Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNt 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Fiskvinnslubæir mynda keðju verðmætasköp- unar á gjörvallri strand- lengju landsins. Þaðan er sóttur sjórinn og þar er fiskurinn unninn, sem er uppistaðan í útflutningi og gjaldeyristekjum þjóðar- innar. Fyrir ber að van- þekking einsýnna frama- gosa varpar rýrð á menn- ingarlega stöðu þessara byggðarlaga. Þá er gjarnan horft fram hjá hvoru tveggja, að verðmætasköp- unin i þjóðfélaginu verður að bera uppi menningarlíf þess, fræðslukerfi, listir og félagslega starfsemi; og að einmitt í þessum plássum, í önn og ys hversdagsins, eru rætur margs þess dýr- mætasta í menningararf- leifð okka'r. Minna má á lagasmíð og þjóðlagasöfn- un séra Bjarna Þorsteins- sonar — um áratugaskeió — í síldarbænum Siglu- firði, sem var eitt dæmi- gerðasta sjávarplássið í at- vinnusögu þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar. Hér er aðeins nefnt eitt dæmi af fjölmörgum, sem tína hefði mátt til með sama rétti. Á árinu 1975 var talið, að 5.100 manns stunduðu fisk- veiðar hér á landi, eöa um 5.4% vinnufærra manna (mannár, samkvæmt slysa- tryggðum vinnuvikum). A sama tíma unnu rúmlega 7.700 manns, eða 8.2% í fiskiðnaði. Samtals unnu því í þessari veigamestu at- vinnugrein þjóðarinnar tæplega 13.000 manns, eða um 13.6% af vinnufram- boói landsmanna. Þetta er ekki stór hópur, jafnvel ekki á íslenzkan mæli- kvarða, en lóð hans á vogarskál íslenzkrar vel- megunar og efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar stendur fyrir sínu. Þessa mætti þjóðin minnast á sjó- mannadaginn, hátíðisdegi fslenzkrar sjómannastétt- ar, sem jafnframt á að minna á gildi og þýðingu starfsstéttarinnar í fslenzk- um þjóðarbúskap. Hvert sinn, sem við leið- um hugann að sjávarút- vegi, hlýtur hann að staldra við hættulegasta vandamál þessarar þjóðar; ástand fiskstofnanna, eink- um þorsksins, sem verið hefur burðarásinn í verð- mætasköpun okkar um ára- tugaskeið. Mikilvægir áfangar hafa að visu náðst í landhelgismálum, allt frá því að landgrunnslögin vóru sett, árið 1948, til þess að fært vaf út í 200 mílur á árinu 1975, og íslenzkur réttur til veiðistjórnunar á þessu stóra hafsvæði var viðurkenndur með svoköll- uðu Óslóarsamkomulagi 1976. Og aldrei í sögu þjóð- arinnar hefur verið gripið til víðtækari varnarráð- stafana til fiskverndar, með löggjöf og reglugeró- um um veiðisókn, veiðar- færi og veiðifriðun, en sl. tvö til þrjú ár. Engu að síður er þörf vaxandi var- úðar að dómi fiskifræðinga okkar. Á sjómannadegi ber þó jafnframt og ekki síður að hyggja að stöðu sjómanna- stéttarinnar í þjóófélaginu. Sjómenn eru fjarri heimil- um sínum langtfmum sam- an, vinna lengri starfsdag en flestir aðrir og lúta öðrum starfsaðstæðum en gengur og gerist í þjóðfél- aginu. Af þessum sökum, sem og vegna gildis sjó- sóknar fyrir þjóðarbúið, er ekki óeðlilegt, að þeir búi að betri kjörum en land- vinnumenn, þó halda verði í heiðri vissum launajöfn- unarsjónarmiðum. En það þarf að hyggja að fleiri þáttum, ekki sízt félags- legri aðstöðu sjómanna, sem er frábrugðin annarra starfsstétta. Á einu sviði, þ.e. að því er varðar aðbúð eldri sjó- manna, hafa verið stigin athyglisverð framfaraspor. Má þar minna á Hrafnistu í Reykjavík, sem gegnt hefur giftudrjúgu hlut- verki um langt árabil, og Hrafnistu í Hafnarfirði, sem nú er á byggingarstigi. Þeir, sem þessum þætti hafa sinnt, eiga þakkir skil- ið fyrir framtak og dugnað, sem margir hafa notið góðs af en fleiri eiga eftir að njóta. Vafamál er hins vegar, hvort félagslegri að- stöðu starfandi sjómanna hefur verið sinnt sem skyldi, m.a. þeirri, sem langar fjarverur frá heim- ilum skapa, t.d. til að njóta útvarps, sjónvarps, leik- húsa og ýmiss konar sam- félagslegrar þjónustu. Þessar fjarverur kalla og á margháttaðan aukakostnað í heimilisrekstri. Allar starfsstéttir þjóð- félagsins vinna því gagn, hver með sínum hætti. Hátíðisdagar starfsstétta verða vart betur