Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 37 GUÐJÓNSSON skrifa um BÓKMENNTIR - JÓN ÁSGEIRSSON skrifar um TÓNLIST Þögnin streymir Myndskreyting eftir Gfsla Sigurðsson Lampinn Steinar J. Lúðvlksson áhuga sem fræðimenn og rit- höfundar hafa skammtað honum; hafa annaðhvort grunnmúrað sig 1 árunum fyrir fyrra stríð með „heimastjórn“ og „valtýsku" og þvillku, stríðsárunum sjálfum, ellegar stokkið yfir í kreppuárin ’30 til ’40, en að mestu hlaupið yfir umrædd ár. Ef til vill hefur lífið þá gengið meiri vanagang en svo að nokkuð frá þeim tíma þyki nú frásagnarvert. Allt um það eru hillingar fjarskans að færast yfir þennan tug. Steinar segir i for- málanum að „þótt þessi ár verði að teljast til samtímans, er það þó þannig að mun erfiðara er að afla heimilda um þá atburði er þá gerðust heldur en atburði á seinni áratugunum. Skráðar heimildir eru af skornum skammti og þeim fer fækkandi sem sjálfir hafa upplifað atburðina.” Svo hratt flýgur stund að þeir, sem muna þessi ár, teljast nú komnir til ára sinna, séu þeir ekki hreint og beint komnir í tölu öldunga. Var því ekki seinna vænna að skrá sögu þessa. ------------------ leíkar dag mátti heyra þennan mun á tónasmíðatækni Chopin. Á efnisskránni voru tvö af stærri píanóverkum hans, fyrsta ballaðan op. 23 og sjötta Pólónesan op. 53. Á milli þeirra var burgðið yfir í annað lands- lag og flutt sönglög, skráð op. 74, sem undirritaður veit ekki hvort eru rétt „ópusuð”. Hvað sem þvi liður eru þetta falleg og alþýðleg lög. Guðrún Tómas- dóttir söng þau af innileika og gaf þeim sérkennilegt og látlaust yfirbragð. Þorsteinn Þorgeir Þorgeirsson: EINLEIKUR A GLANSMYND. Iðunn 1976. ÞAÐ er oft talað um sjórekið Hk í þessari nýju skáldsögu Þorgeirs Þorgeirssonar. Hún er lýsing eða svipmyndasafn úr undirheimalífi Reykjavíkur, ógnvænlegir atþurð- ir sem öllum eru i fersku minni eru kveikja hennar. I hugann koma fréttir um morð og smygl og aðra glæpi. Höfundurinn sem kunnur er fyrir að tala tæpi- tungulaust um hlutina dregur ekkert undan. Það er frekar að hann ýki þá, en þótt undarlegt megi virðast fer veruleikinn fram úr ýkjunum, ef svo mætti að orði komast. Enn vitum við ekki allan sannleikann um þau mál sem sag- an snýst um. Ef til vill má lesa sögu Þorgeirs sem vísbendingu um þau eða eins konar skýringu á þeim, en það gerir lesandinn upp við sjálfan sig. Sagan er byggð upp á samtöl- Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON um, endurtekningum og skýrsl- um. Sé brotunum raðað saman á að fást heil mynd þessa raðspils. Fyrsta samtal, upphaf bókarinn- ar, hefst svo: — Þurfum við endilega að finn- ast hér? — Hvað er á móti þvi? — Staðurinn er óhrjálegur. — En þetta er þitt eigið hugskot? Valdimarsson skáld hefur snúið ljóðunum á Islensku og falla textarnir mjög vel að lögunum. Jónas Ingimundarson lék undir söng Guðrúnar og auk þess fyrrnefnda Ballöðu og Pólonesu. Jónas er góður pianisti, en bæði er, að að- stæður til flutnings hljóðfæra- tónlistar í þessum sal eru ekki góðar, sökum þess að hljómgun salarins er við efri mörk þess sem æskilegt er, og að hljóðfær- ið er auk þess ekki gott (eftir þvi sem undirrituðum hefur verið tjáð er hljómbotn þess sprunginn), og þvi ekki rétt- mætt að fjalla um flutning hans á þessum verkum, sem hann flutti fyrir smekk undirritaðs einum of hressilega. — Að visu. — Hefurðu annað að bjóða? — Varla, Nema þá veruleikann sjálfan. — Ótrúlegt að hann sé neitt betri. — Hálfu óhrjálegri, trúég. Já, veruleikinn er óhrjálegur að baki slíkrar sögu. Og honum verður sennilega ekki lýst á annan hátt en höfundurinn hefur kosið. Þá er vist best að skýra frá því að bókin er ekki við hæfi þeirra sem telja að bækur eigi að vera líkt og sunnudagaskóli. Hún er bæði „dónaleg" og „klámfeng- in“ af slikum sjónarhól. Þorgeir