneskra Kýpurbúa yrðu hafnar á ný í næsta mánuði. Þegar ráðherrarnir komu til hallarinnar, — sem er frá 18. öld, vildu þeir ekkert við fréttamenn tala. Var haft eftir góðum heimildum í upphafi fundarins að menn væru svartsýnir á árangur, útlitið væri ekki bjart þvl að hvorugur aðilinn hefði hvikað frá fyrri afstöðu. Haft væri eftir grískum og tyrkneskum sendimönnum, að það bezta, sem þeir gerðu sér von- ir um.væri, að unnt reyndist að skapa það andrúmsloft, er gerði frekari viðræður hugsanlegar. Og líkurnar fyrir því sögðu þeir 50:50, úr þvf Gerald Ford forseta Bandarikjanna hefði ekki orðið neitt ágengt I viðræðum sfnum við þá Karamanlis og Demirel. I yfirlýsingu ráðherranna eftir fundinn í morgun var lögð á það áherzla, að vandamál rfkja þeirra yrði að leysa með friðsamlegum samningaviðræðum. Sagði þar og, að þeir Karamanlis og Demirel hefðu lagt heildarlínur þess grundvallar, sem byggja skyldi á frekari fundi fulltrúa stjórna þeirra. Ljóst er, af yfirlýsingunni, að tyrkneski forsætisráðherrann hefur gefið eftir í veigamiklum atriðum. Hann hefur til þessa krafizt þess að deilan um réttindi á Eyjahafi verði leyst með tví- hliða samningum en ekki viljað að hún fari fyrir alþjóðadóm- stólinn. Sömuleíðis hefur tyrk- neska stjórnin verið þeirrar skoð- unar, að Kýpurdeiluna ætti fyrst og fremst að reyna að leysa með beinum samningaviðræðum stjórna Grikklands og Tyrklands frekar en beinum samningum fulltrúa þjóðarbrotanna sem Kýp- ur byggja. Loks segir í tilkynningu þeirra Karamanlis og Demirels, að báðir aðilar skuli leggja sig fram um að koma á og viðhalda góðu sam- bandi rfkjanna, til þess að unnt sé að leysa þau vandamál, sem risið hafa þeirra i milli og til þess að rfkin tvö geti komið aftur á sam- vinnu, er báðum geti verið til hagsbóta. Að fundinum loknum — sem er hinn fyrsti, sem leiðtogar land- anna tveggja eiga með sér eftir innrás Tyrkja á Kýpur í júlí 1974 — leyfðu þeir Karamanlis og Demirel að teknar yrðu myndir, þar sem þeir tókust í hendur og brostu hvor til annars. — Fundur Fords Framhald af bls. 1 Spánn axlað ásamt Bandaríkjun- um og Evrópu þær byrðar, sem þvf hafa fylgt að stuðla að velsæld og öryggi landsvæðanna við Atlantshaf og Miðjarðarhaf," sagði forsetinn. Vísaði hann þar til herstöðva Bandaríkjanna á Spáni, er þeir hafa haft frá þvf 1953. Ford hefur undanfarið reynt að fá Atlantshafsbandalagið til að viðurkenna formlega hlut- deild Spánar í vörnum Vestur- Evrópu, m.a. á leiðtogafundinum í Brússel nú f vikunni, en í þvf hefur honum ekki orðið ágengt; aðildarríki bandalagsins óska ekki eftir nánari tengslum við Spán. Viðræður Fords og Francos í dag fjalla fyrst og fremst um endurnýjun herstöðvasamninga, sem renna út í september nk. Samkvæmt Reuters-frétt mátti greina á Franco hershöfðingja merki elli og sjúkleika, en hann var alvarlega veikur sl. sumar. Málrókur hans var veikur, viprur við varir hans og hægri hönd hans titrandi. Frá flugvellinum var ekið I fylgd ríðandi riddaraliðs og við komuna til Madrid beið gestanna borgarstjórinn þar, Miguel Angel Garcia Lomas, og afhenti Ford forseta gulllykil að höfuðborg Spánar. Að sögn AP-fréttastofunnar var Ford forseti yfirleitt ánægður með leiðtogafund Atlantshafs- bandalagsrfkjanna f Brússel og þær viðræður, sem hann átti við forystumenn aðildarrfkjanna, þó ekki væru niðurstöður þeirra alltaf sem hann vildi, svo sem af viðræðunum við forsætisráðherra Grikklands og Tyrklands. Hinsvegar segir brezka blaðið „Daily Telegraph" f dag, að ein- ungis þeir, sem haldnir séu ólæknandi bjartsýni, geti haft nokkra huggun af niðurstöðum leiðtogafundarins. Blaðið segir, að enda þótt aðildarríkin hafi í hinni sameiginlegu yfirlýsingu sinni í lokin fullvissað heiminn með venjulegum hætti um ein- ingu sína og staðfestu í sameigin- legu varnarstarfi, hafi engar raunhæfar ákvarðanir verið tekn- ar með það fyrir augum að efla varnir Vesturlanda, sem blaðið segir „hörmulega veikar.“ — Fyrsti dagur í fangelsi Framhald af bls. 2 6 hundrað, tekur fangelsið toll sinn. Þá áttu endur- minningar, staðreyndar- skýrslur, staðreyndir og enn fleiri staðreyndir, skemmtilegar og hrylli- legar, fráhrindandi og hjartnæmar. En fangelsi er ekki aðeins staðreynd. Fangelsi er maður, sem hefur verið afklæddur inn að skinni á fyrsta degi. Sá sem getur lýst þessu er aó lýsa fangelsi. Ég kann ekki að greina frá þessu en við getum rætt það endalaust, hvernig allt veróur síðar meir. En í dag er fyrstur dagur. Leggja niður í 500 þús. dósir á Rússlandsmarkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.