Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER 1977 VtK> MORfí-dK/ KflFF/NO S-j, Ég flýg aldrei aftur á þessum kjarakjörum flugfélaganna. Verðum við ekki að leita að- stoðar? £g held hann hafi stigið ofaná sjálfan sig? Innflutning- ur gæludýra „Ég las hjá Velvakanda bréf dagsett 24. september, „Förum betur með hross í stóðréttum", og 1. október „Um dýraspítalann“ eftir Marlus Helgason. Einnig hef ég nýlokið við að lesa bók, „The Psychic Power of Animals", eftir Bill Schul. Þá bók ætti sérhver Islendingur að lesa og vona ég reyndar að hún verði þýdd sem fyrst. Hvað dýrum viðvikur þá eru Islendingar næstum eins og barbarar miðað við aðrar þjóðir og má minna á hina rausnarlegu gjöf sem dýraspítalinn var og spyrja hvort slfkt þurfi að vera á forsíðufréttum? Ég veit að mjög hæfur enskur maður hafði verið kjörinn til að starfa við dýraspftalann á siðasta ári. En viljið þið vita hvað varð um þann unga mann? Hann mátti ekki taka hund sinn með hingað. Ég hugsa að hundurinn hafi ekki getað talað neina fslenzku! Ég kom til tslands fyrir ári eftir að hafa búið ásamt börnum mfn- um þremur í Bandarlkjunum, og kom ég aftur af ástæðum sem eru svo ótrúlegar, en ég nefni þær ekki hér; reyndar er ég að skrifa bók um það mál. Við höfum tapað öllu og horfum nú upp á fátækt hérna. Við áttum m.a. tvo gælu- hunda, 250 dala hollenskan Keeshond og svartan og hvftan „tomcat", sem rétt eins og lítill krakki þurfti að hjúkra og annast um og gerði það hinn hundurinn, sem ekki átti hvolpa. Þessi dýr uxu upp ásamt litilli dóttur minni, sem nú er 4 og hálfs árs gömul. Hún og bróðir hennar voru mjög hænd að dýrunum. Þessi tvö dýr hafa farið með okkur um 11 fylki Bandarfkjanna og þau hafa gætt húss og eigna fyrir okkur. Þegar við fórum frá Bandarkjunum urðum við að skilja þau eftir I Flórfda og á BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Endalaus talning slaga, punkta og möguleika ásamt nýtingu þéirra eru aðalhjálpartæki varn- arspilarans. ()g þegar allt þetta dugir ekki verður að treysta á ímyndunaraflið og trúna á að hægt sé að hnekkja spilinu. í dag fá lesendur sér sæti i vestur og nýta þessi hjálpartæki í vörn. Allir utan hættu en suður gaf. Norður S. DG76 H. G4 T. 643 L. G1052 Vestur S. K H. ÁKD1086 T. A5 L. D874 Sagnirnar gengu þannig: Surtur Voslur Nordur Austur 1 S 2II 2 S pass 4 S allirpass Það er eðlilegt að spila út hjártaás og síðan kóng. Austur lætur tvist og þrist en suður sjöu og nfu. Hvaða spili fínnst lesend- um vestur ætti að spila í þriðja slag? Fátt virðist til bjargar. Við sjá- um þrjá slagi og ekki þýðir að búast við hjálp frá austri. Hann á sennilega ekkert háspil. Og spaða- kóngurinn virðist dæmdur til að falla i ásinn. Þvi ekki gefa suðri innkomu á blindan! Norður S. DG76 H. G4 T. G43 L. G1052 Vestur S. K H. AKD1086 T. Á5 L. D874 Austur S. 432 H. 532 T. 9872 L. 963 Suður S. Á10985 H. 97 T. KDG10 L. ÁK Sagnhafi svinar ekki trompi nema við gefum honum innkom- una, og það gerum við með því að spila hjartadrottningu. Hver veit nema hann falli í gildruna. L' RETTU MER HOND ÞINA F ramhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 62 rigna yfir réttláta og rangláta, segir