Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 9 Stefán Bjarn-ason verkfr,: Verkfallsréttur inn, já eða nei? Bandalag háskólamanna og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja er þessa daga að auglýsa eftir áliti félagsmanna sinna á samningum um eða töku verk- fallsréttar til handa félögum sínum. Ég á vist heima í báðum þessum hópum og vil því gjarna segja skoðun mína í þessu efni. Svarið er stutt. Eg er á móti þvi að taka mér nokkurn rétt til eins eða annars. Enginn verður sæll af þvi að bíta i það brauð, sem fengið er með frekju og ágangi á tilveru- rétt náungans. Verkfallsréttur er hnefaréttur og á hvergi heima i lögum og viðskiptum manna, aðeins dýra. Kjara- bætur sem ekki fást við sann- gjarna samninga um skiptingu arðs af sameiginlegu striti is- lenzku þjóðarinnar eru ekki þess virði að vera teknar með krepptum hnefa, því illur fengur illa forgengur. 1 skýrslu Kjararannsókna- nefndar er að finna nýlega yfir- lit yfir vinnustöðvunardaga ASl síðastliðin 15 ár. Þar var árið 1970 hæst með 303.743 vinnustöðvunardaga. Hvað segir þetta? Jú, ef þessir vinnu- dagar hefðu verið unnir, þá hefðu þeir skapað verðmæti, sem hefðu stækkað þjóðarkök- una, sem til skipta kemur. Ef 10 menn geta byggt einbýlishús á þrem mánuðum, þá fara til þess 900 vinnudagar. Arið 1970 hefði þjóðin því getað eignast 330 einbýlishús í stað þess að eyða þessum vinnudögum í verkföll. Bretland og Island eru fræg- ustu verkfallslönd heims, en Svíþjóð og Vestur-Þýzkaland frægustu vinnufriðarlönd heims. Hvergi eru laun verka- manna hærri og kaupmáttur launa meiri en í Sviþjóð og Vestur-Þýzkalandi og hvergi lakari en i Bretlandi og á Is- landi að sögn manna, sem hafa rannsakað þetta mál. Þetta er fram sett í stórum dráttum og kann að eiga sér eðlilegar undantekningar. Verkalýðs- og launþega- forustan í landinu er sá ný-aðall í landi okkar, sem við hliðina á svonefndum uppmælinga-aðli iðnstétta ber hæst um þessar mundir. Ný-aðallinn situr við samningaborð um kaup og kjör nær allt árið, og að baki þeim svo fjölmennar samninga- nefndir, að sjálft Alþingi er bara lítill strákahópur, miðað við þessar samningahjarðir. Allir fá þeir kaup, svo það er eins gott að fundir séu langir. Annars yrði lítið upp úr þessu að hafa. Og nú vantar bara meiri verkfallsrétt, svo hægt sé að sauma að helv. vinnuveit- andanum, sem öllu stelur og kúgar okkur í bak og fyrir. Slíkur er öfuguggaháttur samn- ingaforustunnar, að þeir telja vinnuveitandann geta borgað hærra kaup fyrir minni afköst og fleiri verkfallsdaga í stað hærra kaups fyrir meiri afköst. Nei, piltar, ég er ekki með f þessum leik. Ég er á móti verk- fallsrétti allra stétta og tel að banna eigi verkföll með lögum og jafnvel í stjórnarskrá lýð- veldisins. Vafalaust er kökunni rang- lega skipt víða i okkar litla þjóðfélagi, og eru þá misvitrir stjórnmálamenn og leiðtogar og missterkir hagsmunahópar þar að verki. Hinn 10. janúar sl. var greint frá hæstu aflasölu is- lenzks togara i Þýzkalandi og söluverðmætið skiptist þannig: Krónur: Erlendur kostnaður 7.184.225 Sjóðafarganið 12.539.938 Kaup og aflahlutur 7.348.354 Afgangur útgerðar 628.728 Heildarsala 27.701.245 Sjóðakerfið er drýgst, enda einskonar framfærslusjóður þeirra, sem minna mega sín í stéttinni og skila minni afla- verðmætum. Sjóðakerfið er áratuga afrakstur samningaað- alsins, og nú dugar ekkert minna en verkföll sjómanna til þess að afnema það, sem náðst hafði með verkföllum að mis- vitrum ráðum aðalsins. Hvað skyldi svo þessi flókna sjóða- flækja kosta? Ekki veit ég, en það veit ég, að nú orðið þarf sérmenntaða sérfræðinga til þess að reikna út laun allra, skatta allra og verð á öllum hlutum, svo ekki er nema von að einhverjir púkar fitni i öllum afætubúskap þjóðarinn- ar. Úr framangreindri veiðiferð hlaut skipstjórinn kr. 648.885 í hlut, en hásetinn kr. 267.418. Ég hefi nú alltaf verið land- krabbi og ég viðurkenni vissu- lega erfitt og lífshættulegt starf sjómannsins fram yfir störf landkrabbans, en ég væri nú ánægður með hálfdrætti á við hásetann og kvartdrætti á við skipstjórann. Það er aðeins til- viljun