Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977 17 verið fjallað um byggingarkostn- að og við höfum séð I fjölmiðlum skýrt frá dæmum um það hve byggingarkostnaður á Akureyri er lægri en i Reykjavik. Mikið hefur verið rætt um ástæður til þessa, i þeim umræðum kom fljótt fram mismunandi afstaða bæjar- yfirvalda á Akureyri og í Reykja- vik. Á Akureyri hafa bæjaryfirvöld lagt kapp á að hafa nægjanlegt lóðaframboð og séð til þess að byggingameistarar á Akureyri hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af lóðaskorti. Arangurinn hefur ekki látið á sér standa. B.vggingar- aðilar á Akureyri hafa innleitt nýja tækni m.a. í mótasmiði. svo og með notkun byggingakrana. auk ýmissa annarra fjárfestinga. Afleiðingin er sú að á Akureyri er hægt að tala um eiginlega fjölda- framleiðslu húsnæðis. með öllum þeim kostum og hagræði sem fjöldaframleiðslu fylgir og verð íbúðarhúsnæðis eftir þvi. í Reykjavík er ástand þessara mála hins vegar afar slæmt. Bygg- ingaraðilar í Reykjavík hafa eng- ar tryggingar fyrir lóðaúthlutun- um, en þurfa hinsvegar sifellt að standa i eltingaleik við borgar- yfirvöld til þess að reyna að tryggja sér lóð. sem þannig tekst af og til. En þetta óöryggi og óvissa um lóðaúthlutanir veldur þvi að byggingafyriræki í Reykja- vik hafa átt ákaflega örðugt með að fjárfesta i þeirri tækni sem nauðsynleg er til þess að unnt sé að taka upp eiginlega fjöldafram- leiðslu. Þá vil ég vekja athygli á þeirri tilhneigingu sem sveitarfélögin hafa til að setja upp eigin fyrir- tæki til þess að annast verklegar framkvæmdir, sbr. malbikunar- stöðvar, grjótnám. efnisflutninga. og margvisleg önnur verkefni. Þessar tilhneigingar gætir einnig mikið hjá ríkisvaldinu og má i þvi sambandi benda á vegagerð og hafnarframkvæmdir. Frjálst markaðskerfi 1 hugtakinu frjálst markaðs- kerfi feist einfaldlega það að framboð og eftirspurn eftir lifs- gæðum skuli ákveða verð þeirra og þar sem fram boð og eftirspurn hefðu ávallt tilhneigingu til þess að leita jafnvægis tryggði þetta neytendum hagkvæmast verð lifs- gæðanna. I öllum grundvallar- atriðum hefir þessi kenning stað- ist þar sem hún hefir fengið að njóta sin. Hér á landi hefur fjálst mark- aðskerfi hins vegar ekki verið við lýði í meir en 40 ár. Bókstaflega öll verðlagning í þjóðfélaginu hef- ur verið háð opinberum ákvörð- unum á þessum tíma. gildir þar einu hvort um er að ræða sjávar- afurðir. landbúnaðarafurðir. iðn- aðarvörur. innfluttar vörur. verð- iagningu hverskonar þjónustu og siðast en ekki sist verðlagningu fjármagnsins sjálfs. Að vísu er skylt að geta þess að urn skamman tima hefur rikt frjálsræði i verð- lagningu innflutnings og margra iðnaðarvara svo og innlendrar þjónustu en það frelsi var einkum til staðar i takmarkaðan tíma á viðreisnartimabilinu og stóð stutt svo aimenningur naut þess ekki nema í litlum mæli. Ég vil láta i Ijós þá skoðun að flest okkar efnahagsvandamál megi rekja til þess að megin regl- ur frjáls markaðskerfis hafa verið sniðgengnar á margvislegan hátt og liklega mætti sanna tölfræði- lega að þorri verðbólgunnar sem hér hefur geysað og er af innlend- um toga spunnin sé tilkomin vegna þess hvernig þessar megin- reglur hafa verið sniðgengnar. Offjárfestingu i sjávarútvegi og landbúnaði má t.d. rekja til vaxta- niðurgreiðslustefnu sem rikt hef- ur urn lánveitingar til þessara greina ásamt forgangsrétti þeirra til lána. Offramleiðslu landbúnaðar- afurða má beint rekja til verð- lagningar- og sölutryggingarkerf- is iandbúnaðrins. Vanþróun is- lenzks iðnaðar á rót sina að rekja til ýmiss ójafnaðar sem hann hef- ur búið við i lána-. tolla-, skatta- og verðlagsmálum. Vandamál is- lenzkrar verziunar má rekja til verðlags- og lánsfjárhafta. Fjár- magnsskortinn og vandamál bankakerfisins má beint rekja til þeirrar lágvaxtastefnu sem hér hefur ríkt. Öll þau atriði sem hér hafa verið nefnd hafa svo getið af sér þá óðaverðbólgu sem hefur geysað hér síðastliðin 40 ár. Fjármagns- skömmtunarkerfið Svo sem ég drap á f.vrr er komin upp hér á landi alvarlegur fjár- magnsskortur, sem er bein afleið- ing þess að ísl. stjórnmálamenn hafa þverskallast við að viður- kenna nauðs.vn frjáls markaðs- kerfis á fjármagnsmarkaðnum og haldið hér uppi lágvaxtastefnu á óðaverðbólgutimum. með þeim ógnvænlegu afleiðingum að is- lenzkt bankakerfi hefur minnkað um þriðjung hvað varðar raun- verulegt ráðstöfunarfé á nokkr- um árum. önnur afleiðing fjár- magnskreppu er fjármagns- skömmtun. Við þekkjum öll fs- lenzka fjármagnsskömmtunar- kerfið sem birtist