nýttir til annars en að kynna störf þeirra og starfsaðstöðu. Kynning leiðir af sér þekk- ingu og þekking á gagn- kvæmum hagsmunum og sjónarmiðum er nauðsyn- legur undanfari skilnings og samstööu, þegar á heild- ina er Iitið. Þessa kynningu mega sjómenn sjálfir ekki vanrækja, þó að þáttur þeirra og þýðing í þjóðar- búskapnum sé auðsærri og skiljanlegri en margra annarra starfsstétta. Þjóð- félagið þróast sífellt til meiri fjölbreytni, atvinnu- lega séð, og fjölbreytnin eykur á þörf vökullar kynningar. Morgunblaðið árnar ísl- enzkum sjómönnum heilla á hátíösdegi þeirra — og efni þess í dag er að veru- legum hluta helgað þessu kynningarhlutverki á gildi íslenzks sjávarútvegs og starfi sjómanna, sem eru í fremstu víglínu fram- leiðslu og vermætasköpun- ar í þjóðfélaginu. Fremsta víglína fram- leiðslu í þjóðfélaginu | Reykjavíkurbréf Laugardagur 4. júní Torfi Hjartarson TORFI Hjartarson, fyrrum tollstjóri, varð 75 ára f fyrri viku og stóð þá í stórræðum i miðri kjaradeilu. Hann tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir rúmum þremur áratugum og er þjóð- kunnur af því sem öðru. Það er rétt, sem blaðamaður Morgun- blaðsins segir í stuttu afmælis- spjalli við Torfa, að engum, sem sér hann, dettur í hug 75 ára gamall maður, svo léttur sem hann er i spori og unglegur i öllu fasi. Þó hafa áreiðanlega fáir menn á Islandi þurft að vaka jafn lengi í senn og Torfi Hjartarson og ráða fram úr jafn erfiðum vandamálum i jafn langan tima, þjóðfélaginu til heilla og blessun- ar og Torfi Hjartarson. Fyrir- rennarar hans í embætti ríkis- sáttasemjara voru engir aukvisar, heldur merkir menn, sem skildu eftir sig spor, hver á sinu sviði, þeir Georg Ólafsson, bankastjóri, Björn Þórðarson, siðar forsætis- ráðherra, sem gegndi sáttasemj- arastörfum frá 1926 — ’42, og loks Jónatan Hallvarðsson, hæstarétt- ardómari, sem var sáttasemjari til vors 1945. I þetta mikilvæga starf hafa því ætíð valizt merkir menn og mikilhæfir, enda þarf þann kost helztan til að standa í þessum stórræðum að horfa af háum sjón- arhóli, tileinka sér viðsýni og þó ennfremur fordómaleysi og reyna aó setja sig i spor þeirra, sem leiða saman hesta sína í vinnu- deilum. Helzti aðstoðarmaður Torfa nú, Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor, er einnig þessum kostum búinn. Oft hefur mikið mætt á Torfa Hjartarsyni, eins og alþjóð er kunnugt, og meðan hann var tollstjóri i Reykjavik, þurfti hann oft og einatt að sinna tveimur lýjandi störfum, en þess sér ekki stað, svo léttur á fæti sem hann enn er. Um þær breytingar, sem orðið hafa á samningagerð og störfum sáttasemjara, sagði Torfi Hjartarson í samtalinu við Morg- unblaðió: „Þetta er líka búið að fá allt annan blæ, hér fyrr rifust menn meir, en nú eru þetta menn, sem lengi hafa unnið saman — eru i sameiginlegum nefndum og reyna sameiginlega að bera klæði á vopnin. Þetta eru þvi orðnir vinir og kunningjar, enda hefur maður alltaf reynt að kappkosta, að rétta hliðin á málunum sneri upp. Það er nauðsynlegt að hafa húmor í þessu í stað þunga." Torfi Hjartarson á langt og heillaríkt starf að baki. Hann á ættir að rekja til Torfa i Ólafsdal, og er af merku fólki kominn. Hann var bæjarfógeti á ísafirði i og sýslumaður i ísafjarðarsýslu frá 1934—1943. Torfi Hjartarson hefur verið vinsæll maður, þar sem hann hef- ur komið við sögu, og markað eftirminnileg spor, svo sérstæður og svipmikill persónuleiki, sem hann er. Hann er einarður maður, en hlýr og ljúfur i fasi og fremur hlédrægur, enda má ætla, að hann hefði að öörum kosti tekið þátt í stjórnmálabaráttú, því ungur hafði hann afskipti af þeim mál- um, en minni síðan. Anna, kona hans, hefur verið manni sínum sterkur bakhjarl og stundum látið að sér kveða í umræðum hér í blaðinu. Einstaklingurinn og ríkið Morgunblaðið hefur stundum bent á, hve nauðsynlegt er að stemma stigu við útþenslu bákns- ins og rikisafskiptum, sem eru orðin meiri en góðu hófi gegnir. Það er rétt stefna hjá ungum sjálfstæðismönnum