Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 Eldar sjálfur mat- — hefur aldrei inn fundið gigtarsting Þrátt fyrir háan aldur er Sigurður Halldórsson, sem blaðamaður Mbl. átti stutt samtal við nýlega, léttur á faeti og hress í tali. Hann býr inni á Laugavegi í Reykjavik í íbúð, sem hann keypti fyrir nokkrum árum er hann flutt- ist til Reykjavikur vestan af fjörðum Þá kostaði hún 450 þúsund krónur — árið 1 964 — og nú, árið 1977 hefur hann þegar greitt hana að fullu. Sigurður Halldórsson er fæddur árið 1897, fyrir rétt- um 80 árum, hinn 16 marz og segir hann nú frá þvi hvar hann dvaldist sín fyrstu ævi- ár: ---Fyrstu 14 árin dvaldist ég á Miðhúsum i Reykjanes- hreppi i Vatnsfjarðarsókn, en þar voru foreldrar mínir i hús- mennsku. Þau hétu Halldór Sigurðsson og Þórdis Guðmundsdóttir. Fermingar- árið mitt fluttumst við til Þernuvikur i Ögurhreppi og fóru foreldrar mínir einnig í húsmennsku þangað. Það var séra Páll Ólafsson í Vatnsfirði, sem fermdi mig, og vorum við síðustu börnin, sem fermd voru þar í kirkjun- ni. Hvernig var háttað skóla- göngu á þessum árum? --- Skólagangan var nú ekki mikil eða löng. Það var Böðvar, sonur séra Páls sem kenndi okkur og var skólinn yfirleitt ekki nema einn mán- uður á vetri, þrjá vetur sam- tals. Ég sótti skólann i Vatns- fjörð, á næsta bæ, en annars var þetta yfirleitt heima- kennsla Þá voru engin men- gi eða þvilíkt og ég var t d orðinn læs 6 ára og margt af námi okkar fór fram heima við. Næst vikum við talinu að búskaparháttum. ---Búskapurinn var nátt- úrlega frumstæður — það En hluturinn á sjónum var heldur ekki hár, ég fékk hálf- an hlut í kaup og það voru 35 krónur eftir veturinn. En- da var þetta ekkert verð á fiskinum 7—8 aurar fyrir kilóið og fyrir 25 árum var það komið upp í 70 aura Ég minnist nú ekkert á, hverníg það er orðið i dag. Sigurður kvæntist Guð- SigurSur Halldórsson er vel ern þó hann sé orðinn áttræSur. Rœtt við Sigurð Halldórsson, sem er áttræður í dag voru engin tún girt og engm tæki notuð. Fátækt var mikil á þessum árum, heimilin barnmörg og margirsem vor- u í lausamennsku, t.d. for- eldrar mínir, stunduðu sjóinn vor og haust, en voru í kaupavinnu á sumrin. Einnig var reynt að stunda sjóinn á vetrum og við fórum oft á vertið til Bolungarvíkur Það var aðalverstöðin, en einnig var mikil útgerð frá Ögurvík. Þegar ég fór að stunda sjóinn fyrir 65 árum, þá 15 ára gamall, voru gerðir út 20 bátar frá Ögurvík. Ég var á sjónum i allmörg ár eða þar til ég fór að stunda lausa- mennsku eða vinnumennsku og keypti ég svonefnt lausa- mennskubréf, sem þá kost- aði 20 krónur og var mikill peningur. Það fékk maður hjá oddvitanum, sem var sé- ra Páll Ekki var mikið upp úr lausamennskunni að hafa fremur en að vera á sjónum, eftir 7—8 ára lausamennsku átti ég varla fötin utan á mér. mundínu Jónsdóttur og eign- uðust þau tvær dætur Lifir önnur þeirra, og er gift i Reykjavík en Guðmundina lézt fyrir nokkrum árum. Og Sigurður var einnig bóndi um nokkurra ára skeið: —Já, ég fór að vinna að því að koma mér upp bú- stofni, en það var á bænum Galtahrygg í Heydal Þar var allt i niðurníðslu og ég byrj- : ði á því að girða og koma upp fjárhúsi. Jörðin sjálf var ekki dýr kostaði um 600 kró- nur, en ég þurfti að taka lán til að koma upp húsinu og girðingunni. Fékk ég í Lands- bankanum á ísafirði 1.500 króna víxil hjá Sigurjóni, sem lengi var þingmaður og bankastjóri. Vextirnir voru 6% á ári og þurfti ég að greiða árlega 90 krónur í vexti og afborganir og til samanburðar má geta þess að labsverðið var um 10kr. ---Einnig fékk ég svokall- að kreppulán, það var að vísu seinna, og losnaði ég fljótt við það. Jörðin og bú- stofninn voru tekin að veði og vextir voru 3 eða 4 prósent. Ég byrjaði með 40 ær, 1 kú og tvo hesta. Þarna bjuggum við í 14 ár og þá seldi ég kotið. Eftir það var Sigurður í vinnu á bæjum við Djúp, m.a. á Hörgshlíð og Mið- húsum. Fyrir tæplega 30 á- rum fluttist hann til Hnífsdals með fjölskylduna og stun- daði þar ýmis störf, m.a. við íshúsið og sitthvað