Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977 13 Þorgeir Bjarnason: Jón Jónatansson og Landskiptalögin Þegar svo bar við, að ég þurfti að vinna að landskiptamálum í sveit minni, minnist ég þess hve Landskiptalögin frá 1913 voru mér mikið haldreipi og aðstoð. Landskiptamál hafa jafnan verið mikið viðkvæmnis- og hagsmuna- mál í sveitum og það var því ekki litið þarfaverk þegar Jón Jónatansson, búfræðingur og þingmaður Árnesinga bar fram frumvarp um landskiptalög á Alþingi árið 1913. Ég er ekki i neinum vafa um það, að þessi lög urðu til þess að auka og tryggja réttlæti i samskipthm manna og firra margan bóndann misklíð og málavafstri, sem annars hefði orðið, ef ekki hefði notið þessara þörfu laga. Mér finnst nútiminn stundum gleyminn á það í hve mikilli þakkarskuld við erum við marga þá menn, sem horfnir eru okkur að baki, en lögðu endur- gjaldslitið fram krafta sína til að byggja betri framtið. Einn þeirra manna var Jón Jónatansson. Hann var einn af nemendum Torfa í Ólafsdal, þess landskunna manns. Að loknu námi i Ólafsdal hélt Jón til framhaldsnáms í Noregi um tveggja ára skeið, en þaðan til Danmerkur til frekara náms í landmælingum og land- skiptareglum. Hafði Jón áður lært undirstöðuatriði þess hjá Torfa og unnið nokkuð við land- mælingar og kortagerð fyrir Reykjavikurbæ áður en hann fór til Noregs. Hann var þvi manna best til þess fallinn að fella þessi mál i lagalegar skorður og láta ekki á þvi standa jafnskjótt og hann komst á þing. Eftir að Jón kom heim frá Noregi gerðist hann fyrst bústjóri i Brautarholti á Kjalarnesi, en sú jörð var þá í eigu þeirra bræðra Sturlu og Friðriks Jónssonar, háyfirdómara Péturssonar, og ráku þeir þar búskap. Jafnframt kenndi Jón Jónatansson þar Ragnar Björns- son í tónleikaför til Svíþjóðar AÐ KVÖLDI föstudagsins ianga heldur Ragnar Björnsson orgel- tónleika í Dómkirkjunni og hefj- ast þeir kl. 21. Verkin, sem Ragn- ar leikur, eru „Toccata og fuga“ í d-moll eftir Bach, „Mein junges Leben hat ein End“ eftir J.P. Sweelinck, „Introduction og Passacaglia“ eftir Pál tsólfsson, „Fantasi Funebre" eftir Ragnar Björnsson og „Preludiu og fúgu“ eftir Bach. Aðgangur að tónleik- um þessum er ókeypis, en tekið verður við framlögum til kirkj- unnar við útgöngudyr og því sem safnast vérður ráðstafað síðar. Ragnar Björnsson er nú á för- um til Svíþjóðar, þar sem hann mun halda fimni tónleika. Siðustu tónleikarnir verða í Malmö 26. april þar sem „Norrænir orgel- dagar“ munu þá standa yfir og kemur þar fram einn orgelleikari frá hverju Nörðurlandanna. Leik- ur Ragnar þar verk eftir Pál ís- ólfsson, Jón Þórarinsson, Þorkel Sigurbjönsson, Atla Heimi Sveinsson og sjáifan sig. ungum mönnum plægingar á veg- um Búnaðarfélags íslands, en plægingar höfðu átt hér erfitt uppdráttar til þess tíma og mönn- um ótamt að æfa hesta til sám- hæfra átaka. Jón Jónatansson átti mestan þátt i þvi að gera sláttuvélar not- hæfar við íslenska staðhætti og dráttarhæfar fyrir islenska hesta. Hann fór þá til Svíþjóðar og fékk þrjá sláttuvélaframleiðendur til að breyta vélunum eftir tillögum sínum, og hlutaðist síðan til um að þær væru keyptar og reyndar hér heima. Það gladdi mig að sjá skemmti- lega frásögn um þetta i afmælis- grein um Ingvar Vilhjálmsson út- gerðarmann sem Sveinn Bene- diktsson forstjóri ritaði I Vísi fyrir um það bil 8 árum. Leyfi ég mér að lokum að taka kafla