Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 Morgunblaðið óskareftir blaðburðarfólki Vesturbær Úthverfi Skólabraut Blesugróf Hjarðarhagi 1 1—42 Miðtún Austurbær Goðheimar Bergstaðastrætí Upplýsingar í síma 35408 Góöar vörur — fallegar vörur Nýkomið fjölbreytt úrval af ★ Kjólaefnum, ★ trotteetnum ★ gardínuefnum ★ nylonefnum ★ borðdúkum ★ °9 vatteruðum ★ eldhúsgardínum efnum ★ handklæðum ★ ódýr baðmottusett Opið til kl. 10 í kvöld.Opið til kl. 6 laugardag bækur — bækur — bækur — bækur — bækur — bækur bækur Bókaútgáfan ísafold: BÓKAÚTGÁFAN ísafold sendir frá sér um 25—30 útgáfubækur f ár og haust, sér endurprentanir kennslubóka og annarra taldar með og kennir þar margra grasa. Af óútkomnum bókum ísa- foldar má fyrst nefna nýja skáldsögu eftir Thor Vilhjálmsson. Sú bók hefur enn ekki hlotið nafn, en bækur hans hafa jafnan vak- ið athygli. Eftir Árna Óla kemur út ný bók sem nefnist Grúsk. Á langri ævi og löng- um blaðamannsfer i hefur Árni stöðugt verið að grúska í gömlum fræðum og sögum, og dregið fram í dagsljósið ýmislegt sem öðrum er hulið. Úr þessu grúski hans hafa orðið til fjórar bækur og nú bætist sú fimmta við. Lýður Björnsson sér um útgáfu Character Bestiæ eftir sr. Pál Björnsson í Selár- dal, en þetta er rit um galdra á íslandi Heitir bókin i gerð Lýðs Kennimark kölska og er þrjár ritgerðir um galdra eftir þá sr. Pál i Selárdal og Daða Jónsson. Engin þessara ritgerða hefur áður verið prentuð. í bókinni er ýtarleg- ur inngangur og skýringar, og einnig er hún mynd- skreytt. Þó síra Páll í Selárdal hafi löngum verið kenndur við myrkasta tímabil íslands- sögunnar, þá var hann að öðru leyti meðal merkustu manna landsins. Hálærður var hann og annálaður ræðu- Hér kennir margra grasa skörungur, búhöldur og brautryðjandi og framfara- maður i útvegsmálum. FólkiS á Steinshóli heitir 9. bindið í ritsafni Stefans Jóns- sonar, og það er Einar Bragi skáld sem sér um þessa út- gáfu eins og þær fyrri í rit- safni Stefans. Myndskreyt- ingar eru eftir Jón Reykdal Nýjasta skáldsaga Anitru heitir Tveggja kosta völ, en áður eru komnar út 9 bækur hjá ísafold eftir skáldið. Ger- ist sagan í umhverfi Heið- merkur í Noregi, og fjallar um ástir, afbrýði og ættarerj- ur. Á þessu hausti mun bóka- útgáfa ísafoldar endurútgefa þrjár bækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil, og munu aðeins vera til í mjög takmörkuðu upplagi. Þessar þrjár bækur eru: íslandsferðin 1907 en það er frásögn um för Friðriks konungs áttunda og rikisþingmanna til Færeyja og íslands sumarið 1907. Tveir danskir blaðamenn, Svenn Poulsen og Holger Rosenberg, fylgdust með konungi alla ferðina og skrifuðu bók þessa, sem er meir en 330 bls. og með yfir 200 myndum. í ís og myrkri eftir Friðþjóf Nansen. í ferðabók þessari segir frá þeim þætti Fram- leiðangursins norska (1893 — 96 ) þegar Friðþjófur Nansen fór við annan mann frá leiðangursskipinu, og gerði tilraun til að komast á norður-Heimskautið en sneri siðan suður á bóginn og komst eftir fimmtán mánaða svaðilför og mannraunir til Franz-Jósefslands. Bókin er yfir 300 bls. með fjöl- mörgum myndum. Þriðja bókin er Harpa minninganna, minningar Árna Thorsteinssonar