Þorgeirsson hefur gaman af að mála djörfum litum, afhjúpa glansmyndir i einleik sínum. Mér virðist honum takast einna best þegar hann lýsir t.d. lifinu á hádegisbarnum eða kjallaranum sem húsráðandinn kallar menningarsetur sitt. Þetta er um- hverfi sem mörgum er framandi, en veruleiki þó, að minnsta kosti veruleiki sögu. Aftur á móti er ekki skortur á ljóðrænu andrúms- lofti í sögu Þorgeirs. Honum lætur lika vel að draga upp einfaldar og hnitmiðaðar myndir sem líkjast ljóði. Raunsæi sögunn- ar er einatt rofið af „annarlegri merkingu": „Einsog sjálf angistin kæmi gangandi i skósiðum svört- um kjól.“ Þögn streymir inn i herbergi: „Þögnin streymir með vaxandi hraða inni herbergið. Það er einsog ekkert geti stöðvað hana lengur." Söngurinn „kemur úr sálardjúpunum til að yfirgnæfa þögnina": — Hvað er hann alltaf að syngja? — Verdi. Endalausan Verdi. Hann er bestur til þess. I Þriðju skýrslu er sagt frá nauðgun með lögfræðilegu orða- lagi. Seinasta endurtekning er martröð ungs hernámsand- stæðings og leiðir til ályktunar- innar: „Amríkaninn nauðgar okkur öllurn". I Lokasamtali er talað um mublur „til að fylla allt þetta tóm“. Við erum stödd í dýru húsi sem er komið undir þak. Þá verður samfylgdin ekki lengri, en lesandinn getur farið að velta fyrir sér ráðningu sögunnar. Þorgeir Þorgeirsson. Einleikur á glansmynd er stutt skáldsaga. Hún minnir á æfingu eða forleik einhvers sem á að vera annað og meira. Styrkleiki henn- ar eru skýrar myndir, stundum likt og áfengar vegna listrænnar kunnáttu höfundarins. En ég býst við að fyrir mörgum muni vefjast að fá þessar myndir til að tolla saman. Einhver myndi kalla slíkt veikleika skáldsögu. En þá erum við komin að spuriiingu um hefð- bundna sögu og sögu sem fer nýjar brautir. Sá sem þetta ritar getur vel fallist á að saga Þorgeirs Þorgeirssonar sé fullgild skáld- saga, að vísu saga sem krefst þess af lesandanum að hann leggi nokkuð af mörkum sjálfur. Þorgeir Þorgeirsson hefur meö skáldsögu sinni Yfirvaldinu (1973) og frásagnasafninu Kvunndagsfólki (1974) sannað að hann kann vel að segja sögur með hefðbundnu sniði. Einleikur á glansmynd er nýstárlegra verk en fyrrnefndar bækur, en ekki siður eftirtektarvert. Óskar Aðalsteinn: VÖKULJÓÐ fyrir alla. Teikningar eftir Gfsla Sigurðs- son. Ægisútgáfan 1976. KUNNUR skáldsagnahöfundur sendir frá sér ljóðabók sem nefn- ist Vökuljóð fyrir alla. I bókinni eru fjórir ljóðaflokkar: Eyja- vaka,Vitaljóð, Lampinn og Kjar- valskviða. Öskar Aðalsteinn hefur lengi verið vitavörður. Þess vegna hóf ég að lesa ljóðaflokkinn Vitaljóð með eftirvæntingu. En ég skal viðurkenna að ég varð fyrir von- brigðum. Það eru að vísu athyglis- verð erindi í Vitaljóðum: Yfir mér leika sem á þræði hamrabjörgin Kkt og allt sé fjallið á ferð og flugi. Utlegðin átti að vera akur: „1 aldarfjórðung hef ég reynt að yrkja ljóð úr grjóti.” Skáldið skortir frumleik. Það fer hefð- bundnar slóðir. Jafnvel þótt ljóð- formið sé frjálslegt er kliður hins gamla áleitinn. Myndirnar úr vit- anum koma okkur ekki á óvart. Mannheimar skáldsins verða að táknrænu líkingamáli með þjóð- kvæðablæ: Heyri ég f hamrinum undrasöng — og sé I jós af blysum bláálfa. Eitt er borið fyrir mér um mjóa stigu hátt f berginu. Sá ég nú víðft.ljósin blá og rauð. Upp um alla hámragarða tindra Ijósin blfð. Aftur á móti tekst Óskari Aðal- steini i ljóðaflokknum Lampan- um að bregða upp sannfærandi mynd af þorpi bernsku sinnar, þeim sem flúðu til borgarinnar og gamla fólkinu sem varð eftir, en kom einnig að lokum til borgar- innar. En það kom með lampann með sér. Það kom með minning- una um þorpið, verðmæti sem glatast ekki þrátt fyrir allt: Lampinn. Ljós hans í skammdeginu. Ennþá sjáum við því bregða fyrir í vitund okkar — eins og einhverju sérstöku Ijósi. Eins