Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 Norsku blöðin eiga tæpast négn sterk orð nm rnddaskap FH-inga SENNILEGA hefur íslenzkt hand- knattleikslið aldrei fengið jafn harða dóma og FH-ingar fengu í norsku blöðunum fyrir leik sinn við Oppsal á dögunum. Fyrirsagnir blaðanna ganga allar út á það að FH-ingar hafi fyrst og fremst verið ruddar, og i frásögnum blaðanna af leiknum eru dregin fram sterkustu lýsingarorð til þess að segja frá framkomu FH- inganna í leiknum. Meira að segja blöð sem yfirleitt gæta hófs í skrifum sínum eru full hneykslunar. Meðal þess, sem skrifað var i Aftenposten um leikinn, var eftir- farandi í lauslegri þýðingu: „Áhorfendur máttu biða i heilar 26 mínútur áður en islenzka villi- manninum með töluna 5 á bakinu var visað útaf. Fornafn herra Stefánssonar er Gils, en framan af héfdum við að það væri prentvilla í leikskránni og ætti að vera Nils, en þegar á leikinn leið hefði nafnið Ruddi (Gris) hæft betur. Og félagi hans (Ragnarsson) var lítið betri, en fékk þó að vera óáreittur inná þangað til fimm mínútur voru til leiksloka." Sama blað segir ennfremur: ,,Steinaldarmennskan i hand- knattleik FH-inga blómstraði í leikn um, og ef markverðirnir Finnboga- son og Ólafsson, landsliðsþjálfarinn Viðar Simonarson og Geir Hallsteins- son, sem hefur leikið með vestur- þýzka liðinu Frisch auf Göppingen, eru undanskildir þá var það harka og ólöglegheit sem sátu » fyrirrúmi hjá liðinu. Með fullri virðingu fyrir keppni i neðri deildum i norskum handknattleik — slikt líðst ekki einu sinni þar," í viðtali við sama blað segir fyrir liði norska liðsins, Kristen Grislingas: — Við áttum von á hörð- um leik, en ekki slíkri rudda- mennsku. íslendingarnir börðu allan tíma. Leikurinn á íslandi 7. desem- ber verður enn harðari, en sem betur fer verða danskir dómarar á honum. Við vorum of gjafmildir við FH- ingana i leiknum. Það hefði ekki verið ósanngjarnt þótt þeir hefðu skorað helmingi færri mörk. Að lok- um segir svo blaðið með viðeigandi upphrópunarmerkjum að orðið Fim- leikafélag „betyr det rett og slett Turnforening. í blaðinu V.G. segir Allan Gjerde að hann hafi ekki komizt i kynni við slikt og þvilikt áður og að dómararnir hafi verið alltof linir við FH-inga. Hann segir að Ragnarsson (Þórarinn) hafi t.d. lagt áherzlu á að berja and- stæðingana i andlitið. Sama blað segir að einkenni islenzka liðsins hafi verið þau að leikmennirnir hafi slegið og sparkað og hafi verið furðulegt hvað dómararnir, Reicher og Tetens, hafi sleppt þeim við tiltal. Dagblaðið hefur eftir Roger Hverven, að sérstaklega tveir leik- menn íslenzka liðsins, Gils Stefáns- son og Þórarinn Ragnarsson, hafi þarna verið komnir til þess eins að slást, og að slíkir menn sem þeir eigi ekki að koma nálægt iþróttum. Blað þetta segir einnig að „mottó" ís- lendinganna í leiknum hafi verið: Stöðvið andstæðinginn, hvað sem það kostar. Segja má að þau skrif norsku blað- anna sem hér er vitnað til séu í svipuðum dúr og voru eftir knatt- spyrnulandsleik íslands og Noregs í Bergen s.l. sumar, en þá var íslend ingum lýst sem ruddum. Knatt- spyrnumenn okkar sögðu hins vegar að norsku leikmennirnir hefðu verið eins og kerlingar, sem ekkert mátti koma við, án þess að þeir færu að gráta og góla, og víst er að