Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1977 vl» /gp' MORÖdN-, v KAFF/NU ' I þeim verðflokki sem þú hugs- ar þér, þá er þetta einasta gerð- in, sem við höfum! Konan mfn hefur vfxlað hár- kollunum f morgun. Fleiri reki útvarp? „Kæri Velvakandi. Afar athyglisverðar greinar hafa birzt í þáttum þinum sfðustu daga, þar sem gerð er úttekt á misnotkun kommúnista og rót- tæklinga á Ríkisútvarpinu í sam- bandi við Straumsvikurgönguna. Þar eð ég hefi áður lýst yfir vanþóknun minni á hömlulausum róttæklingaáróðri i Rikisútvarp- inu, og misnotkun þessarar al- menningseignar þá langar mig að leggja nokkur orð i belg. Mér finnast málin nú vera kom- in á það stig að rikisvaldið sem slíkt hafi ekki lengur rétt og hafi fyrirgert lagalegum rétti sínum til einokunar í fjölmiðlun á öldum ljósvakans. Alþingi verði að viðurkenna þessa staðreynd með lagastningu, sem gangi í þá átt að veita fleiri aðilum heimild til út- varpsreksturs og sjónvarpsrekst- urs og að fólki verði frjálst hverj- um þessara aðila þeir greiði af- notagjöld sín. Mikil reynsla er fyrir hendi erlendis um frjálsan útvarpsrekstur þannig að það eru þekktar stærðir hvað beri að leyfa og hvað beri að varast í útvarps- rekstri sbr. ítölsku reynsluna. Það verður að teljast undarlegt fyrirbrigði að lögreglunni er sig- að umsvifalaust á unglinga sem hafið hafa litilsháttar útvarps- rekstur á tónlist fyrir jaifnaldra sína öðrum að kostnaðarlausu og öllum að skaðlausu. Þó mun stjórnarskráin mæla fyrir um málfrelsi, fundafrelsi og prent- frelsi og einokun ríkisvaldsins er því ekki i anda stjórnarskrárinn- ar og verður bókstaflega að teljast brot á henni. Ég býst við því að Ríkisútvarp- ið, hljóðvarp, geti varla talizt neitt óskabarn islenzku þjóðar- innar og eins og nú er I pottinn búið syrgðu vist fáir þó þessi kommastofnun fari á hausinn. Stofnunin mun nú f dag vera öfl- ugasta stofnunin sem jafnt og þétt vegur og heggur að rótum fslenzks lýðræðis. Það er spurn- ing hve mikinn þrýsting af þessu tæi þjóðin þolir þó árangurinn hafi verið heldur bágborinn. Það mun þó vera alrangt að leika sér með eldinn á þennan hátt. Það ber þvi að minu mati að koma öðrum hætti á þessi mál i anda stjórnarskrárinnar. Ekki verður annað sagt en að þeirri hugsun skjóti upp hjá manni að róttæklingar séu að ger- ast latir og nenni ekki lengur að ganga alla leiðina frá Straumsvík. I göngunni voru aðallega krakkar og auðtrúa unglingar. Hins vegar má einnig gera sér i hugarlund að BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Byrjendum kann að þykja nóg um kröfurnar, sem gerðar eru til þeirra við spilaborðið. Það þarf að telja alla liti og muna öll spil, sem farin eru. Rétt er það, þetta virðist mikið á sig lagt. En ekki er allt sem sýnist og æfing í þessu kemur á fáum spílakvöldum. Spilið hér að neðan er gott dæmi um hve mikilvægt er að taka vel eftir. Austur gefur, allir utan hættu. Norður S. Á764 H. D8 T. G874 L. Á62 Vestur Austur S. DG3 S. 2 H. 765 H. KG102 T. K1093 T. D652 L. K95 L. D1074 Suður S. K10985 H. Á943 T. Á L. G83 Suður opnaði á einum spaða, norður hækkaði í þrjá ög suður sagði fjóra spaða í von um, að spilið lægi vel. Vestur spilaði út tfgultíu, blind- ur og austur létu lágt og suður tók slaginn. Sagnhafi sá tvo tapslagi í laufi, einn í hjarta og jafnvel einn í spaða. Hann spilaði lágu hjarta í von um að vestur ætti kónginn en austur tók á drottningunaog spil- aði tigli. Sem betur fór skipti hann ekki í lauf. Suður trompaði, spilaði spaðakóng og ás og í ljós kom, að vestur átti trompslag. Hjartaáttunni var nú spilað frá blindum með það í huga að láta hana fara hringinn, léti austur lágt. En austur lagði tíuna á og suður tók með ás. Sagnhafi tók' eftir, að vestur hafði látið hjartafimm og sex, sem þýddi að austur átti sennilega tvistinn. Hann spilaði því hjarta- níunni. Sjöið kom frá vestri og lauf látið frá blindum. Austur fékk á gosann og spilaði laufi, en það var of seint. Suður tók það í .blindum, trompaði tígul heima og spilaði hjartafjarkanum, sem var orðinn hæsta spil. Lauf látið frá blindum og spilið þar með unnið. Austur átti bara tvistinn eftir og vörnin fékk aðeins þrjá slagi. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir 38 efnalegur. Eða hann þvær bara hendur sfnar af öllu. Ég hefði átt að vita þetta. Manstu þegar hann skrifaði greinina þar sem hann varði eiturlvf janeyzlu. Hann skrifaði að það væri ekki skrítið þótt unga fólkið leitaði burt frá rótspilltu þjóðfélagi. bað bæri vott um heilbrigði f sálinni. Ég þekkti einn sem tók hann alvarlega. Hann er dáinn núna. Hann tók of mikið af eiturlyfjum. — Ég hef aldrei mælt með eituriyfjaneyzlu, sagði Kessel rólega. — Notkun eiturlyfja er sjúkdómsmerki. Það sagði ég. — Það misskildu þig sumir. Og þegar þú varst beðinn að skýra málið sagðistu ekki nenna þvf. Kessel svaraði ekki. — Þess f stað fórstu að mæla með að menn beittu vaidi. En þegar einhver hefur svo tekið þig alvarlega þværðu síðan hendur þfnar i snatri. — Ég hef ekki mælt með of- beldi. Kessel virtist hvergi brugðið og hann stóð enn f sömu stell- ingum viðgluggann. — Kessel hefur aldrei verið þeirrar skoðunar sem fólk held- ur. Hann hagar seglum eftir vindi hverju sinni. Kessel er aldrei alvara með neitt — ekki nokkurn skapaðan hlut. Frede hló bitrum hlátri. — Þetta er vfst ekki ýkja frumlegt hjá mér. Sennilega hef ég þetta frá honum föður mfnum. Það er yfirleitt mesta vitleysa að standa hér og eyða orðum að þessu. — Ég nenni heldur ekki að hlusta á þetta öllu lengur, sagði Peter. — Hvers vegna viltu að ég keyri þig? — Þegar ég heyrði hvernig faðir þinn var stemmdur hugs- aði ég með mér, að það væri bezt ég gerði ákveðnar varúðar- ráðstafanir. Sennilega myndi hann hringja til lögreglunnar jafnskjótt og ég væri farinn héðan. Þess vegna þarf ég á gfsl að halda. Þar með þér. Kessel gekk þvert yfir gólfið og opnaði dyrnar. — Hvert ertu að fara? spurði Frede hraðmæltur. Þú ætlar kannski að fylgja mér á klósettið Ifka? spurði Kessel spotzkur. — Nei, en ég hef ekkert á móti þvf að standa fyrir utan og bíða eftir þér. Kessel sneri sér að Peter og sagði: — Iföndin er ekki siösuð, hann heldur á byssu f henni. Hann segist skjóta ef ég geri ekki eins og hann býður. Ég get vel fmyndað mér að honum sé alvara. Peter brosti dauflega. — Vertu ekki að þessari vit- leysu, Frede. — Það er rétt sem faðir þinn segir, sagði Frede kæruleysis- lega. — Þú hefur sem sagt f hótun- umvfðhann. — Það má orða það svoleiðis. — Hefurðu hugsað þér að hóta mér Ifka? — Já. Að minnsta kosti ef þú hlýðnast ekki skipunum mfn- um. — Og ef ég vil ekki taka þátt f þessum skrfpaleik, hvað þá. — Þá skýt ég þig niður, sagði Frede jafn kæruleysislega og fyrr. — Ég get ekki tekið þig há- tfðlega. — Ég held þér sé fyrir beztu að gera það. — Hvað hefur eiginlega gerzt fyrst þér finnst þú þurfa að beita slfkum hótunum. — Ekkert sem kemur þér við. Kessel gekk fram á salernið. Frede fylgdist með honum úr dyragættinni þannig að hann hafði gott sýni til Peters Ifka. — Það var reyndar faðir þinn sjálfur sem stakk upp á þvf, sagði hann. — Upp á hverju? — Að við hringdum til þín. Kessel kom út af salerninu. — Ég var svo mikið flón, ég hélt þú gætir komið fyrir hann vitinu, tautaði hann. Peter fann reiðina ólga innra með sér. — Yfirleitt ertu nú flest ann- að en flón, sagði hann kulda- lcga.___________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.