Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNl 1975 Miklar annir eru hjá byggingarfyrirtækjum MIKLAR annir eru nú hjá byggingarfyrirtækjum á höfuðborgar svæðinu, þar eð byggjendur freista þess nú að láta steypa eins mikið og frekast er unnt — eftir um þriggja vikna hlé af völdum verkfalla í sementsverksmiðjunni og yfirvofandi allsherjarverkfalls framundan. Sum þeeeara fyrirtækja hafa tekið upp vaktavinnu og láta steypa dag og nðtt, enda mörg hver orðin langt á eftir með verkefni sín miðað við samninga. Hjá því var verið að steypa af fulium krafti og er mest áherzla í því sambandi lögð á hitaveitu- stokk til Hafnarfjarðar, sem fyrir- tækið smíðar fyrir hitaveituna. Forráðamenn Aðalbrautar segjast þegar vera orðnir mánuði á eftir með verkið — fyrst og fremst vegna verkfalls sementsverk- smiðjunnar — en vatn átti að vera komið á stokkinn 15. júlí nk. mið- að við samning. Fyrirtækið á þó ekki dagsektir yfir höfði sér, þar eð verkföll falla undir svokallað- an „force-major“-fyrirvara, sem er í öllum verksamningum. Páll Hjá Breiðholti hf. fékk Morgun- blaðið þær upplýsingar í gærdag, að þar væri megináherzla lögð á steypuvinnuna þessa stundina og reynt að drifa hana áfram eins og frekast væri kostur. Þess vegna hefði verið tekin upp vaktavinna hjá fyrirtækinu og menn ynnu dag og nótt. Að sögn Sigmundar Helgasonar hjá Breiðholti hefur nánast ekkert verið hægt að vinna við steypu hjá fyrirtækinu allt frá 12. maí er verkfall ríkisverk- smiðjunnar skall á. Sams konar svör fékk Morgun- blaðið hjá fyrirtækinu Aðalbraut. Gústafsson hjá Aðalbraut sagði, að rætt hefði verið um að setja megin starfskraft fyrirtækisins í verkið við hitaveitustokkinn en frá því verið horfið, þar eð ekki þótti taka því fyrir aðeins fjög- urra daga vinnu, þ.e.a.s. ef til meiriháttar verkfalla kemur, eins og núeruallar horfur á. „Þetta er ákaflega erfitt ástand," sagði Páll, „en við höfum verið að reyna að halda fólkinu, þótt það sé naumast grundvöllur fyrir því við svona aðstæður." 100 millj. kr. viðgerð á Hvassafellinu Brezkur togari sigldi á Patreksfjarðarbát Palreksfirrti. H. júní. ÁREKSTUR varð í morgun skammt norðvestur af Horni milli vélbátsins Gylfa frá Patreksfirði, BA 12, 250 lesta skips, og brezka togarans Forrester. Brezki togar- inn mun hafa stímað á Gylfa og skipstjórinn á Gylfa, Hörður Jóns- son, gat ekki komið i veg fyrir árekstur. Gylfi var á togi og við áreksturinn slitnaði trollið og vír- arnir aftan úr Gylfa. Öljóst er hvað skemmdir hafa orðið miklar, en engin slys urðu á mönnum og enginn leki kom að skipunum svo vitað sé. Gyifi kemur inn i nótt, en hann þurfti enga aðstoð til þess að sigla til hafnar. Sjópróf fara fram hjá sýslumanns- embættinu á morgun. Ekki var vitað í kvöld hvort brezki togar- inn kemur til hafnar. — Páll. ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka tilboði frá Kiel í Vest- ur-Þýzkalandi um viðgerð á Hvassafellinu, en sam- kvæmt upplýsingum Hjart- ar Hjartar hjá skipadeild SÍS hljóðar tilboðið upp á 100 millj. kr. og á viðgerð að ljúka á 36 dögum. 6 til- boð bárust frá Bretlandi, og var hæsta tilboðið upp á 170 millj. kr. og margfalt lengri viðgerðartíma. Tvö tilboð bárust frá Bretlandi, tvö frá Hollandi, eitt frá Danmörku og eitt frá Þýzkalandi. Dráttarskip kom til landsins í gær og fór það með Hvassafellið í togi áleiðis til Kiel í gær- kvöldi. 4 íslendingar eru um borð í skipinu, en reiknað er með að ferðin taki 6—7 daga. Hvassafell- ið ætti því að vera komið i notkun aftur i júlílok. r Ovíst um afstöðu annarra verzlunarmannafélaga en VR BJÖRN Þórhallsson, formaður Landssambands íslenzkra verzlunar- manna, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að ekki væri enn ljóst, hvað þau verzlunarmannafélög, sem veitt hefðu 9-manna-nefnd ASl samnings- umboð tækju til bragðs í væntanlegri samningsgerð. Þó sagðist Björn búast við því að þessi félög myndu jafnvel fylgja í kjölfar Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem kosið hefur að semja beint við viðsemj- endur sína, Kjararáð verzlunarinnar. r A þetta að endurtaka sig?: ,Stuðlar að meira misrétti’ sagði Eðvarð Sigurðsson um febrúarsamningana 