Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 39 „Held að þetta sé leið tíl að gera góða bók” Þýzkir aðilar hyggjast gefa út bók um ísland fyrir erlenda ferðamenn ÞÝZKA fyrirtækið Intortour hefur nú f hyggju að gefa út upplýsinga- bækling um ísland fyrir erlenda ferðamenn Af þessu tilefni er nú staddur hér á landi fulltrúi þeirra, Herbert Czoschke en hann hefur oftsinnis komið til íslands áður. Morgunblaðið hitti Herbert að máli og spurði hann um þessa fyrirætlun. „Við höfum gefið út svipaða bæklinga um Finnland, Sviþjóð, Noreg og Danmörku," sagði hann, „og hefur það gefizt vel. Við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum og nú er svo komið að Finnair vill t.d. fá 60.000 eintök af bæklingnum um Finnland, þannig að það bendir til að þetta Ifki vel. Það sem mér finnst rangt við aðferðir Íslendinga i þessum efn- um er að þeir gefa út fjöldan allan af ólíkum bæklingum, sem er mjög óaðg'engilegt fyrir útlend- inga, auk þess sem kostnaðurinn við slikt er mun meiri en ella. Okkar hugmynd er að gefa út bækling þar sem er að finna allar helztu upplýsingar um viðkomandi land fyrir hinn venjulega ferða- mann. í bæklingnum verða aug- lýsingar. sem koma til með að borga allan kostnað við bókina. Ég held að þetta sé leið til að gera góða bók, auk þess sem fyrirtæki okkar hefur mikla reynslu i að gera slika bæklinga fyrir Þjóð- verja. Hins vegar er vilji fyrir þvi af okkar hálfu að hafa samstarf við islenzka aðila, sem starfa að ferðamélum." — I hve mörgum eintökum verður bæklingurinn prentaður og hvar verður honum dreift? „Varðandi upplagið er ætlunin að það verði 50.000 eintök í byrj- un, en siðan verður það aukið til Þjóðverjinn Herbert Czoschke. Það eru einmitt bæklingar svipaðir þeim. sem sjást á myndinni, sem Herbert telur „óaðgengilega og of kostnaðar- sama Ljósm Mbl. Friðþjófur. muna Bæklingnum verður dreift i öllum helztu þýzkumælandi lönd- um Evrópu, þ.e.a.s. Þýzkalandi. Sviss, Austurriki og Hollandi, þannig að það er augljóst að 50.000 eintök gera ekki mikið fyrir allar þær milljónir. sem búa i þessum löndum. En þetta er lika aðeins byrjunin. Bæklingurinn mun verða ókeypis fyrir ferða- menn þvi við gerum ráð fyrir að auglýsingar borgi allan kostnað við hann. Nú fær ferðamaðurinn lika bæklinginn m'eð upplýsingum um land og þjóð áður en hann fer til viðkomandi lands, þannig að hann ætti að geta kynnt sér ýmis- legt varðandi landið áður, í stað þess að venjulega fær ferða- maðurinn enga bæklinga fyrr en hann er kominn til landsins. Ég held einmitt að það sé nauðsyn- legt fyrir ferðamenn að geta áttað sig á aðstæðum og sett sig i spor þeirrar þjóðar, sem þeir eru að heimsækja hverju sinni. til að geta virkilega notið ferðarinnar. Margir Þjóðverjar skilja t.d. ekki Skandi- nava og þess vegna verður að kynna þeim þessi lönd og halda uppi áróðri." — Hvað er það, sem Þjóðverjar sækjast helzt eftir i sumarleyfum sinum? „Það er dálitið erfitt að segja um það. en hitt er vist að ef Þjóðverjar fá það sem þeir vilja. eru þeir reiðubúnir til að borga næstum hvað sem er. Ég held að fólk þarfnist þess nú að hverfa aftur til náttúrunnar og i þvi sam- bandi er island draumaland, þar sem allt er svo hreint og tært. Það er hins vegar áberandi að ungt fólk vill ekki ferðast dýrt eða búa á einhverjum lúxus-hótelum. Það vill heldur nota peningana til að skemmta sér og njóta lífsins og það er algjört skilyrði hjá ungu fólki, sem ferðast, að komast i kynni við fólkið, sem byggir landið og fá að sjá hvernig það raunveru- lega lifir." — Að lokum, Herbert. Hvenær kemur bæklingurinn út? „Við gerum okkur vonir um að hægt verði að koma bæklingnum á markað i byrjun april. Það er mjög góður timi, þvi þá er ferða- mannatiminn að ganga i garð og allir að fara að skipuleggja sumar- leyfi sin." konu hans Þórunnar Halldórs- dóttur. Þegar Helgi var 5 ára missti hann móður sína og var þá tekinn í fóstur til prestshjónanna í Grindavík, séra Brynjólfs Gunnarssonar og frú Helgu Ketilsdóttur. Þar ólst hann upp til 13 ára aldurs, en flyst þá með föður sínum og seinni konu hans til Hafnarfjarðar. Fyrsta veturinn sem Helgi var I H:fnarfirði, stundaði hann nám í Flensborgar- skóla, en árið 1905 ræðst hann til Jóhannesar Reykdal og hjá honum lærir hann trésmíðaiðn. Jóhannes Reykdal var þá að byggja upp verksmiðju slna við Hafnarfjarðarlæk og einn af starfsmönnum hans var eldri bróðir Helga, ögmundur. Þeir bræður Helgi