eftir að hafa lesið þessi skrif norsku blað anna um FH-ingana, þá getur tæpast annað verið en að Norðmönnum þyki allur handknattleikur utan sinnar þjóðar tómur ruddaskapur. Þannig hefur það t.d. oftsinnis orðið islenzk- um liðum að falli i leikjum við erlend lið, að leikmenn okkar hafa ekki verið nógu harðir í horn að taka. 7. desember kemur Oppsal liðið hingað í heimsókn, og þá gefst islenzkum áhorfendum væntanlega tækifæri á að sjá með eigin augum hvort FH- ingar eru til muna ruddalegri en norska liðið, og norskum blöðum tækifæri til þess að skrifa enn meira um hina steinaldarmennskuna i islenzkum handknattleik, — já, eða eitthvað annað, vinni FH-ingar leik- inn, þvi varla verður hægt að viður- kenna tap fyrir liði sem leikur svo frumstæðan handknattleik — eða hvað? —stjl. Evrópuleikir VESTUR-ÞJÓÐVERJAR sigruðu Búlg aríu með einu marki gegn engu I landsleik þjóðanna i knattspyrnu i gær- kvöldi og þurfa nú aðeins jafntefli við Möltu til þess að komast I úrslit í Evrópubikarkeppni landsliða i knatt- spyrnu Leikurinn i gær fór fram á Neckar-leikvanginum i Stuttgart að við- stöddum 73 058 áhorfendum. eða miklu fleiri en þar komast fyrir með góðu móti Vestur-Þjóðverjar sóttu án afláts i leiknum i gær, en' vörn Búlgariu var föst fyrir og gaf ekki höggstað á' sér, utan einu sinni, á 65 minútu, að Josef Heynckes skoraði sigurmark Þjóðverja Staðan i 8 riðli eftir leikinn i gær- kvöldi er þessi Grikkland 6 2 3 1 12 — 9 7 V-Þýzkaland 5 2 3 0 6—4 7 Búlgaría 5 12 2 10—7 4 Malta 4 1 0 3 2—10 2 Júgóslavar tryggðu sér rétt til þátt- töku i úrslitum Evrópubikarkeppninnar i knattspyrnu með þvi að sígra Norður- Ira i landsleik sem fram fór i Júgóslav- íu i gærkvöldi Úrslit leiksins urðu 1—0 og var það Brano Oblak sem skoraði sigurmark Júgóslavanna á 20 minútu Áhorfendur voru 45 000 Lokastaðan í riðlinum varð þessi: Júgóslavía 6 5 0 1 12—4 12 Norður-lrland 6 3 0 3 8 — 5 6 Sviþjóð 6 3 0 3 8 — 9 6 Noregur 6 10 5 5—15 2 I gærkvöldi fór fram fyrri leikur finnska körfuknattleiksliðsins Playboys og spánska liðsins Estudiantes i ann- arri umferð Evrópubikarkeppni bikar- hafa i körfuknattleik Leikið var i Hel- sinki og sigruðu Spánverjarnir 90—80 eftir að staðan var 46 — 44 í hálfleik ElnkunnagjOHn Lið Víkings: Rósmundur Jónsson Sigurgeir Sigurðsson Magnús Guómundsson Jón Sigurðsson Skarphéðinn Óskarsson Ólafur Jónsson Sigfús Guðmundsson Páll Björgvinsson Erlendur Hermannsson Þorbergur Aðalsteinsson Viggó Sigurðsson Stefán Halldórsson Lið Grðttu: Guðmundur Ingimundarson Björn Magnússon Björn Pétursson Atli Þór Héðinsson Kristmundur Asmundsson Halldór Krist jánsson Árni Indriðason Grétar Vilmundarson Axel Friðriksson Gunnar Lúðvíksson Dómarar: Gunnlaugur Hjáimarsson og Valur Benediktsson Lið Vals: 1 Ólafur Benediktsson 3 2 Jón Breiðbjörð Ólafsson 1 2 Guðjón Magnússon 2 1 Steindór Gunnarsson 2 2 Jóhann Ingi Gunnarsson 2 1 Stefán Gunnarsson 3 1 Jón Karlsson 2 3 Bjarni Guðmundsson 1 1 Gunnar Björnsson 2 2 Jóhannes Stefánsson 3 2 Jón Pétur Jónsson 2 2 Þorbjörn Guðmundsson 2 Lið Fram: Guðjón Erlendsson 3 3 Andrés Bridde 2 1 Jón Árni Rúnarsson 2 3 Arni Sverrisson 1 3 Gústaf Björnsson 1 1 Sigurbergur Sigstcinsson 3 1 Pétur Jóhannesson 3 3 Arnar Guðlaugsson 3 1 Pálmi Pálmason 2 2 Hannes Leifsson 3 1 Kjartan