Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 3
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNl 1977 3 1 7. júní — ] L7. júní — 1 .7. júní — i 7. júní — ] 7. júní — 1 7 júní — ] L7. júní — 1 7. jum í Reykjavík verð- ur eitthvað fyrir alla — og dansað á sex stöðum.... Hátiðahöldin hér i höfuðstaðnum verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Dagskráin hefst kl. 9.55 með samhljómi kirkjuklukkna Kl. 10 00 leggur Ólafur B Thors, forseti borgarstjórnar, blómsveig frá Reyk- víkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Lúðrasveitin Svanur leikur. For- maður Þjóðhátíðarnefndar mun setja hátíðina kl. 10 40 á Austur- velli. Þá munu handhafar forseta- valds, í forföllum forseta íslands, leggja blómsveig frá islenzku þjóð- inni á minnisvarða Jóns Sigurðsson- ar. Forsætisráðherra mun flytja ávarp og flutt verður ávarp Fjallkon- unnar. Kl 11.15 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prestur er séra Ólafur Skúlason Dómkórinn syngur, Ragn- ar Björnsson leikur á orgel og Sigurður Björnsson syngur einsöng. Við dagskrána á Austurvelli syngur Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar og Lúðra- sveitin Svanur leikur Kynnir er Árni Gunnarsson. Við Hrafnistu leikur Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavíkur frá kl 10.00 og við Elliheimilið Grund frá kl 10.45. Stjórnandi er Ólafur L. Kristjánsson. Kl 14.30 ganga skrúðgöngur frá Hlemmtorgi. Mikla- torgi og Sundlaug Vesturbæjar að Lækjartorgi Skátar ganga undir fán- um fyrir skrúðgöngunum og lúðra- sveitir leika Á Lækjartorgi hefst barnaskemmt- un kl. 15.10 Stjórnandi hennar er Klemens Jónsson, en kynnir Bessi Bjarnason Kl. 16 15 er ein nýjung á dagskrá Þjóðhátíðar Þá munu félagar úr Fornbílaklúbbi íslands aka á bifreiðum sínum umhverfis Tjörn- ina Kl 17.00 hefst síðdegisskemmt- un á Lækjartorgi Kynnir er Gunnar Eyjólfsson Þar verður m a flutt ávarp frá Vestur-íslendingum í Winnipeg. í sundlauginni f Laugar- dal efst sundmót kl. 15 00 og á Laugardalsvelli hefst um leið 17 júnímótið í frjálsum íþróttum Sérstök hátíðahöld verða eins og verið hefur í Árbæjar- og Breiðholts- hverfi og eru það ýmis hverfafélög sem bera veg og vanda af þeim dagskrám sem þar eru fluttar í Árbæjarhverfi fer skrúðganga frá Árbæjarsafni kl. 13.15 að Árbæjar- skóla, en þar hefst samfelld dagskrá kl 13 45 í Breiðholti leggja skrúð- göngur af stað kl 1 3.00 frá íþrótta- vellinum í Breiðholti I og við Hóla- hring og ganga þær að Fellaskóla, þar sem samfelld dagskrá hefst kl 13.45. Frá kl. 14.00 verður starf- rækt skátativolí við Fellaskóla og kl 14 45 hefst frjálsiþróttamót á íþróttavellinum í Breiðholti III, i um- sjá iþróttafélaganna Leiknis og Í.R. Um kvöldið verður dansað á sex " stöðum i borginni. Við Austurbæjar- Breiðholts-, Langholts-, Mela-, Árbæjar- og Fellaskóla Hátíðinm lýkur kl. 24 00 Merki þjóðhátíðarinnar teiknaði Ástmar Ólafsson teiknari Kópavogur ÞJÓÐHÁTÍÐ í KÓPAVOGI hefst kl 1 0 00 með þvi að Skólahljómsveit Kópavogs leikur við Kópavogshæli undir stjórn Björns Guðjónssonar, kl 10 30 er víðavangshlaup barna á dagskrá og