Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977 TðNUSTMIBJA NORMNS JNSKUFÖLKS UNG NORDISK MUSIK REYKJAVlK 1977 20. 6.-26. 6. Hljómsveit- artónleikar ÞAÐ ER ánægjulegt að fylgjast meS þvt hvaS er aS gerast t tón- sköpun ungs fólks á NorSurlönd- um. Greinilegt er aS tónsköpun þeirra hefur tilhneygingu til aS vera hefSbundnari. á sinn fiatt, en margt þaS sem boriS hefur veriS á borS sem tónlist af sumum eldri tónhöfundum. Þar var áberandi I verkum unga fólksins á tónleikun- um t Háskólabtói á fimmtudags- kvöldiS aS reynt var I þessum tónsmtSum aS höfSa til mannlegra tilfinninga. Innihaldslaus nýjunga- girni og uppátæki virSist á undan- haldi. ÞaS fór IttiS fyrir aSsókn vanalegra tónleikagesta á þessum tónleikum. Fyrsta verkiSá þessum tónleikum var Ketjak eftir dansk- an höfund, Svend Aaquist Johans- en. þokkalegt t sniSum en áhrifa- IttiS. Flutningur verksins virtist leslegur. Two songs eftir finnann Eero Hámeenniemi er áheyrilegt viSfyrstu kynni og söngkonan Eija Orpana-Martin stóS sig meS prýSi. Elegisk Melody eftir Alf Lundqvist var þrungin þunglyndislegri rómanttk sem komst til skila. Tuans Sange eftir Svend Erik Aar- gaard, er verk sem samiS er af Svend A. Johansen og Erik Höjs- gaard. VerkiS fór vel af staS en botninn virtist detta úr þvt. Nafn söngkonunnar var ekki t tónleika- skránni. Fyrsta verk eftir hlé var Flower shower eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónleikagestir áttuSu sig ekki á þvl aS verkiS var byrjaS þegar gengiS var til sæta. VerkiS hófst meS þvt aS tónband er sett af staS án þess aS hljóSfæra- leikararnir væru komnir á senu. ViS fyrstu kynni virSist meginhluti verksins vera haugur hugmynda sem rennur saman t kliS sem getur stundum og stundum ekki haft sannfærandi áhrif. NiSurlag verks- ins virkar sem framlenging á heildarsvip þess, en klappleikur hljómsveitarinnar t lokin kynnti Tónllsl eftir SIGURÐ EGIL GARÐARSSON niðurlag verksins. Kristjáni Stephensen óbóleikara var þökk- uð meðferð á erfiðum tónhending- um. Fiðluleikarar hljómsveitarinn- ar lögðu sig greinilega fram I Sjö- strengjaljóði Jóns Ásgeirssonar. Enda er tónskáldið ekki að dulbúa tónmál sitt með neinum tfzku- slaufum eða skreytingum, heldur talar beint til hjartans. Tónleikun- um lauk með verkinu Hugleiðing um L eftir Pál P. Pálsson, sem einnig stjórnaði þessum tónleik- um, af sinni alkunnu alúð og áhuga. Það þarf kfmnigáfu og hugrekki til að semja slfkt verk svo vel fari, og koma þeir eigin- leikar ágætlega fram f verkinu, sem hefur marga áheyrilega kafla. Svo virðist sem Sinfónfuhljóm- sveitin hafi gaman að fást við svo ólfk verkefni sem voru á þessum tónleikum. Tónlistarháskóli æskufólks Á ÖÐRUM rabbfundi ungra tónhöfunda í tengslum við tón- listarmótið og undirritaður vildi mega kalla sumartón- listarháskólanna, voru tekin til umræðu kammer- og rafverk, sem flutt voru í Þjóðleikhúsinu s.I. þriðjudag. Fyrst var fjallað um rafverk eftir Jukka Ruoho- maki, sem hann kallar Síðdegi og í framhaldi af útskýringum tónskáldsins, sem voru aðallega um tæknilega erfiðleika við gerð raftónlistar í Finnlandi, vegna lélegs tækjakosts, var rætt um möguleika á að gera nákvæmt vinnuplan, eða eins konar hljóðskrá, til að vinna eftir og kosti og galla á slíkum vinnuaðferðum. Þá kom fram, að þrátt fyrir vítt hljóðsvið, sem afmarkast samt af gæðum af- spilunartækja og rúmtaki í hljóðstyrk, eru rafhljóð án dýptar, einskonar hljóðræn flatmynd. Allmiklar og lang- dregnar umræður urðu um næsta verk. Ekki vegna þess að það væri svo nýstárlegt, heldur miklu fremur hve hefðbundið það er. Höfundurinn Magnar Ám var spurður hvers vegna hann hefði valið sónötuformið og endurtekið heilu kaflana. Eftir mjög langdregnar og hægt framsettar skýringar um löng- un hans til aó kanna stórt form, voru menn jafn nær, en hverri athugasemd svaraði hann með óbifanlegri hægð. Það sér- kennilega við röksemdir hans var það, að þær áttu og eiga ekki síður