Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 Morgunblaðið hóf birtingu viðtala við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sl. laugardag með spjalli við Ólaf B. Thors, forseta borgarstjórnar. Hér fer á eftir viðtal við Albert Guðmundsson, borgar fulltrúa og alþingismann. Að taka tillit til sam- borgarans Sp.: Hverjar ástæður lágu til þess, Albert, að þú hófst afskipti af borgarmálum? Sv.: Ég hefi alla tíð verið félags- lyndur. Félagsmálastörf mín hóf- ust í iþróttahreyfingunni og hlutu þar sina eldskírn. Lionshreyfing- in jók við mina fyrri félagsmála- reynslu. Hún er þjónustuhreyf- ing, sem þróar með félögum sín- um vilja og hæfileika til að láta gott af sér leiða i umhverfi sinu. I framhaldí af störfum mínum inn- an þessara hreyfinga var lagt að mér að gefa kost á mér til próf- kjörs, til þjónustu á vettvangi borgarmála. Ég varð við þeim til- mælum, fyrst og fremst með þjónustuhlutverkið í huga. Af sömu hvötum Iá leiðin áfram til starfa á löggjafarsamkomu þjóð- arinnar. Ég hefi áhuga á öllum mála- flokkum, sem borgarstjórn fjallar um. Ég hefi reynt að setja mig eins vel inn í öll mál og kostur hefur verið á og taka afstöðu til mála með hagsmuni borgarbúa og samfélagsins í huga. I mínum huga hefur það ætíð verið efst, sem var höfuðhvati minn til póli- tískra afskipta, að verða sem flestum einstaklingum að liði. Til mín hefur leitað fólk, án tillíts til pólitískra sjónarmiða, og ég hefi reynt að sinna erindum þess eftir beztu getu. Mfn skoðun er sú að opinberir aðilar eigi að leysa vanda fólksins, eða færa ella fram ótvíræð rök fyrir því, að erindun- um sé ekki hægt að sinna. Það er lágmarkstillitssemi við samborg- arann að heyra mál hans og sinna erindum hans. Afskiptaleysið er hins vegar óverjandi. Tekjustofn til að sinna málum aldraðra Sp.: Vilt þú nefna einn mála- flokk öðrum fremur, sem þú hef- ur haft afskipti af á kjörtfmabil- inu? Sv.: Ég hefi, sem fyrr segír, áhuga á öllum málaflokkum borg- arsamfélagsins. Helzt hefi ég máske beitt mér fyrir málefnum aidraðra. Ég bar fram á sínum tíma tillögu í borgarstjórn, sem var samþykkt samhljóða, þess efnis, að 7'á% af heiidarútsvörum borgarinnar hverju sinni skyldu ganga til lausnar vandamála aldraðra; til að leysa húsnæðis- vanda þeirra eða önnur öldrunar- vandamál. Þar með var málum þeirra, sem lokið hafa ævistarfi í þágu samfélagsins, tryggður viss forgangur af borgarstjórninni; skapaður möguleiki til að vinna markvisst og stöðugt að málum þeirra. Að beiðni borgarstjóra veiti ég Albert GuAmundsson borgarfulltrúi afhendir Brasiliumönnum sigur- laun að lokinni alþjóðakeppni unglinga f knattspyrnu, er fram fór f Nizza (Frakklandi) f sl. mafmánuði. Albert er árlega verndari móts- ins. læknismeðferð, og er að hefja eðlileg störf í þjóðfélaginu. Það stundar atvinnu sfna frá þessu heimili, a.m.k. fyrst um sinn, með- an það er að festa eðlilegar rætur í samfélaginu á ný. Árangur af starfsemi þessa heimilis hefur verið mjög góður, sem m.a. má þakka þeim, sem veitt hafa því forstöðu í samráði við félagsmála- stofnun