Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975 7 Samningar lausir um áramót Miðstjórn Alþýðusam- bands íslands hefur nú beint því til allra aðildar- félaga sinna, að þau segi upp gildandi kjarasamn- ingum slnum fyrir 1. desember nk. frá og með komandi áramótum. ’Þar með hefst sami darraðar- dansinn og stiginn hefur verið í kaupgjaldsmálum hérlendis um langt árabil. Þróun mála hefur verið með þeim hætti, að vlxl- hækkanir kaupgjalds og I___________________ Bjöm Jónsson, forseti ASf verðlags hafa spennt verðbólgubogann að því marki, að hann hlýtur að bresta fyrr en slðar með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Þannig hefur kaupgjald hækkað um mörg hundruð prósent á einum áratug, án þess að kaupmáttaraukning launa hafi vaxið nema sem nem- ur örlitlu broti af krónu- talshækkuninni. Ávtsunin á mögru kaupkrónurnar hefur ekki fengist leyst út I raunverulegum verð- mætum nema að þvl marki sem verðmæta sköpunin I þjóðarbúinu, þjóðartekjurnar, hafa nægt til hverju sinni. Brezka Alþýðusam- bandið, sem nú hefur tek- ið höndum saman við þar- lenda rlkisstjórn I höml- unaraðgerðum gegn verð- bólgu, upplýsir, að 20% kauphækkun þar I landi á sl. 9 mánuðum hafi leitt til 7% rýrnunar kaupmátt- ar launanna á sama tima. Þar hefur verið sætzt á þá málamiðlun, að lægstu laun hækki I áföngum á næstu 12 mánuðum að vissu „þaki", sem sett verður á launahækkanir, en kaupbinding nái til allra launa umfram ákveðið lágmark. Með þessu móti á að hamla gegn verðbólgunni, tryggja samkeppnis- aðstöðu breskra atvinnu- vega og minnka atvinnu- leysið, sem er vaxandi þjóðarböl. Verðbólgu- vöxtur Verðbólguvöxturinn verður að vlsu nokkru hægari á þessu ári en á sl. ári, sennilega 40 til 45% á móti 52% þá. Engu að slður erum við áfram Evrópumethafar I verð- bólgu og varla kemur á óvart, þó Alþýðusamband islands hugi til hreyfings af þessum sökum. Hins vegar skiptir miklu máli með þvaða hætti viðbrögð Alþýðusambandsins verða, ekki slzt fyrir allan þorra launamanna I land- inu. Mestu máli skiptir að áfram verði hægt að tryggja atvinnuöryggi alls almennings I landinu. komast hjá verulegum samdrætti I atvinnu- vegum okkar og viðllka 1 atvinnuleysi og orðið hef- ur afleiðing efnahags- kreppunnar I flestum nágrannalöndum okkar. Rýrnun viðskiptakjara okkar á rúmu ári um 30%, sem rætur á I lægra verði útflutningsf ramleiðslu okkar og hækkandi verði innfluttra nauðsynja og hráefna, hefur að sjálf- sögðu sagt til sln I skert- um kjörum allra starfs- hópa þjóðfélagsins, og á þann veg, að kauphækk- unarmöguleikar eru naurnast miklir I helztu f ramleiðslugreinum okkar. Kauphækkun, sem fer samstundis sömu leið og flestar fyrri, I hlt verðbólg- unnar, án þess að koma launafólki til góða I aukn- um kaupmætti, hefur og neikvæðar afleiðingar einar. Eðlilegt er að forysta ASÍ knýi á dyr um raunhæfari verðbólgu- hömlur, aðhaldsaðgerðir I fjármálum rlkis og sveitar- félaga, sem þýddi færri skattkrónur úr vasa borgaranna en ella og samræmd viðbrögð aðila vinnumarkaðarins og rlkisvaldsins um kerfis- breytingu og kjarabætur I raun, samhliða frekari launajöfnuði. Forysta ASÍ hefur sýnt vilja og við- leitni til sllks samstarfs og engin ástæða er að ætla annað fyrirfram en að hún sýni sams konar viðbrögð áfram. spurt & Hringið í sima 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. ,UPPRISA HOLDSINS* EÐA „UPPRISA DAUÐRA“ Halldór Ólafsson, Dunhaga 21, Reykjavfk spyr: „Ég vil beina eftirfarandi spurningu til umsækjenda um Nesprestakall: Þegar þér farið með trúarjátninguna, notið þér þá orðalagið „upprisa holdsins" eða „upprisa dauðra“?“ Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son svarar: “Ég nota orðalagið „upprisa dauðra“, er ég fer með trúar- játninguna.“ Sr. Örn Friðriksson svarar: „Þegar ég fer með trúar- játninguna nota ég orðalagið „upprisa dauðra“.“ DÓMKIRKJAN. — Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. . NESKIRKJA. — Messa kl. Í1 árd. Séra Frank M. Halldórs- son. FÍLADELFlA t REYKJAVÍK. — Safnaðarsamkoma kl. 2 siðd. Almenn guðsþjónusta klukkan 8.30 síðd. Willy Hansen talar. Einar Gíslason. HALLGRtMSKIRKJA. — Messa kl. 11 árd. Séra Magnús Guðjónsson prédikar: Séra Karl Sigurbjörnsson. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS LANDAKOTI. — Lág- messa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. FRtKIRKJAN t REYKJAVlK. — Messa kl. 2 sfðd. Séra Þor- steinn Björnsson. GRENSASKIRKJA — Messa kl. 11 árd. Haustfermingarbörn komi til viðtals í safnaðarheim- ilið kl. 5 síðd. mánudaginn 22. þ.m. Séra Halldór S. Gröndal. LANGHOLTSPRESTAKALL. — Messa kl. 2 síðd. Ræðuefni: Þegar skynsemin og tilfinning- arnar rekast á. — (Athugið breyttan messutíma) Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. LAUGARNESKIRKJA. — Messa kl. 11 árd. — Haustfer- mingarbörn í Laugarnessókn eru beðin að koma til viðtals í krikjuna (austurdyramegin) n.k. þriðjudag kl. 6 síðd. — Séra Garðar Svavarsson. Asprestakall — Messa kl. 11 árd. að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grímsson. HÁTEIGSPRESTAKALL Messa kl. 11 árdegis. Séra Arn- grímur Jónsson. ELLI- OG HJUKRUNARHEIM- 'ILIÐ GRUND. — Messa kl. 10 árd. Séra Magnús Guðmunds- son fyrrv. prófastur prédikar. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. — Messa kl. 2 síðd. Séra Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA. — Guðs þjónusta kl. 11 árd. Ilaustferm- ingarbörn eru sérstaklega beð- in að mæta. Séra Ólafur Skúlason. Arbæjarprestakall. — Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11. Séra Guðmundur Þor- steinsson. FELLA- OG HÓLASÓKN — Messa í Fellaskóla kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson. HJALPRÆÐISHERINN. — Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd. Capt. Daniel Óskarsson. KÓPAVOGSKIRKJA. — Guðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Árni Pálsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA. — Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Garðar Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA. — Messa kl 11 árd. Séra Bragi Friðriksson. LÁGAFELLSKIRKJA. — Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson. INNRI NJARÐVtKUR- KIRKJA. — Messa kl. 5 síðd. og sunnudagaskóli f safnaðar- heimilinu á sama tíma. Séra Ólafur Oddur Jónsson. YTRI NJARÐVlKURSÓKN. — Sunnudagaskóli í safnaðar- heimilinu kl. 11 árd. Séra Ólaf- ur Oddur Jónsson. KEFLAVlKURKIRKJA — Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. UTSKALAKIRKJA. — Messa kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA. — Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA. — Messa kl 2 sfðd. Séra Stefán Lárusson. BRAUTARHOLTSKIRKJA. — Messa kl. 2 síðd. Séra Einar Sigurbjörnsson. AKRANESKIRKJA.