tón- skálds, sem Ingólfur Kristjánsson færði í letur. í ævisögu þessa aldna Reyk- víkings blandast þróun fæðingarborgar hans og af- skipti hans af menningar- málum og þá sérstaklega tónlistarmálum landsmanna. í bókinni eru um 80 myndir af einstaklingum og hópum, en Árni starfaði um árabil sem Ijósmyndari. „Ekkihægtað drepa bitastæða bók” — segir Hilmar Jónsson rithöfundur og bókavörður HILMAR Jónsson rithöfundur í Keflavfk hefur nú sent frá sér sjöundu bók sfna og heitir hún Hundabyltingin. Bækur Hilm- ars hafa oft vakið talsvert um- tal bókmenntagagnrýnenda og þegar hann hitti okkur að máli báðum við hann að segja okkur deili á bókinni. „Að vissu marki er þetta heimildaskáldsaga," sagði Hilmar. „Hún segir frá því þeg- ar menn og hundar berjast um völdin I þjóðfélaginu árið 1980. Bókin er saga þess strlðs, en ekki þeirra persóna er koma þar fram. Lifandi mönnum eru gerð upp orð og athafnir, en þetta er gamansaga með heim- spekilegu ívafi.“ „Hefur bókin boðskap?" „Árni Bergmann segir í rit- dómi sfnum I Þjóðviljanum þar sem hann sallar bókina niður, að ég hefi aðeins eitt áhugamál: að græða peninga og það sé boðskapur bókarinnar. Vitaskuld er það spurning hvort svara beri slíkum manni sem Árna Bergmann. Hann hef- ur ætíð reynt að drepa bækur mínar og ætið mistekist það. Þó held ég að þessi ritdómur hans slái öll met í siðleysi, enda sagði einn flokksbróðir hans við mig að hann undraðist að nokkurt blað skyldi birta slfkt nfð. Árni veit vel um áhugamál mfn og baráttu gegn spillingu í þjóðfé- laginu. Hann veit fullvel að ég hef gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni við spillt dómsvöld nú upp á sfðkastið og hann veit einnig að á mig hefur verið höfðað skaðabótamál einmitt vegna þeirrar baráttu. Þá er Árna einnig kunnugt um að á löngum ritferli hef ég svo til ekkert opinbert fé fengið fyrir ritstörf. Samt vogar hann sér að fullyrða að ég skrifi einungis fyrir peninga og eigi mér enga hugsjón. Hitt er svo að ég get svo sem vel unað dómi Árna, því skjól- stæðingar hans f rithöfunda- stétt eru bókmenntalegir og sið- ferðilegir niðurrifsmenn og það er sorglegt til þess að vita að einmitt f þá skuli rfkissjóður fyrst og fremst hafa ausið fé á síðastliðnum árum. Það hefur verið of mikið gert af því að styrkja rithöfunda sem skrifa þannig að það væri miklu nær að styrkja þá lesendur sem Hilmar Jónsson leggja það á sig að lesa verk þeirra. Sumir rithöfundar gera litið annað en sækjast eftir frægð. Ég lft á frægð sem eftirsókna eftir vindi, en ég vil ekki að einstefnumenn ráði ferðinni. 1967 skrifaði ég mjög „eldfima" bók, sem Helgfell gaf út og nefnist Foringjar falla. Hún var svo “eldfim" að hvergi mátti minnast á hana í fjölmiðl- um. Nú segja mér bókaverðir f Borgarbókasafninu að á þessari bók liggi pantanir. I þessari bók er nákvæm lýsing a því sem verið hefur að gerast í dóms- málum á Islandi. Það er ekki hægt að drepa bitastæða bók, eða höfund sem hefur eitthvað að segja. Það er hægt að rægja hann og hafa af honum fé með níði og sleggjudómum, en slík- ar rógstungur eru leiðigjarnar og verða sjaldan langlífar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.