Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGUST 1976 15 Sjöfn Árnadóttir, Sigrún Olafsdóttir og Unnur Kristjánsdóttir. Húsmæður og starfskonur á skattstofunni. Þær voru hver annarri ánægðari með að búa á Hellu. Eygló Guðmundsdóttir, vinnur f Tjaldborg h.f. „Ég hef átt heima f Reykjavík, en ég vildi miklu heldur búa hér á Hellu.“ er t.d. eina rennilásaverksmiðj- an á landinu og sú mun verða að hafa sig alla við í framleiðsl- unni. Á Hellu er lfka eina bakariið í gjörvallri Rangár- vallasýslu, og auk þess að selja brauð og kökur, verzlar það með lampa og styttur og alls kyns glingur, „svona til að bæta bisnissinn" eins og bakarinn, Garðar Björnsson, sagði. „Ég ætlaði nú bara að vera hér í eitt ár, en kann það vel við mig hérna að ég hef verið i 15 ár.“ „Hingað kom ég frá Reykja- vík, annars er ég Húnvetningur að uppruna, en að baka lærði ég á Akureyri. Svo var ég lengi á vellinum í Keflavík, en þetta æxlaðist nú svona til að ég lenti hér. Hér líður öllum svo vel að ómögulegt er að fara héðan ef maður er einu sinni kominn." Garðar sagðist baka bæði fyrir Hellubúa og sveitirnar og ferðafólk líka, „það setur það ekki fyrir sig að keyra hingað upp eftir í brauðin mín,“ sagði hann að lokum. Yngsta fyrirtækið á Hellu er Steiniðjan og sá, sem hana rek- ur, er Ólafur Guðmundsson. „Hlutafélagið Bjalli var stofnað í febrúar 1975 í þeim tilgangi að koma Steiniðjunni á fót. Framleiðslan hófst nú í vor. Við steypum rör af ýmsum stærð- um, gangstéttarhellur og milli- veggjaplötur en hér vinna á milli sex og átta manns.“ „Já, það er sko alveg nóg að gera hjá okkur — þú sérð nú bara hvað mikið er verið að byggja hérna. „Og svo munar nú um að þurfa ekki að greiða flutningskostnaðinn annars staðar frá.“ Á Þingskálum var verið að leggja regnvatnslögn fyrir oliu- burðinn. Þeir voru þrír við vinnuna, Bjarni Arnþórsson frá Bjólu, Runólfur Haraldsson og verktakinn, Jóhann Björnsson. Þeir gáfu sér naumast tíma til að lita til myndavélarinnar. „Ekki svo sem verið sé að nota góða veðrið til neins,“ en það dugði þó greinilega ekki annað en að láta hendur standa fram úr ermum. „Blessuð komdu með þurrk næst, þegar þú kem- ur.“ Jón Þorgilsson hafði sagt mér að næsta ár ætti Hella 50 ára afmæli. Kannski kem ég aftur þá — ef vel viðrar. Hálfdán Guðrnundsson, oddviti og skattst jóri. TIL SÖLU er stór flutningavagn (trailer) LENGD: 13.30 m BREIDD: 2.36 m HÆÐ INNANMÁL: 2.39 m MESTA HÆÐ: 3.74 m ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR INNKAUPA DEILD FLUGLEIÐA SÍMI 26622. Nýjar plötur Abba Poco Steely Dan Slade Rolling Stones The Temptations 10CC Rainbow Golden Earring Seals & Crofts Barry White Boxer The fantastic Rose of cimarron The royal scam Nobodys fools Black and Blue Wings of Love How dare you Rising To the hilt Get closer Let the music play Below the belt , PLOTUR A KR. 915.— Roger Whittaker Neil Sedaka Chuck Berry Him Reeves Top of the poppers Status Quo The New seekers Johnny Cash Beatles Bill Haley Perry Como Country giants Butterfly Let's go steady again l'm a rocker Have I told you iately that I love you Sing & play Simon and Garfunkel Pictures of Matchstic men Beg, steal or borrow The great In the beginning Rock araound the Clock Somebody loves me Album 4 Einnig mikiö úrval af kassettum. Sendum í póstkröfu. heimilistœki sf HljómplötLJdeild Hafnarstrœti 3-20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.