Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 14
ftttfgtmiritofeft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Mikill minnihluti mannkyns og þjóða býr við lýðræði, þingræði og undan trausti bandalags- ins. Þessi vandi Atlantshafs- þegnréttindi í þeim skiln- ingi þessara orða, sem vest- rænar þjóðir leggja í þau. Almenn þegnréttindi og mannúðarstefna eiga í vök að verjast í heiminum í dag, þrátt fyrir þær fórnir, sem færðar voru í heims- styrjöldinni síðari — og fyrr og síðar — í þágu þess- ara grundvallarréttinda. Atlantshafsbandalagið var á sínum tíma stofnað til verndar borgaralegu lýð- ræði og borgaralegum þegnréttindum: skoðana- og tjáningarfrelsi, athafna- og ferðafrelsi og rétti hinna almennu þjóðfélags- þegna til að velja sveitar- félögum og þjóðfélögum stjórnendur í almennum, leynilegum kosningum, þar sem allir hafa jafnan rétt til framboðs og at- kvæðis. En jafnvel þetta varnarbandalag átti um árabil við andlýðræðis- legan vanda að etja, sem veikti innviði þess. Þessi vandi var bundinn við valdatöku herforingja í Grikklandi á sínum tíma og einræðisstjófm í Portúgal. Þá gróf aðild Bandaríkj- anna að stríðmu í Víetnam bandalagsins tilheyrir nú liðinni tíð. Lýðræðið hefur verið endurreist í Grikk- landi og svipuð þróun er að verða í Portúgal. Endur- reisn lýðræðisskipulagsins í þessum tveimur aðildar- ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins er mikill siðferði- legur styrkur fyrir það. Ýmsar breytingar, sem Carter, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, hefur kom- ið fram í utanríkisstefnu þeirra, hafa einnig styrkt siðferðilegar stoðir banda- lagsins. Það hlýtur áfram að verða meginhlutverk At- lantshafsbandalagsins að standa vörð um borgara- legt lýðræði og almenn þegnréttindi í heiminum. Samátak aðildarríkja þess hlýtur þó beinast í ríkara mæli í þá átt að brúa bilið milli fátækra og ríkra þjóða; þeirra sem svelta óg hinna sem líða af vel- megunarsjúkdómum, sem er_veigamikill þáttur þess að tryggja framtíðarfrið með jarðarbörnum. Og gæta verður þess i samfylk- ingu frjálsra þjóða heims, að baráttan við einræði og fámennisstjórnin og gegn andmannúðarstefnu sósíal- ismans byggist hvergi og aldrei á samstarfi við her- foringjaklíkur, sem þver- brjóta hugsjónir og sið- ferðisreglur lýðræðisins. Hinn nýi svipur Atlants- hafsbandalagsins hefur eflt traust þess og tiltrú. Jafnvel kommúnista- flokkar í Evrópu, sem sýna vilja sjálfstæði í stefnu- mótun gagnvart Sovét- ríkjunum, hafa lýst yfir fylgi sínu við aðild viðkom- andi ríkja að bandalaginu, a.m.k. í orði. Gildir það um þá kommúnistaflokka, sem mestu almannafylgi fagna, í ítalíu og Frakklandi; og kommúnistaflokkur Spánar hefur .tekið hlið- stæða afstöðu. Eftir Rómarför Ragnars Arn- alds, formanns Alþýðu- bandalagsins, á sl. ári, skrifaði hann grein í Þjóð- viljann, sem skilja mátti sem stuðning við afstöðu ítalskra kommúnista til At- lantshafsbandalagsins. Þessi breytti tónn var hins vegar barinn niður af harð- línukommunum, sem ráða ferðinni í Alþýðubandalag- inu; bann veg, aó þessí flokksmynd verður áfram taglhnýtingur