að ég tók þetta dæmi um kökuna. Eins hefði mátt taka dæmi um iðnaðarmenn með sína uppmælingartaxta, sem i mörgum tilfellum eru hreint hneyksli. Eða þá Sigöldumenn. Eg man ekki betur en að þeir væru í eilífum skæruverkföll- um allt síðastliðið ár út af hvaða tittlingaskít sem var, en voru þó það tekjuháir, að sjó- mannastéttin tók þá til viðmið- unar um góð kjör í landi. En svona mætti láta dæluna ganga eins og læk í fjallshlið á vor- degi. Af svo miklu er að taka um bölvun verkfalla og heimsku þeirra, sem vaða uppi með þennan rétt i höndunum. Það á að fækka þeim, en ekki fjölga, þvi fyrr eða siðar keyra þeir þjóðfélag okkar í algert strand. Ef til þess kæmi er gott að vita af afdrepi á auðum Hornströndum eða í Jökulfjörð- um. Rvik, 12. janúar 1976, Stefán Bjarnason verkfr. Mosfellsprestakall: Sr. Sveinbjörn Bjarnason fékk flest atkvæði ATKVÆÐI í prestskosningunni f Mosfellsprestakalli voru talin í biskupsstofu fvrir hádegi f gær. Atkvæði féllu þannig, að sr. Sveinbjörn Bjarnason hlaut 311 atkvæði, sr. Bragi Benediktsson 268, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir 95 og sr. Kolbeinn Þorleifsson 15 atkvæði. Alls voru 944 á kjörskrá en at- kvæði greiddu 694. Kosningin er ólögmæt, þar sem enginn fram- bjóðenda fékk 50% greiddra at- kvæða. Auðir seðlar voru fimm. Sr. Kolbeinn Þorleifsson kærði kosninguna en þeirri kæru var hafnað af yfirkjörstjórn. SÍMIMER 24300 til sölu og sýnis 21. Við Njálsgötu Laus 3ja herb. risibúð i stein- húsi. Útborgun 2 milljónir, sem má skipta 4ra herb. íbúð um 1 00 fm efri hæð með sérinn- gangi í eldri borgarhlutanum. Þarfnast standsetningar. Útborg- un 4 milljónir. Húseignir af ýmsum stærðum svo sem ein- býlishús 2ja ibúða hús, 3ja ibúða hús og raðhús, fokheld og næstum fullgerð. Einnig 2ja—5 herb. ibúðir o.m.fl. \vja fasteignasalan Laugaveg 1 2 Simi 24300 utan skrifstofutíma 18546 Seljendur athugið Vegna mikillar eftirspurnar höfum við jafnan kaupendur að Tlestum stærðum og gerðum íbúða, raðhúsa og einbýlishúsa. Kvöld og helgarsími 42618. Sími 28440 Ný söluskrá í dag Fasteignasalan Bankastræti 6, Hús og eignir. Opið í dag 2—5. Sími28440. Hafnarstræti 1 1 Simar. 20424 — 14120 Heima: 85798 — 30008 Við Gaukshóla mjög góð 2ja herb. ibúð á 3. hæð. Við Þverbrekku litil snotur 2ja herb. ibúð á 3. hæð. í smiðum 4ra herb. ibúðir á 2. og 3. hæð (endaibúðir) ásamt stórum herb. og geymslum i kjallara og bil- skýlisrétti. Seljast fokheldar og önnur með miðstöð og einan- gruðum útveggjum. Skipti æski- leg á 2ja herb. ibúð. í Samtúni ca 100 fm sérhæð ásamt risi. Á hæðinni eru 2 góð svefnherb. og saml. stofur. í risi eru tvö góð herb. undir súð. Miklar og góðar geymslur. Æskileg skipti á góðri 3ja herb. ibúð miðsvæðis i Reykjavik. Einbýlishús til sölu 157 fm einbýlishús ásamt bílskúr í Garðabæ. í hús- inu eru m.a. 4 til 5 svefnherb. Verð 15.5 til 16 millj. Höfum kaupanda að góðu raðhúsi eða sérhæð. Möguleiki er á að tvær ibúðir ganga upp i kaupin þ.e.a.s. vönduð 4ra herb. ibúð á mjög góðum stað i bænum og góð 2ja herb. ibúð með einu herb. og aðgang að snyrtingu i kjallara. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JRercunbUbiti Tveir snjóbílar af Weasel gerð ásamt sleðum eru til sölu. Nánari upplýsingar í síma 92-1 480 og 92-1880. Blaðburðarfólk óskast__________ AUSTURBÆR: Óðinsgata, VESTURBÆR: Nesvegur 40—82 UPPL. í SÍMA 35408 Skíðadeild ÍR Ferðir á skíðaæfingar deildarinnar sem haldnar verða við skíðaskála deildarinnar í Hamragili, og síðar í Bláfjöllum, verða sem hér segir: Mýrarhúsaskóli B.S.I. Garðabær (Kaupf. Pappaverksm.) Kópavogur Pósth., Vörðufell Breiðholt: Straumn., Breiðh.kjör Bíll frá B.S.Í. ekur um Miklubraut veg. Þriðjud. ugard. Sunnud. Fimmtud. 12.50 9.50 17.50 13.00 10.00 & 1 3.30 18.50 12.40 9.40 17.40 12.50 9.50 17.50 13.00 10.00 18.00 stoppar við Shell og Réttarholts- Kennsla er bæði fyrir keppendur og almenning, en sérstök áherzla er lögð á þjálfun unglinga og hefur verið ráðinn norskur þjálfari í því skyni auk sjö íslenskra þjálfara. Nánari uppl. og innritun í síma 33242 og 84960. Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.