Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 176. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Miðausturlönd: Bjartsýni ríkir þrátt fyrir allt Alexandríu, Egyptulandi 11. ágúst. Reuter — AP SADAT Egyptalandsforseti og Hussein Jórdaníukonungur létu f dag báðir f ljós bjartsýni á útlitið á samkomulagi f deilunni í Mið- austurlöndum, er Cyrus Vance hélt áleiðis til London eftir 10 daga ferðalag um löndin f.vrir botni Miðjarðarhafs. Vance flaug f dag í örstuttar heimsóknir til Egyptalands, Jóranfu og Sýrlands tii að -gefa leiðtogum þessara Panama: Búizt við verulegri andstöðu Panama og Washington, 11. ágúst. AP — Reuter. PANAMABÚAR fögnuðu und- irritun nýs samkomulags Panama og Bandarfkjanna um Panamaskurðinn með almenn- um frfdegi en Carter Banda- ríkjaforseti og ráðgjafar hans hófu i kvöld að grandskoða samkomulagið og undirbúa baráttuna til að fá samkomu- lagið samþykkt f öldungadeild- inni, en búizt er við verulegri mótstöðu þar. Samkomulagið, sem undir- ritað var til bráðabirgða seint i gær, er árangur viðræðna, sem staðið hafa allt frá árinu 1964. I höfuðdráttum er það á þá leið að Panamabúar fá þegar i stað yfirráð yfir 70% skurðarins, en afgangurinn verður undir bandarískri stjórn til ársloka 1999. Þá greiða Bandaríkja- menn Panamastjórn 450 millj- ónir dollara við undirskrift samningsins og 150 milljónir dollara á ári fram að aldamót- um. Þótt enn hafi ekki verið greint frá samkomulaginu í smáatriðum hefur frétzt að báðir aðilar hafi orðið að gefa veruiega eftir. Panamamenn urðu að fallast á ákvæði sem heimilar bandaríska hernaðar- íhlutun eftir aldamót, ef þriðja ríkið ógnar öryggi Panama og Framhald á bls. 31 rfkja skýrslu um niðurstöður við- ræðna sinna við leiðtoga lsraels- manna síðustu tvo daga, sem voru að sögn mjög umfangsmiklar og harðar en leiddu ekki til ákveðins árangurs. Hussein konungur sagði við fréttamenn, er Vance var farinn frá Amman, að hann væri mjög ánægður með fréttirnar, sem bandariski utanríkisráðherrann hefði borið og sér hefði þótt þær uppörvandi. „Ég held að framtið- arhorfurnar séu bjartar. Að vísu er erfitt starf eftir, en vonirnar eru góðar.“ Sadat Egyptalands- forseti tók í sama streng eftir að hafa heyrt skýrslu Vance og sagð- ist bjartsýnn á samkomulag þrátt Framhald á bls. 15 Símamynd AP Róma hug- rekki drottn- ingarinnar Elizabet II Bretadrottning og Filipus prins aka f skotheldum Land-Rover jeppa um götur Cloerain á N-trlandi í gær á leið til Ulsterháskóla, þar sem þúsundir manna fögnuðu henni. Tveggja daga opinberri heimsókn drottningar til N- trlands lauk í kvöld eftir að drottning hafði í sjónvarps- ræðu iátið í ljós von um að friður væri í nánd og sagt að enginn gæti verið ósnortinn af því ofbeldi og sorg, sem N-trar hefðu orðií að þola sl. 8 ár. Heimsókn drottningar er talin hafa heppnast sérlega vel þrátt fyrir ítrekaðar hótanir IRA um blóðugar ofbeldisaðgerðir. 