Gfslason 1 Dómarar: Kristján Örn Ingibergsson 2 og Kjartan Steinbech 3 Tékkóslóvakia og Austur-Þýzkaland léku i gærkvöldi i undankeppni Ólympiuleikanna i knattspyrnu Leikur- inn fór fram i Prag og lauk honum með jafntefli 1 — 1 M: rk Tékka gerði Bicovsky á 90 mínútu en Weisse skoraði fyrir Þjóðverja á 82 minútu Guðjón Magnússon Valsmaður reynir að skjóta, en Arnar Guðlaugsson hefur verið fljótur fram og nær kraftinum úr skotinu. Hannes Leifs- son fylgist með og er greinilega skelfdur á svipinn. Góð vörn og markvarzla og úrslitin samkvæmt því Valur — Fram 13-12 ÞEIR sem hafa gaman af góðum varnarleik, og góðri markvörzlu í handknattleik fengu nokkuð við sitt hæfi í leik Vals og Fram i 1. deildar keppni íslandsmótsins i fyrrakvöld. Hinir sem meiri ánægju hafa af fjöl- breyttum og góðum sóknarleik fengu hins vegar minna við sitt hæfi — og þó. Fyrrnefndu atriðin voru það ofar- lega á baugi i leiknum, að lítið rúm gafst fyrir hið síðarnefnda. Varnir beggja liða voru hreinlega lokaðar á köflum og þau skot sem komust á annað borð að markinu vörðu mark verðirnir ólafur Benediktsson og Guðjón Erlendsson mjög vel. Þegar þeir kaflar komu i leikinn að varnirn- ar gáfu eftir þá hjálpaði klaufaskapur leikmanna upp á aðekki var skorað. Úrslit leiksins urðu samkvæmt þessu, 13 —12 fyrir Val, eftir að staðan hafði verið 9 — 8 i hálfleik, þannig að ekki voru skoruð nema samtals 8 mörk í seinni hálfleiknum. Allt frá upphafi til enda var leikur þessi svo jafn, að útséð var að það myndi aðeins vera spurning um heppni og óheppni hver gengi með sigur af hólmi Og það féll í hlut Valsmanna sem skoruðu sigurmark sitt skömmu fyrir leikslok og halda þeir því stöðu sinni á toppnum í 1 deildinni Einu sanngjörnu úrslit þessa leiks var jafntefli, en þrátt fyrir allt mega Fram- arar betur við úrslitin una en Vals- menn, einkum fyrir þá sök, að fyrir- fram áttu flestir von á nokkuð öruggum Valssigri og einnig það að Framliðið hefur ekki leikið betri leik það sem af er þessu keppnistímabili, — er greinilega að ná sér vel á strik, einkum í varnar- leik sínum sem var oft með miklum ágætum Að undanförnu hafa menn velt því fyrir sér hvort ástæðan fyrir því að svo jöfn barátta er nú í 1 deildar keppn- inni, sé sú, að handknattleikurinn hér- lendis hafi almennt versnað og fallið niður í meðalmennskuna Því verður ekki á móti mælt, að mikill sjónarsvipt- ir er að leikmönnunum fimm sem nú dvelja í Vestur-Þýzkalandi, en hitt er jafnvíst, að handknattleikurinn er tæp- ast verri nú en undanfarin ár — aðeins öðru vísi Stjörnurnar vantar, og verð- ur það til þess að leikmenn sem hingað til hafa verið lítt áberandi í liðum sínum verða að taka við þeirra hlut- verki Þeir hafa ekki lært rulluna til hlítar enn, en stefna þó flestir upp á við Það hefur örugglega líka sitt að segja hvernig framkvæmd mótsins er — hversu stutt er á milli leikja hjá liðunum Svo aftur sé vikið að leik Vals og Fram í fyriakvöld, þá var hann allan timann í járnum Framararnir voru mjög ákveðnir i vörn sinni, og tókst það sem að var stefnt, að stöðva hættulegustu skyttur og sóknarleik- menn Valsmanna i tima Helzt var það Gunnar Björnsson sem þeir réðu ekki við, en þannig virðist vera með Gunnar að annaðhvort skorar hann gullfalleg mörk eða gerir hinar mestu