Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 21
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 21 Velvakandi svarar 1 síma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föslu- dags. 0 Menningin flutt út á land Hér er bréf af Snæfells- nesi: „Við, sem búum úti á landi, sérstaklega í sjávarþorpum, heyr- um oft um það rætt í fjölmiðlum, hve menningarsnautt líf okkar sé. Má vel vera, að lif okkar snúist nær eingöngu um fisk og slor, en stundum verðum við undrandi þegar skemmtikraftar úr henni Reykjavik koma í heimsókn til okkar, eflaust með það fyrir augum að bæta eitthvað úr. Undanfarin sumur hafa verið haldin sjálfstæðismót á Hellis- sandi og svo var einnig i sumar. Brá ég mér þangað eins og svo margir aðrir, þvi að auðvitað var búizt við góðri skemmtun. Þau atriði, sem vert var að horfa og hlusta á voru fyrst og fremst söngur Magnúsar Jónssonar, er var frábær, eins og heyra mátti á undirtektum fólksins, svo og ræður, sem voru stuttar og góðar, eins og ræður eiga að vera. En skemmtiatriðin voru heldur bágborin, en vist er að þau slógu i gegn hvað ruddaskap snerti. Það ber vott um hugmyndaleysi ef ófriskar konur eru orðiiar efstar á lista sem aðhlátursefni, eins og þarna var. Þá var einnig fluttur þarna fræðsluþáttur, sem fjallaði um það hver munurinn væri á því þegar óperusöngkona leysir vind og þegar dægurlagasöngkona gerir það. Myndskýringar fylgdu. Dægurlagasöngkonan var nú reyndar með þeim, en sú fyrr- nefnda ekki, svo ekki veit ég hvar þeir fengu samanburðinn. Við brjótum vist ekki heilann um slikt — fiskur er okkur meira virði. Eitt mega þeir vita, sem að þessu stóðu, að svona léleg skemmtiatriði þykja ekki boðleg hér I okkar ágæta fiskiþorpi við neitt tækifæri. Ef þeir eru að miskunna sig yfir okkur, þá viljum við eitthvað, sem talizt getur menning. E.V.“ % Opinberir styrkir til Neytenda- samtakanna 850 þús. á ári Sigurður P. Kristjánsson formaður Neytendasamtakanna skrifar: „Ég las bréf Ásgeirs Þ. Ólafs- sonar og athugasemdir Velvak- anda við það, þann 29. ágúst sl. Finnst mér að Velvakandi hefði mátt kynna sér málið betur hjá N.S. áður en hann fór að skrifa gagnrýni sina. í reikningum N.S. fyrir 1974, — Ég heyri að þér skiljið mig enn ekki, Link. Við biðjum aðeins vegna þess við vorum tiine.vddir — vegna þess að hún varð að vera tilhúin að grfpa tækifærið. Um Ifma hélt ég að öll von væri úti — þegar hún var f slagtogi með þess- um Gihbon. Þungu fargi var af mér létt, þegar ún yfirgaf hann og þessa hroðalegu kvikmynd sem hann var að gera, en þá var hún svo langt leidd að ég hélt að nú væru henni allar bjargir bannaðar. — Hvernig vissuð þér að svo var ekki, þegar til átti að taka? — Eg las það f skýrslunum, sem ég fékk. Hvernig hélduð þér að ég hefði getað fylgst með henni? — Hvað eigið þér við? — Ég á við að einkaspæjarinn minn gaf mér skýrslur vikulega. Hann skýrði mér svo frá að hún va-ri að komast á réttan kjöl að nýju og að .... — Þér eigið sem sagt við að þér hafip látið einkalögreglumann njósna um ungfrú Shaw, Hagen? — Þaö eitt vakti fyrir mér að hafa auga ineð henni svo að ég ga-ti verið viss um að hún lenti ekki í alvarlcgu klandri .... — En aftur á móti hafið þér ekk gert yður það ómak, Hagen, kemur fram, að styrkur frá rikinu er kr. 450.000,- styrkur frá Reykjavíkurborg er kr. 400.000.-, en almenn félagsgjöld kr. 1394.309.-. Sést af þessum tölum að fjármagn það, sem N. S. hafa til umráða kemur frá félags- mönnum að mestum hluta (61%), en opinberir styrkir nema 39% af ráðstöfunarfé. Þetta hlutfall breytist á árinu 1975 I þá átt að hlutur félagsmanna i umráðafé N. S. verður stærri vegna hækkunar á félagsgjöldum, en hlutur hins opinbera verður minni vegna þess að styrkfjárhæðin hækkar ekki að krónutölu frá árinu á undan. Vegna þessara opinberu styrkja hafa N. S. skuldbundið sig til að taka til athugunar öll umkvört- unarefni frá neytendum, en við úrlausn þeirra ganga félagsmenn fyrir. Velvakanda og öðrum til fróð- leiks, vil ég upplýsa hvaða fjár- upphæðum er varið til Neytendamála i nágrannalöndum okkar: Danmörk: 1969/70 D. kr. Statens husholdningsraad ríkisstyrkur 3340,000,- styrkur frá Kph. borg 74,000.- 1968/69 Dansk varedeklarationsnævn rikisstyrkur , 100,000,- 1969/70 Forbrugerraadet ríkisstyrkur 710,000,- Samtals: 4224,000.- Noregur: N. kr. 1969 Forbrukerrádet 2349,000.