að hafa leitt hugann sérstaklega að þessari þróun, og ættu menn að kynna sér blað, sem þeir hafa sérstaklega gefið út I því skyni að opna augu almennings fyrir þvi, hve umsvif ríkisins eru orðin mikil. Morgunblaðið hefur oft hvatt rikisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til að efla reisn einstaklingsins og styðja við bak- ið á honum í baráttunni við bákn- ið eða kerfið, eins og það er kall- að. Ríkisstjórnin ætti að huga bet- ur að þörfum og athafnafrelsi ein- staklingsins og reyna að draga úr bákninu, án þess það komi niður á þeim, sem minna mega sín í þjóð- félaginu. Forysta Alþýðusam- bands íslands hefur einnig gert þetta að stefnuskráratriði sínu, svo að nú ættu þjóðleg framfara- öfl, sem virða stöðu einstaklings- ins í velferðarsamfélagi okkar að taka höndum saman og hefja sókn á hendur kerfinu, áður en það verður að þeirri ófreskju, sem við þekkjum í sósialistískum og kommúnistiskum ríkjum, ef litið er á vinstra væng stjórnmála, og hálfasistískum eða nazistískum ríkjum, ef við litum á ríki, sem lúta einræðisstjórnum lengst til hægri. Um þetta hefur Morg- unblaðið oft fjallað i forystu- greinum sínum, m.a. lagt rika áherzlu á, að einstaklingurinn sé ekki þjónn ríkisins, heldur eigi rikið að þjóna einstaklingnum. Nauðsynlegt sé að vernda ein- staklinginn gegn yfirgangi ríkis- valdsins, og blaðið hefur bent á hættuna af því, þegar menn tala jafnvel ósjálfrátt i fjölmiðlum um það, hvort ekki sé eðlilegra að „hið opinbera" geri hitt og þetta, í stað þess að einstaklingar eða frjáls félagasamtök annist ýmis þjónustustörf innan þjóðfélags- ins. Morgunblaðið sagði m.a.. ný- Iega i foryStugrein: „Þau viðhorf sem nú skjóta hvarvetna upp koll- inum í ýmsum myndum, um nauð- syn þess að hemja báknið og auka svigrúm einstaklingsins og vernda hann gegn ágengni kerfis- ins, viðhorf sem heyrast jafnt frá vinstri sinnuðum sem hægri sinn- uðum stjórnmálamönnum, eru í meginatriðum í samræmi við þá grundvallarstefnu, sem mörkuð var á stofnfundi Sjálfstæðis- flokksins fyrir bráðum hálfri öld. Vafasamt er, að sjónarmið hins almenna borgara hafi nokkurn tíma verið í jafn miklum takt við meginstefnu Sjálfstæðisflokksins og einmitt nú...“ Síðan er skorað á Sjálfstæð- isflokkinn að grípa tækifærið og hafa forystu um þann niðurskurð á bákninu, sem vilji almennings stendur nú til. I annarri forystugrein hér i blaðinu var jafnframt bent á, að „verkalýðshreyfingin, sem er að meiri hluta til undir stjórn vinstri sinnaðra verkalýðsforingja og stjórnmálamanna, hefur krafist þess, að samneyzla verði minnkuð og einkaneyzla aukin. í báðum tilfellum er um að ræða stefnu- breytingu í grundvallaratriðum frá vinstri mönnum, sem jafnan hafa flutt þann boðskap að félags- hyggjan skuli ráða... að hlutdeild og forsjá rikisvaldsins í lifi ein- staklinga skuli stöðugt vera meiri og svigrúm einstaklingsins þar af leiðandi minni..“ Og ennfremur: „Hin síðari ár hefur mönnum smátt og smátt orðið ljóst, að ein- staklingurinn stendur sifellt verr að vígi gagnvart alls kyns kerfis- valdi, stundum er þetta kerfis- vald sambland af stjórnmála- og embáettismannavaldi, í öðrum til- fellum blanda af embættismanna- og viðskiptavaldí. Blanda af öllu þessu er til. Ekki er það alltaf hin „áhrifalausi almúgumaður“, sem verður fyrir barðinu á kerfinu. Engu virðist skipta, hver í for- svarinu er, einungis ef um er að ræða hagsmuni einstaklingsins eða fámenns hóps einstaklinga gagnvart starfi valdasam- steypu..." Loks hefur Morgunblaðið bent á, að nú séú að verða straumhvörf i afstöðu almennings til ríkisvalds og einstaklinga, stefna vaxandi samneyzlu og rikisforsjár er á undanhaldi, enda sé mönnum orð- ið það ljóst, að lengra verður ekki gengið á þeirri braut. Morgun- blaðið hefur skorað á rikisstjórn- ina að taka Alþýðusambandið á orðinu „og efna til tillögu- gerðar og samráðs um það, hvernig unnt er að ná fram niður- skurði ríkisumsvifa, sem kjara-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.