Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÖVEMBER 1975 FH maröi FH vann Þrótt með 24 mörkum gegn 21 f 1. deildar keppni Is- landsmótsins f handknattleik í gærkvöldi. Staðan f hálfleik var 11—10 fyrir FH, en lengst af var Ieikur þessi mjög jafn og skiptust liðin á um að hafa forystu. Var það ekki fyrr en á lokamínútun- um sem FH-ingum tókst að tryggja sér sigurinn, og þá ekki sfzt vegna ágætrar frammistöðu Magnúsar Ólafssonar mark- varðar. Hann kom inná þegar 12 mfnútur voru til leiksloka, og staðan var 18—16 fyrir Þrótt. Varði Magnús hvað eftir annað mjög vel og FH-ingum tókst vel að nýta sóknir sfnar, þannig að markaskorunin á lokamfnútun- um var 8—2 fyrir FH. Nokkurs bráðlætis gætti einnig hjá Þrótturunum undir lokin, en lengst af höfðu þeir leikið nokkuð vel — betri handknattleik en FH- ingar, sem voru óvenjulega dauf- ir og mistækir f leiknum. Þróttur skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og hafði síðan yfir allt til þess að 7 mínútur voru til loka fyrri hálfleiks, að FH-ingum tókst að jafna 9—9. Til að byrja með höfðu FH-ingar síðan betur i seinni hálfleiknum, og náðu tvi- vegis tveggja marka forystu. En Þróttur náði síðan forystu og hafði yfir 18—16, sem fyrr grein- ir, þegar 12 mínútur voru til leiks- loka. Viðar Símonarson átti stjörnu- leik með FH-liðinu að þessu sinni — sinn langbezta leik í vetur. Var hann óstöðvandi fyrir Þróttarana og skoraði hvert markið öðru fallegra, og kórónaði afrek sitt með því að skora frá miðju á lokasekúndum leiksins. Bar Viðar höfuð og herðar yfir aðra leik- United fékk skell I GÆRKVÖLDI fóru fram nokkr- ir leikir í fjórðu umferð ensku deildarbikarkeppninnar f knatt- spyrnu og urðu úrslit þeirra þessi: Manchester City — Manchester United 4—0 Mansfield Town — Wolves 1—0 Tottenham — West Ham 0—0 Þá fór fram einn leikur f ensku 2. deildinni: Oxford — West Bromwich 0—1 menn í þessum leik og sannaði að enn er hann i allra fremstu röð íslenzkra handknattleiksmanna ef hann vill það við hafa. Sóknarleikur Þróttarliðsins var nokkuð góður f þessum Ieik, og kom það á óvart, þar sem Bjarni Jónsson meiddist þegar f leikbyrj- un og gat ekkert verið með eftir Viðar SÍmonarson — var óstöðv- andi og skoraði 11 mörk. það. Sífelld ógnun var í leik Þróttaranna og góðar sendingar inn á lfnuna. Vörn liðsins var hins vegar oft meira en Iítið mistök. Hið sama má segja um vörn FH- liðsins. Hún var fremur slök allan leikinn, svo og markvarzlan allt til þess að Magnús Ólafsson kom inná, en hann kom verulega á óvart í leiknum, og varði m.a. vítakast Friðriks Friðrikssonar á mjög mikilvægu augnabliki. Mörk FH f leiknum skoruðu: Viðar Sfmonarson 11, Geir Hallsteinsson 5, Þórarinn Ragnarsson 5, Örn Sigurðsson 1, Guðmundur Árni Stefánsson 1. Mörk Þróttar: Friðrik Friðriks- son 8, Konráð Jónsson 4, Jóhann Frfmannsson 3, Halldór Bragason Bnbbi með þrennn Jóhannes Eðvaldsson var hetja Celtic- líðsins í gærkvöldi, er liðið vann Ayr United f skozku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mt»ð 7 mörkum gegn 2. Bar Jóhannes höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum og skoraðí þrjú af mörkum Celtic-liðsins öll mjög glæsilega. Deans skoraði tvö mörk fyrir Celtic, Daglish eitt og Mcdonald eitt. Fyrir Ayr United skoraði Grahám úr vftaspyrnu og Doyle. Með þessum glæsilega sigri tekur Celtic aftur forystu fskozku úrvalsdeildinni. Þá léku