fleira. í Hnífsdal bjuggu þau þó ekki lengi þv! árið 1952 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. — Það eru sem sagt um 25 ár slðan við fluttum til Reykjavíkur og hef ég verið í bæjarvinnunni þennan tíma, en fyrst var ég hjá sænska frystihúsinu. Ég hætti vinnu fyrir 4 árum — þá var konan komin á spítala og orðin mjög veik Hvernig gengur dagurinn fyrir sig hjá þér? — Nú ég geri nú sitt af hverju — ég horfi á sjón- varpið og hlusta á útvarpið. Annars fer ég alltaf í rúmið um tiuleytið, svo ég læt það lönd og leið, sem þá er eftir af dagskránni. Mér finnst að leikritavalið mætti vera betra hjá útvarpinu, það var ágætt leikrit um daginn, Tengda- mamma eða hvað það nú hét. Ég sá það leikrit heima i sveitinni. Ungmennafélagið var stundum með sýningar og ég lék tvisvar eða þrisvar i leikritum Það var alveg fur- ða hvað hægt var að gera i þá daga. Skemmtanir voru alltaf öðru hverju á vegum ungmennafélagsins og það sást aldrei vin á nokkrum manni, en það er nú víst orðið breytt. — Eg fer þrisvar i viku að spila, annað hvort á Hallveigarstöðum eða við Norðurbrún 1, á vegum félagsstarfs eldri borgara. Annars er nóg að gera við að halda íbúðinni hreinni, elda matinn og svo framvegis og ég fer eitthvað út á hverjum degi, svo segja má að öll vikan sé meira og minna skipulögð hjá mér. Um hel- gar fer ég til dóttur minnar i mat. Þannig sagðist Sigurður hafa nóg fyrir stafni, hann fer gangandi ef um styttri vega- lengdir er að ræða, annars i strætisvagni, en hann sagði að sér fyndist gott að hreyfa sig, og kona sín hefði haft mikla ánægju af gönguferð- um, þau hefðu t.d. gengið nokkrum sinnum á Esjuna. Sigurður hefur verið heil- brigður alla ævi, sagðist al- drei hafa fundið fyrir gigtar- sting, hann vorkenndi mjög því gamla fólki, sem á við sjúkdóma að striða í ellinni, sagði að sumt af fólkinu, sem hann þekkti á elliheimilum væri eins og lifandi lik. Framhald á bls. 19 MINNI GERÐ 127 FM + 62 FM KJ. Húsin seljast án vísitölu Verð er sérstaklega hagstætt og má greiðast í mörgum greiðslum. Kaupendur geta fengið að vinna aukavinnu við hina keyptu eign (ákvæðisv.) Ath. að aðalgatan er fullfrágengin nú í dag Komið á skrifst. og skoðið teikningar. Hægt er að sjá fullfrág. hús að utan og eins að skoða uppsteypt hús eftir samkomul. íbnðaval. KambsvojTi 32, R|, símar 34472 - 3ÍÍ414 Glæsile keðiuhus Við Hlíðarbyggð, Garðabæ. Þessi fallegu hús afhendast fullfrág. að utan, en fok- held að innan. Sjónvarpsloftnet fylgir, (eitt fyrir allt hverfið). Bílastæði heima að bilskúrsdyrum verður lagt oliumöl. Aðeins örfá hús eru til umráða samkv. meðfylgjandi teikningu. Ath. að aðeins eitt hús er eftir af stærri gerð. 143 ferm. og 62 ferm. kjallari Afhendingartími: Húsin verða til afhendingar í sept. —— des. '77 og á næsta ári. Þar af leiðandi geta greiðslur dreifst á lengri tíma varð- arfdi þau hús, sem vérða til afhendingar á árinu 1 978. Síðustu húsin Þetta eru allra síðustu l úsin, sem byggð verða af þessari gerð Háskóla- tónleikar Ekki getur það verið fjár- hagslegur ábati, sem heldur áhugasömum hljóðfæraleikur- um við þá iðju af leika ..kammertónlist" því þó kostn- aður við slíkt tónleikahald sé í minna lagi, veldur þó mestu, að fámennur hópur manna tel- ur sig eiga erindi við slika tón- list. Þrátt fyrir fáa hlustendur halda þó nokkrir islenskir hljó- færaleikarar uppi merki ..kammertónlistar" og er tré- blásarakvintett, sem ekki ber neitt heiti, einn athafnasamasti hópurinn, en hann er skipaður að mestu, mönnum úr Sin- fóníuhljómsveit íslands. Þessi hópur kom fram s.l. sunnudag á vegum tónleikanefndar Hás- kóla íslands og lék verk eftir Anton Reicha, sem var sam- timamaður Beethovens, Jón Ásgeirsson og Jean Francaix, franskt nútímatónskáld. Þó nokkur mannaskipti hafi orðið í kvintettinum á þessu ári, er hann mjög vel samstilltur, en- da vel mannaður Manuela Wiesler er frábær flautuleikari, en hún tók sæti Jóns Sigur- björnssonar, sem nú starfar i Siglufirði. Á óbó leikur, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.