- 1969Varefaktakomiteen 270,000,- 1969 Statens insititut for forbruksforskning og vare undersökelser 121,000,- Samtals beinir styrkir 2740,000,- Með þökk fyrir birtinguna, Sigurður P. Kristjánsson." 0 Aðalskipulag Reykjavíkur Björn Sveinsson skrifar: „Ég var að Iesa frétt i dagblað- inu Vísi, þar sem sagt er frá sam- þykktum fundar, sem haldinn var um Grjótaþorpið á vegum Torfu- samtakanna. Þar er því m.a. lýst yfir, að framkomnar tillögur um skipulag þessa bæjarhluta brjóti í bága við aðalskipulag Reykjavik- ur og hafi ekki verið samræmdar þeirri endurskoðun, sem fram fer á því. Ég held nú bara, að við megum þakka fyrir, að þetta aðaiskipulag sé tekið til endurmats og nýrrar yfirvegunar við og við, þvi að hvernig liti bærinn út, ef i einu og öllu væri farið að skipulagi, sem gert var fyrir mörgum árum, það sem eftir er. Þá er ég hræddur um að Reykjavlk yrði eitthvað skrýtin þegar fram líða stundir. Annars segi ég það nú alveg eins og er, að ég mun sakna Grjótaþorpsins, ef ákveðið verður að jafna það við jörðu til þess að reisa þar eintóma steinkumbalda. Björn Sveinsson.“ 0 Góður veitingastadur Magnús Björnsson skrifar: „Þannig stóð á fyrir mér um tíma í sumar að konan var i burtu og ekkert var þvi eldað á heimilinu. Þess vegna fór ég að stunda hina ýmsu matsölustaði borgarinnar og áður en Iangt um leið var ég kominn hringinn og búinn að borða á öllum grillstöð- um borgarinnar. Viða er ágætur matur, sums staðar harðvondur, en allra bezt likaði mér viður- gjörningurinn í Aski við Suður- landsbraut. Þar er þjónustufólkið sérlega almennilegt, a.m.k. flest, maturinn ríflega skammtaður og vel til búinn og afgreiðslan geng- ur fljótt og vel fyrir sig. Eini gallinn er sá, að ég vinn i miðbæn- um, en bý í vesturbænum, svo að það var alltaf svo fjári langt fyrir mig að fara. Ég vildi beina því til hinna ágætu eigenda Asks að fara að leggja drög að þvi að opna útibú i vesturbænum, þvi að þar er enginn grillstaður og erum við vesturbæingar áreiðanlega ekki minni matmenn en aðrir borgar- búar, nema siður sé. Ég vil svo þakka þeim í Aski kærlega fyrir að hafa mig á fóðr- um þennan tima. HÖGNI HREKKVÍSI Hann hefur ábyggilega ekki séð þessa hundategund fyrr! fclk í fréttum + Þetta er nýi plötusnúðurinn f Óðali, Stuart Austin. Hann mun stjórna hljómburðartækjunum f diskótekinu f Óðali næstu mánuði. Áður hefur hann unnið ádiskótekum f Bandarfkjunum, Bretlandi á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Handklœðin hennar Yoko Það hefur gengið á ýmsu hjá Yoko Ono og John Lennon. Eft- ir velheppnaða auglýsingaher- ferð f tilefni af skilnaðinum, eru þau nú tekin saman á ný. Yoko pantaði handklæði til heimilisins með áletruninni „John og Yoko — saman á ný“. Fyrir nokkrum mánuðum lét hún búa til handklæði með svo dónalegri áletrun að hún er ekki prenthæf. Hugmyndarfk kona, Yoko Ono. Ánœgðasti róni í Danmörku Carl Erik Hansen heitir 42 ára fyrrverandi milljónamæringur f Danmörku. Hann ýmist gaf verksmiðjur sfnar, fasteignir og bíla, eða seldi fyrir hlægi- legar upphæðir. Nú býr hann f -20 fermetra timburkofa á Jót- landi og drepur tfmann með þvf að rápa um þjóðvegina með rónum og umrenningum. „Eftir fimmtán ára hrellingar hef ég nú loksins öðlazt sálarró og það frelsi, sem alla dreymir um. Hamingjan er ekki fólgin í peningum — peningar setja manni skorður og valda áhyggj- um og hræðslu. Ótta um að missa það, sem maður hefur safnað saman. Áður var ég rfkur af peningum, en fátækur af innri ánægju. Nú er ég búinn að losa mig við þetta allt saman. Ég skildi meira að segja við konuna mfna, þvf 'að ég vildi ekki láta neitt binda mig, og við skiptum fyrst öllu drasl- inu á milli okkar. Ég læt börnin mfn hafa minn hlut. Þau hafa hingað til ekki kynnzt öðru en velmegun, og ég ætla ekki að fara að breyta lffi þeirra. Þegar þau verða fullorðin geta þau sjálf ákveðið hvernig þau haga Iffi sfnu. Sjálfur á ég 60 þúsund krónur, sem ættu að duga mér fyrir mat, bjór og fataleppum það sem eftir er. Nú er ég orðinn róni og ég er áreiðan- lega ánægðasti róni f allri Dan- mörku.“ Carl Erik Hansen átti tvær vélaverksmiðjur, stórglæsilegt einbýlishús, tvo splunkunýja amerfska dreka, tvö hjólhýsi af stærstu gerð og fbúðablokk. Áuk alls þessa var bankahólfið hans troðfullt af hlutabréfum, en samanlagt nafnverð þeirra hljóðaði upp á tugi milljóna fslenzkra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.