Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 3 T veir í slending- ar kiifu Eigertind TVEIR íslenzkir fjallgöngu- menn, Sighvatur Blöndal »g Ilelgi Benediktsson, báðir fél- agar í Hjálparsveit skáta, klifu Eigertind f svissnesku Ölpun- um á mánudag og þriðjudag. Aðstæður voru hinar erfiðustu og gangan svo tafsöm, að þeir urðu að hafast við á berangri á tindinum um nóttina og kól Sighvat þá litillega á tá. Að því er Sighvatur sagði i samtali við Morgunblaðið þá fóru þeir tvímenningar utan til að taka þátt i björgunarnám- skeiði svissnesku fjallabjörgun- arsveitarinnar, og að námskeið- inu loknu notuðu þeir tækifær- ið og klifu Eigertindinn. Báðir eru þeir Sighvatur og Helgi þaulreyndir fjallgöngumenn, voru til að mynda báðir í flokknum sem kleif Matterhorn í fyrra, og þeir hafa tvívegis gengið á Mont Blanc. Sighvatur sagði hins vegar, að gangan á Eiger hefði verið sú erfiðasta sem þeir hefðu lent í til þessa. Aðstæður hefðu ver- ið mjög erfiðar. lausasnjór hefði þar legið á harðfenni, og þeir því orðið að festa sig i hverju fótmáli. Þar af leiðandi hefði gangan orðið mjög tafsöm og þeir orðið að hafast við á tindinum aðfararnótt þriðju- dagsins. Hefði það verið köld vist og sagði Sighvatur að hann hefði þá kalið lilillega en vegna fótmeiðslanna kvað Sighvalur þá hafa látið af áformum um að klifatind i Frakklandi. Sighvat- ur sagði ennfremur, að hann og Helgi heföu verið einu fjall- göngumennirnir á tindunum þessa tvo daga, og almennt væri ekki byrjað að ganga á tindinn vegna þess hve erfið skilyrði væru. Kron setti lögbann á byggingaframkvæmdir LÖGBANN hefur nú um skeið verið á byggingar- framkvæmdum á leigulóð- inni Eddufelli 2—8 í Reykjavík. Lögbannsbeið- andi er Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis, sem þegar hefur reist verzl- unarhús á lóðinni nr. 8. Á lóðunum 2—6 var einnig gert ráð fyrir að risi verzlunarhúsnæði en af hálfu borgaryfirvalda var tekin ákvörðun um ákveðna til- færslu á byggingum um ca. 1 og V4 metra aftur í lóðina til að rýma fyrir göngustíg, sem áformað er að leggja þarna um úr Norður- felli. Þegar húsbyggjandinn álóð- unum 2—6 við Eddufell tók að girða lóð sína til að hefja fram- kvæmdir, beiddist KRON lög- banns á þessum framkvæmdum og mun röksemd fyrirtækisins hafa verið sú, að tilfærsla nýbygg- ingarinnar ylli erfiðleikum við vörumóttöku i kjallara bakatil i verzlunarhúsi KRON. Mál þetta kom til umræðu á borgarstjórnarfundi og var þar samþykkt að visa því tii bygg- ingarnefndar, sem mun hafa fjall- að um málið í gær. I samtali Morgunblaðsins við Þórð Þor- bjarnarson, borgarverkfræðing. taldi hann vist að niál þetta yrðí farsællega til l.vkta leidd með þvi að heimilað yrði að færa nýbygg- inguna fram um hálfan annan metra. INNLENT Sigu í Þrihnúka- helli 1974 I FRÉTT í Morgunblaðinu i vik- unni var sagt frá sigi skáta úr Hjálparsveit skáta i Vestmanna- eyjum er þeir könnuðu 110 m djúpan helli niður úr nyrsta hnúk Þrihnúka i Bláfjöllum. í fréttinni var sagt frá þvi að ekki væri vitað til þess að fyrr hefði verið farið i helli þannan, en blaðið hefur nú fengið staðfest að 10 manna hóp- ur Reykvikinga gerði út á sömu mið á Jónsmessunótt 1974. Þá seig Árni Stefánsson i hellinn og er það að líkindum fyrsta ferð manns í þessa 110 metra djúpu holu. Vitað er að á árunum milli 1960 og 1970 reyndi hópur ungra manna að siga í hellinn, en þeir hættu við þegar sigmaðurinn var kominn 40 metra niður. Slokknaði þa á kertaljósi sem sigmaðurinn hefði með sér til þess að kanna hvort kolsýra væri í hellinum og könnuðu þeir málið ekki