Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 11 Vegur til verötryggingar m Gefinn hefur verið út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa rikissjóðs, G flokkur, að fjárhæð 300 milljónir króna. Skal fé þvi,sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, variö til varanlegrar vegageröar í landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru endur- greidd að 10 árum liðnum með verðbótum i hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf að endurnýja i 10 ár Á hverju ári verður dregið um 942 vmninga að fjárhæð 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla,skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. /2V W) SEÐLABANKI ISLANDS Nýkomið frá Ítalíu Skrifarastofa á miðöldum. Smámvnd frá 1456. Teg. 20 Litur: Svart Teg. 6 Litur: Svart Teg. 1118 Litur: Brúnt Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Kirkjustr. 8 v/Austurvöll Sími14181 Bókaspjall — fyrirlestur á Gutenbergsýningunni Næsti fyrirlesari á Guten- bergsýningunni að Kjarvals- stöðum verður Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður. Hann flytur i kvöld 20. nóvem- ber kl. 9 erindi það, sem hann kallar Bókaspjall. Verður þar rætt um bækur allt frá fornu fari á Islandi og rifjuð upp nokkur kunn og önnur e.t.v. miður kunn dæmi, er lýsa við- horfi Islendinga til bóka, jafnt skrifaðra sem prentaðra. Þegar prentlistin barst til landsins, var bókagerð þeim á engan hátt framandi, heldur einungis sú tækni, er nú skyldi við hana beitt. Finnbogi rekur þráðinn frá fyrri tíðar bókagerðarmönnum til Guðbrands Þorlákssonar og sýnir, hversu stórhugur bisk- ups, er hann réðst i útgáfu biblíunnar allrar á íslenzka tungu, var í ætt við bókagerð Jóns Hákonarsonar, er lét skrifa Vatnshyrnu og Flateyj- arbók og annarra hans líka. I bókaspjalli Finnboga verð- ur að lokum fjallað um nokkra þjóðkunna skrifara, er rituðu í kapp við prentlistina, Iitu á hana sem keppinaut fremur en ofjarl. En bóka verður ekki get- ið svo á íslandi að þáttur slikra manna sé ekki minnzt. Fjölmenni var á fyrirlestri Hafsteins Guðmundssonar prentmeistara á sunnudaginn, er hann ræddi um gömlu prent- verkin á íslandi. Gamla Guten- bergpressan vekur jafnan mikla athygli sýningargesta, enda þykir mönnum mikill fengur að þeim prentblöðum, öðru úr Gutenberg-bibliunni og hinu með íslenzkum myndum úr miðaldabók Olai Magnús, sem menn fá gefins úr hendi einkennisklædds pressumanns i sýningarsal. Mjög vönduð sýningarskrá fylgir sýningunni og er þar rak- inn, m.a. í myndum saga prent- listarinnar frá upphafi. Sýning- arskrá þessi er hinn mesti kjör- gripur. GÓÐIR VINNINGAR A GUTENBERGSÝNINGU Dregið var hjá borgarfógeta í gær í fyrsta sinn í gestahapp- drætti Gutenbergsýningarinn- ar. Upp komu númerin 1182, Islenzkir þjóðhættir, eftir Jón- as frá Hrafnagili og 1037,1 tún- inu heima, eftir Halldór Kiljan Laxness. Næst verður dregið í gestahappdrættinu á föstudags- morgun, úr aðgöngumiðum þriðjudags til fimmtudags. Að sýningunni lokinni verður dregið úr öllum seldum happ- drættirmiðum og er vinningur- inn þá : Þjóðsögur Jóns Árna- sonar (að verðmæti kr. 18. þús- und. I Gisti&Bjómssoni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.