Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 25 fclk í fréttum Alvörugefinn trúður -l- Útvarpið í Moskvu sneri sér til ungra hlustenda og bað þá að velja kátasta mann i landinu. — Yfirgnæfandi meirihluti valdi Júrí Nikúlfn trúð. Hann sigraði einnig f annarri vinsældakeppni. Hún var hald- in á vegum kvikmyndatfmarits sem bað lesendur sína að velja vinsælasta leikarann. Aftur varð það Júrf Nikúlfn. Og foks þegar rætt var á fjölmennri ráðstefnu um hina hæfileika- mestu harmræna leikara þá var nafn Nikúlfns meðal þeirra þriggja sem menn voru samdóma um að bestir væru á þessu sviði. Nikúlfn var átján ára þegar hann var kvaddur f herinn og hann var orðinn reyndur her- maður árið sem styrjöldin hófst. Hann barðist frá fyrsta degi til hins sfðasta og m.a. lengi í herkvfnni í Leningrad. — Okkur fannst hungrið skelfa skyndilega yfir, segir hann. — Maður fékk útdeildan sinn daglega skammt af brauði og hugsaði með sér: á maður að borða það allt f einu eða treina sér ánægjuna — skipta skammtinum í marga hluta? Eg skal játa það hreinskilnis- lega að ég át brauðið f einni svipan. Nú á dögum á maður meíra að segja erfitt með að Það voru börnin sem fyrst veittu trúðnum Nikúlín fulla viðurkenningu á sviði. fmynda sér hvernig við orkuðum að stunda skvldustörf okkar þennan þungbæra vetur 1941—1942. Draumurinn um að verða leikari fölnaði aldrei hjá Nikúlfn. Og vorið sem hann var levstur frá herþjónustu sótti hann um inngöngu í alla leik- listarskóla f Moskvu. En fékk ekki inngöngu f neinn þeirra. Hann varð örvæntingarfullur. Þá ráðlagði faðir hans honum að sækja um inngöngu f sirkus- skólann. Og þannig hóf Nikúlín nám sitt. En starfsferillinn hófst með óhöppum og mistökum. Hinn þekkti trúður Karandasj bauð unga mann- inum að taka þátt f atriði með sér og átti frumsýning á þvf að fara fram f sirkusnum f Moskvu. Atriði sem Karandasj tók þátt f vöktu afltaf athygli f Moskvu. Og það var troðfullt þetta kvöld. Nikúlfn kom fram, stóð nokkrar sekúndur á sviðinu ... snerist síðan á hæli og hljóp út: hann hafði ekki komið upp orði fyrir feimni. Og þetta voru ekki sfðustu mis- tökin. Hann hugsaði sér upp alls konar gervi, setti á sig rauða hárkollu, gleraugu, klæddi sig f grfðarstór stfgvél og lét á sig afar stórt nef, — en áhorfend- um stóð á sama. Nikúlfn æfði og æfði án afláts, valdi sér fyndnar skrýtlur og hugleiddi seint og snemma viturlega ráðleggingu Karandasj: „Aðalatriðið er HVERNIG þú kemur fram á sviðið og HVAÐ þú færir áhorfendum.“ Ari sfðar undirbjó Nikúlfn atriði með Mihkail Sjúfdnf (en hann er mótleikari hans enn f dag) og sýndi við upphaf leik- ársins. Áhorfendur tóku þessu atriði að vfsu án sérstakrar hrifningar, en heldur ekki með kuldalegu afskiptaleysi. Telja mátti að fsinn hefði loks verið brotinn. Það voru börnin sem fyrst veittu trúðnum Nikúlfn fulla viðurkenningu á sviði. Frá fornu fari er það hefðbundið f sirkus að nýjungar sem æfðar hafa verið eru fyrst sýndar börnum. Ef krakkarnir taka atriði vel, — þá þýðir það að BO BB& BO ÍGMurJD „Eg