í margvislegum myndum. svo sem innlánsbind- ingin i Seðlabanka til þess að fjár- magna endurkaupalán þess banka á afurðavixlum forgangsréttar at- vinnuvega. Önnur afleiðing fjar- magnskreppunnar er sjóðakerfið og sú fjármagnsskömmtun sem það annast. Þetta skömmtunar- kerfi er gjörsamlega ósamrýman- legt þvi frjálsa markaðskerfi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill stefna að. Það hlýtur að vera miklu æski- legra að efla núverandi banka- kerfi með markvissum aðgerðum í peningamálum sem miðuðu að því að skapa jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar eftir fjár- magninu. Jafnframt verður rikis- valdið að hætta yfirboðum á láns- fjármarkaðnum og lúta því að í bjóða sömu kjör og atvinnuveg- irnir geta boðið. Ef ekki verður horfið af braut haftastefnunnar á fjármagnsmarkaðnum blasir sú hætta við miðað við núverandi aðstæður að einkaframtakinu verði jafnt og þétt þokað til hliðar og að fjármunamyndunin færist æ meir í hendur ópinberra aðila og finnst mörgum nóg um i dag hve mikil opinbera fjármuna- myndunin er. I þessu sambandi er fróðlegt að lita á töflu I um skipt- ingu fjármunamyndunar á ís- landi 1950—1976. Sjá töflu I Taflan þarfnast ekki neinna skýringa. en þó vil ég vekja at- hygli manna sérstakiega á tíma- bilinu 1960—1964 (upphaf við- reisnar) en þá er fjármunamynd- un atvinnuveganna í hámarki en fjáifesting opinberra aðila með því lægsta sem verið hefur á þess- umm 26 árum. Einnig get ég ekki komist hjá því að benda á þá háskalegu hnignun sem er að eiga sér stað þessi árin og kemur glöggt fram í tölum um fjármuna- myndun ríkisins og atvinnuveg- anna fyrir árin 1975 og 1976. Þau árin er fjái munamyndun atvinnu- veganna sú lægsta sem hér hefur verið í 26 ár jafnframt þvi sem fjárfesting opinberra aðila ei’ sú langmesta sem hér hefur verið á sama tima. I þessu sambandi er full ástæða til þess að athuga vel hvort ekki er skynsamlegt að leggja af nú- verandi sjóðakerfi með öllu jafn- framt þvi sem gerðar væru viðun- andi breytingar á skattamálum til þess að treysta og efla eigin fjár- m.vndun fyrirtækja. Ég hef áður minnst á nauðs.vn þess að skapa skattalegt umhverfi til þess að örva almenning til þátttöku í at- vinnurekstri með þvi að heimila viðtöku einskattaðs arðs, eðlilegt væri að slík viðtaka væri heimil á sama hátt og viðtaka skattfrjálsra vaxta af sparifé. Þá er nauðs.vn- legt að taka hiklaust afstöðu til útgáfu jöfnunarhlutabréfa í stað þess tviskinnungs og feimni sem ríkt hefur hingað til í þeim efn- um. Til þess að varðveita eigið fé fyrirtækja er bráðnauðsynlegt að innleiða fullkomnar endurmats- fyrningar og horfast þannig i augu við þau vandamál sem fyrir- tækin eiga við að etja i þeirri óðaverðbólgu sem nú geysar. Jafnframt væri nauðsynlegt að heimila fyrirtækjunum að mynda fjárfestingasjóði sem varðveittir væru i fyrirtækjunum sjálfum og mætti vel hugsa sér þessar að- gerðir í beinum tengslum við þá Framhald á bls. 33. ERLENDUR JÓNSSON ritar í Morgunblaðið 20. þ.m. um bókina LEIÐ12,HLEMMUR-FELL og hér eru nokkrar glefsur úr greininni: „LEIÐ TÓLF HLEMMUR FELL er skemmtileg skáldsaga, kjörin til að lesa sér til afþreyingar: viðburðarík, spennandi, raunsæ. Spennandi — er þetta þá eldhúsreyfari? öðru nær. Ef til vill er öruggara að taka fram að orðin „skemmtileg“ og „spennandi" eru ekki sögð sög- unni til lasts . . . . . . Hafliði er hress og kátur ungur höfundur, ódeigur, ófeiminn, . . . Sagan gerist inni í húsum, á götum úti, inni á skemmtistöðum, í strætisvögnum, auk þess sem vinnustaður einn kemur talsvert við sögu .. . Aðalsöguhetjan, Þorlákur, er ungur stúdent; nennir þó hvorki að nema í háskóla né vinna fyrir sér — dæmigerður ábyrgðarlaus ung- ur gepill. Hann vill aðeins slæpast og slugsa, drekka, stunda Klúbb- inn, sofa hjá . . . ... HÖFUNDURINN DANSAR AF FRÁSAGNARGLEÐI ... hreinn og beinn og að mínu viti .. . Svo er haldið í Klúbbinn, reynt hleypidómalaus. Saga hans geymir að húkka stelpu til að sofa hjá .. . lífssannindi... . . . Þetta er elnmitt bók til að fara með sér hvert sem farið er — út á sjó, upp í flugvél, eða í bólið á kvöldin . . . Hafliði Vilhelmsson Leió 12 Hlemmur- Fell „Aftarlega í bólstruðu sætinu sat Þorlákur. Leið tólf — Hlemmur — Fell. Loksins búinn að telja í sig kjarkinn og á leið upp í Álfahóla að heimsækja stúlku drauma sinna, Maríu." FYRSTA PRENTUN SENN UPPSELD HJÁ FORLAGINU - ÖNNUR PRENTUN í UNDIRBUNINGI - Bókdútgófmi ()rn&(.hiygur Vesturgötu 42, Sími: 25722

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.