Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGÚST 1977 Byggðastefna ríkisvaldsins hefur ýtt undir óhagstæða þróun Reykjavikur síðustu ár — segir Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri „ÞAÐ er enginn vafi á þvf að byggðastefna rfkisvaldsins á töluverðan þátt f þeirri þróun, sem nú kemur fram f þvf að Reykjavfk heldur ekki sfnum hlut f tekjuöflun landsmanna, þó ég vilji ekki segja að hún eigi hann allan“, sagði Birgir Isleifur Gunnarssoh, borgar- stjóri, á fundi með blaðamönn- um f gær, þar sem kynnt var skýrsla embættismanna um at- vinnumál f Reykjavfk. „En það má segja, að hún hafi einkum ýtt undir þessa þróun á síðustu árum.“ Borgarstjóri lagði skýrsluna fram í borgarráði á þriðjudag. I bréfi sem hann ritar með skýrslunni kemur fram, að í ársbyrjun 1976 hafi hann farið fram á það við höfunda skýrsl- unnar, sem eru; Eggert Jóns- son, borgarhagfræðingur, Hannes J. Valdimarsson, hafnarverkfræðingur, Haukur Pálmason, yfirverkfræðingur Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hilmar Ólafsson, forstöðu- maður Þróunarstofnunar- og Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur, mynd- uðu með sér vinnuhóp til að athuga sérstaklega atvinnumál í Reykjavík og nágrenni. I bréf- inu segir borgarstjóri: „Astæða þess, að ég óskaði eftir því, að þessir embættismenn gerðu sérstaka athugun á atvinnumál- um, var sú, að upplýsingar, sem þá lágu fyrir, bentu til þess, að allmikill samdráttur hefði orðið í fiskveiðum og fiskvinnslu hér í Reykjavik, og að e.t.v. væri nauðsynlegt, að borgin hæfi skipulegar aðgerðir til þess að efla atvinnulíf í borgirini, eink- um á sviði framleiðslugreina". I innganginum að skýrslu sinni til borgarstjóra reka em- bættismennirnir fyrst byggða- stefnu ríkisvaldsins; mikla endurnýjun fiskiskipa og endurbóta á fiskiðjuverum, fjárveitingar til margháttaðra opinberra framkvæmda; vega- gerða, hafnarbóta og orku- mannvirkja, en rikið hefur einnig aukið hlutdeild sína í stofnun og rekstri ýmiss konar þjónustu og greitt í auknum mæli fyrir fjáröflun til þess að koma á laggirnar ýmiss konar atvinnurekstri utan höfuð- borgar og raunar alls Reykja- nessvæðisins. Með þessu eru tekjur íbúa þessara staða í örum vexti og tekjur sveitarfélaga, sem þessa hafa notið, hafa vaxið að sama skapi. A þennan hátt hefur tek- izt að draga mjög úr flutningi fólks til höfuðborgarsvæðisins, að minnsta kosti um sinn, og i heild heldur höfuðborgarsvæð- ið nú ekki lengur árlegum hlut sínum i fjölgum landsmanna. Siðan segir: „Reykjavíkurborg hefur á margan hátt goldið þessarar þróunar, og þar með höfuðborgarsvæðið í heild, þótt áhrifanna gæti fyrst og fremst innan borgarmarkanna. Þar verður vart áhrifanna af örum vexti annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæói að því leyti, sem þau eiga vöxt sinn að þakka flutningi fólks með mikl- ar tekjur frá Reykjavík. Afleið- ingar þessarar þróunar hafa heldur ekki látið á sér standa. Fóiksfjöldi stendur í stað í borginni og fólk á bezta skeiði fækkar á sama tima og rosknu fólki fjölgar. Borgin heldur ekki hlut sinum í tekjuöflun landsmanna og atvinnulíf í borginni verður einhæfara með hverju árinu, sem líóur, þar sem atvinna eykst fyrst og fremst i þjónustugreinunum. Ljóst er aó þessi vandi verður ekki leystur innan borgarmark- anna, heldur verður í auknum mæli að líta á lausn hans sem sameiginlegt viðfangsefni allra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu". Og síðar i skýrslunni segir: „Sá vandi, sem hér blasir við á meðal annars rætur að rekja til þess, að byggðarstefnan hefur stórlega dregið úr annars stór- kostlegum árangri af viðleitni íslenzkra stjórnvalda til þess að draga úr sókn í fiskistofnana, því að ekki hefur tekizt að halda aftur af fjárfestingu i sjávarútvegi, sem farið hefur verið fram á i nafni byggða- og atvinnusjónarmiða.. . Höfuðborgarsvæðið hefur nánast verið álengdar i þeim hildarleik, sem varpað hefur ljósi á helztu ókosti þeirrar íhlutunarstefnu, sem rekin hef- ur verið, en hann er sá að unnt er að leggja óhagstæð skilyrði að jöfnu við hagstæð skilyrði í samanburði milli staða, og ekki reynist unnt að gera upp á milli þarfar og ábatavonar, þegar farið er fram á stuðning til auk- inna umsvifa í sjávarútvegi. Merki samkeppni af því tagi, sem hér hefur verið lýst sjást víðar en i sjávarútvegi, þótt ekki kveöi jafn rammt að henni á öðrum sviðum. Ekki þarf að koma á óvart, að fiskveiðar og fiskiðnaður hafa stóriega dreg- izt saman i Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, en þar við bætist að aðrar vöru- framleiðslugreinar hafa ekki náð að vaxa þar til mótvægis og svæðið heldur ekki lengur hlut sinum í vöruframleióslu lands- Hlutfalls- 'tölur • ! - | J HLOTTAIASTÖUIR WOTTOjrBKNA A FHAIfI*LJAM)A MIÐAÐ VIÐ ' \ ! ! • AÐ REYKJAVlK - 100 7 aV \ .. /vest«annaeyj«r^ \ V /‘l N / ‘ \ \ : /...7 ' X' : \ j ... ....... ' . l \ ' j l • / 1 Jöröur J \ V : i / / : ■ J X\ i NesksupstsOur 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 ; 1970 1971 lSÍ 2 .1973 1974 • . 