Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 13 Þó mér sé óljúft að eiga opin- berlega orðastað við þann fríða söfnuð sem hefur skipað sér und- ir merki Svarthöfða (Indriða G. Þorsteinssonar) og skundar framá ritvöllinn hvenær sem æðstipresturinn gefur bendingu, þá þykir mér rétt vegna þeirra lesenda, sem enn kynnu að taka eitthvert mark á skrifum safnað- arsystkina, að gera örfáar athuga- semdir við skrif fimm helstu liðs- odda safnaðarins í Morgunblað- inu 17. júní. Þess er þá fyrst að geta að ein- ungis einn þeirra sat ársfund Norræna rithöfundaráðsins í Reykjavik 13.—14. júní: Jenna Jensdóttir. Hún hafði fullt mál- frelsi á fundinum og var f lófa lagió að leiðrétta það sem missagt kynni að hafa verið eða fara framá að umræður væru stöðvað- ar ef henni þóttu þær fara út fyrir þann ramma sem stjórn Rithöfundasambands íslands hafði gert samþykkt um. Ég tók skýrt fram að um málið yrði ekki gerð nein ályktun meðan ég væri formaður Rithöfundasambands- ins eða sæti i forsæti Norræna rithöfundaráðsins. Hinsvegar taldi ég mig ekki hafa neina heim- ild til að hefta málfrelsi fundar- manna undir liðnum „önnur mál“ né sá ég neina ástæðu til að neita að gefa þær upplýsingar um VL-málin sem eru á almannavit- orði, semsé þær að málaferlum sé ekki lokið og í ráði sé að stofna almennan málfrelsissjóð til að standa straum af kostnaði vegna dóma í meiðyrðamálum. Að um- ræður um þessi mál séu óviður- kvæmileg íhlutun f íslensk innan- ríkismál er viðlíka gáfulegt og að halda þvi fram að umræður á Islandi um dómsmál i Sovétrikj- unum og leppríkjum þeirra, Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Chile eða hvar sem er annar- staðar i heiminum séu óviður- kvæmileg íhlutun í innanríkismál nefndra landa. Allir vita aó sak- borningar f þessum löndum er dæmdir samkvæmt gildandi lög- um þar, en viþ teljum þau i mörg- um tilfellum röng eða rangtúlkuð og tökum okkur það bessaleyfi að gagnrýna eða fordæma þau. „U ndirbúningur” og „samspil” Ég þykist vita að meirihluti íslendinga telji íslenska meið- yrðalöggjöf meingallaða og í mörgum greinum fáránlega, enda á hún rætur aftur í þjóðveldisöld. Þeir sem telja goðgá að gagnrýna eða fordæma slfka löggjöf eru ein- faldlega eftirlegukindur frá mið- öldum sem vísast telja islensk lög af goðkynjuðum uppruna. Við slíka menn er erfitt að ræða í alvöru um grundvallaratriði mál- frelsis i nútimaþjóðfélagi, enda er hugsunarháttur þeirra eins sovéskur og hugsast getur. Þeir yrðu sennilega sanntrúaðri en sjálfur Brésnev ef þeir byggju austantjalds enda eru máttar- stólpar allra valdakerfa af þessari tilteknu manngerð heittrúar- manna. í greinarkorni Jennu Jensdótt- ur er gróf aðdróttun sem gripin er úr lausu lofti, en lýsir um leið óvart skoðun hennar á starfs- bræðrum sínum. Hún segir oró- rétt: „Þessar umræður gengu greitt fyrir sig og voru greinilega undirbúnar áður. Þær voru nokk- urs konar samspil milli fáeinna fulltrúa á ársþinginu og formanns Rithöfundasambands islands.“ 1 fyrsta lagi er hér um algerlega staðlausa stafi að ræða að því er varðar „undirbúning" og „sam- spil“, enda var ég kvöldið áður staddur í Menningarstofnun Bandarikjanna ásamt fiokkrum islenskum höfundum að ræða við bandarískt ljóðskáld, og i öðru lagi er það einkar fróðleg fullyrð- ing að umræður á fundum rithöf- unda geti naumast gengið greið- lega nema þær séu „undirbúnar áður“. Það er alrangt hjá Indriða G. Þors*einssyni og fleiri safnaðar- meðlimum, að Rithöfundasam- band íslands eða ég persónulega hafi tekið málið upp að nýju á ársfundinum í Reykjavík, og vísa ég þeirri firru heim til föðurhús- , anna. Ég gerði afstöðu stjórnar Rithöfundasambandsins fundar- mönnum ljósa og gaf þær upplýs- ingar sem um var beðið, og þar með basta. Hinsvegar töldu nor- rænu fulltrúarnir greinilega að málið varðaði grundvallaratriði tjáningarfrelsis yfirleitt, og þar eð fjórir félagar Rithöfundasam- bandsins sætu á bekk ákærðra, ættu þeir að láta málið til sín taka. Það er þeirra mál. Og væntanlega er það einnig þeirra mál en ekki Svarthöfða-safnaóar, hvort þeir vilja leggja fram fé í fyrirhugaðan „málfrelsissjóð", sem er Rithöfundasambandi íslands með öllu óviðkomandi. Það er hinsvegar nöturlegt að Rit- höfundasambandið treystist ekki til að taka afstöðu til málsókna „Varins