kl 11.00 koma hesta- menn á vettvang og skemmta börn- unum. Kl. 13.30 fer skrúðganga frá Kópavogsskóla að Rútstúni þar sem hátíðin verður sett kl 14 05. Fluttar verða ræður og skemmtiatriði Hátíðahöldum á Rútstúni lýkur um kl. 16.10, en kynnir er séra Árni Pálsson. Kl 1 6 30 leika hestamenn listir sinar á Vallargerðisvelli og kl 18.30 hefst unglingadansleikur við Kópavogsskóla: Knattspyrnuleikur fer fram á Kópavogsvelli kl 1 8 00 Kl. 21.00 hefst almennur dans- leikur við Kópavogsskóla og verður dansað til miðnættis. Húsdýr verða til sýnis á hátíðarsvæðinu allan dag- inn. Það er ungmennafélagið Breiðablik sem sér um hátíðarhöld- Hafnarfjörður í HAFNARFIRÐI hefst hátíðin með því að fánar eru dregnir að húni kl 8 00 Um kl 10 00 hefst frjáls- íþróttamót á Kaplakrikavelli Brúðir- leikhús hefst i Bæjarbíói kl. 10.30 Hátíðarguðsþjónustur verða i báð- um kirkjum bæjarins kl 1 4 00 og kl. 1 5 00 leggur svo skrúðganga af staðfrá Þjóðkirkju til Hörðuvalla Á Hörðuvöllum hefst sérstök dag- skrá-kl. 1 5 30 Við Lækjarskóla fer fram leikur i handknattleik milli FH og Hauka í meistaraflokki Kl 20.30 hefst kvöldskemmtun við Lækjarskóla og að henni lokinni verður þar stiginn dans til kl 00.30 Akureyri HÁTÍÐARHÖLDIN Á AKUREYRI hefjast að venju með því að blómum skrýddur bill ekur um bæinn kl 9 30 Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi frá kl 1 3 30 og þaðan leggur siðan af stað skrúðganga að íþróttavellinum kl 1 4 00 Þar hefst siðan hátíðardagskrá kl. 14 15 Á dagskrá þar er m.a ein nýjung Það er fallhlifastökk úr 1 0 þús. feta hæð Kl 1 7.00 hefst barnaskemmtun á Ráðhústorgi og þar verður einnig haldin kvöldskemmtun Henni lýkur svo með dansi og verður dansað til kl 2 00 eftir miðnætti. Akranes I. íí&HöfciJ Á AKRANESI hefst hátiðin kl 13 00 með hátíðarmessu i Akra- nesskirkju Kl 1 3 30 verður gengið í skrúðgöngu að iþróttavellinum og þar verður hátiðin formlega sett kl 14 00 Þar verður ýmislegt til skemmtunar. í gagnfræðaskóíanum hefst skemmtun á vegum kirkjukórs- ins kl 1 7.00 Á Akratorgi hefst kvöldvaka kl. 20 30 með leik Lúðra- sveitar Akraness. en siðan verða flutt ýmis skemmtiatriði Um kvöldið verður svo dansleikur i Hótel Akra- nesi Frá kl. 1 5.00 til 23.00 verður kaffisala í Rein á vegum kirkjunefnd- ar —n—m—r~ „Skalf þá loftið affagnaðarlátums Prentarar og blaðamenn virðast ekki hafa fengið neitt frí út á 17. júní fyrir fimmtíu árum; að minnsta kosti kom Morgunblaðið út eins og ekkert hefði i skorist daginn eftir. Aftur á móti var blaðið með auglýsingu þann sautjánda frá íslandsbanka og Landsbankanum, þar sem báðar þessar virðulegu stofnanir boðuuðu lokun á hádegi; og í annarri auglýs- ingu samdægurs frá VR voru „allir kaupmenn og aðrir verslunaratvinnurekendur" hvattir til að bera sig eins að. Það var lika heilmikið tilstand á þjóðhátiðardaginn okkar ‘27, sem hét þá raunar ekki síður „hátíðisdagur íþróttamanna“. ÍSI sá um dagskrána, sem hófst með lúðraspili á Austurvelli þar sem „nokkrir menn og einn piltur“ voru mættir i „fornmannabúningum", og átti að menn vonuðu að ná hámarki á iþróttavellinum austur á Melum