30 þúsund hermenn og lögreglu- menn gættu drottningar og eig- inmanns hennar, en drottning þótti sýna mikið hugrekki er hún gekk til og heilsaði hundr- uðum þegna sinna meðan á heimsókninni stóð. Var á leið til að fremja fjöldamorð ídiskóteki Osegjanlegur léttir í New York vegna handtöku „sonar Sáms,, New York 11. ágúst AP — Reuter. IBÚAR New Yorkborgar anda nú iéttar eftir að lögreglumenn þar í borg handtóku sl. nótt 24 ára gamlan póstafgreiðlsumann, sem þeir segja að hafi viðurkennt að hafa myrt 6 ungar manneskjur og sært 7 aðrar á sl. ári. Er þar með lokið mesta eltingaleik við morð- ingja í sögu New Yorkborgar og „sonur Sáms“, eins og lögreglu- menn höfðu nefnt morðingjann, kominn bak við iás og slá. Morð- inginn, David Berkowitz, var handtekinn fyrir utan heimili sitt um miðnætti síðast liðið er hann, að þvf lögreglumenn segja að hann hafi tjáð þeim, var á leið á fjölsóttan diskótekdansstað á Long Island vopnaður vélbyssu, þar sem hann hugðist binda endi á voðaverk sín með fjöldamorð- um. Lögreglumennirnir handtóku Berkowitz er hann var seztur inn í bifreið sína fyrir framan heimili sitt í Yonkers og þar fundu þeir marghleypu af hlaupvídd 44, sem byssusérfræðingar staðfestu að væri hin sama og ungmennin 6 létu lifið fyrir og hin 7 særðust. Berkowitz gafst upp án mótþróa og sagði aðeins „þið eruð búnir að ná mér“. Teikningin, sem birt var f fyrradag f New York Times. Berkowitz brosandi á leið til yfirheyrslu. IJppgötvun ARA-A stormerkur áfangí í veirusjúkdómafræðum Washington 11. ágúst Reuter. TILKYNNING vfsindamanna við bandarfsku ofnæmis- og ígerðar- sjúkdómastofnunina f Washington um hið nýja lyf Ara-A, gegn veirusjúkdómum, hefur vakið mikla athygli. Tilkynningin var gefin af dr. Richard Krause, yfirmanni stofnunarinnar, sem kallaði hið nýja lyf meiriháttar sigur í baráttunni gegn sjúkdóm- um frá kvefi til bólusóttar. Einn vfsindamaður hefur Ifkt lyfinu við uppgötvun penicillins. Lyfið, Adenine Arabinoside, hefur verið notað með góðum sem er skammstafað ARA-A, árangri gegn heilahimnubólgu og að sögn vfsindamanna opn- aði það hina löngu leið manns- ins að skilningi leyndardóms- ins, sem gerist við veiruigerð í frumum. Um 25% af öllum heinisókn- um sjúklinga til lækna i Banda- ríkjunum eru vegna veirusjúk- dóma. Dr. Krause sagði á fundi með fréttamönnum að mikið starf væri óunnið í baráttunni gegn veirusjúkdómum, en upp- götvun ARA-A væri geysileg hvatning og vonarglæta öllum sem á þvi rannsóknarsviði störfuðu. Dr. Charles Alford, visinda- maður við Alabamaháskóla, sagði á fréttamannafundinum Framhald á bls. 15 Stöðumælasekt að falli Það var stöðumælasekt, sem varð þessum illræmda glæpa- manni að falli. Hann lét.síðast til skarar skriða nálægt miðnætti 31. júli sl. Staey Moskowitz, tvítug stúlka, sat i bifreið í Brooklyn með Robert Violante á fyrsta stefnumóti þeirra, er maður birt- ist skyndilega við hlið bifreiðar- innar og skaut 4 skotum á elskendurna. Ungfrú Moskowitz lézt daginn eftir af völdum höfuö- sára en Violante missti annað augað og blindaðist nær algerlega á hinu, en mun lifa tilræðið af. Morðinginn hraðaði sér burtu og rakst þá næstum á fimmtuga konu, sem var úti á gangi með hund sinn og hafði horft á lög- reglumann skrifa 35 dollara sekt- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.