1973 1976 Margar töflur og Ifnurit fylgja skýrslu embættismannanna til borgarstjóra um atvinnumál f Reykjavfk. Þetta Ifnurit sýnir hlutfallstölur brúttótekna á framteljanda miðað við að hlutfall Reykjavfkur sé 100 og sýnir Ifnuritið að nú er svo komið að hlutur nöfuðborgarinnar er orðinn lægri en þeirra staða, sem teknir eru með á Ifnuritinu, og tægri en meðaltal alls landsins. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjðri kynnir blaðamönnum skýrslu um atvinnumál f Reykjavfk f gær ásamt Eggert Jónssyni, borgarhagfræðingi. Ljósm Mbl.: Friðþjófur. 30 milljarða þarf til nýrra atvinnu- greina næstu 10 ár I SKÝRSLU embættismann- anna til borgarstjóra eru taldar upp ýmsar hugsanleg- ar vaxtargreinar atvinnulifs á höfuðborgarsvæðinu, en þeir telja að hæpið sé að mannaflanotkun þeirra vaxi í heild um meira en 1.500 — 2000 mannár á næstu tiu ár- um. Hins vegar er reiknað með að á næstu tiu árum megi gera ráð fyrir því, að óbreyttum fólksfjölda, að mannaflanotkun á höfuð- borgarsvæðinu aukist um 11.000 — 12.000 mannár, ef komizt verður hjá atvinnu- leysi. Talið er að þjónustu- greinar geti hugsanlega tek- ið við um 8000 mannárum, þannig að mannafli þar um- fram yrði um 4000 mannár. Samkvæmt framansögðu verður því að vona að 2000 — 2500 mannárum verði náð I nýjum atvinnugreinum á höfuðborgarsvæðinu á þessu tímabili. Segir í skýrslunni að fjárfesting að baki hverju hinna 4000 mannára næmi sennilega að meðaltali 5—10 milljónum króna á gildandi verðlagi, þannig áð ný fjár- festing yrði um 30 milljarð- ar króna á öllu timabilinu, eða að jafnaði um þrír millj- arðar á ári. Mikill fjöldi hús- tjalda í Herjólfsdal Útfelling holu við ÚTFELLING hefur nú komið fram i fóðurrörum í borholum á hitaveitusvæð- inu við Svartsengi, skammt frá Grindavík. Þessi útfell- ing er ekki talin mjög al- varleg, heldur svipað því sem gerzt hefur í Hvera- gerði, en þar þarf að hreinsa útfellinguna úr holunum á 6—8 mánaða millibili. Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Keflavík og stíflar bor- Svartsengi formaður stjórnar Hita- veitu Suðurnesja, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að framkvæmdir á hitaveitusvæðinu gengu mjög vel, en því væri ekki að neita að stíflun vegna útfellingar hefði nú komið fram í einni holu á svæð- inu. Væri þetta svipaðs eðl- is og gerzt hefði í Hvera- gerði, en þar þyrfti að hreinsa holurnar á 6—8 mánaða fresti. — Við höfum ákveðið að láta þessá holu stíflast al- farið til að sjá hve langan tíma það tekur, því þá get- um við áttað okkur á hve oft þarf að hreins holurn- ar. Hreinsun hverrar holu tekur ekki langan tíma með þeirri tækni sem Orskustofnun hefur yfir að ráða. Kostnaður við hreins- un er líka lítill, þótt han sé eðlilega alltaf einhver, sagði Jóhann. Þá sagði Jóhann, að nú væri búið að bora 4 holur við Svartsengi og þessa dagana væri verið að bora stýrisholu fyrir holu sem bora ætti á næstunni. TJÖLDUN var leyfð í Herjólfsdal f gærkvöidi, en dalurinn er nú tilbúinn með öllum skreytingum fyrir þjóðhátíðina sem hefst á morgun kl. 14. Tjaldgrindur hús- tjalda fjölskyldna voru settar upp við átta skipulagðar götur, en þetta er stærsta tjaldborg sem verið hefur á þjóðhátfð um árabil. Nokkur hundruð hústjöld. Það var ys og þys i dalnum þegar menn voru að slá upp fyrir tjöldum sínum og leituðu menn gjarnan á gamlar slóðir á tjald- borgarsvæðinu. Sól og bliða var og veðurstofan spáir mjög hag- stæðu þjóðhátíðarveðri fram yfir helgi a.m.k. Góð stemmning var í fólki er Morgunblaðið var á staðn- um, enda þjóðhátíðin haldin „heima" á ný eftir fjögurra ára útlegð á Breiðabakka við Stór- höfða. I gærkvöldi var verið að ganga frá ljósaskreytingum á tjörnina og gosbrunni, austurlenzk hof í hlíðum og brennupeyjarnir voru að leggja siðustu hönd á bálköst- inn á Fjósakletti en hann er á stærð við þriggja hæða hús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.