Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1977 11 Hannes Guðbrandsson Hækingsdal, áttræður 1 dag 7. okt. á Hannes í Hækingsdal áttræðis afmæli. Hann er fæddur 7. okt. 1897 í Eyrarútkoti i Kjós, en þar hófu foreldrar hans, Guðbrandur Einarsson og Guðfinna Þorvarðardóttir, búskap 1894. Fluttist Hannes með foreldrum sinum að Hækingsdal 1905, og þar hefur hann átt heima æ síðan. Sýnir það andlega framsækni Hannesar, að hann leitaði sér mennta á búnaóarskðlanum að Hvanneyri, og lauk hann þaðan prófi 1921. Tveim árum síðar eða 1923 tók hann við búi í Hækingsdal af foreldrum sínum. Hóf hann strax að bæta jörðina, og var nám hans á Hvanneyri honum mikil lyfti- stöng og hvatning við þetta mikil- væga starf hans. Var Hækingsdal- ur ein best ræktaða og uppbyggða jörðin í sveitinni, er Hannes fékk hana Guðbrandi syni sínum í hendur til ábúðar. En þótt Hannes hafi nú fengið öðrum bú sitt í hendur, þá hefur hann þó ekki meó öllu hætt af- skiptum af búskapnum. Allt fram til þessa hefur Hannes að mestu einn hirt um féð á vetrum, þótt margt hafi verið. Nei, Hannes hefur ekki setið auðum höndum. þótt bú hans sé nú komið í annars hendur, enda býr hann við góða heilsu, og er hinn léttasti bæði á fæti og í lund. Ekki hefur Hannes farið var- hluta af erfiðleikum og sorg um dagana. Hannes var tvíkvæntur, en missti báðar konur sínar eftir skammar samvistir. Fyrri kona hans var Guðrún Gísladóttir. Hana missti hann frá ársgömlum syni þeirra 1923, eða sama árið og hann hóf sjálfstæðan búrekstur í Hækingsdal. Seinni kona hans var Guðrún Sigríður Elísdóttir. Hann missti hann 1944 frá sjö ungum börnum. Mæddi nú mikið á andlegu og líkamlegu þreki Hannesar við þennan missi,' því nú stóð hann uppi með sjö börn, hið elsta 15 ára og yngsta 2 ára. Ekki lét hann þó bugast þótt þungt væri áfallið, heldur hélt áfram búskapnum ótrauður, án annarrar hjálpar en þeirrar, sem börn hans gátu veitt honum. Var það honum mikil stoð, að nú var Haukur, sonur hans frá fyrra hjónabandi, uppkominn, sem hjálpaði föður sínum mikið við bústörfin. Brátt uxu svo börnin upp, og urðu honum styrk stoð og hjálp bæði utanbæjar og innan. Með hjálp þeirra ræktaði hann jörð- ina, breytti mýrum og móum í grasgefin tún. Byggði ný gripahús og hlöður og reisti myndarlegt íbúðarhús. Þótt Hannes væri hinn áhuga- samasti og atorkymaður hinn mesti i sinum eigin búskap, og ætti lengi ekki vei heimangent sökum hinna ungu og móðurlausu barna sinna, sem segja má, að hann hafi orðið að ganga jafnt í móður sem föðurstað, hefur hann alltaf verið mikill féiagshyggju- maður, og tók mikinn þátt í félagsmálum sveitar sinnar. Þjóð- félagsmálin hefur hann líka látið til sín taka, og hefur verið þar sterkur og ósveigjanlegur hlekk- ur. Hannes er bæði vel ritfær og á lika gott með aó koma fyrir sig orði. Hefur hann yfirleitt verið hinn traustasti maður i hverju því máli, sem hann hefur látið til sín taka. Eins og gefur að skilja hlýtur hver sá maður, sem býr yfir slík- um eiginleikum sem Hannes ger- ir, að verða valinn til forustu í félagsmálum sveitar sinnar, og er þar eingin undantekning með MÁNUDAGINN 10 október n k verð- ur dregið í happdrætti Iðnkynningar i Reykjavik Aðalvinningur i happdrætt- inu er 45 ferm sumarhús framleitt af Húsaiðjunni Verðmæti hússins er kr 4 6 milljómr kr uppsett Aukavinnmg- ar eru alls 50 talsins hver að verðmæti kr 28 000 — Eru það kven- og karl- fatnaður framleiddur af Dúk hf og Hannes. Mun ég nú aðeins minnast örlítið á félagsstörf hans fyrir sveit sína, en ég tek það fram, að hér er aðeins stiklað á fáu einu. Um langt skeið átti Hannes sæti i hreppsnefnd Kjósarhrepps eða þangað til hann baðst undan endurkjöri. Formaóur var hann í fjárræktarfélagi Kjósarhrepps. Sportver hf Heildarverðmæti vinninga er því kr 6 millj kr Tilgangur happdrættisins er tvíþætt- ur Annars vegar sem einn liður i hinni viðamiklu iðnkynningu í Reykjavík og hins vegar sem tekjuöflun upp í hinn mikla kostnað. sem Iðnkynning i Reykjavík hefur leitt af sér. Stjórnarnefndarmaóur í búnaðar- félagi Kjósarhreppps. Réttar- stjóri Kjósarréttar um langt skeið. Stjórnarmaður í veiðifélagi Kjósverja. Gjaldkeri sjúkrafélags Kjósarhrepps um tima. í stjórn Bræðrafélags Kjósarhrepps, og formaður ungmennafélagsins Drengs um skeið. Öll þessi félagsstörf hefur nú Hannes losað sig við, flest fyrir mörgum árum. Er það þó ekki af því, að hann hafi skort andlegt né líkamlegt þrek til að taka virkan þátt i félagsmálum sveitar sinnar lengur, heldur hefur hann talið sjálfsagt að vikja, svo að hinir yngri kæmust að. Hannes er raungóður maður og sannur vinur vina sinna. Hann er undirhyggjulaus og má treysta honum í hvivetna. Á ég margar góðar minningar um samskipti okkar og samverustundir, bæði á gleðimótum og kyrrum stundum. Með þakklæti í huga fyrir öll okkar kynni óskum við hjónin af- mælisbarninu alls velfarnaðar núna við byrjun niunda tugarins. Kristján Bjarnason. Verð hvers miða er kr. 400. — . Eru þeir til sölu i happdrættishúsinu, sem staðsett er í Lækjargötu fyrir framan Gimli Er það opið daglega kl 10 00—21 00 Framkvæmdastjóri happdrættisins er Sigurður Ágúst Jensson og veitir hann allar upplýsingar i sima 24473 eða 29360 Happdrætti Iðnkynningar — Dregið 10. október TROÐFUL BÚÐ AF NÝJUM HAUST- VÖRUM ★ Peysur ★ Jakkar ★ Mussur ★ Blússur ★ Töskur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.