skyssur. í leik þessum skipti það þó sköpum fyrir Valsmenn að Gunnar skoraði þrjú mörk seint í fyrri hálfleiknum og sneri leiknum Val í vil, eftir að Fram hafði náð yfirhöndinni í seinni hálfleiknum gættu Framarar sín svo á þvi að koma nógu fljótt á móti Gunnari og tókst þannig að stöðva hann Hreyfingin á Framvörnmni var mjög góð í þessum leik, og áttu þar fyrst og fremst hlut að máli þeir Pétur Jóhann- esson sem komst mjög vel frá leiknum, Sigurbergur Sigsteinsson og Arnar Guðlaugsson. Sóknarleikur Fram var hins vegar einhæfari, en það er þó strax í áttina að Hannes Leifsson ógn- aði betur en hann hefur gert í fyrri leikjum sínum í haust. Valsvörnin var einnig mjög sterk og hreyfanleg í þessum leik og var Stefán Gunnarsson þar í aðalhlutverki, en at- hygli vekur einnig Jóhannes Stefáns- son Það er piltur sem greinilega kann að leika vörn og hefur betra auga fyrir varnarleik en flestir íslenzkir handknatt- leiksmenn Þá er það ekki lítill styrkur fyrir Valsliðið að hafa jafn öruggan markyörð að baki varnarinnar og Ólaf- ur Benediktsson er, en Ólafur er nú í miklu betra formi, sneggri og ákveðn- ari en hann var í fyr*-a. Er gott til þess að vita, þegar hugsað er til hinna mikilvægu landsleikja sem framundan eru. r I stuttu máli ÚRSLIT: VALUR — FRAM 13—12 (9—8) GANGUR LEIKSINS 18. 6:6 Hannes 20. 6:7 Arnar 23. Steindór 7:7 24. 7:8 Pétur 25. Gunnar 8:8 25. Gunnar Hálfieikur 9:8 32. Þorbjörn 10:8 35. Þorbjörn 11:8 38. 11:9 Pálmi 42. 11:10 Hannes 51. Jón P. 12:10 55. 12:11 Pálmi 57. 12:12 Pálmi 59. Jón K. 13:12 (v) MÖRK VALS: Gunnar Björnsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Jón Karlsson 2, Jón Pétur Jónsson 2, Þorbjörn Guómunds- son 2, Guójón Magnússon 1, Jóhannes Stefánsson 1. BROTTVlSANIR AF VELLI: Péfur Jó- hannesson, Fram, I 2 mín., Ólafur Benediktsson, Val, í 2 mín. MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: En«in —st jl. CRSLIT: VlKINGUR — GRÓTTA 17—15 (7-7) GANGUR LEIKSINS: Vfkingur Mín. Grótta 2. 0:1 Björn P. 4. Þorbergur 1:1 7. Magnús 2:1 7. 2:2 Atli 10. Páll 3:2 14. Viggó 4:2 17. Stefán 5:2 17. Ólafur 6:2 18. 6:3 Björn P. 19. 6:4 Axel 26. Páll 7:4 28. 7:5 Björn P. (V) 28. 7:6 Björn P. (V) 29. Hálfleikur 7:7 Magnús 33. Þorbergur 8:7 33. 8:8 Atli 35. Páll 9:8 36. Páll (v) 10:8 36. 10:9 Atli 39. Skarphéóinn 11:9 41. Viggó 12:9 42. 12:10 Björn P. (v) 43. 12:11 Björn P. 44. Viggó 13:11 46. Páll 14:11 47. Viggó 15:11 48. 15:12 Atli 50. 15:13 Atli 54. 15:14 Arni 54. 15:15 Atli 59. Páll (v) 16:15 60. Stefán 17:15 MÖRK VlKINGS: Páll Björgvinsson 6, Viggó Sigurósson 4, Stefán Halldórsson 2, Þorbergur Aóalsteinsson 2, Magnús Guó- VaJur Mln Fram mundsson 1, Ólafur Jónsson 1, Skarphéó- 2. 0:1 Arnar inn óskarsson 1. 3. Jóhannes 1:1 MÖRK GRÓTTU: Björn Pétursson 6, 5. 1:2 Pálmi (v) Atli Þór Héóinsson 6, Axel Frióriksson 1, 6. Jón K. 2:2 Magnús Sigurðsson 1, Árni Indrióason 1. 9. 2:3 Hannes BROTTVlSANIR AF VELLI: Sigurgeir 10. Jón P. 3:3 Sigurðsson, Vikingi, í 2 mín., Magnús 11. 3:4 Sigurbergur Sigurósson, Gróttu, 2 mín. 11. Guójón 4:4 MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Rósmund- 16. Steindór 5:4 ur Jónsson varði vftakast Björns Péturs- 16. 5:5 Arnar sonar á 43. min. 18. Gunnar 6:5 —stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.