úr þessari grein Sveins, sem bregður svo björtu ljósi á þessi atvik: „Sumarið 1909 hélt nýi tíminn innreið sina í átthaga Ingvars Vilhjálmssonar austur í Votleifs- holtshverfi í Holtum. Veturinn áður hafði Jón Jónatansson búfræðingur siglt til þess að kynna sér landbúnaðarverkfræði erlendis og notið til þess nokkurs styrks frá Búnaðarfélagi íslands. Hann fékk að minnsta kosti þrjá framleiðendur á sláttuvélum til þess að gera á þeim breytingar, svo að vélarnar hentuðu íslensk- um staðháttum. Komu þrjár þess- ara endurbættu sláttuvéla, ein af hverri gerð, til landsins sumarið 1909 og starfaði Jón á vegum Bún- aðarfélags Suðurlands við að kenna notkun og meðferð þeirra. Þrír bændur i Votleifsholts- hverfi, þeir Ólafur Ólafsson í Lindarbæ, Ólafur Erlendsson í Parti og Vilhjálmur Hildibrands- son i Votleifsholti keyptu eina þessara sláttuvéla í sameiningu. Allir voru þeir myndarbændur, kvæntir gæðakonum, Hinn síðast- nefndi, Vilhjálmur i Votleifsholti var járnsmiður ágætur. Svo sem veriö hafði faðir hans Hildi- brandur bóndi í Votleifsholti. Þegar sláttuvélin var sett saman á hlaðinu i Lindarbæ var uppi fótur og fit í hverfinu. Hópuðust ungir og ggmlir að til að sjá þetta furðu- verk. Þarna urðum við strákarnir vitni að merkisatburði i sögu íslensks landbúnaðar, þegar mættust nýi og gamli tíminn. Fannst okkur mikið til þess koma, þótt við gætum ekki verið með i leiknum fyrir bernsku sakir." Þannig farast Sveini Benedikts- syni orð. Jón Jónatansson lést langt um aldur fram árið 1925. Á skammri starfsæfi hafði hann komið viða við og látið eftir sig mörg spor. Hann var náttúruunnandi og náttúruverndarmaður, þótt það orð væri óþekkt á þeirri tið og hann átti mikinn þátt í fugla- friðunarlögum og fylgdi innan þings og utan hverju því máli sem var þjóðinni til hagsældar og menningarauka. Þegar amma mín. Sólveig Bjarnadóttir, fluttist til foreldra minna að Eyri í Mjóa- firði i Reykjafjarðarhreppi, var hún með Jón Jónatanson dóttur- son sinn með sér, þá tíu ára gaml- an. Við Jón vorum þvi systkina- synir, hann fimmtán árum eldri en ég, og ólst hann siðan upp á Eyri. Þegar Jón hafði lokið námi hjá Torfa í Ólafsdal, var hann heimiliskennari I tvo vetur hjá Kristjáni i Múla til að afla pen- inga til Noregsfarar. Aðra pen- inga hafði hann ekki, því foreldr- ar mínir voru fátæk eins og flestir voru þá, enda byrjuðu þau búskap með tvær hendur tómar. Vorið 1915 ákvað stjórn Búnaðarsambands Suðurlands að stofna til námskeiða fyrir pilta, þar sem kennd væri meðferð véla og hesta eins og þá gerðist. Jón Jónatansson, sem starfaði þá öðru sinni hjá Búnaðarsambandinu, hafði samband við Halldór Vilhjálmsson skólastjóra á Hvanneyri, að hann léti þá hafa mann sem gæti tekið þetta að sér og stakk upp á þeim sem þetta ritar, en ég hafði bæri verið í skólanum og unnið hjá Halldóri með góðum árangri. Samþykkti hann þetta hiklaust. Það fyrsta sem ég gerði, var að panta plóga frá Noregi stærri en gerðust hér, með það fyrir augum að hafa fjóra hesta fyrir. Það var ekki hægt að taka nema fjóra pilta, en námskeiðin stóðu i sex vikur hvert vor. Við þetta starfaði ég i f jögur ár, tvö vor hjá Guðmundi Þor- bjarnarsyni á Stóra-Hofi og Björgvin sýslumanni á Efra- Hvoli, sem hafði mikinn áhuga á ræktun ög búskap, og önnur tvö vor I Árnessýslu, annað í Gaul- verjabæjarhreppi og hitt í Biskupstungum. Skýrslu yfir vinnu þessa