Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 Þóra J. Magnúsdótt- — Minningarorð ir Þann 7. febrúar lést í Land- spítalanum Þóra J. Magnúsdóttir, Otrateigi 3, Reykjavík. Var hún jarðsett 13. febrúar s.l. Þóra var fædd að Staðarhóli í Höfnum 9. ágúst 1910 og var því sextiu og fimm ára er hún lést. Foreldrar Þóru voru hjónin Magnús Pálsson hreppstjóri og Kristín Jósefs- dóttir ljósmóðir. Börn þeirra voru, auk Þöru, Guðrún móðir mín og Guðmundur sem lést 1939 rúmlegátvítugur að aldri. Þó að við vitum öll, að einhvern tima komi að því að við verðum að kveðja þetta líf og dauðinn taki við, held ég að við séum aldrei viðbúin að taka honum, þó erum við misjafnlega viðbúin, það fer nokkuð eftir styrkleika hvers og eins. Þann styrkleika hafði Þóra til að bera. Hún hélt sinni sálarró, þó hún vissi í hvaða átt stefndi, vissi að hún gekk með þann sjúk- döm, sem læknavísindunum hefur gengið erfiðiega að sigrast á. Hún reyndi að halda því leyndu fyrir sínum nánustu, að minnsta kosti þeim, sem hún hélt að erfiðast ættu með að taka því. Eg kom á Otrateiginn stuttu eftir nýár og beið Þóra þá eftir spítalaplássi. Þá mátti sjá að henni leið ekki vel en maður fékk samt kaffi og góðgerðir eins og alltaf þegar maður kom. Rædd voru mál, sem tilheyrðu liðandi stund, bæði þau er snertu fjöl- skylduna og einnig önnur mál. Dáðist ég að þeirri sálarró, sem mér fannst hún sýna, þó sjá mætti á andliti hennar, að henni leið ekki vel. Brá þó fyrir brosi ef svo bar undír, fannst mér það vera meira til að dylja hve illa henni leið, frekar en henni væri bros í hug. Þöra kvæntist eftirlifandi manni stnum Guðmundi Jónssyni varðstjóra árið 1934. Hófu þau búskap í Hafnarfirði og vann þá Guðmundur við vörubílaakstur. Fáum árum seinna gekk Guðmundur í raðír lögreglumanna Reykjavíkur og starfaði þar til fyrir einu eða tveimur árum, að hann var kominn á þann aldur sem opin- berir starfsmenn hætta störfum, en síðan hefur hann starfað sem þingvörður. Fyrst eftir að þau Þöra og Guðmundur fluttust til Reykjavikur, áttu þau heimili að Seljavegi 17. Síðar byggðu þau sér hús að Otrateigi 3. Það heimili ber þeim báðum fagurt vitni bæði fyrir þá hlýju sem allir áttu og eiga þar að mæta sem þangað koma og fyrir þá snyrtimennsku, sem þar er ríkjandi, bæði úti og inni og vakið hefur athygli ekki aðeins þeirra sem kunnugir eru á heimilinu, heldur einnig borgar- yfirvalda sem oft hafa veitt þeim viðurkenningu fyrir sinn snyrtilega og fallega garð. Þar eyddu þau mörgum frístundum og voru þar samhent eins og í öllu sem þau lögðu hendur að. Eftir mínu viti var hjónaband þeirra til fyrirmyndar byggt upp af gagn- kvæmri virðingu og hlýju hvors til annars. Þeim Þóru g Guðmundi varð fjögurra barna auðið, sem eru Kristín, gift Valsteini Guðjónssyni skipstjóra og eiga þau eina dóttur, Olafur Valdimar rafvirki, kvæntur Guðnýju Steingrímsdóttur og eiga þau þrjá syni og dóttur misstu þau unga, Guðmundur Magnús slökkviliðsmaður, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau tvo syni. Þorbjörg sem er nú í hjúkrunarnámi og reyndist móður sinni einstaklega vel í vetkindum hennar með sinni hlýju og traustvekjandi fram- komu, sem ég held að hafi styrkt alla fjölskylduna