Rangers og Dundee Utd. í skozku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og lauk þeim með sigri Rangers 4—1. Þrótt 3, Sveinlaugur Kristjánsson 2, Trausti Þorgrímsson 1. —stjl. Dynamo vann Sviss f gærkvöldi léku Sovétrlkin og Sviss I Evrópubikarkeppni landsliða I knattspyrnu. Leikurinn fór fram I Kiev, og var liS Sovétmanna ein- göngu skipaS leikmönnum frá Dina- mo Kiev — þeim hinum sömu og léku viS Akurnesinga I Evrópubikar- keppni meistaraliSa á dögunum. Leiknum lauk með sigri Dinamo- liðsins 4—1, eftir aS staSan hafSi veriS 2—1 I hálfleik. Þeir sem skoruSu fyrir Sovétmenn voru: Konkov. Onishchenko 2 og Veremeyev, en Riski skoraSi mark Sviss. ASeins einn leikur er eftir I riðlinum milli Tyrklands og Sovét- rlkjanna og er staðan þessi: Sovétrlkin 5 4 0 1 .10:5 8 frland 6 3 1 2 11:5 7 Tyrkland 5 1 2 2 4:10 4 Sviss 6 114 5:10 3 Valur burstaði Víking VALSMENN áttu sannkallaðan stórleik I gærkvöldi er þeir hrein- lega yfirspiluðu fslandsmeistara Vlkings og sigruðu 28—18 I 1. deildar keppni íslandsmótsins I handknattleik. Léku Valsmenn glfurlega sterka vörn með Ólaf Benediktsson markvörð sem bezta mann, og sóknarleikur ValsliSsins var einnig mjög fjöl- hæfur og skemmtilegur. Nánar verSur sagt frá leiknum I blaSinu á morgun, en mörk liðanna skor- uðu: Valur: Jón Karlsson 9, Jón Pétur Jónsson 5, Guðjón Magnússon 5, Stefán Gunnars- son 4, Steindór Gunnarsson 3, Jóhannes Stefánsson2. Mörk Vlkings: Páll Björgvinsson 8, Viggó Sigurðsson 4, Stefán Halldórsson 2, Skarphéðinn Óskarsson 2, Ólafur Jónsson 2. Árni Njálsson og Youri Ilytchev þjálfuðu Valsmenn f sameiningu á sínum tfma. Þrátt fyrir áhuga Valsmanna þá er ólfklegt að þeir verði með f ráðum við þjálfun Valsliðsins næsta sumar. írni Njálsson sagði nei takk við boði Vals Valsmenn buðu Arna Njáls- syni nýlega að taka að sér þjálf- un 1. deildarliðs félagsins f knattspyrnu á næsta ári. Árni afþakkaði gott boð m.a. á þeirri forsendu að hann hefði meiri áhuga á að starfa sumarlangt við Iþróttamiðstöðina á Laugar- vatni og við þjálfun liðs Sel- fyssinga f 2. deild. I viðtali við einn af stjórnarmönnum Vals f gær sagði hann að þeir hefðu haft mikinn áhuga á að fá Árna þar sem hann væri mjög góður þjálfari og auk þess væri fjár- hagslegur ávinningur af þvf að ráða innlendan þjálfara. Valsmenn hafa nú skrifað Sovétmönnum bréf og beðið knattspyrnusambandið þar að útvega þeim góðan þjálfara. Höfðu Valsmenn hug á að fá Youri Ilytchev, en hann mun ekki vera á lausu um þessar mundir. Er nær öruggt að hann getur ekki komið á næsta ári, en eftir tvö ár mun hann hins vegar eiga auðveldara með að koma hingað. Starfar Youri nú sem þjálfari 1. deildarliðs í Moskvu. Valsmenn hafa einnig boðið Joe Gilroy að koma aftur til félagsins, en lftill hugur fylgdi máli og þegar Gilroy sagðist þurfa talsvert langan umhugs- unarfrest leituðu Valsmenn strax á önnur mið. Þeir fengu svo bréf frá Gilroy I vikunni þar sem hann kvaðst fús til að koma til Valsmanna næsta sumar og vera með liðið f tvo mánuði. Valsmenn hafa þegar hafnað þvf boði, þar sem það hefði meiri fjárútlát f för með sér heldur en ávinning. —áij. Köge á mesta möguleika á danska meistaratitlinnm Baráttan harðnar enn I dönsku 1. deildar keppninni I knattspyrnu. Eftir leiki slðustu helgar eiga þrjú lið möguleika á meistaratitlinum, en aðeins ein umferð er eftir. Eru þetta Köge, Holbæk og Næstved. Hins