Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 23 Tónleikar Ora- tóríukórs Dóm- kirkjunnar ORATÓRtUKÓR Dómkirkjunnar stendur fyrir tónleikum í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 14. desember n.k. kl. 10 sd. Auk kórsins koma fram Manuela Wiesler, sem leikur ein- leikssónötu fyrir flautu eftir C. Ph. Emanuel Bach, Sigurður Snorrason, sem ieikur þátt úr klarinettkonsert í a-dúr eftir Mozart, Gústaf Jóhannesson organleikari, sem leikur með söng kórsins og Ragnar Björnsson dómorganisti, sem leikur choral í a-moll eftir Cesar Franch. Tónleikunum lýkur á söng Óratóríukórsins, sem flytur sálmalög úr tveimur fyrstu þátt- um Jólaóratóríu J.S. Bachs ásamt tónverki fyrir kór og orgel eftir söngstjórann Ragnar Björnsson við texta Jóhanns Jónssonar, „Þeir hringdu hljómþungum klukkum“. Oratóriukórinn tekur nú upp þá nýbreytni að bjóða nemendum úr skólum Reykjavíkur á vissa tón- leika kórsins og að þessu sinni verður 100 nemendum úr Menntaskóla Reykjavíkur boðið á tónleikana. Aðgöngumiðar munu kosta kr. 300.— og verða til sölu við innganginn. Stefán Sigurkarlsson lyfsali á Akranesi FRÁ ÞVl er skýrt í Lögbirtinga- blaðinu að forseti Islands hafi að tillögu heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra veitt Stefáni Sigur- karlssyni lyfsöluleyfið á Akranesi frá 1. janúar 1976. Snorri P. Snorrason settur prófessor SNORRI P. Snorrason dósent hefur verið settur prófessor við læknadeild Háskóla Islands um eins árs skeið frá 15. september 1975 að telja, í stað Sigurðar Samúelssonar, prófessors, sem veitt hefur verið leyfi frá kennslustörfum umrætt tímabil. AOtiI.ÝSINGASÍMINN EH: 22480 JEANS ÞU ERT NÆSTUR Howard Murphet Sai Baba — maður kraftaverkanna Hér er sagt frá einum áhrifa- mesta kraftaverkamanni, sem fram hefur komið um aldaraðir. Kraftaverkum þessa undramanns er líkt við kraftaverk Krists og samfara þeim fer sú ást og umhyggja, sem Kristur hlýt- ur einnig að hafa búið yfir, og auk þess vitneskjan um Guð, sem opnar dyrnar að nýrri lífssýn. Bókin um Sai Baba er stórkostleg og hrif- andi. V . “ " - * Hér er bókin til skemmtunar og fróðleiks Ólafur Tryggvason Á jörðu hér ,,Hverjum þeim, sem við erf- iðleika á að stríða, munu bækur hans örugg hjálp. Það kann að vera að manni sem lífið leikur við, sé ekki nauðsynlegt að lesa þær, en færi svo að lífið hætti leik sínum, væri gott að vita, að þessar bækur eru til." Þetta hefur Kristján frá Djúpalæk að segja um bækur Ólafs. — Það er eins og hulinn kraftur og máttur læknandi orku þessa mikla mannvinar fylli hverja síðu þessarar bókar. Skuggsjá-Bókabúð Olivers Steins-Sími 50045

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.