frekar. melka Spariö dýrmætan gjaldeyrir og tíma Kaupið fatnaðinn fyrir sólarferðina hjá okkur. Jakkasett með síðum og stutfum buxum. AÐALST'R/F-T! 4 VIÐ LÆiKJARTORG Geirfínnsmálið: Dómsrann- sókn vel á veg komin Gæzluvarðhöld fram lengd um 150 daga DÓMSRANNSÓKN í Geir- finnsmálinu er vel á veg kom- tn samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs Briem, sakadóm- ara, en málflutningur fer þó væntanlega ekki fram fyrr en í haust. Yfirheyrsium er svo til lokið yfir aðilum málsins. Á meðan hafa fjórir þeirra setið i gæzlu- varðhaidi, þeir Sævar Cie- cielski, Kristján Viðar Viðars- son, Tryggvi Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson. Gæzluvarðhaid fjórmenning- anna rann út i maímánuði s.l. og var það framlengt um 150 daga hjá þeim öllum. Reykjavíkurborg: Nýja kaupið gildi frás.l. mánudegi VERKAMANNAFÉLAG- IÐ Dagsbrún fékk í gær tilkynningu frá borgar- stjóranum í Reykjavík, þar sem hann skýrir frá því, aö Reykjavíkurborg ætli að láta hinn nýgerða kjara- samning og þar með 18 þúsund króna upphafs- hækkun hans gilda frá og með mánudeginum 20. júní eða aftur fyrir sig um tvo daga. Þessi ákvörðun borgarstjóra var tilkynnt á félagsfundi í Dagsbrún, sem haldinn var í Austur- bæjarbíói í gærkveldi, þar sem kjarasamningarnir voru til umfjöllunar. Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar og for- maður Verkamannasambands ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið i gær að hann væri sem Dagsbrúnarmaður ákaflega ánægður með þetta og kvaðst lýsa fögnuði sínum yfir þessari ákvörðun Birgis ísleifs Gunnars- sonar borgarstjóra. Morgunblaðið spurði þá Guðmund, hvort hann styddi Birgi.fyrir þetta sem borg- arstjóra við næstu kosningar. Svaraði þá Guðmundur: ,,Það bætir ekki stöðuna að vera á móti honum, en það eru þung orð að verða kannski mótkandidat hans og þurfa að tilkynna þetta sinum nántistu og þessu verður tekið með miklum fögnuði.“ Guðmundur J. Guðmundsson sagðist einnig verða að geta þess að i deilu Dagsbrúnar við Reykja- víkurborg um dráttarvexti, hefði borgarstjórinn einn samþykkt að Reykjavíkurborg greiddi dráttar- vexti, sem féllu á skattgreiðslur verkamanna vegna þess að skatt- ur var ekki tekinn af þeirn á með- an þeir voru í sumarleyfi. Flestir þjóðvegir í gott lag um helgina „ÉG HELD að það verði að teljast einsdæmi, hvað vegirnir koma vel út að þessu sinni“, sagði II jörleif- ur Ólafsson, vegaeftirlitsmaður, f samtali við Mbl. í gær. „Það hafa sama og engar skemmdir orðið. Aðeins lítilsháttar á Norðaustur- landi og Austfjörðum, en annars staðar eru þær ekki teljandi. Nú þegar yfirvinnubann og annað er úr sögunni getum við farið f það að^hefla af fullum krafti og vonir standa til að um helgina verði flestir þjóðvegir orðnir eins góðir og þeir geta orðið beztir." Hjörleifur sagði, að segja mætti að allar þungatakmarkanir væru úr sögunni. Til undantekninga nefndi hann Öxarfjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði, en nú er verið að lagfæra veginn af Möðrudals- öræfum til Vopnafjarðar og ætti hann að vera orðinn greiðfær öll- om bílum um helgina. Um vegi á miðhálendinu sagði Hjörleifur, að vegurinn um Uxa- hryggi væri orðinn sæmilegur og eftir helgina verður farið að laga Kjalveg. Vegurinn um Kaldadal verður látinn bíða svolitið ennþá og ekkert er farið að eiga við Sprengisandsleiðina. Drengur fyrir bíl TÓLF ára drengur á reiðhjóli varð fyrir fólksbifreið norðan í Arnarnesi um tvöleytið f gærdag. Hann kastaðist á götuna og hlaut meiðsli á höfði og fæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.