lands", en stjórn Blaða- mannafélags íslands hefur i til- efni málsóknanna gert ályktun þar sem bent er á brýna nauðsyn þess að fram fari endurskoðun á íslenskri meiðyrðalöggjöf. Eru þetta afskipti af stjórnmálum? Um málflutning Jóns Björns- sonar hef ég það eitt að segja, að ég hef ekki svo ég muni heyrt jafnsterkan enduróm i islenskum blöðum af þeim röksemdum sem sovéskir kerfismenn í röðum rit- höfunda, geðlækna og dómara hafa uppi í herferð sinni gegn sovéskum andófsmönnum. Ég hef lesið dómsskjöl úr nokkrum slik- um réttarhöldum og hefði talið að Jón Björnsson væri að leitast við að skopstæla sovéska kerfismenn, ef ég vissi ekki betur. Jóhannes Helgi og raunar öll safnaðarsystkinin halda því fram að skýrsla min á fundi Norræna rithöfundaráðsins í Noregi fyrir tæpum tveimur árum hafi verið brot á lögum Rithöfundasam- bands . íslands, þar sem segir: „Rithöfundasamband íslands tek- ur ekki þátt i baráttu stjórnmála- flokka né hlutast til um iistastefn- ur, stjórnmálaskoðanir eða trúar- brögð.“ Þessa firru þykist ég vera margbúinn að hrekja, en hún er lífseig einsog fleira sem hamrað er á nógu oft og nógu lengi. Stjórn Rithöfundasambands islands hef- ur aldrei haft afskipti af VL- málum sem slíkum, enda eru þau hápólitísk, heldur einungis af málshöfðun á hendur rithöfund- inum Einari Braga. Hún skipaði á sinum tima tólf manna nefnd rit- höfunda, þar sem meðal annarra átti sæti Gunnar heitinn Gunnars- son skáld, til að fjalla um þetta tiltekna mál. Nefndin komst aó þeirri samhljóða niðurstöðu, að „Kærumál og fjárheimtur af þessu tagi eru árás á tjáningar- frelsi manna og stefna að þess konar tálmunum fyrir prent- frelsi, sem stjórnarskráin kveður svo skýrt á um, að aldrei megi í lög leiða.“ Á aðalfundi Rithöf- undasambandsins 1975 flutti ég ársskýrslu þar sem meðal annars var fjaliað um þetta mál, án þess nokkur andmæli eða athugasemd kæmi fram. Ég taldi mig því hafa fulla heimild til að vikja að sama máli i skýrslu minni um störf Rithöfundasambands Islands á ársfundi Norræna rithöfunda- ráðsins i Noregi haustið 1975. En þá varð nú heldur „en ekki hvell- ur heima á íslandi og málið allt i einu orðið hápólitiskt! Sé möpn- um einhver alvara með þeim mál- flutningi, að afskipti Rithöfunda- sambands íslands af málsóknum á hendur rithöfundum séu póli- tísk i þeim skilningi sem lög sam- bandsins kveða á um, þá eru þeir sömu menn ekki einungis að gefa í skyn heldur beinlinis fullyrða að þeir dómar sem gengið hafa i VL- málum séu pólitískir dómar. Og hvert erum við þá komin? Mér finnst einhver austantjaldsfnyk- ur af öllum þess bægslagangi. Um málflutning Ingimars Er- lends Sigurðssonar vil ég hafa sem allra fæst orð, en fæ þó ekki varist að geta þess, að mér þykir blása úr skrýtinni átt þegar Ingi- mar Erlendur fer að bölsótast yfir sóðaskrifum í islenskum blöðum og einkanlega þegar höfundur „Borgarlífs" ber öðrum það á brýn að þeir séu falir fyrir fé, hlunnindi eða vegtyllur — eða einsog hann orðar það séu reiðu- búnir „að selja sjálfan sig“. Lög- fróður maður upplýsti mig um það á förnum vegi í gær, að i greinarstúfi Ingimars Erlends i Morgunblaðinu 17. júrti væru sjö ummæli sem vörðuðu við islenska meiðyrðalöggjöf (ég hlýt að dást að þolinmæði lögfræðingsins að leita þetta uppi). Það er því bæði Ingimari Erlendi og íslenskri blaóamennsku mikið lán aö slík- um ármanni hinnar dæmalausu meiðyrðalöggjafar skuli vera svo áfátt í vitneskjunni um ákvæði hennar, að hann geti óáreittur og öllum að meinalausu haidið áfram að túlka og útmála sitt sér- kennilega sálarlif og hágöfuga hugarfar.Felli, Mosfellssveit 20. júni 1977 Sigurður A. Magnússon. „Málfrelsis- sjódurinn” og Rithöfunda- sambandið 0|Mia tleiii Kvðamðguleilia Þegar fjölskyldan feröast saman og notar fjölskyldu- Fjölskyldufargjöld henta vel jafnt vetur sem sumar, fargjöld, þá borgar einn fullt fargjald, en allir hinir aðeins hálft. Þannig eru fjölskyldufargjöld okkar er gilda nú allt áriö til allra Noröurlandanna og Bretlands. og hvort heldur um er aö ræöa orlofsferð eöa viðskipta- erindi. Spyrjiö sölufólk okkar, umboðsmenn og feröaskrif- stofumar um þessa auknu feröamöguleika allrar fj ölskyldunnar. Fullt fargjald fyrir einn, hálft fyrir alla hina. flucfélac LOFTLEIDIR ISLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.