í þessum erfiðleikum. Einn son átti Þóra áður en hún giftist, Þórð Helga- son vélstjóra. Hann ólst upp hjá ömmu og frænda á Staðarhóli og átti þar heima þar til hann stofn- aði sitt eigið heimili. Hann er kvæntur Huldu Þórðardóttur og eiga þau fimm börn. Það er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu Þóru við fráfall hennar, þó sárastur harmur sé kveðinn að Guðmundi sem misst hefur tryggan og traustan lífs- förunaut og einnig að börnum og barnabörnum, sem sóttu margar ánægjustundir til mömmu og ömmu á Otrateigi. Þó að ég viti að heimilið að Otrateigi 3 verði enn um sinn miðdepill fjölskyldunn- ar, veit ég að þar hefur myndast það tóm við fráfall Þóru sem allir mun finna mikið fyrir. Ég kom oft á Otrateiginn. Þar fannst mér ég geta komið hvernig sem á stóð, af því að ég fann að þar var ég alltaf velkominn. Eg veit að svo mun verða áfram, þó Þóra sé horfin. Við hér heima tökum öll þátt í söknuði ykkar og vonum að Guð styðji ykkur og styrki um ókomna framtíð. Guðmundur Gemil. I dag felldu blómin min blöðin sín, — og húmið kom óvænt inn til mín. Eg hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Þessar ljóðlínur Tómasar upphaf kvæðisins Kveðja, komu upp í hug minn þegar ég frétti lát móðursystur minnar Þóru Magnúsdóttur. Fregn um lát kemur venjulega óvænt og of snemma, við væntum lengra sumars lengra lífs. Okkur sortnar fyrir augum það er sem sól byrgist sýnum, þegar þeir eru kallaðir á fund feðra vorra sem hafa verið oss kærir. Þóra var sem sólgeisli, hvar sem hún fór ljómaði af henni, hvað sem hún gerði voru hugur og hendur græðandi og bætandi á umhverfið. Ég þarf ekki að hafa um þetta hástemmd orð, verkin sýna merkin. Þau eru til og verða lengi, nægir þar að benda á heim- ilið sem hún ásamt manni sinum, Guðmundi Jónssyni fyrrverandi lögregluvarðstjóra, annaðist utan sem innan dyra af svo mikilli alúð og fágun, að engum gat dulist að þar færi saman smekkvísi, natni og ástúð til alls sem augað gleður( og lifir. Lóðin eða blómagarður fjöl- skyldunnar á Otrateig 3, er fjöl- mörgum Reykvikingum löngu kunnur fyrir fegurð og hirðu- semi. Það er mín trú og mín vissa að Þóra fann hamingju lífsins við hlið mannsins síns við að rækta garðinn sinn. Já og það i orðanna fyllstu merkingu, því að þó garð- urinn og blómin utan dy ra væru til fyrirmyndar voru blómin innan dyra ,,börnin“ ekki vanrækt. Þau hvort fyrir sig bera þess hugljúft vitni, að þar var lögð rækt við að ala upp menn og konur sem alls- staðar er sómi að. Heillaríkara starf getur vart nokkurt foreldri unnið. Þóra var mér og okkur systur- börnunum hennar kærleiksrík frænka, sem af rausn sinni var okkur ávallt veitandi, fyrst á bernskuárum okkar með því að senda á hverjum jólum einhvern glaðning, sem í þá daga var fátíð- ari en nú á seinni tímum. Síðan er ég fór að leita atvinnu út fyrir heimahagana fannst mér ómetan- legt að mega ávallt koma heim til þeirra Guðmundar og Þóru og finna sig svo velkominn að mér fannst, sem ég væri kominn heim. Þessu mun ég aldrei gleyma ásamt svo mörgu öðru sem ég á að þakka, eins og til dæmis hugul- seminni og ástúðinni sem börnin mín nutu og mættu ávallt hjá heimilisfólkinu á Otrateignum. Nú er það svo sem ávallt að missir hugljúfrar eiginkonu er mestur og bið ég Guð að gefa Guðmundi styrk og heilsu til að njóta hérvistar daganna í návist elskuríkra barna. Um ætt og uppruna Þóru hefi ég verið hljóður, v.eit að þess verð- ur af öðrum minnst. Ég vissi að Þóra var mikill aðdá- andi Tómasar Guðmundssonar (skálds Reykjavíkur) og þykir mér því viðeigandi að grípa enn til orða hans. Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þeim hvort angur, sem til þín starir. Blessuð sé minning Þóru Magn- úsdóttur. Magnús Þórðarson. Minninq: Ölver Guðmunds- son útgerðarmaður Þann 11. þ.m. lést á sjúkra- húsinu í Neskaupstað Ölver Sigurður Guðmundsson útgerðar- maður. Hann var fæddur 6. apríl 1900 í Sandvík í Norðfjarðar- hreppi S-Múl. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon bóndi á Imastöðum í Vaðlavík og kona hans Solveig Benjamíns- dóttir. Hann gerðist útgerðar- maður á Norðfirði 1921 og rak fyrst útgerð á ára- og trillubátum, en árið 1925 lét hann smíða i Noregi vélbátinn Freystein fagra, sem þá bar einkennisbók- stafina SU 444, 8 smálestir að stærð. Það var myndarlegt átak og heppnaðist sá bátur vel og varð til þess að Ölver gaf sig að vél- bátaútgerð af miklum áhuga alla ævi síðan. 1936 eignaðist hann v/b Þráin NK 70, 22 smálestir að stærð, sem byggður var í Dan- mörku úr eik, vandaður bátur og 1948 keypti hann enn á ný vélbát 59 smálestir, sem bar einnig nafnið Þráinn og einkennisbók- stafina NK 70. Aður hafði hann þó gerst meðeigandi í v/b Magnúsi NK 84, 77 smálestir, og rak þann bát í félagi við aðra um nokkur ár. Arið 1964 lét hann svo splíða i Noregi v/s Magnús NK 72 U74 smálestir að stærð. Auk þeirra báta sem hér voru taldír átti Ölver v/b Jón Guðmundísön 25 smál. (1947) og v/b Laxinn NK 71 (1965) 9 smál. og rak þá um nokkur ár. Fiskverkun var einn þáttur í beinum tengslum við bátaútveg- inn og í þeirri grein var þáttur Ölvers mjög athyglisverður.. Hanr, byggir myndarleg fiskverkunar- hús og þar á meðal fisk- þurrkunarhús. Verkaði hann fisk sinn að mestu leyti sjálfur og þurrkaði jafnvel fyrst fyrir aðra. Það hlaut og að verða að Ölver Guðmundsson tæki mikinn þátt í félagsmálum sinnar stéttar. Hann var einn af stofnenduin Sam- vinnufélags útgerðarmanna í Nes- kaupstað og í stjórn þess um skeið. Hann var formaður Út- gerðarmannafélags Norðfjarðar um margra ára bil. Fulltrúi var hann á aðalfundum S.I.F. Ölver Guðmundsson átti sæti á Fiskiþingi 1949 til 1951 og átti þar sæti í sjávarútvegsnefnd. Ölver kvæntist 2. des. 1926 Matthildi Guðrúnu Jóhönnu, f. 16 sept. 1904 dóttur Jóns Jakobs- sonar útvegsmanns í Mjóafirði. Hún er alsystir Þórarins Jóns- sonar tónskálds. Börn þeirra Ölvers og Matthild- ar eru: 1. Sólveig, fædd 11/1 1927 gift Bjarna Jónssyni, búsett i U.S.A., 2. Margrét, fædd 14/2 1929 búsett í Kefiavík; 3. Jón skipstjóri, fæddur 20/4 1930, kvæntur Unni Sigfinnsdóttur, búsettur í Neskaupstað; 4. Guðmundur, fæddur 7/7 1931 búsettur 1 Neskaupstað; 5. Olga, fædd 3/10 1933, gift Jim La Marche, búsett í U.S.A.; 6. Þráinn, fæddur 3/3 i935, kvæntur Kristrúnu Kristinsdóttur, búsettur í Reykjavík; 7. Magnús, fæddur 29/7 1937 kvæntur Margréti Jóns- dóttur, búsettur i Hafnarfirði; 8. Þóra fædd 3/8 