Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 25 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1977 , SJÓNARMIÐ S JALFST ÆÐISMANNA Verzlunarmál Reynsla vestrænna þjóða hefur sannað, að frjálsu markaðshagkerfi, sem byggir í höfuðatriðum á sjálf- stæðum einkarekstri, tekst bezt að nýta fjármagn á sem hagkvæmastan hátt og finna framleiðslu og dreif- ingu þær brautir, sem eru neytend- um hagstæðar. Hin öra þróun síðustu ára og sú, sem framundan er, krefst aukins samstarfs og aukinnar þekkingar allra atvinnuþátta þjóðfélagsins og ríkisvalds, sem byggist á gagn- kvæmum skilningi. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherzlu á, að eftirtöldum atriðum verði hrint í framkvæmd, jafnframt því sem hann telur nauðsynlegt að standa vörð um núverandi fríverzlunar- stefnu: 1. Tryggt verði jafnræði á öllum sviðum efnahagslífsins, þannig að verzlunin búi við sömu kjör og starfsskilyrði og aðrir atvinnuvegir þjóðarinnar. 2. Ákvæði stjórnarsáttmálans um nýtt verðmyndunarkerfi verði hrundið í framkvæmd án tafar, m.a. með setningu löggjafar um sam- keppni, verðmyndun, samruna fyrir- tækja og neytendamál. Jafnframt verði sett löggjöf um óréttmæta verzlunarhætti í því skyni að koma á frjáisu verðmyndunarkerfi, sem tryggi rétt neytandans á svipaðan hátt og gert er meðal nágrannaþjóða okkar. Verðlagseftirlit verði fært yfir á hendur neytenda í auknum mæli og jafnframt verði samtök þeirra styrkt. Þannig geta þau sinnt sínu mikilvæga hlutverki, t.d með stór- aukinni neytendafræðslu, þar sem önnur atriði en vöruverð, sem þýð- ingu hafa við vörukaup, s.s. vöru- gæði, ýmis konar þjónustu o.fl , yrðu kynnt sérstakiega. 3. Þar til nýtt verðmyndunar- kerfi tekur gildi, verði viðurkennt af hálfu ríkisvaldsins, að söluverð skuli á hverjum tíma vera endurkaups- verð að viðbættum dreifingarkostn- aði að svo miklu leyti, sem það er á valdi seljenda að ákveða það. Efna- hagsaðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma mega ekki valda því, að vörur. innlendar sem erlendar, séu seldar undir kostnaðarverði. Með endur- skipulagningu verðlagskerfisins verði eðlileg samkeppni örvuð af öllum mætti, en slík samkeppni er einn mikilvægasti liðurinn í sjálf- virku verðlagseftirliti 4. Efldar verði hagrannsóknir verzlunarinnar, eftir því sem kostur er, enda njóti þær sams konar stuðnings og samtök annarra at- vinnuvega njóta við rekstur áþekkra stofnana Hér er um að ræða stór- mál, sem getur orðið einn af máttar- stólpum vel rekinnar verzlunar, til hagsbótar neytendum og jafnframt ríkisstjórninni og Alþingi til mikils stuðnings. 5. Verzluninni verði gert auð- veldara að stunda útflutning með einföldun á útflutningsreglum og auknu frjálsræði. 6. Afnumið verði það misræmi sem nú á sér stað á fyrningarreglum opinberra fyrirtækja annars vegar og einkafyrirtækja hiris vegar, þar sem opinber fyrirtæki mega afskrifa á grundvelli endurkaupsverðs en einkafyrirtæki verða að afskrifa á grundvelli bókfærðs verðs. Varðandi skattlagningu fyrirtækja er lögð áherzla á nauðsyn þess, að notað sé endurkaupsverð vöru við úteikning á vörunotkun verzlunarfyrirtækja Sé það ekki gert, er tekjuskattur lagður á óraunverulegan ágóða. Þá er þess krafizt, að afnumið verði misrétti við skattlagningu fyrirtækja eftir mis- munandi rekstrarformum þeirra. 7. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins vekur athygli á þeim sér- stöku vandamálum, sem einkaverzl- un í -dreifbýli á víða við að etja og hvetur til þess, að þeirri athugun, sem nú stendur yfir á vandamálum dreifbýlisverzlunar, verði hraðað Skóla- og fræðslumál Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vekur athygli foréldra og alls almennings á því, hve hlutur skóla- starfs er mikill í daglegu lífi allra þjóðfélagsþegna og varar við sinnu- leysi um þau málefni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að heimili, kirkja og skóli vinni saman bæði að menntun og uppeldi sérhvers einstaklings og ræktun siðgæðisvitundar hans í anda kristinnar trúar. Sjálfstæðis- flokkurinn telur, að foreldrar eigi að bera megin ábyrgð á uppeldi barna sinna og þvf sé nauðsynlegt að vinna að því að undirbúa sérhvern einstakling undir það mikilvæga hlutverk að stofna heimili og annast uppeldi barna, og stuðla að sam- ábyrgð bæði innan fjölskyldunnar og gag.nvart samfélaginu. Þá aðeins er raunhæft að tala um samvinnu heimila við þá aðila, sem annast uppeldi barna á öðrum vettvangi, hvort heldur eru skólar eða aðrar stofnanir. Þá bendir Sjálfstæðisflokkurinn á mikilvægi þess, að allir fái æfingu í að setja skýrt fram hugsun sína f mæltu máli og rituðu svo og þjalfun í sjálfstæðri notkun heimilda, enda mætti það auka þeim styrk til þess að taka ábyrga afstöðu til mála og yrði þeim jafnframt vernd gegn öfgafullum áróðri. Jafnframt verði lögð áherzla á, að skólár landsins hlúi eftir mætti að lýðræði og þingræði og stuðli þann- ig að frjálsu og mannúðlegu sam- félagi. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikil- vægt, að hverjum og einum gefist kostur á samfelldri fræðslu frá 5—6 ára aldri til undirbúnings hverju því starfi I þjóðfélaginu, sem hugur hans og hæfileikar segja til um Einnig skal stefnt að því, að öll börn frá 3 ára aldri eigi kost á leikskóla- starfi. Sjá verður um, að fjárskortur, búseta, hvers konar fötlun eða aðrar aðstæður hamli ekki námi. og áherzla verði lögð á kennslu þroska- heftra barna. Að loknu þessu skólaári leggjast gagnfræðaskólar f núverandi mynd niður, en framhaldsskólar taka við Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherzlu á, að sett verði hið bráðasta •öggjöf um fræðslu á framhalds- skólastigi og átelur þann seinagang er stjórnvöld hafa látið viðgangast í þessu efni. Þetta veldur nú þegar alvarlegu öryggisleysi nemenda Á framhaldsskólastigi verði nemend- um gefinn kostur á fjölbreyttum námsleiðum, svo að með frjálsu vali fái hver einstaklingur þroskað hæfi- leika sína. Lögð sé áherzla á, að nemendum sé forðað frá blindgöt- um í námi og geti auðveldlega skipt um námsleiðir eftir áhuga þeirra og aðstæðum án mikilla tafa Þess verði gætt að starfslið skólanna sé í stöð- ugri endurhæfingu og skólarnir vel búnir tækjum og verkstofum. svo að þeir geti sinnt þörfum íslensks at- vinnulífs um starfsmenntun. Verk- menntun hefur verið hornreka i skólakerfinu þjóðfélaginu til mikils tjóns, og er tími kominn til að hún njóti virðingar til jafns við bóknám Mikilvægt er, að aukið tillit verði tekið til starfa nemenda í þjóðfélag- inu þannig, að þau verði metin sem þáttur f almennri fræðslu. Miklu varðar, að saman fari fjár- hagsleg ábyrgð og framkvæmd f skólamálum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að ákvörðunartaka í skóla álum sé sem mest í höndum fræðsluumdæma og sveitarfélögin fái því stærri hluta af opinberri skatt- heimtu Þjóðfélagsbreytingar eru örar, og frummenntun dugir því oft skammt Telur Sjálfstæðisflokkurinn því nauðsynlegt að skipuleggja í aukn- um mæli símenntun, en gefa jafn- framt fullorðnu fólki kost á endur- menntun eða frummenntun með námsskeiðum eða á annan hatt. svo að það geti tileinkað sér nýjungar og aukið við þekkingu sína og hæfni Slíka fræðslu skal tengja sem mest hinu almenna skólakerfi og atvinnu- Iffi þjóðarinnar Þrátt fyrir setningu grunnskóla- laga bendir Sjálfstæðisflokkurinn á mikiivægi stöðugrar endurskoðunar á skóla- og fræðslukerfi þjóðfélags- ins og leggur áherzlu á endurskoðun eftirfarandi atriða nú þegar: Náms- mat s.s próf og einkunnir, stjórnun fræðslumála þ.