— Messa kl. 2 síðd. (Athugið breyttan messutíma). Séra Björn Jóns- son. Athugasemdir við grein í opnu Tímans fangsmikilla breytinga á loft- ræstilögn og raflögnum, sem rann beint til undirverktaka, en af- gangurinn fyrir að innrétta 10 skólastofur/ hreinlætisaðstöðu ásamt fleiru. Mér vitanlega er þessi kjallari að fullu nýttur enn, enda þótt unglingaálmu allri hafi verið skil- að til kennslu sl. haust og neðri hæð þá ári á undan skv. upphaf- legum verksamningi. Það er þvi gripið helzt til úr lausu lofti að slá um sig með vanefndum Bf. Ár- mannsfells h.f. vegna Fellaskóla. Kristján Benediktsson veit betur, en kannski telur hann tilganginn helga meðalið. I tilefni af þeim aurburði, sem hafður hefur verið í frammi i Tímanum og reyndar í öðrum dagblöðum um óeðlilegan gróða og forréttindaaðstöðu í samskipt- um Ármannsfells h.f. og Reykja- víkurborgar, látum við fylgja hér með töflur, yfir þau verk, sem félagið hefur á starfsferli sínum unnið fyrir Reykjavíkurborg. Það skal undirstrikað að öll þessi verk hafa fengist á frjálsum útboðs- markaði, þar sem fyrirtækið hef- ur verið lægstbjóðandi. Samanburður á verkum, sem byggingafélagið Ármannsfell h.f. hefur framkvæmt fyrir Reykjavíkurborg: Tafla 1. Samanburður á kostnaðaráætlun Reykjavikur- borgar og tilboðsupphæð Ár- mannsfells miðað við verðlag 1.11. 1974: upph tilboðs kostnaðaráætlun framkv upphæð Reykjavíkurborgar mismunur Réttarholts.skóli, íþrh. 1964 78.540.000.- 90.789.000.- + 12.249.000.- Langholtsskóli 1966 55.590.000.- 60.945.000.- + 5.355.000.- Armúlaskóli 1968 89.675.000.- 126.795.000.- +37.120.000.- Breiðholtsskóli 1969 276.054.000.- 276.403.000- +349.000.- Hjúkrunarheimili 1970 156.578.000.- 179.153.000.- +22.575.000.- Fellaskóli 1972 329.744.000.- 366.770.000.- +37.026.000.- samtals: 986.181.000.- 1.100.855.000.- -114.674.000.-11,6% Tafla 2. Samanburður á tilboðsupphæð Ármannsfells og næst lægsta tilboð m.v.v. 1.11.1974 næst lægsta mism. allt Ármannsfeil tilboð f millj. kr. Réttarholtssk. 78,5 90,8 + 12,2 Langholtsskóli 55,6 60,7 +5,1 Ármúlaskóli 89,7 100,4 + 10,7 Breiðholtsskóli 276,0 284,6 +8,6 Iljúkrunarheimili 156,6 157,1 +0,5 Fellaskóli 329,9 541.1 +212,0 986,2 1234,7 +249,1 25,2% Skýring: Tilboðsupphæðir og kostnaðaráætiun eru færðar til verðlags 1.10. I974 miðaðvið byggingarvísitölu á tilboðsdegi. Franihald a bls. 22 Vegna þeirra rakalausu full- yrðinga, sem hafðar eru eftir borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, Kristjáni Benedikts- syni, i opnu dagblaðsins TímanS í dag, 19.09.75, um vannefndir Byggingafélagsins Ármannsfells h.f. við byggingu Fellaskóla, vilj- um við taka fram: Hvað varðar fullyrðingu Kristjáns „þá er upplýst að Bygg- ingafélagið Ármannsfell hf. er á eftir með þær framkvæmdir, sem það er með fyrir borgina" þá veit borgarfulltrúinn, eða ætti a.m.k. að vita, að hér er ekki farið með rétt mál. Bf. Ármannsfell h.f. skilaði endanlega af sér heildarverkefni við Fellaskóla I byrjun ágúst sl„ mánuði áður en verkinu átti að vera lokið skv. samningi og um þrem mánuðum áður en því