borgarinnar. Næsta við- fangsefni hlýtur að vera að styrkja starfsemi áfengisleitar- stöðvar, sem veitir aðstoð á fyrstu stigum sjúkdómsins. Það er borg- arstjóra til sóma, hve góðan skiln- ing hann hefur sýnt í þessum málaflokkum. Iþróttir út í borgar- hverfin Sp.: tþróttamál hafa sjálfsagt átt hauk f horni þar sem þú ert? Sv.: Iþrótta- og æskulýðsmál hafa alla tfð staðið mér nærri — og ekkert síður eftir að ég kom heim frá ævintýrum erlendis á þeim vettvangi. Því miður hafa mál ekki þróazt nægilega að minu skapi um íþróttaaðstöðu í borg- inni. Ég hefi lengi bent á, að f stað þess að leggja höfuðáherzlu á Hugleiknast að leysa úr samfélagslegum og ein- staklingsbundnum vanda — segir Albert Guðmundsson borgarfulltrúi þessa stundina forstöðu byggingarnefnd fyrir aldraða. Unnið er m.a. að byggingu tveggja stórra fbúðarblokka fyrir aldraða. Önnur er við Dalbraut (þar sem undirnefnd er að störf- um undir formennsku Öddu Báru Sigfúsdóttur). Hin við Lönguhlíð (þar sem undirnefnd starfar und- ir forystu Kristjáns Benediktsson- ar). Báðar þessar byggingar eru á fögrum borgarsvæðum. Þá eru i byggingu á vegum borgarinnar nokkuð á annað hundrað íbúðir í þágu aldraðra. Næsti áfangi er væntanlegt dvalar- og hjúkrunar- heimili fyrir þá, sem erfitt eiga með að sjá um sig sjálfir, en teljast þó ekki sjúklingar. tbúðarblokk fyrir aldraða við Dalbraut. tbúðarblokk fyrir aidraða við Lönguhlfð. Skylt er að geta þess að fram- kvæmdir þessar eru unnar í sam- ráði við félagsmálastjóra, borgar- lækni og borgarverkfræðing, sem unnið hafa ómetanleg störf á þessum vettvangi. Áfengisvandamál Sp.: Onnur sérstök viðfangs- efni? Sv.: Áfengisvandamálin svo- nefndu hafa lengi verið ofarlega i huga mínum. Ég hefi, ásamt borg- arstjóra, unnið að ýmsum nýjung- um á þeim vettvangi. I því efni hefur verið haft samráð við þá, sem við áfengisvandamál hafa átt að stríða, en sinna nú varnarbar- áttu og samhjálp i margháttuðum áfengisvanda. A vegum borgar- innar eru starfandi tvö móttöku- heimili fyrir áfengissjúka, aonað fyrir karla, hitt fyrir konur — og nú til viðbótar hið nýja gistiheim- ili að Ránargötu. Þar er heimili fyrir fólk sem hlotið hefur einn íþróttavettvang fyrir öll félögin, þurfi ekki síður að tryggja hinum ýmsu íþróttafélög- um borgarinnar viðunandi félags- velli, með tilheyrandi áhorfenda- svæðum: Það að dreifa starfsemi íþróttafélaganna á marga hverfa- velli, skapar nauðsynlegan áhuga I viðkomandi borgarhverfum á starfsemi félaganna og myndar þeim stuðningsmannahópa í hverfunum. Slfkir hverfavellir létta og á sameiginlegum iþrótta- ieikvangi borgarinnar. Það þarf að mfnu mati að endurskipuleggja rekstur íþrótta- mannvirkja sem borgin rekur, gera hann meira aðlaðandi og fjölbreyttari í þjónustu við borg- arana. Borgin hefur margt vel gert við sfna íþróttamenn — og skal það metið að verðleikum. En nauðsyn- legt er að taka málaflokka til heildarendurskoðunar öðru hverju í ljósi fenginnar reynslu, til að ná enn betri árangri og staðna ekki f starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.