afhenti ég svo Bún- aðarfélagi íslands eins og lög stóðu til. Get ég þess hér, þar sem við Jón Jónatansson komum þarna báðir nokkuð við sögu. Hæringsstöðum í apríl 1977 Valdimar Kristinsson: Hafnarfj ar ðarvegur — Málamiðlun — Deilur hafa risið um fram- tíðarlegu Hafnarfjarðarvegar frá Arnarnesi að Engidal. Garðbæingar segjast enga ..hraðbraut" vilja með slauf- um og hraðakstri, en bjóða vegarstæði niður undir sjó. Hafnfirðingar halda sig hins vegar við upphaflegar hugmyndir og vilja sem greiðfærastan veg til Reykja- víkur. Utanaðkomandi leikmanni sýnist málamiðlun hugsanleg í þessu sambandi. Ný ak- braut verði lögð nokkurn veginn samhliða núverandi vegi, en eyja höfð á milli Væru þá komnar fjórar ak- reinar, þ.e tvær í hvora átt. Ekki þarf það að vera nein hraðbraut frekar en Hring- brautin í Reykjavik. En auðveldara og mun örugg- ara, er fyrir gangandi fólk að fara yfir tvær og tvær aðskildar akreinar heldur en yfir Hafnarfjarðarveginn eins og hann er í dag, þar sem þá þarf ekki aðgæta sín i um- ferðinni nema til annarrar átt- arinnar í senn Byggðin verður með öðrum orðum minna aðskilin helduren hún er i dag ef hámarkshraði er hóflegur. Til að undirstrika enn frek- ar að ekki væri um hraðbraut að ræða ætti síðan að hætta Fundur Torfu- samtakanna síðastliðinn laugardag Á FUND Torfusamtakanna fyrir friðun og endurreisn Bernöfts- torfunnar, sem haldinn var síðast- liðinn laugardag, komu um fimm hudnruð manns, að þvi er lögregl- an álítur. Á fundinum töluðu EU- endanlega við meinhattar umferðarmannvirki við Vifilstaðaveg, en hafa þarað- eins umferðarljós. Væri þá rétt að hafa aukagötur beggja vegna meðfram aðal- veginum til að safna um- ferðinm að gatnamótunum, þar sem umferðarljósin yrðu. Til að minnka umferðina þarna væri einnig rétt að at- huga um tengingu frá brúnum á Kópavogslæk eða Arnarnesi að væntanlegri Reykjanesbraut sunnan Fifu- hvamms. Með þessu móti ætti um- ferð að geta orðið allgreið eftir Hafnarfjarðrveginum og reyndar er versti kaflinn sem eftir var nýlega orðmn góður, þar sem lögð hefur verið ný akbraut niður Arnarnesið að norðanverðu og ný brú byggðá Kópavogslæk. Varðandi vegarstæðið með sjónum út á Álftanes, þá getur verið gott að eiga það til góða. Og Reykjanesbraut- in, milli Hafnarfjarðar og Breiðholts, þarf að koma sem fyrst, en áðurnefnd breikkun Hafnarfjararvegar (á aðeins tveggja km kafla sem eftir er ) ætti ekki að þurfa að draga mikið fé frá þeirri fram- kvæmd, ef staðið verður að málum á einfaldan hátt. ert Schram alþingismaður, Laufey Jakobsdóttir húsmóðir, Þorbjörn Broddason borgarfull- trúi og Jön Norland menntaksóla- nemi. í lok fundarins var lesin upp ályktun, sem hlaut einróma samþykki viðstaddra, en hún hjóðar þannig: Fundur Reykvík- inga, haldinn á Bernhöftstorfu 2. april 1977 á vegurp Torfusamtak- anna, skorar á ríkisstjórnina að láta nú þegar hefjast handa um endurreisn húsanna á Bernhöfts- torfu og fá þeim hlutverk við hæfi. L\ 6^ ^HON^ AUÐVELDASTA LINGUAPHONE er hentug fermingargjöf. LINGUAPHONE fæst bæói á hljómplötum og kassettum. Vió veitum allar upplysingar, og l^póstsendum hvert á land sem er. {jódíœrahús Reyhjauíhur Lougauegi 96 simi: I 36 36 UMBODSMENN LINGUAPHONE Bókabúóir: Keflavikur-Andrésar Nielssonar Akranesi,-JónasarTómassonar ísafiröi- Þórarins Stefánssonar Húsavík- Tónabúóin Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.