á.m vaidsvið menntamálaráðuneytisins, áhrif sveitarfélaga og skólahverfa. áhrif og hlutverk foreldra í skólastarfi, lengd skólaárs og skólaskyldu, stöðu einkaskóla og fjölgun skamm- tfmanámsbrauta Jafnframt þurfa að vera handbærar ferskar upplýsingar um námsmöguleika. störf og at- vinnuhorfur, sem verði miðlað til skóla, nemenda og foreldra Fjölmenn útför í Mý- vatnssveit Björk, Mývatnssveit, 21. júní: SL. laugardag var gerð út- för Þóris Torfasonar, bónda í Baldursheimi í Mývatnssveit, að viðstöddu fjölmenni. Sóknarprestur- inn, sr. Örn Friðriksson, jarðsöng, kirkjukór Skútu- staðakirkju annaðist söng og Sigrún Jónsdóttir á Rangá söng einsöng. Jarð- sett var í heimagrafreit. Þórir Torfason var fæddur í Geitafelli 13. ágúst 1892. Hann var búinn að eiga við vanheilsu að stríða nokkurn tíma. Kona Þóris, Þuriður Sigurðardóttir, andaðist 1966. Þau hjón eignuðust sex syni, sem allir eru á lifi. Sumir þeirra hafa mjög unnið að menn- ingar-, skóla- og félagsmálum Mývatnssveitar. Þórir var um margt velgefinn maður. Hann átti mjög auðvelt með að kasta fram vísum og hendingum, enda hag- mæltur vel. Mikið yndi hafði hann af söng, og var um margra ára skeið virkur félagi i Karlakór Mývatnssveitar og Kirkjukór Skútustaðakirkju. Vil ég með þessum fáu orðum þakka Þóri fyr- ir góða viðkynningu. Einnig vil ég færa nánustu aðstandendum sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Þóris Torfasonar og Þuríðar Sigurðardóttur. —Kristján Þórhallsson. SÖLUAÐILAR UM LAND ALLT FYRIR GOODfYEAR HJÓLBARÐA BORGARNES: Guðsteinn Sigurjónsson Kjartansgötu 1 2, slmi 93-7395. ÓLAFSVÍK: Maris Gilsfjörð bifreiðarstjóri, sími 93-6283. GRUNDARFJÖRÐUR: Hjólbarðav. Grundarfj. sími 93-861 1. TÁLKNAFJÖRÐUR: FákurH/F, sími 94-2535. AKUREYRI: Hjól ba rða þjón usta n Glerárgötu 34, simi 96-2284G. Bílaþjónustan S/F Tryggvabraut 14, simi 96-21715. Bilaverkst. Baugur, sími 96-22875. KIRKJUBÆJAR- KLAUSTUR: Bílaverkstæði Gunnars Valdimarssonar simi 99-7030 BÍLDUDALUR: Verslun Jóns Bjarnasonar, simi 94-2126. ÍSAFJÖRÐUR: Hjólbarðav Björns Guð- mundssonar, sími 94-3501. HÚNAVATNSSÝSLA: Vélav. Víðir, Víðidal. SAUÐÁRKRÓKUR: Vélsmiðjan Logi, simi 96-51 65. HOFSÓS: Bílaverkst. Páls Magnússon- ar.sími 96-6380 ÓLAFSFJÖRÐUR: Bílaverkst. Mólatindur, sími 96-621 94 DALVÍK Bílaverkst. Dalvíkur, simi 96-61 122. ESKIFJÖRÐUR: Bifreiðav. Benna og Svenna, sími 97-6299. REYÐARFJÖRÐUR: Bifreiðav. Lykill,- simi 97-41 99. STÖÐVARFJÖRÐUR: Svemn Ingimundarson. VESTMANNAEYJAR: Hjólbarðastofa Guðna, v/ Strandveg, s. 98-1414. EGILSSTAÐIR: Véltækm S/ F sími 97-1455. SEYÐISFJÖRÐUR: Jón Gunnþórsson, sími 97-2305. y NESKAUPSTAÐUR: Bifreiðaþjónustan, simi 97-7447. GRINDAVÍK: Hjólbarðav. Grindavikur, c/o Hallgrimur Bogason HAFNARFJÖRÐUR: Hjölbarðav. Fteykjavíkurv. 56, sími 51538. GARÐABÆR: Hjólbarðav. Nýbarðinn, sími 50606 REYKJAVÍK: Hjólbarðaþjónusta Heklu H/F Gúmmívinnustofan Laugav. 170___172. Skipholti 35 Sími 31055 Símar 21 240 28080. Hjólbarðav. Sigurjóns Gíslas. Laugav. 171,sími 15508. HEKLA HF. Laugavegi 1 70—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.