I Biblfunni. Forss lét sig síga niður á jörðina, hallaði sér að steinin- um og hlustaði áhugalitill. — Haltu bara áfram, ég er viðbúinn hinu versta. — Nú segja kristin fræði — kennisetningarnar mundir þú segja — að VIÐ eigum fyrir okkar leyti að elska á sama hátt, af þvi að Guð elskaði okk- ur að fyrra bragði — enda þótt við verðskulduðunt ekki kær- leika hans. Þá er til dæmis ekki spurt að þvf, hvort svert- ingjarnir séu verðugir eða óverðugir heldur er einfaldlega haldið áfram að vinna að kristnihoði. Agape á að berast um okkur til annarra manna. Við Eigum að vera farvegur apap — Heyrðu, eigum við ekki að halda áfram ferðinni? — Nei, hestarnir verða að hvíla sig svolftið lengur. Þú sleppur ekki strax. Það er að segja: Fyrst framan af finnst okkur svertingjarnir vera tónelskir og glaðir og viðmóts- þýðir á allan hátt... — Ekki mér. — Nei, en mér fannst það. Og svo þreytumst við á þeim og viljum helzt fara heim. En þá minnumst við þess, hvers vegna við komum hingað. Agape. Og þá er eins og okkur sé lyft yfir umræðurnar um kynþátta- vandamálin og manngerð svert- ingjanna. ALLIR ménn eiga að njóta miskunnsemi og réttlætis hvernig sem þeir eru. Erik fannst hann vera óhress og illa fyrir kallaður til að hugsa. Hann varð að taka sig á til að gcta svarað. — Að þú skulir geta haldið þessu áfram I slfkum hita. Jæja, þetta eru svosem merki- legar kenningar, sem þú heldur fram. En það er hægt að berjast fyrir réttlæti öllum til handa þó að menn séu ekki írúhneigð- ir. Venjuleg, eðlileg mann- gæzla ætti að geta það, eða hvað? — Það kann svo að vera. En til þessa hefur enginn komið hingað og starfað meðal svert- ingjanna af manngæzku einni saman. örn naut þess út f yztu æsar að predika. Hann hélt á sfðustu brauðsneiðinni, í hend- inni, en gieymdi að borða. Ilann hélt áfram: — Reyndar veit ég ekki, hvort þessi svokallaða al- menna. einfalda manngæzka ER eins almenn f landi, þar sem agape-kenningin hefur ekki mótað almenn viðhorf fólks kynslóð eftir kynslóð. Ég býst við, að algengast sé, að menn séu metnir eftir því, hvert gagn mcgi hafa af þeim. Forss var orðinn gramur. —Þú miðar sem sé lífsvið- horfið og kristnihoðsstarfið við aðeins eitt: Að Guð er til og að hann er agape, kærleikur. Jæja, en hvernig veiztu, hvort Guð er til? Ekki er mér kunn- ugt um, að nein sönnun sé til fyrir þvf. Örn hvessti vopn sfn, ánægð- ur á svip. Þetta var ekki i frysta sinn, sem hann svaraði þessari spurningu. — Hvers konar sönnun viltu fá? Forss tíndi nokkra maura, sem skriðu upp eftir fæti hans. Hann hafði ekki beinlinis ein- beitt sér að umræðuefninu. — Tja, ef það skal sannað, að maður sé til, þá verður vfst að spyrja þá, sem hafa séð þann, sem um er að ræða, eða tala við hann. Það er meira að segja hægt að mæla viðkomandi eða setja hann á vog. — Gott og vel, en andlegan veruleika er þó væntanlega ekki hægt að SANNA á þennan hátt? Ilvernig eígum við að geta sannað, að persónuleika þfnum eða sálariffi sé á þennan veg farið eða hinn? Með því að skipta þér í svo og svo mörg kíló, beinhnútur og lítra af blóði og vega þig? Persónuleik- inn finnst Ifklega ekki á þann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.