Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI "fwf/JAiwaGr'tJU framkvæmdum eóa undirstöðuat- vinnuvegur okkar — sjávarútveg- urinn — þá er veðrið oft sá þátt- ur, sem skipt getur höfuðmáli þegar á reynir. Af þessu leiðir, að mjög hagkvæmt getur verið að vita eitthvað frekar um veður- horfur, annað en horfur til tveggja sólarhringa, sem er sú þjónusta er Veðurstofan hér á landi lætur mest í té. Tilefni þessa skrifa er, að enska veðurstofan gefur reglulega út spár fyrir næstu 30 daga eða svo. Þær gilda fyrir Bretlandseyjar og þeím er útvarpað í stöðvum BBC. Nú vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að birta slíkar spár fyrir Island? I ljósi þess að þessi veður- farssvæði eru svo nálæg hvort öðru, hlýtur að vera hægt að draga einhverjar ályktanir um veðurfarið hér á sambærilegan hátt. Það ræðst af líkum, að ekki geta slíkar spár verið einhlýtar, en ljóst má vera, að ekki birti Bretinn sínar spár, stæðust þær ekki í megindráttum. Gaman væri ef svör fengjust við því, hvers vegna eigi hefur verið ráðist í slíkt hér á landi? Guðlaugur Valgeirsson." Það væri ekki ónýtt að vita um veðurfar næsta mánuðinn fram í tímann, sennilega ekki sízt fyrir bændur og sjómenn og aðra sem að miklu leyti eru undir veðri komnir með sína atvinnu. En það væri fróðlegt að fá að vita nánar að hve miklu leyti þessar 30 daga spár standast. En þessu rmáli er hér með komið til réttra aðila og tekið undir ósk bréfritara um svör. 0 Enn um Bíólagió „Velvakandi, það má með sanni segja að nafnið eigi við þíg. Ástæðan fyrir því að við sendum þér þetta bréf er sú að við rák- umst á bréf frá húsmóður í Kefla- vík og piltunum 5, sem sendu bréf. Við vonum að þetta verði birt. Skoðun okkar á þessu máli með Bíölagið er sú, að textinn sé frek- ar hollur fyrir krakkana en hitt. Þetta er skemmtilegt og þrosk- andi lag sem enginn fær leið á strax. Við sem höfum ekkert að gera á daginn hlustum oft á ýmsa þætti í útvarpinu. Þessi kona sem heldur að barnið hennar þroskist ekki eðlilega við þessa saklausu setningu: „Haltu kjafti, snúðu skafti", misskilur þetta algerlega. Með fyrirfram þökk, Virðingarfyllst, Helena Dýrfjörð og Linda Hjaitested, Breiðholti Þessir hringdu . . . % Á að girða af umferðargötur? Móðir: — Mér ofbýður sá fjöldi barna og fullorðinna sem slasast eða lætur árlega lífið í umferðar- slysum. Þess vegna vildi ég koma eftirfarandi á framfæri. Væri ekki hægt að byggja nokkuð háar rimlagirðingar með gaddavír efst meðfram öllum helztu umferðar- götum í Reykjavik og víðar. Það yrði að setja upp hlið með vissu millibili og þar gæti verið vakt- maður sem hleypti engum í gegn nema umferð væri ekki nálæg. Sennilega væri þö hagkvæmara að hafa einhvern útbúnað t.d. hnapp sem þyrfti að styðja á til að opna, og myndi hann ekki opna hliðið nema bílar væru ekki ná- lægir. Einnig yrðu að vera útskot með vissu millibili fyrir bíla svo hægt væri að hleypa út fólki og gera ráð fyrir gagnstéttum einnig. Vafalaust verður þetta dýr og SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A opna kanadíska meistaramót- inu 1976 kom þessi staða upp í skák kanadamannanna Reents, sem hafði hvítt og átti leik, og hins þekkta alþjóðlega meistara Biyasis: 26. Hxf5! gxf5 27. Dxf5 Rh8 (Hvít- ur hótaði 28. Dg6+) 28. Dg4+ Kf7 29. Rxd6+ og svartur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð Vranesie, Kanada, á undan köpp- um eins og Browne, Bandaríkjun- um og Kanadamönnunum Biyasis, Amos og Spraggett. mikil framkvæmd en gætu for- eldrar sem búa við miklar um- ferðargötur ekki tekið höndum saman um þetta verkefni því til fjáröflunar ásamt viðkomandi yf- irvöldum. Hver vill ekki leggja á sig dálítið erfiði og útgjöld ef það mætti verða til þess að vernda börn þeirra og þau sjálf i umferð- inni? ELETRONISK REIKNIVÉL SLÆR ALLT ÚT á venjulegan pappír með stóru skýru letri. STÓRIR VALBORÐSLYKLAR og fisléttur ásláttur fyrir hraöupptökur er aðalsmerki ADDO nú sem fyrr. □ Margfaldar □ Deilir □ Sjálfvirk prósentuálagning og frá- drátturD Fljótandi komma □ SamiagningarstaðaD Margar aukastafastillingar □ Atriðisteljari □ Fyrirferðalítil 0 12 stafa talnarými. Leitið nánari upplýsinga og óskið eftir sýnisvél. [MÆUaRffltf® KJARAN hf skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, sími 24140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.