seih næst á slaginu fjögur, þegar Magnús Guðbjörnsson, sem titlaður var „hlaupagarp- ur“, var væntanlegur þangað eftir frækilegt hlaup frá Þingvöllum. Aðgöngumiðar að vellinum kostuðu 50 aura fyrir börn en fyrir fullorðna ýmist krónu eða krónu og fimmtíu, óg fór það eftir því hvort menn stóðu bara á fósturjörðinni eða höfðu efni á þvi að tróna eins og greifar á „pallstæði“. Ræðumenn dagsins þennan dag fyrir réttum fimm- tíu árum voru þeir dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, sem minntist Jóns Sigurðssonar suð- ur i kirkjugarði, og Jóhannes Jósefsson glimukappi, sem flutti ávarp yfir íþróttamönnum. Báðir fengu ágætiseinkun hér i blaðinu fyrir frammistöðuna; að sögn fréttamanns hafði dr. Guðmundur sagt að Jón Sigurðsson yrði alltaf mikilmenni í hugum islendinga „svo lengi sem hin fegursta hugsjón, drengskaparhug- sjónin, væri i heiðri höfð“; og Jóhannes glimukappi hafði heitið á áheyrgndur sína „að hlúa vel að því tvennu, sem vér ættum dýrast og bjargað hefði oss í gegnum allar þrautir og eldraunir, — tungunni og islensku glimunni." En það var langhlaupið hans Magnúsar sem var hinn stóri atburður dagsins. Hann hafði haldið frá Þingvöllum á hádegi og átti um tíu kílómetra ófarna „kl. 3.914“, eins og Morgunblaðið orðar það af undra- verðri nákvæmni. Siðan segir blaðið: „Um klukkan fjögur fóru að heyrast fagnaðaróp neðan úr bæ og vissu menn þá, að Magnús var á næstu grösum. Alltaf mögnuðust húrrahrópin og allt i einu vindur Magnús inn á völlinn. Skalf þá loftið af fagnaðarlátum áhorf- enda. Hljóp Magnús nú hálfan annan hring umhverfis völlinn og endaði hlaupið með snörpum lokaspretti, en húrrahrópunum ætlaði aldrei að linna.“ og frétta- maður bætir við að ekki hafi séð á garpinum að liann væri þreyttur: „ekki blés hann úr nös... og ekki stakk hann við“. Sjálfur landlæknir fylgdi Magnúsi í drossiu alla leið, að læknishjálpin yrði ekki af verri endanum ef hann fengi eitthvað verra en hlaupasting, og frá Þingvöllum hljóp hann „á 4 klst. 10 mín. 2. sek.“ (sama nákvæmnin enn!) og hlaut verðlaunabikar „til æfinlegrar eignar“ fyrír afrekið. Rikarður Jónsson hafði smíðað gripinn, en gefandinn var Sigurjón Pétursson á Álafossi, sem líka tók að sér að afhenda hann. Sigurjón fór mörgum lofsamlegum orðum um hlauparann og bað viðstadda þar að auki „að minnast þess... er þeir vildu gefa einhvern minjagrip, að velja þá íslenskan grip, en ekki eitthvert útlent glingur". Af öðrum íþróttaviðburðum dagsins má nefna „1500 stiku hlaup“ þar sem Geir Gigja kom fyrstur i mark á fjórum minútum 29,2 sekúndum. Þá kepptu þrir f stangarstökki og urðu þeir Sveinn og Ottó Marteins- synir fremstir og jafnir: Þeir stukku 2,40 eða 10 sentimetrum hærra en þriðji maðurinn. i hundrað stiku hlaupi sigraði aftur á móti Helgi Eiríksson á 11,3 sekúndum — „og er það sami timi og met Garöars Gíslasonar í fyrra“. Deginum lauk með dansi á Melavellinum, og rann þá væntanlega saman í eina fagnandi þvögu alþýðan í krónustæðunum og fyrirfólkið af „pallstæðinu“. Sautjándinn þegar amma var ung

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.