kaldastríð- stefnu sovézka kommún- istaflokksins í afstöðu til Atlantshafsbandalagsins. Þrjú Norðurlandanna, Danmörk, Noregur og ís- land, eru aðilar að Atlants- hafsbandalaginu. Þessi ríki fylgdu áður svokallaðri hlutleysisstefnu, sem talin var tryggja öryggi þeirra, þó til hernaðarátaka kæmi í heiminum. Reynslan í síð- ari heimsstyrjöldinni færði þessum þjóðum heim sann- inn um haldleysi hlut- leysisstefnunnar. Dan- mörk og Noregur voru her- numin af Þjóðverjum og ísland af Englendingum. Þessi reynsla, sem var þó Dönum og Norðmönnum bitrari en okkur, sannaði þeim gildi samstöðu lýð- ræðisþjóða í varnar- og öryggismálum, og stuðlaði að aðild þeirra að varnar- bandalagi vestrænna ríkja, Atlantshafsbandalaginu. Það bandalag hefur stuðlað að valdajafnvægi í heimin- um, sem tryggt hefur frið í okkar heimshluta í þrjátíu ár; og stöðvaði útþenslu Sovétríkjanna, sem teygt hafði áhrif sín um alla austanverða álfuna, með afleiðingum, sem innrásin í Tékkóslóvakíu er talandi dæmi um og sýnishorn af. Þjóðir, sem búa við borgaralegt lýðræði, al- menn þegnréttindi og lífs- kjör, sem taka langt fram lífskjörum almennings í ríkjum sósíalismans, hættir til að gleyma því, að þær fylla til þess að gera lítinn minnihluta hinna heppnu í veröldinni. Stærstur hluti mannkyns býr við stjórnarhætti, sem eru andstæðir lýðræði. Og sá hluti mannkyns, sem býr í vanþróuðum ríkjum og við hreinan skort er og stærri en hinn, sem hefur til hnífs og skeiðar. Það er tvíþætt skylda þeirra, sem búa við réttindi og öryggi borgaralegs þjóðfélags, að standa trúan vörð um al- menn þegnréttindi, heima fyrir og hvar sem er í heim- inum, sem og að hjálpa vanþróuðum þjóðum til sjálfshjálpar og bjargálna. Atlantshafsbandalagið og aðild okkar að Sameinuðu þjóðunum er vettvangur til að leggja íslenzkt lóð á þá vogarskál. Í.því efni er gott að eiga samleið með bræðraþjóðum okkar, Dön- um og Norðmönnum, sem eru í fylkingarbrjósti í bar- áttu fyrir mannúð, menn- ingu, friði og farsæld, bæði þegna sinna og mannkyns alls. Tvíþætt skylda lýðræðisþjóða heims Rey kj av í kurbr éf Laugardagur 18. júní Vaknar til lífs af vetrardvala Löngu áöur en krislin kenning hélt innreið sína í hugarheim norrænna manna héldu þeir hátiðleg jól í svartasta skamm- degi ársins. Þeir fögnuðu hækk- andi sól, vaxandi birtu og leng- ingu dags, sem loksins næði því marki að verða að nóttlausri vor- aldarveröld. Sumardagurinn fyrsti hefur og sérstæðan sess i hjörtum Islend- inga. Þetta er ofur eðlilegt. Hann er boðberi þess undurs, sem er árvisst í náttúrunnar ríki, er gróandinn vaknar til nýs lífs af vetrardvala; þessa eilífa krafta- verks, sem gerir land okkar byggi- legt, þrátt fyrir hnattstöðu á mörkum hins byggilega heims. Þetta undur, þetta kraftaverk, hefur verið og er að gerast um- hverfis okkur þessa vor- og sumardaga, sem okkur eru enn einu sinni gefnir, þó sum okkar horfi það blindum, skilningsvana augum. Oft var þörf en nú er nauösyn að okkur lærist að skilja og virða þá lífkeöju láðs og lagar, sem við erum hluti af, eins og annað í sköpunarverkinu. Þá líf- keðju má hvorki rjúfa né raska, án þess að það hefni sín á okkur og niöjum okkar. Afrakstursgetu fiskstofna og gróðurmoldar má ekki ofbjóða, heldur nýta af hyggiridum. Við þurfum að gera hvort tveggja, að lifa í sátt við umhverfi okkar og nýta auðlindir þess hyggilega, til að tryggja efna- hagslegt sjálfstæði þjóöarinnar og samlrærileg lífskjör hennar við aörar velmegunarþjóðir. Lengstur dagur - þjóðhátíðardagur Þegar dagur er lengstur, birta mest og sól hæst á lofti höldum við þjóðhátíð. 