og þvf Ijósi sem ekki er hægt að kaupa. Stillt og rótt heimitisljós f litlu timburhúsi niðri við flæðarmálið. Ljósið svo stillt og rótt kyrrt og hljóðlátt lifandi Ijós hlýtt og milt. Og stundum svo undur skært — eins og aldrei gæti komið neitt misjafnt fyrir okkur — Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Það er að vísu búið að yrkja mikið um þennan lampa og þorp bernskunnar. En í þessum ljóða- flokki er eitthvað upprunalegt, tónn sem snertir lesandann. Raunsæ lýsing og óþvingað form eiga best við Öskar Aðalstein. Um það er ekki að villast. Sé Lampinn borinn saman við hina ljóðaflokk- ana í Vökuljóðum kemur þetta skýrt í ljós. Áður hefur verið minnst á Vitaljóð. Eyjavaka og Kjarvalskviða eru lika til vitnis um þessa skoðun, einkum Eyja- vaka. 1 Kjarvalskviðu eru kaflar sem benda til þess að úr henni hefði getað orðið meira kynni skáldið æskilega takmörkun, það að velja og hafna. Mikið hefur verið ort um Kjarval og flest er það slakur skáldskapur. Menn setja sig í einhverjar óeðlilegar stellingar gagnvart hinu stór- brotna yrkisefni, verða hátíðlegir Óskar Aðalsteinn og oft uppskrúfaðir. Það er ef til vill skiljanlegt. Þó eru í Kjarvals- kviðu Óskars Aðalsteins drög að skemmtilegri lýsingu Kjarvals og bróður hans. En sú lýsing drukkn- ar í málæði, stakar myndir næg.ja ekki til að bera ljóðið uppi i heild. Vökuljóð fyrir alla eru mynd- skreytt af Gísla Sigurðssyni. Eins og lesendum Morgunblaðsins og Lesbókar er kunnugt hefur Gísli margt vel gert. Hann nýtur sin best þegar hann teiknar landslag og hús. Hann er eann þeirra myndlistarmanna sem getur sagt mikið með fáeinum pennastrik- um. Ég er ekki*viss um að mynd- irnar í Vökuljóðum séu með bestu sýnishornum þess sem Gísli hefur gert. En Óskari Aðalsteini er óneitanlega styrkur að samfylgd hans. Vorvlsa Fögnuðöllu Iffi Ijær lofti ilmi blandið. Sólin skfn og grasið grær. Guð er að vekja landið. Augun bláu Þegar við mér bylgjublá brúnaljósin skfna. snertir ung og ylrfk þrá ástarkirtla mfna. Ólundarkast Bóndann klfndan mykju og mold mæðir þrældómsokið, þar til prestur huslar hold og hendir skft á lokið. Á frídegi kvenna Karlar veita konum frí, kærleiks grænnka runnar, þegar skömmin æpir f eyru samvizkunnar. Hinn beiski sannleikur Það fær enginn endurheimt yndi bernskudaga, og eftir nokkur ár er gleymt okkar Iff og saga. Mælt við unga blómarós Þótt mfn freisti fegurð þfn, flý eg rauna- mæddur, af þvf eg var, elskan mfn, allt of snemma fæddur. Eg vitja þfn æska Aftur sný eg göngu minni glaður, greiðslu, þvott og rakstur niður legg. Bráðum verð eg eins og ungur maður, ekkert nema flókið hár og skegg. Jón fylgir hefð hins rímaða ljóðs, stuðull og rím eru honum ekki fjötur, hann virðist enda meta tizkutildrið litils. Eikin skáldsins nndra há á f Fróni rætur. Atomkauðans ýlustrá upp við stofinn grætur. (Þl/75) Það var vissulega gaman að fá þessar bækur í hendur, og margt flytja þær lífvænlegt. Jón bóndi getur því hræðslulaust dáið og haldið uppá höfðá, takmarki sínu hefir hann vissulega náð: Lýk eg glaður Iffsins vöku — Iftið strá á Braga teig— ef eg veit um eina stöku eftirmigsem reynist fleyg. (Þl/95) Bækurnar eru snoturlega unnar, eins og prentsmiðju Björns Jónssonar var von og vísa. Prófarkalestur góður, þó villur hafi slæðzt með í báðár bækurnar. Hefði viljað nota kommur, þanka- strik og puntka á annan veg stundum. Eg hefði viljað sjá í Þingeysku lofti, hver teiknaði kápuna. Með sparigleraugun á nefinu þóttist ég greina nafnið Bolli. Myndin af Jónj er svo lista- góð að höfundar hefði átt að geta. Eins vantar útgáfuár, slíkt flokka ég alltaf undir trassaskap. 1 Meira lofti er þessu öllu haldið til haga. Hafið þökk fyrir ágætar bækur. Er meira að heyra? Sig. Haukur Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.