Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Sjómanna- samningar Sjómannadeilan er nú aö mestu leyst. Sjó- mannafélög, sem felldu ný- gerða kjarasamninga hafa nær öll tekið ákvörðun um að fresta verkfalli og þar með hefur nær allur fiski- skipafloti landsmanna haf- ið veiðar á ný. Þetta eru mikilsverð tíðindi. Rúm- lega hálfsmánaðar verkfall á fiskiskipaflotanum hefur valdið því, að líklega höfum við tapaö um það bil 1,3 milljöröum króna á loðn- unni einni saman. Við ís- lendingar höfum engin efni á slíkri stöðvun á miðri loðnuvertíð. Vonandi verður þessi reynsla þó til þess, að til slíkrar stöðvun- ar kemur ekki á ný á svo viðkvæmum tíma, enda tapa sjómenn ekki síður miklum fjármunum á því en aðrir. Sjómannadeila þessi hef- ur leitt í ljós mjög mikinn veikleika í uppbyggingu sjómannasamtakanna. Menn standa agndofa frammi fyrir því, hversu fáir sjómenn hafa tekið þátt í að afgreióa kjara- samningana á félagsfund- um, sem um þá hafa fjall- að. Ljóst er, að óformleg samtök sjómanna hafa starfað utan við hin skipu- lögðu sjómannasamtök. Jafnframt hefur það komið í ljós í sambandi við af- greiðslu kjarasamninga nú og kom raunar einnig fram, þegar fiskiskipaflot- inn sigldi í höfn í nóvem- bermánuði, að starfandi sjómenn fá alltof litlar upplýsingar um þau mál- efni, sem snerta kjör þeirra beint, svo sem um útgerðarkostnað, verðlag á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum og markaðsmál almennt. Stundum er talað um, að verkalýðssamtökin séu of sterk og þess vegna sé ekki nægilegt jafnræði á vinnu- markaðnum. Svo virðist sem sjómannasamtökin séu of veik og að það geti háð verulega eðlilegum samskiptum sjómanna og útgerðarmanna við samn- ingagerð um kaup og kjör. Þess vegna er ástæöa til að hvetja til þess, aó sjómenn sjálfir taki málefni sín til athugunar í ljósi fenginnar reynslu, meó það sérstak- lega í huga að auka upplýs- ingastreymi um hagsmuna- mál sjómanna og sjávarút- vegsins almennt til starf- andi sjómanna á fiskiskipa- flotanum og styrkja sam- tök þeirra í landi. í minningu Ásgríms Idag eru 100 ár liðin frá fæðingu Ásgríms Jónssonar, eins mesta listmálara, sem ísland hefur alið og brautryðj- anda í myndlist á Is- landi. 1 grein sem mynd- listargagnrýnandi Morgun- blaðsins, Bragi Ásgeirsson, ritar í Morgunblaóið i dag um Ásgrím Jónsson segir hann m.a.: „Ásgrímur telst ekki fyrsti íslenzki mynd- listarmaðurinn, en um margt telst hann forgöngu- maður á sviði málaralistar og ekki þarf langt aó leita að tiltækum heimildum til að sannfærast um, aö af „hinum þremur stóru“ frumkvöðlum framsæk- innar íslenzkrar nútíma- listar á enginn fremur skilið að teljast brautryðj- andi en Ásgrímur. Hann er ekki einungis elztur þeirra, heldur fór hann fyrstur utan til listnáms haustið 1897, og efndi einnig fyrst- ur til sýningar á eigin verk- um haustið 1903.“ Ragnar Jónsson í Smára segir í stuttri grein um Ás- grím Jónsson í Morgun- blaðinu í dag: „Brautryðj- andinn í íslenzkri myndlist og einn af frjóustu snill- ingum okkar fyrr og síðar, Ásgrímur Jónsson, listmál- ari, var hreinlyndur maður og drenglundaður, hroð- virkni og óráðvendni óþekktur veikleiki í brjósti hans. Hann var hreinn og beinn og óskiptur hvar sem hann tók til höndum.“ Um leið og þess er minnst, að 100 ár eru liðin frá fæð- ingu Ásgríms Jónssonar kemur í hug sú kona, sem öörum fremur hefur stuðl- að að því, að landsmenn hans hafa haft tækifæri til að njóta listar hans, en þaó er frú Bjarnveig Bjarna- dóttir, sem annazt hefur starfrækslu Ásgrímssafns með miklum sóma og bjargað mörgum verkum Ásgríms frá því að týnast og skemmast. Um þetta starf segir Ragnar Jónsson í Morgunblaðinu í dag: „Frú Bjarnveig átti þá eiginleika í ríkum mæli, sem Ásgrímur mat hæst, reglusemi og trúmennsku ásamt skilningi á listsköp- un hans og lífsbaráttu. Ef Ásgrímur Jónsson væri í dag á meðal okkar hefði hann sjálfur gert lýðum ljóst það hnitmiðaða og fórnfúsa starf er Bjarnveig Bjarnadóttir vann fyrir list hans síðustu áratugi og varla er ofmælt, að hún hafi fært lífsstarf hans nær okkur um hálfa öld.