1974 Eins og kunnugt er voru gerðir umfangsmiklir kjarasamningar í lok febrúarmánaðar 1974. Nokkrum vikum eftir undirskrift þeirra upplýsti Morgunblaðið, að þessir samningar hefðu leitt til 26% kauphækkunar fyrir verkafólk en 38-54% hækkunar á launum iðnaðarmanna. Nú hefur Morgunblaðið upplýst, að útreikningar gerðir af nefnd vinnuveitenda og launþega hafi sýnt, að hækkun t.d. til verzlunar- fólks ef gengið yrði að kröfum ASI f yfirstandandi kjaradeilu yrði 33% en yfir 80% til trésmiða. Af þessu tilefni er ástæða til að rifia upp ummæli er Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, viðhafði samtölum við Morgunblaðið í febrúar og f marz á sfðasta ári. I samtali við Morgunblaðið 26. febrúar 1974 er Eðvarð Sigurðsson spurður að þvf, hvort hann telji samningana verðbólguhvetjandi. Svar hans var á þessa leið: „Ég reikna með því, að ekki verði komizt hjá því að þeir fái þann dóm. Það er talið óhjákvæmilegt að hluti þeirra fari út f verðlagið og sjálfsagt verka þeir sem slík- ir. Er það eitt hið nöturlegasta við þessa samninga, að það sem gert er fyrir láglaunafólk skuli alltaf fara á þann hátt að aðrir — launþegarnir með háu laun- in — skuli fá allt það sem náð- ist fyrir láglaunafólkið. Þetta vandamál er verðugt verkefni stjórnmálaaflanna að glíma við sem úrlau'snarefni." I marz 1974 upplýsti Morgun- blaðið, að niðurstöður kjara- samninganna í febrúar hefðu í raun þýtt 26% hækkun á laun- um verkamanna en 38 til 54% hækkun á launum iðnaðar- manna. I tilefni af þessum um- mælum sneri Morgunblaðið sér til Eðvarðs Sigurðssonar. Hann sagði m.a.: „Það verður að segj- ast, að þeir lægstlaunuðu báru ekki mest úr býtum f þessum samningum og er það afleit þró- un. Ég harma persónulega að ekki skyldi takast að setja nein þau mörk, hvorki varðandi launahækkanir né heldur vísi- töluna, sem spornuðu eitthvað Framhald á bls. 20 ietvgtt '/■ 0 S^A> Lðvarð Sigurðssnn samningana: lað [veV^J Stuðla jafnvell meira misrétti Alda aldanna 1 bronz TVEIR norskir mótasmiðir hófu í gær að gera mót af högg- mynd Einars Jónssonar, Öldu aldanna. Fiskvinnsluhúsin f Vestmannaeyjum láta vinna verkið en afsteypa úr kopar af höggmyndinni verður gerð f Ösló og sfðan verður Alda ald- anna sett upp f Vestmannaeyj- um. Höggmyndin er liðlega Sett upp í Eyjum tveggja metra há og stendur á tæplega tveggja metra háum stalli. Þá er einnig ráðgert að gerð verða afsteypa úr bronzi fyrir Listasafn Einars Jónsson- ar. Lokið verður við að steypa höggmyndina í haust. Nýtt fyrirkomulaj sjómannasamrmigai SAMNINGAFUNDUR í togaradeilunni hófst í fyrradag kl. 17 og stóð fram til klukkan 01.30 f fyrrinótt. Ekkert bar til tfðinda á fundinum og hef- ur nýr fundur ekki verið boðaður. Nýlega lagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, ákveðnar tillögur fyrir deiluaðila, sem samningsaðilar hafa nú til athugunar. Eru til- lögur Jóns um nýtt skipu- lag á samningsgerð sjó- Félagsdómur: Frávísunarkröf- unni var hrundið FÉLAGSDÓMUR fjallaði á fimmtudaginn um þá kröfu Far- manna- og fiskimannasambands- ins, að máli Vinnuveitendasam- bandanna f.h. skipafélaganna gegn sambandinu vegna samúðar- verkfalls1 vélstjóra yrðu visað frá dómi. Var frávísunarkröfunni hrundið. Þessum úrskurði var ekki áfrýjað til hæstaréttar. Þing- að var í Félagsdómi I gær og stefnt er að því að þinga einnig síðdegis i dag og fer þá jafnvel fram munnlegur málflutningur. r Iscargó með búslóð til Vestm.eyja Um helgina mun vöruflutninga- flugvél Iscargó flytja 7 búslóðir til Vestmannaeyja á vegum Við- lagasjóðs og verður fyrsta ferðin farin i dag. Alltaf er nokkuð um búslóðaflutning til Eyja með Herjólfi bæði frá Reykjavík og Þorlákshöfn. Iscargó mun flytja búslóðirnar í 3—4 ferðum. manna og gerbyltingu á sjómannasamningum. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands tslands, sagði í gær að þessar tillög- ur nafna hans þyrftu mjög gaumgæfilegrar athugunar við. Þær væru fremur fram- tíðaráætlun um gerð sjó- mannasamninga en grund- völlur núverandi samn- ingagerðar, sem nauðsyn- lega þyrfti að flýta — til- lögurnar þyrftu að athugast í rólegheitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.