við nútímavinnu- brögð, sem óneitanlega stakk í stúf við hans verk, en það var bæði hefðbundið að stíl og formi. Crumb, sem stýrði um- ræðunum mjög lipurlega, ræddi form og stíl, sem nú til dags virðist skipta orðið litlu máli. Þó verið sé að fitja upp á nýjungum, má furðu oft finna sambærileg og alveg eins fyrir- bæri í eldri og jafnvel mjög gamalli tónlist. I því sambandi nefndi hann Machaut, sem var uppi á 14. öld og gerði tilraunir með sams konar hryn- og lag- ferli og finna má hjá Webern, á fyrri hluta 20. aldar. Nokkrar umræður urðu um rafverk Þorsteins Haukssonar og var nafn þess, 17. júní 1944, nr. 3, slík ráðgáta og gaf þeim ekki minnstu hugmynd um verkið. Eftir að höfundur upplýsti, að verkið í heild væri þrískipt, þar sem fyrsti kaflinn væri „konkret“ hljóðgerð af hátíða- haldi á stofnun lýðveldisins, annar samruni hátíðarhljóða og rafhljóða en kaflinn, sem var leikinn væri eins konar eftir- máli, nóttin eftir. Um síðasta verkið, Rörelsen eftir Olli Kortekangas, spunust ekki neinar umræður, enda er verkið og tilgangurinn með þvf augljós og ekki frekar ætlað til hlustunar, miklu fremur til að stofna til þátttöku og samvirkni Tónllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON i leik. Eftir að verkunum hafði verið gerð skil, ræddi Crumb um nauðsyn þess að tónskáld gæti leikið á pfanó og benti á, að meiri hluti tónlistar hefði orðið til i lifandi samstarfi hljóðfæraleikara og tónskálda, en síður sem tónfræðilega upp- byggð fyrirbæri. Nú væri sam- starf tónskálda og hlóðfæra- leikara að komast á svipað stig og fyrr á tímum. Þó nú sé hægt að kynnast margvíslegri tónlist af hljómplötum, verður sú at- hugun margfalt grynnri og jafnvel gagnslaus ef athugand- inn ræður ekki yfir hljóðfæra- tækni og getur tekið á sjálfu viðfangsefninu, endurskapað það sjálfur á hljóðfæri. Skynjun forms og tóna Á FJÖRÐA degi Tónlistarhá- skóla æskunnar var fjallað um þriðju tónleika hátíðarinnar, sem haldnir voru á Kjarvals- stöðum. Þeir hófust á verki eft- ir Jukka Tiensuu, sem hann nefnir Rubato. Verkið var til sýnis, þ.e. nóturnar, og er það einraddað og eiga allir hljóð- færaleikararnir að leika eftir sömu nótum en ekki á sama tima. Fjöldi hljóðfæraleikara er ekki bindandi og eins og höfundur gerði grein fyrir, er það „stúdía" fyrir hljóðfæra- leikarana en ekki hlustendur. Annað verkið, Decending music, eftir Thomas Jennefelt, var næst til umræðu og gerði tónskáldið grein fyrir raðform- um, sem hann notar sem grund- völl. Það ér eins með þetta verk og Rubato, að grunnhugmynd- irnar eiga sér leið til hlustand- ans bæði í formi og tóntaki, þannig að upplifun tónverksins tengist formi og tóngerð þess. í nútíma tónlist eru oft lítil tengsl á milli fræðilegra þátta og þess sem eyrað skynjar, Þáttur fyrir strengjakvartett, eftir Hjálmar Ragnarsson, var næst til umræðu, en þar sem höfundurinn var ekki viðstadd- ur, varð minna um þær en ella hefði orðið, því nokkrir höfðu tekið til spurningar um verkið. Fannst fyrsta, að það væri of- hlaðið, öðrum að það hefði truflað sig, að svo virtist sem tónskáldið væri að sýna mis- munandi tónmyndunaraðferðir og þriðja spurningin, sem því miður er ósvarað, hver hefði verið meiningin með að nota svona margbreytilegan, ósam- tengdan og óskipulegan hryn. Ut frá verki Nordensten, se ber nafnið Quite Recently og var byggt á tilvitnunum í verk ann- arra og auk þess í jazzstil, spunnust umræður um gildi til- vitnana og voru þarna nokkrir, sem höfðu samið slík verk. Vitnað var til Stravinskys að hann hafi einu sinni sagt, að tónskáld ættu aldrei að taka að láni frá öðrum tónskáldum, heldur stela og fela þjófnaðinn. Sónata eftir Jónas Tómasson var lítið til umræðu og voru menn sammála um að verkið væri ákaflega lítilfjörlegt. Eitt af þeim verkum, sem hljóm- leikagestir geta verið sammála um að sé gott, er Kammer- lúdlum eftir Asheim, en hann er aðeins 17 ára. Verkið og flutningur þess, sem var frekar „nervös", var til umræóu og fengu menn að skoða raddskrá verksins. Crumb benti á að hlutfallslega lítið hefði verið skrifað fyrir hljóðfærahópa frá 6 til 20, manns, en þess má geta, að Kammerlúdíum er ritað fyr- ir 9 flytjendur. Allir voru sam- mála um að verk Asheim væri gott. Vegna fjarveru þriggja höfunda urðu umræðurnar í styttra lagi, en Crumb tók til meðferðar vandamál við tón- táknun og var nokkuð rætt um gagnsemi skýringa, sem ritaðar væru í formála eða inn á milli nótnanna. Þá fjallaði hann um ritun „glissando" og ýmsar að- ferðir við ritun hryns. Taldi hann að nauðsynlegt væri að ritun tónlistar væri eins ná- kvæm og kostur væri og benti á, að ef kvarttónar yrðu al- mennt teknir I notkun, yrði að gera miklar breytingar á nú- gildandi ritkerfi, sem gæti þýtt, að tónlistarmenn yrðu bókstaf- lega að læra nótnalestur upp á nýtt. Tónlistar- iðja norræns æskufólks í dag: Heiniö Ivar Frounberg Gunnar Germelen j0Unl Kaipalnen yngri Terje TjervAg Arl Lyytikainen Rolf Enslröm Sven Ahlin Kirkju- og kammertónleikar í Háteigskirkju og Norræna húsinu TVENNIR tónleikar eru I Ung nordisk musik I dag, kammertónleikar í Norræna húsinu kl. 1 7 og kirkjutón- leikar I Háteigskirkju kl. 20.30. Þá eru einnig fyrirlestrar í Norræna hús- inu fyrir allt áhugafólk og mun George Crumb ræSa um verk ungu tónskáldanna milli kl. 14 og 16. Á tónleikunum í Norræna húsinu verður leikið verkið Halllieder op. 25 eftir Mikko Heiniö frá Finnlandi (fæddur 1948). Fantasia „De-Kadenze" fyrir gítar eftir Ivar Frounberg frá Dan- mörku (fæddur 1 950). Veins fyrir fjór- ar fiðlur eftir Gunnar Germeten frá Ósló. (fæddur 1947), Sonatina eftir Jouni Kaipainen frá Finnlandi (fæddur 1956). og Four Nocturnes fyrir fiðlu og planó eftir George Crumb Mikko nam tónlistarvlsindi við Helsingfors-Háskóla og Síbellusar- Akademluna þar sem hann tók loka- próf 1975 Hann hefur samið fjölda tónverka fyrir píanó, blásturshljóðfæri og ásláttarhljóðfæri auk fjölda kammerverka Ivar nam orgelleik I Konunglega danska tónlistarskólanum, en hann er orgelleikari við kirkjuna I Vestre fang- elsi. Gunnar tók kennarapróf I gftarleik frá Tónlistarháskólanum I Ósló Hann hefut einnig numið tónsmlðar og raf- tónlist, en um þessar mundir vinnur hann að tónsmíðum Jouni nam við Slbellusar- Akademíuna til 1973, en slðar hefur hann samið mestmegnis kammer- og kammerhljómsveitarverk Einnig hefur hann samið dúett fyrir bariton og planó Á kirkjutónleikunum I Háteigskirkju mun Hamrahlíðarkórinn flytja söng- verkið A Prayer úr verkum Hallgrlms Péturssonar og tónverkið Frið fyrir blandaðan kór og sopran eftir Terje Tjervág (fæddúr 1950) Þá verur flutt af segulbandi Arabasis eftir Ari Lyytikainen og Cendrée eftir Erik Höjsgaard. Poco a Poco eftir Tommy Zwedberg, Faser-skeenden eftir Rolf Enström og Hvor elskelige er dine boliger eftir Björn Hjelmborg, svo og Agnus Dei eftir Sven Ahlin. Terje frá Noregi er fæddur 1950. Hann hefur numið tónsmlðar og orgelleik og tekið æðra próf I kirkjutónlist frá Tónlistar- skólanum I Agder. Ari frá Finnlandi er fæddur 1955. Hann hefur numið sérstaklega I raf- og tölvutónlist við Slbellusar-Akademiuna og hann hefur samið flest sln verk I tónvísindadeildinni I Helsingfors- Háskóla Tommy Zwedberg frá Svlþjóð lagði stund á trompettleik I Stokkhólmi þar sem hann lauk kennaraprófi á hljóð- færi sitt, en auk kennslu hefur hann spilað á dansleikjum. Rolf frá Svlþjóð er fæddur 1951 Hann hóf vinnu við raftónlist fyrir 6 árum og hefur gert mikið af því að ferðast með raftónlist milli skóla fyrír sænsku rlkiskonsertana. Björn Hjelmborg frá Danmörku er fæddur 1911 Hann nam tónsmiðar við konunglega danska tónlistar- skólann og vann síðan lengi sem kirkjuorgelleikari Hann hefur samið hljómsveitar- og kammerverk, kórverk og trúarlega tónlist Sven Ahlin frá Sviþjóð er fæddur 1951. Hann nemur við Tónlistarhá- skólann I Stokkhólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.