1939, gift Olafi Thorarensen, búsett á Seltjarnar- nesi; 9. Lovísa, fædd 13/9 1940 gift Garðari Halldórssyni. búsett í Rvk. 10. Þórarinn, fæddur 28/10 1941 kvæntur Jónu Sigríði Gunnarsdóttur, búsettur í Neskaupstað; 11. Sigurður, fæddur 13/2 1943, búsettur í Neskaupstað. Ölver Guðmundsson var mætur maður og með þessum kveðju- orðum eru mér efst í huga þakkir fyrir samstarfið við hann. Konu hans og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur. Nfels Ingvarsson Kristinn S. Sigurðsson rakarameistari — Minning F. 20. maí 1914. D.9. feb. 1976. Frændi minn Kristinn S. Sigurðsson er látinn. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, en bar veikindi sín með þeirri sömu ró er einkenndi lif hans allt, þess vegna var samferðafólki hans ekki alltaf ljóst, að hann gekk ekki heill heilsu. Fjölskylda Kidda bjó lengst af i vesturbænum, þó höguðu atvik t Eiginkona min t Útför, RAGNHEIÐUR KONRÁÐSDÓTTIR. JÓNASAR GUDMUNDSSONAR, hjúkrunarkona. Kirkjustræti 2, lézt i Borgarspitalanum 20 þ m fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24 febrúar kl. 4. Fyrir hönd vandamanna Skúli Matthíasson. Aðstandendur. t Jarðarför, Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma. INGVARS G. KOLBEINSSONAR, GUÐLAUG BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, verkstjóra. Heiðargerði 43, Gnoðarvogi 18, Reykjavlk, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 1 3:30. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 23 febrúar kl 3 Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Kristniboðið I Konsó, e.h skrifstofa Amtmannsstíg 2B Benjamln Jónsson, Kolbeinn ívarsson. Steinar Benjamlnsson, Lilja Hjörleifsdóttir. Þóra Kolbeinsdóttir, ívar Kolbeinsson, Sigurður Benjamlnsson. Steinunn Marinósdóttir, Jóhanna Kolbeinsdóttir, Ingi Ólafsson, Elsa Benjamínsdóttir, Ólafur Gunnarsson Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Sigursteinn Hersveinsson, og barnaböm. Ingibjörg Júllusdóttir, Samúel Ólafsson. því svo, að hann stundaði rakara- iðn sína alla tíð i austurbænum. Það kom þvi af sjálfu sér, að frændurnir ungu á Hverfisgötu fóru á stofuna til Kidda. Eftir að Kiddi og Siggi fluttu rakarastofu sína á Hverfisgötu jukust gömul kynni okkar ár frá ári, aldursmunur okkar minnkaði Við ræddum ekki alltaf um gamla góða K.R. er við að afloknu starfi, hvor á sínu sviði, fengum okkur ökuferð vestur með höfn út í Örfirisey, eða vestur á Kapla- skjólsveg, þar sem Esther og Kiddi höfðu búið sér snoturt heimili. Ég þekkti því hug þessa hljóð- láta og nægjusama frænda míns ætla mætti að hann hafi haft hæst er hann fylgdi sínu gamla félagi K.R. á völlinn. Af slíkum mönnum mættum við eiga fleiri. Af slíkum mönnum skyldum við læra. Er ég sagði einum frænda okk- ar andlát Kidda, sagði hann „Eg syrgi ei þá látnu; þeir hafa það miklu betra en við.“ Með þeirri sannfæringu kveð ég Kidda, ferð- in sem við töluðum um að fara, er ég heimsótti hann siðast, verður ekki farin, þar sem hann hefur tekist aðra ferð á hendur. Um leið og við þökkum vináttu og kynni af góðum dreng sendum við Esther og systrum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ásgeir Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.