“ Á þessum tímamótum hefur verið ákveðið að efna til sýningar á verkum Ás- gríms Jónssonar að Kjar- valsstöóum. Er það mjög við hæfi. Á þeirri sýningu munu vera til sýnis mörg verk, sem ekki hafa áður komið fyrir almennings- sjónir. Ásgrímssýning á Kjarvalsstöðum mun verða vel sótt og vekja verðskuld- aða athygli. Hún gerir ekki sízt hinum yngri kynslóð- um þessa lands kleift að kynnast af eigin raun list Ásgríms Jónssonar. Búnaðarþing vill fækka grágæsinni Vitni vantar Á FUNDI Búnaðarþings á þriðju- dag var lagt fram eitt nýtt mál, fjallar það um skipulagningu bú- vöruframleiðslunnar. Þá voru tvö mál til síðari um- ræðu. Annað var erindi Búnaðar- sambands Dalamanna um afurða- tjónstryggingu búfjár og sam- ræmingu á tryggingum land- búnaðarins og leiðbeiningar um þær. I ályktun Búnaðarþings er lögð áherzla á auknar upplýsingar um tryggingar og að bændum sé leið- beint á því sviði. Þá er skorað á tryggingafélögin, sem annast tryggingar í sveitum, að fylgjast með því að skyldutrygging úti- húsa sé ekki vanrækt. Síðara málið sem afgreitt var frá Búnaðarþingi var um það tjón sem grágæsin veldur á ræktunar- löndum bænda. Málið var afgreitt með svohljóðandi ályktun: Vestmannaeyingar ganga inn í skuttog- arakaup í Póllandi KFTIK þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun nú nokkurn veginn fullvíst, að Vestmanneyingar gangi inn i kaup á skuttogara, sem er í byggingu fvrir Barð- ann h.f. i Kópavogi í Póllandi. Togari þessi, sem er um 50« iestir að stærð, á að afhendast síðari hluta þessa árs. Barðinn h.f. mun hafa hætt vio þessi kaup og kaupendur í stað þess fyrirtækis verða Fiskíðjan, Vinnslustöðin og ls- félagið hf. í Vestmannaeyjum. Búnaðarþing beinir þeim til- mælum til stjórnar Búnaðarfélags Islands, að hún beiti sér fyrir eftirfarandi: 1. Að lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun frá 1966 verði breytt þannig, að grágæs verði einungis friðuð í maí og júni fyrir skot- vopnum. 2. Rannsakað verði, með hvaða hætti er auðveldast að fækka grá- gæsinni. 3. Hafnar verði tilraunir á eldi grágæsa, sem veiddar eru lifandi,- meðan þær eru í sárum. 4. Kynnt verði rækilega fyrir búnaðarsamböndum ákvæði nú- gildandi laga frá 1966 um undan- þágu á friðun grágæsa. Jafnframt verði brýnt fyrir samböndunum að skipuleggja varnaraðgerðir gegn ágangi gæsanna. Nefndin hafði samband við dr. Finn Guðmundsson, og taldi hann ekkert við það að athuga að fella niður friðun á grágæs, þar sém gæsinni hefði fjölgað mjög mikið áundanförnum árum. Búnaðarþing 1970 beindi því til Búnaðarfélags Islands að láta hefja rannsóknir, meðal annars á möguleikum á nytjum af grágæs- inni, en lítið mun hafa orðið af framkvæmdum. Kngin fyrirstaða hefur verið á þvi á undanförnum árum að fá undanþágu frá friðunarákvæð- um, hvað varðar grágæsastofninn, jafnvel hefur nægt, að viðkom- andi sveitarstjórn hafi sótt um undanþágu fyrir alla sveitina. Virðist því einboðið, að meðan núgildandi friðunarákvæði eru i gildi, verði það brýnt fyrir þeim aðilum, er verða fyrir búsifjum af völdum gæsastofnsins, að sækja um undanþágu frá friðunar- ákvæðum. ★ Þrjú mál voru til fyrri umræðu: Erindi Friðberts Péturssonar um vegamál, erindi Hjartar E. Þór- arinssonar um leiðbeiningar I gæsa- og andarækt og að síðustu erindi þeirra Agnars Guðnasonar og Sigurðar J. Líndals um for- fallaþjónustu í sveitum. Eftir nokkrar umræður um þessi mál var þeim visað til síðari umræðu. Næsti fundur Búnaðarþings verður í dag kl. 9.30. Guatemala-söfn- uninni lokið G UATEMALA-söfnun Rauða kross Islands er nú lokið og hafa þegar verið sendar rúmar 2 millj. kr. til hjálarstarfsins þar. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar hjá Rauða krossi Islands hafa þæoa, fréttir borizt frá Guatemala, aí^ fyrsta hjálparstarfi Rauða kross- ins sé að ljúka og rikisstjórnin sé að taka við. A ÁKINU 1975 slösuðust mun færri börn í umferðinni í Kevkja- vlk en árið 1974. 1 frétt frá um- ferðarráði kemur fram að 1974 voru 100 börn flutt á slysadeild en 58 börn árið 1975. Af þessum 58 börnum reyndust 38 vera slösuð, þar af 18 með meiri háttar meiðsli en 17 börn hlutu minni háttar meiðsli. Á árinu 1974 voru hins vegar 62 börn slösuð þar af 41 með meiri háttar meiðsli. Ástæðurnar fyrir þessari ágætu þróun eru eflaust margar en greinilegt er að skilningur for- eíara og barna á hættum umferð- arinnar hefur aukizt til muna. Þar á umferðarskóiinn Ungir veg- farendur vafalaust drjúgan þátt í SLYSARANNSÓKNARDKILD lögreglunnar hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum árekstrum. Síminn er 10200. 23.2. 1976 kl. 17:00. Ökumaður R-43093, fólksbif- reiðar, Peugeout 504, ók norður Rauðarárstig, á móts við Búnaðar- bankann ók rauð Taunusbifr., árg. 68 eða 69, af stæðinu og lenti á hægri hlið, hægri hurðar neðar- lega. Ekki vitað um skrásetningar númer viðkomandi bifreiðar. 23.2. 1976 Ekið á kyrrstæða bifreið, R- 43329, Cortina fólksb., árg. 1967, rauða að lit, þar sem hún stóð á móts við hús nr. 56A við Framnes- veg. Skemmdir: Vinstra framaur- bretti dældað og framljósker skemmt. 1.3. 1976 Ekið á kyrrstæða bifreið, R- 12073, Ford Cortina fólksb., árg. en skólinn hefur nú starfað í 6 ár. Umferðarskólinn Ungir vegfar- endur er bréfaskóli og fá börnin sem í honum eru send verkefni til úrlausnar. Verkefnin eiga börnin að vinna með aðstoð foreldranna. Umferðarskólinn er nú að hefja sitt 7. starfsár og eru sendingar þegar farnar að berast börnunum. Aðíld að umferðarskólanum eiga 50 sveitarfélög en fjöldi barna er um 18.000. Börnin eru á aldrinum þriggja til sjö ára. Send- ingar frá skólanum eru rúmlega 100.000 talsins. Kostnaður við skólann er áætlaður á þessu ári 5.3 miiljónir króna, þar af greiða sveitarfélögin 4.5 milljónir en Umferðarráð 800 þúsund. 1966, hvíta, einlita, þar sem hún stóð gegnt húsi nr. 19 við Meðal- holt á tímabilinu kl. 12:30—16:30 þann dag. Skemmdir: Vinstra framaurbretti dældað og luktar- rammi einnig. Svartur litur í sári, eftir hjólbarða eða höggvara. FIMMTUDAGINN 12. febrúar varð árekstur í Elliðavogi vestan við gatnamót Kleppsmýrarvegar. Þar rákust saman bifreiðarnar R- 44546 og jeppabifreið úr Kópa- vogi. Reykjavíkurbifreiðin var af Austin mini-gerð. Á eftir R- bílnum ók Range Rover bifreið og kona stjórnaði henni. Hún fór út og hjálpaði bifreiðarstjóra mini- bílsins, sem einnig var kona, til að ýta henni af stað, en mikill snjór var þegar þetta gerðist. Vill slysa- rannsóknardeild lögreglunnar ná tali af þessari konu. Munch málverki stolið í Stokkhólmi Stokkhólmi — 2. marz — NTB. MÁLVERKI eftir Edward Munch var stolið úr Moderna museet i Stokkhólmi i dag. Myndin er af danska rithöf- undinum Helge Rode. Ilún er um 2 metrar á hæð, 1 metri á breidd, og hefur verið skorin úr rammanum. Ljóst er að veruleg spjöll hafa orðið á málverkinu þar sem 2—4 sentimetra ra*ma hefur orðið eftir í rammanum. Málverkið er metið á 60 milljónir íslenzkra króna. Slysum á börnum hefur fækkað í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.