17. júni 1977 voru 33 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Islandi — eða endurreisn hins forna þjóðveldis. I framhaldi af þingsályktun um niðurfellingu dansk-íslenzka sam- bandslagasamningsins var upp- sögn hans og stjórnarskrá fyrir lýðveldiö tsland lagt undir þjóðaratkvæði 20.—23. maí 1944. Með samgandsslitum greiddu 77.122 kjósendur atkvæði eða 97.35% þeirra, er atkvæöi greiddu, en gegn þeim aðeins 377 eða 0.52%. Lýðveldisstjórnar- skráin var samþykkt með 69.435 atkvæðum, eða 95.04% atkvæða, en mótatkvæði voru 1051, eða 1.44%. Aldrei hvorki fyrr né síðar í þjóðarsögunni, hafa íslendingar sýnt aöra eins samstöðu og sam- átak. Þessi samhugur væri betur virkjaður oftar, ekki sízt við úr- lausn aðsteðjandi vandamála þjóðarinnar i dag. Það er ekki síður erfitt að varðveita fullveldi eóa efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar en afla þess. Stofnun hins íslenzka lýðveldis var formlega lýst yfir á þingfundi aö Lögbergi við Öxará 17. júni 1944. Þar á Þingvöllum var og fyrsti forseti þess kjörinn: Sveinn Björnsson, sem verið hafði ríkis- stjóri frá því að heimsstyrjöldin síðari rauf tengsl Danmerkur (sem hernumin var af Þjóöverj- um) og íslands (sem íiernumið var af Englendingum), þrátt fyrir yfirlýsl hlutleysi beggja land- ánna. Noregur var einnig hernuminn af Þjóðverjum, þrátt fyrir yfirlýst hlutleysi. Siðan hef- ur hlutleysiskenningin átt for- mælendur fáa meðal þessara þriggja norrænu þjóða, sem allar eiga aðild að Atlantshafsbanda- laginu. Nýsköpunarstjórn Rétt þykir, bæði til fróðleiks og upprifjunar, að drepa á örfáa at- burði Iýðveldisársins 1944, aðra en þjóðaratkvæði um sambands- slit og stofnun lýðveldis, þó að þeir haldi að sjálfsögðu þessu ár- tali hæst á lofti. Fyrst skal nefna að Ólafur Thors, þá formaður Sjálfstæðis- flokksins, myndar nýtt ráðuneyti, nýsköpunarstjórnina, sem var samstjórn þriggja flokka: Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins. Ólafur Thors (S) var forsætis- og utan- ríkisráðherra, Pétur Magnússon (S) fjármála- og viðskiptaráð- herra, Finnur Jónsson (A) dóms- og félagsmálaráðherra, Emil Jónsson (A) samgönguráðherra, Brynjólfur Bjarnason (Só) menntamálaráðherra og Áki Jakobsson (Só) atvinnumálaráð- herra. Málefnasamningur stjórnarinn- ar spannaði fyrst og fremst stór- fellda nýskipan atvinnulífs í land- inu með kaupum og smíði nýrra framleiðslutækja fyrir sjávarút- veg, iðnað og landbúnað; og stór- bætt kerfi almannatrygginga, til samræmis við það, sem þá þekkt- ist bezt í veröldinni á þeim vett- vangi. Skin og skúrir lýðveldisárs Af menningaratburðum ársins má nefna: Ný skáldsaga, „Hið ljósa man“, eftir Halldór Kiljan