bar, skv. áorðnum töfum vegna verk- falla o.fl. Varðandi fullyrðingar um vanefndir fyrirtækisins 1973 hefur það mál áður verið skýrt í blöðum, en er í stuttu máli þannig: Samkv. samningi átti að skila efri hæð unglingaálmu 1.10.73 en vegna erfiðrar veðráttu veturinn 72/73 voru lögmætar tafir þannig að verkið framlengd- ist til 11. nóv. sama ár. Þar sem nauðsynlegt var að hefja kennslu i skólanum þegar í októberbyrjun var gripið til þess ráðs af hálfu borgarinnar að láta fyrirtækið innrétta kjallara hússins og var samningur þar um réttilega fyrir um 10 milljónir króna, þar af voru um 5 milljónir vegna um- Gunnar Hallgrímsson, sjómaður: Sex-manna nefndin... Reykjavík 19. sept. ’75. I Mbl. 19. þ. m. er viðtal við Björn Jónsson, forseta ASt, þar sem hann ræðst m.a. harkalega að þeim, sem hann kallar „svo- kallaða neytendafulltrúa“ í Sex-manna nefndinni. Þar sem ég hef starfað i Sex-manna nefnd- inni frá þvi ( des. ’74 sem varamaður fulltrúa Sjó- mannafélags Reykjavíkur og neytendafulltrúi”, get ég ekki lengur orða bundist yfir því blekkingamoldviðri sem forsetinn hefur þyrlað yfir landslýð að und- anförnu. Sex-manna nefndin vinnur eftir lögum nr. 101/1966, en i þeim eru skýrar og ákveðnar reglur um, hvernig og hvenær eigi að endur- skoða verð landbúnaðarvara. Nefndin á, samkv. lögunum, að vera skipuð þrem fulltr. neytenda og skal einn vera skipaður af ASÍ, annar af Landsamb. iðnaðar- manna og sá þriðji af Sjómanna- félagi Reykjavikur. Fram- leiðendur eiga svo sína þrjá fulltr., tvo frá Stéttasamb. bænda og einn frá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Nefndin er kölluð saman, þegar endurskoða á verð- lagninguna, samkv. lögunum, og eru þá lögð fram ítarleg gögn um þá liði, sem áhrif hafa á verðið, svo sem breytingar á búrekstrar- kostnaði, vinslu og dreifingar- kostnaði o.fl. Fulltrúar neytenda fara itarlega yfir öll þessi gögn og athuga hvort einhverjir kostn- aðarliðir séu ýktir eða ofreiknaðir og gæta þess síðan, að verð- lagningin fari hvergi ofar, en óhjákvæmilegt er, vegna ákvæða fyrrgreindra laga. Fullyrði ég, að hinir „svokölluðu neytendafull- trúar” leggja sig alla fram i þessu starfi' enda þurfa þeir að kaupa landbúnaðarvörur eins og annað fólk. Það ætti því að vera ljóst, að það eru lög frá Alþingi, sem valda hinum kerfisbundnu hækkunum, en ekki hópur sex þorpara, eins og Björn forseti vill læða inn hjá almenningi. Sex-manna nefndin er þess ekki umkomin að stöðva verðbólguna fremur en Björn. Björn hefur látið þannig undan- farið, að halda mætti, að síðustu verðhækkanir á landbúnaðarvör- um hafi komið honum algerlega á óvart og hefur hann hneykslast ákaflega á þessum ósóma. Þetta er ákaflega óheiðarlegur áróður af hálfu forseta ASÍ. Hann veit ósköp vel hvenær og hvernig verðlagningin fer fram og hann veit líka af verðbólgunni. Það er eins og Björn treysti þvf að almenningur sé svo illa upp- lýstur múgur að það sé óhætt að nota grófustu blekkingar sem áróður. Eins og áður sagði eru umrædd lög frá 1966. Við eigum þó nokkra menn á Alþingi sem róa eftir atkvæðum launþega og kalla sig verkalýðssinna. Einn þeirra er Björn Jónsson, sem hefur meira að segja verið ráð- herra. Hvernig getur þá staðið á Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.