vegar eru úrslit þegar ráðin á botnin- um I deildinni og verða það Slagelse og B 1909 sem falla I 2. deild en liðin sem sigruðu I 2. deild og færast upp i 1. deild eru Kastrup og OB. Um helgina sigraði Köge I leik slnum við Siagelse 2—0, en Holbæk gerði hins vegar jafntefli 0—0 I leik slnum við Vanlöse, og Næstved sigraði B 1901 á útivelli með 5 mörkum gegn engu. Fyrir slðustu umferðina hefur Köge hlotið 39 stig, Holbæk 39 stig og Næstved 38 stig. Meístarar fyrra árs. KB, eru svo I fjórða sæti með 35 stig, en um slðustu helgi sigraði KB I leik slnum við Esbjerg með 4—0. Fá ekki að vera með í Evrópuleikjunum ! Þeir félagar Guð- mundur Sveins- son . . . ÞEIR fyrrverandi Framarar Björgvin Björgvinsson — nú f Vfkingi — og Guðmundur Sveinsson — nú f FH — mega ekki leika með liðum sfnum f Evrópumótunum f handknattleik. Samkvæmt lögum Alþjóða Handknattleikssambandsins verða leikmenn, sem þátt taka f Evrópukeppni að hafa verið löglegir meðlimir f félögum sfnum að minnsta kosti í þrjá mánuði áður en Evrópumótin hefjast. Evrópu- mótin hefjast formlega 15. nóvember og hefðu þeir félagarnir þvf þurft að skipta um félag fyrir 15. ágúst sfðastliðinn. Þriðji maður- inn er í félagsskap með Björgvin og Guðmundi f máli þessu, FH-ingurinn Sigurður Aðalsteinsson, sem gekk f Fll úr Haukuin 17. ágúst. Það er ekki nóg með að þeir megi ekki leika með Vfkingi og FH f fyrstu umferðinni, þeir mega ekkert vera með f keppninni fari svo að fslenzku liðin komist áfram. Vfkingar eiga sem kunnugt er að leika gegn Gummersbach og fer fyrri leikur liðanna fram f Reykja- vfk 22. þessa mánaðar en ytra verður leikið 7. desember. FH-ingar leika gegn norska liðinu Oppsal og fer fyrri leikurinn fram f Osló næstkomandi sunnudag. Ekki hefur enn fyllilega verið gengið frá seinni leikdeginum, en stefnt er að þvf leikið verði f Laugardals- höllinni fyrsta eða annan sunnudag í desember: __gji . . . og Björgvin Björgvinsson fá ekki að vera með. DANMÖRK vann Holland með 24 mörkum gegn 14 f landsleik þjóð- anna f handknattleik sein fram fór f Kaupmannahöfn uin sfðustu helgi. Leikur þessi var liður f undankeppni Olvmpíuleikanna í handknattleik, en auk þessara tveggja þjóða leika Spánverjar f sama riðli. Danir náðu fljótlega góðri for- ystu í Ieiknum um helgina og var staðan í hálfleik 11—6, en í seinni hálfleiknum var hins vegar um mjög jafna baráttu að ræða lengst af, og þegar aðeins fimm mínútur voru til Ieiksloka var staðan 19—14 fyrir Dani. En á lokamín- útunum náði danska liðið að auka forskot sitt og skoraði fimni mörk gegn engu, enda virtist úthaldið þrotið hjá hollenzku leikmönnun- um. Beztu leikmenn dariska liðs- ins í leiknum voru þeir Thor Munkager, Ole Eliasen, Anders Dahl og Jesper Petersen, en mörk Dananna skiptust þannig milli leikmanna: Anders Dahl Nielsen 5, Jesper Petersen 4, Flemming Hansen 3, Lars Bock 3, Jörgen Frandsen 2, Thor Munkager 2, Ole Eliassén — einn bezti leik- maður danska landsliðsins. Ole Eliasen 2, Steffen Holst 2 og Thomas Pazyj 1. Mörk Hollendinga skoruðu: Harry Weermann 4, Paul Schuurkes 4, Marcél Willemsen 2, Hans Ardesch 1, Bert Bouwer 1, John van Meeteren 1 og Peter Muyres 1. Danir leika næst við Spánverja á útivelli 20. desember, síðan leika þeir við Hollendinga í Hol- landi f febrúar og siðasti leikur þeirra verður við Spánverja í Árósum 7. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.