elska sirkusinn af því að þar hef ég færi á því að komast i samband við áhorfendur." það megi 'setja það á efnis- skrána. Krakkarnir sáu f þessum alvörugefna trúð dálftið klaufa- legan mann með döpur augu og fundu að hann þurfti, — já honum var bókstaflega lffs- nauðsyn á barnslegri aðstoð þeirraog samúð. Og þennan hæfileika til að vekja samúð, vekja hið góða f fólki hefur Nikúlfn einmitt borið með sér f kvikmyndaleik. En fyrsta frammistaða hans á þeim vettvangi var ekki hóti skárri en á sirkussviðinu forðum: Nikúlfn segir frá: — Kvikmyndastjórinn gaf sfna fyrirskipun: Vélina f gang! Hjartað f mér seig snögg lega. Fæturnir urðu eins og brauðfætur. Með miklum erfiðismunum hafði ég mig inn f leiktjöldin og varð algjörlega mállaus. Textinn — heilar fjórar setningar — var gjör- samlega afmáður úr huga mfnum. — Stopp, — skipaði kvik- myndastjórinn. Við endur- tökum. Aftur kom ég inn f leik- tjöldin og aftur skeði það: fyrstu orðin voru algerlega gleymd. — Lærðuð þér ekki textann yðar? — Jú, ég lærði hann, svaraði ég annars hugar. Eg lá yfir honum f þrjá daga. En eftir þetta hefur hann Ieikið meira en 25 hlutverk f kvikmyndum. Skilgreining Nikúlfns á til- gangi starfa sinna er þessi: — „Maður verður að leitast við að hvert hlutverk verði sam- félagslegur atburður. Að það verði ekki aðeins til að stytta mönnum stundir og kæta þá, — heldur geti gefið þeim eitthvað til að hugsa um og enn fremur verður maður að reyna að vinna þannig að persónusköp- un að hlutverkin hafi áhrif á Iff og hugsanagang fólks." (Stytt úr „Fréttum frá Sovét- rfkjunum") Styrkir vegna sérnáms á sviði þroskaheftra. Félagið Svölurnar hyggst á næstunni veita styrki vegna sérnáms er lýtur að málefnum þroskaheftra. Umsóknir greini aldur, menntun og fyrri störf, svo og hvar og hvaða nám á þessu sviði umsækjandi hefur í hyggju að stunda. Æskilegt er að fram komi hvort þegar hafi verið sótt um skólavist. Umsóknum sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir fimmtudaainn 19. febr. Merkt: „Styrkir — 4644." INNFLYTJANDI OSKAST Danskt umboðsfyrirtæki með einkaumboð í Skandinavíu fyrir hina þekktu Hess matarsjálf- sala, sem framleiddir eru í þýskri verksmiðju, sem var stofnsett árið 1886, óskar eftir um- boðsmanni til að kynna þessa sjálfsala á: tóLANDI Ef þér hafið áhuga á þessu umboði, þá skrifið til okkar. EBS AUTOMATER, Hovedgaden 1 2, DK-4490 Jerslev Sj , DANMARK. Ubby, HELZTU KOSTIR: ★ 800w mótor ★ Rykstillir — tryggir nngan sogkraft ★ Snúruvinda — dregur snúruna inn I hjólið á augabragdi ★ Sjáfflokandi — lætur vita þegar pokinn er fullur. ★ Sjálfvirkur rykhaus rykhaus — lagar sig að fletinum sem ryksuga á pokar — hreinlegt að skipta um þá Léttbyggð - Lipur - Stöðug Verð kr. 42.900. — (Gildir til 1. marz). Sértilboð Eignist slíka vél með aðeins 10.000 kr. útborgun og kr. 6.000 á mánuði í sex skipti. V. irumarkaðurinnhf.l túla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2 tvörudeild S-86-111, VefnaSarv.d. S-86-113 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.