Laxness, kom út. Var það annað verk sagnabálks, sem hefir að uppistöðu persónur og viðburði úr sögu landsins á ofanverðri 17. og öndverðri 18. öld. Fyrsta verk sagnabálksins, Islandsklukkan, kom út árið áður. — „Kvæði", ljóðabók eftir Snorra Hjartarson, vakti verðskuldaöa athygli. „Fjallið og draumurinn", skáld- saga eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son, hlaut lofsamlega dóma. Tón- verkið „Friður á jörðu", óratória eða söngdrápa eftir Björgvin Guðmundsson kom þá fyrir almenningssjónir i útgáfu Norðra. Leiftur hf. gaf út ritsafn Einars H. Kvarans i sex bindum. Tónlistarfélagiö og Leikfélag Reykjavíkur sýndu Pétur Gaut Ibsens, sem norska leikkonan Gerd Grieg leikstýrði. En þetta ár átti sinar skugga- hliðar eins og öll önnur. Fimm fiskibátar fórust í ofsaveðri. Áhöfnum tveggja var bjargað en 15 sjómenn fórust. Hótel ísland, stærsta timburhús Reykjavíkur, brann; einn maður fórst en fjöru- tiu og átta björguðust. Togarinn Max Pemberton týndist og með honum fórust 29 menn. Goðafoss varð fyrir kafbátsárás á Faxaflóa, á heimleið frá Ameríku, og sökk á fáum mínútum. 17 skipverjar og 2 farþegar komust af. TIu farþegar og þrettán skipverjar fórust. Þannig hafði þetta stóra sigurár íslenzku þjóðarinnar einnig sínar sáru stundir. En þær eru ekki síður hluti af þjóðarsögunni, þeirrar fortiðar, er felur í sér þekkinguna og reynsluna, sem er nesti okkar inn i framtíðina. Fullveldi og heimastjórn í skugga erfiðleika Stofnun lýðveldis árið 1944 átti sér forsögu, sem hæst bar 1918, er íslendingar fögnuðu fullveldi og heimastjórn, hinni fyrstu i sögu sinni, þótt konungssamband héldist við Danmröku enn um sinn. Síðan fyrsta heimastjórnin hélt um stjórnartauma höfum við íslendingar haft margar ríkis- stjórnir — og talað illa um þær flestar! En straðreynd er öngvu að síður að frá fyrstu heimastjórn okkar og fram til dagsins í dag hefur islenzkt þjóðfélag gjör- breytzt; frá fátækt og frum- býlingshætti, þar sem þjóðin lifði i óvigðri sambúð við skortinn og óvissuna, til velmegúnarþjöð- félags, þar sem félagslegt réttlæti og afkomuöryggi ráða ferð, þrátt fyrir allt, sem enn má betur fara. Fullveldisárið 1918 var rikt af ,,ögun“ af hálfu umhverfisins. Þá kom „frostaveturinn mikli', þegar hafís rak að landi um Vest- fjörðu, Norðurland allt og Aust- fjörðu, allt til Gerpis. Hafisþök voru fyrir landi vikum saman. Hörkufrost um land allt, 30 til 35 gráður. Jafnvel Faxaflói var svo isilagður að einungis blámaði í auðan sjó fyrir Seltjarnarnesi, þá er horft var á haf út frá Skóla- vörðunni i Reykjavík. — Þetta ár gaus Katla eftir 58 ára þögn, og jökullinn hljóp með eldgangi miklum, vatnsflóði og jöklaburði fram yfir Mýrdalssand til sjávar. Manntjón varð ekki í þessu gosi, en bústofn féll, bæir eyddust og grænar lendur urðu að gróður- leysu. — Spánska veikin lagði undir sig höfuðborg landsins. Þó Reykjavík væri lítil þá, miðað við núverandi stærð, dóú 260 manns á fáunt vikum úr þessari veiki. Það var mikiö mannfall í svo litlu borgarsamsélagi — og sorgin var gestur nær í hverri fjöl- skyldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.