og ögmundur voru því virkir þátttakendur I þvi merka brautryðjendastarfi sem Jóhannes Reykdal var að vinna er hann virkjaði Hafnarfjarðarlæk sem aflgjafa fyrir trésmíðaverk- stæði sitt og síðar, eða árið 1907 reisti fyrstu rafstöð á íslandi. Arið 1911 verða eigendaskipti á fyrirtækinu og við tekur nýstofn- að hlutafélag, Dvergur hf. Helgi gerist þá starfsmaður þess og síðar hluthafi. Hann starfaði i Dverg óslitið til ársins 1956, en þá var heilsu hans þannig háttað að hann kaus að ráða sinum vinnu- degi sjálfur og því kom hann sér upp eigin vinnustofu heima hjá sér að Austurgötu 45, Ekki slitn- uðu þó tengslin, því nær daglega kom hann ýmissa erinda yfir brúna og hitti vini sína í Dverg. Helgi var tvikvæntur. Fyrri konu sinni Kristínu Stefáns- dóttur, ættaðri úr Njarðvikum, kvæntist hann 1912. Hún lést eftir eins árs sambúð af barnsför- um en barnið sem var sonur lifði. Hann var skírður Kristinn og ólst upp hjá móðurfólki sinu suður I Njarðvíkum. Hann lést árið 1968. Árið 1918 kvæntist Helgi slðari síðar konu sinni Þóru Guðrúnu Kristjánsdótur frá Bigggarði á Seltjarnarnesi, hinni mestu hæfi- leika- og dugnaðarkonu, sem hann mat að verðleikum. Hann sagði oft, að það hafi verið hans mestu gæfuspor i láfinu er hann gekk að eiga Þóru. Hjónaband þeirra var mjög hamingjusamt. Þau reistu sér hús að Austurgötu 45 og þar bjuggu þau æ síðan. Þau eignuðust fjórar dætur. Þær eru: Þórunn Kristín, giftist Sveini Þórðarsyni skattstjóra, Kristjana Pálína læknir gift Finnboga Guðmundssyni landbókaverði. Ólafia gift Ragnari Björnssyni húsgagnabólstrara og Sólrún Katrln gift Jóni Óskarssyni hús- gagnabólstrara. Þau hjónin Helgi og Þóra voru mjög samhent I þvl að mennta dætur sínar og búa þær sem best undir llfið og á því heimili rlkti gagnkvæmt traust milli foreldra og barna eins og best verður á kosið. Þessa um- hyggju fengu þau hjónin rlkulega endurgoldna þegar ellin fór að færast yfir þau. Meiri umhyggju- semi er vart hægt að hugsa sér en þær dætur sýndu foreldrum sinum hin slðari árin. Þóra Guðrún lést 17. jan 1976. Það var mikið áfall fyrir Helga að sjá á bak ástkærri eiginkonu og má segja að hann hafi ekki borið sitt barr eftir það. Hann fluttist þá til Ólafiu og Ragnars og bjó þar slðustu mánuðina sem hann lifði, og þar lést hann að morgni 25. október s.l. og hafði þá aðeins legið rúmfastur I einn dag. Helgi I Dverg, eins og hann var oft nefndur, sá Hafnarfjörð vaxa úr fámennu sjávarplássi til þess sem nú er orðið. Hann tók virkan þátt I uppbyggingu bæjarins. Fyrstu ár sln I Hafnarfirði starf- aði hann við húsbyggingar og mörg eru þau hús hér I bænum, sem hann átti sinn þátt I að reisa. Seinna vann hann aðallega inni á verkstæði við smíði á hurðum, gluggum og ýmsu fleiru til húsa. Um langt árabal hafði Dvergur hf. einnig á boðstólum likkistur og kom það aðallega I hlut Helga að smlða þær. Helgi var harðduglegur maður við vinnu og ósérhlífinn. Var al- veg sama að hverju hann gekk, allt lék I höndunum á honum, hvort sem um var að ræða grófa vinnu við húsasmiði eða fina við húsgögn. Allt fórst honum jafn vel úr hendi. Síðustu árin sem hann lifði smíðaði hann kominn á níræðisaldur útskorin borð og stóla, sem nú prýða heimili dætra hans og vina. Ég vil að leiðarlokum þakka Helga Ólafssyni fyrir langan og giftudrjúgan starfsdag i þágu Dvergs hf. og ég veit að ég mæli fyrir munn allra, sem þar starfa, er honum er þakkað fyrir langt samstarf og vináttu. Dætrum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Trausti Ö. Lárusson. Að morgni hins 25. okt. s.l. and- aðist föðurbróðir minn og vinur Helgi Ólafsson trésmiður, 85 ára að aldri. I dag verður hann lagður til hinstu hvlldar við hlið konu sinnar Þóru Kristjánsdóttur, sem andaðist fyrir nokkrum mánuð- um. I mlnum huga eru nöfnin Helgi og Þóra eitt — heimili þeirra á Austurgötu 45, Hafnar- firði var mér alla tlð kær og frið- sæll staður, enda gestrisni þeirra og viðmót sllkt, að hverjum, sem þar kom, leið vel. Ég hef sérstaka ástæðu til að minnast þessara góðu hjóna. I erf- iðleikum mínum, við missi ást- vina minna, sýndu þau mér sllka tryggð og hjálp, að þvi gleymi ég aldrei. Blessuð sé minning þeirra beggja. Ólafur ögmundsson. nú cr hvcr síóastur Sióasta sending á hinu ótrúlega láge afr*nelisverói vœntanleg innan skamrns PANTIÐ STRAX ----------- PANTIÐ STRAX freiðaumboðið Auóbrekku 44-46-Kópavog* S. 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.