Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 23 Laxárvirkjun tók til starfa árið 1939 og var eign Akureyr- arkaupstaðar fyrstu 10 árin, en þá eignaðist ríkið 15% í fyrir- tækinu. Þegar Laxá II tók til starfa 1953, eignaðist ríkið 20% til viðbótar, en forystumenn Akureyrarbæjar vilja þó vefengja það sterklega. Rikið hefir lagaheimild til að auka eignarhlutfall sitt i 50%, en sú heimild hefir aldrei verið notuð. Stjórn fyrirtækisins er skipuð 5 mönnum og jafnmög- um til vara, þar af kýs bæjar- stjórn Akureyrar 3 menn, en rikið tilnefnir 2. ORKUVERIN Þrjú orkuver eru nú við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, og eru Disilstöðin við Rangárvelli. Ljósm. Mbl.: Sv.P. Laxárvirkjun þau venjulega kölluð Laxá I (1939 og 1944) Laxá II (1953) og Laxá III (1973). Þar að auki rekur Laxárvirkjun gufu- stöðina i Bjarnarflagi (1969) og disilstöðvar á Oddeyrartanga, og við Rangárvelli. Við beztu aðstæður er fram- leiðslugetan þessi: Gufuafl 3,0 MW Dfsilvélaafl 14,4 MW Vatnsafl 21.0 MW Þess er að gæta, að fram- leiðsla vatnsafls er mjög háð rennsli Laxár en vegna flúða og straumkasta verður mikil kæling á vatni hennar i frost- um, svo að fljótt gætir rennslis- truflana i hörðu tíðarfari á vetrum, þannig að afl virkjan- anna minnkar stundum um meira en helming. Þó að Laxár- virkjun hafi yfir miklu varaafli að ráða miðað við grunnafl. nægir það ekki alltaf, svo að alloft þarf að gripa til raf- magnsskömmtunar á veitu- svæði Laxárvirkjunar. LAXÁ I OG II I elztu rafstöðinni eru tvær vélasamstæður. Önnur tók til starfa 1939, en hin 1944. Þær framleiða að samanlögðu um 4400 kw. — Neðsti hluti Brúa- fallsins var svo virkjaður 1953 (Laxá II) og ski'ar sú stöð 8000 kw afli með einni vélasam- stæðu. LAXÁ III Þegar ráðizt var i gerð þriðja orkuversins við Laxá, kom upp hin nafntogaða Laxárdeila. Við lausn hennar var um það samið, að aðeins önnur af tveim fyrir- huguðum vélasamstæðum var sett upp og hún meira að segja ekki látin skila fullum afköst- um eða 50 millj. KWST orku á ári á móti 125 millj KWST á ári eins og Laxá III fullgerð hefði gert. Þess má geta, að ef leyft hefði verið að gera 20 m háa stiflu i Laxárgili til þess að full- Frá v.: Jón Haraldsson stöðvarstjóri við Laxá, Ingólfur Arnason rafveitustjóri, Baldvin Baldursson bóndi, báðir i stjórn Laxárvirkj unar, Knútur Otterstedt framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar, Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, form. Laxárvirkjunarstjórnar, Öskar Árnason tæknifræðingur. GUFUSTÖÐIN í BJARNARFLAGI Hún notar gufu sem orku- gjafa og getur skilað 3 MW afli, en um sinn hefir hún ekki fengið nægilega gufu og því ekki gengið með fullum afköst- um. Búið er að bora nýja gufu- holu handa henni og kisilgúr- verksmiðjunni, öflugustu virkjanlegu borholu, sem nú er til i landinu. Fengið er loforð Orkustofnunar að virkja hana og tengja fyrir veturinn, en Orkustofnun á að sjá um gufu- öflun. Fyrir nokkrum árum sótti Laxárvirkjun um leyfi iðnaðar- ráðuneytisins til að mega stækka gufustöðina úr 3 í 11 MW, en þeirri beiðni var aldrei svarað. Sú framkvæmd hefði þó verið mjög hagkvæm fjár- hagslega. Hún hefði verið komin í gagnið þegar á árinu 1973 og hefði getað sparað mikinn hluta þess oliukostnað- ar, sem fylgt hefir rekstri dísil- stöðva undanfarin ár. DÍSILSTÖÐIN VIÐ RANGÁRVELLI Þegar ekki fékkst að fullgera Laxá III árið 1973, en sýnt var, Framhald á bls. 25 Laxá I. Laxá II. nýta vélarnar, hefði orkuverð orðið innan við helmingur af áætluðu orkuverði frá Sigöldu. Af þessai rafstöð sést fátt ofanjarðar nema anddyri stöðvarhússins, en það fellur afar vel að landslaginu í kring I litum og línum og stingur á engan hátt í stúf við klettana og bergnafirnar í gilinu. Yfirleitt er lofsvert hve starfsmenn og stjórnendur Laxárvirkjunar gera sér far um aó snyrta og fegra útlit og umhverfi vinnu- staða og mannvirkja, svo að þau eru á engan hátt lýti á landinu, heldur miklu fremur til prýði. Þegar inn er komið í bergið er engu likara en komið sé í álfahallir. Bert bergið með ein- staka mosató myndar veggina, en gólf eru steypt og gljá- lökkuð. Ekki þarf að spara ljós- in, svo að þar ber hvergi skuggann á. 50 m löng göng liggja frá anddyri til stöðvar- hússins, en ofan að stöðvarhúsi og til hliðar við Laxárgljúfur eru 670 m iöng aðrennslisgöng og frá þessu mikla neðanjarðar- byrgi liggja 160 m löng frá- rennslisgöng út I farveg Laxár neðar i gilinu. Þar að auki liggja manngeng göng til stöðvarhúss Laxár I, svo að starfsmenn þurfi ekki að fara út I ófærð og vetrarveður. þegar þeir þurfa að bregða sér á milli stöðvarhúsanna. Reið- hjól eru notuð sem fararskjótar á þessari leið. Um þessi göng liggja digrir rafkaplar frá raf- stöð til útispennis. Norðurverk hf. sá um gerð mannvirkja, þ. á m. jarðganga. Kostnaður við stöðina var orðinn 1073 millj. kr. í árslök 1975. Þar I er talin 253 millj. kr. hækkun vegna gengisbreyting- ar áhvílandi erlendra lána. Afl- geta hennar er við beztu skil- yrði tæp 9 MW. Anddyri Laxár III fellur vel að umhverfinu. Gufustöðin i Bjarnarflagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.