Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1977 KREMLARMÚRINN — Gárungarnir kalla varnargarðana við Kísiliðjuna gjarnan Kremlarmúrinn, en þeir sem innan garðanna starfa hafa þó enn ekki verið kallaðir Kremlverjar. Vinna við varnargarðana gengur vel og í lok þessarar viku er áætlað að þessu starfi verði lokið. Verða garðarnir þá til varnar frá tveimur áttum, en þrær Kísiliðjunnar frá einum. (Ljósni. Frjdþjófur). , ,Rekstr ar grundvell- inum kippt undan sútunariðnaðinum” - segir Jón Ásbergsson í Loðskinni „ÞAÐ er Ijóst aó sútunariðnaóur- inn mun eiga við mjög mikla erfiðieika að stríða á næstunni vegna ákvörðunar 6 manna nefndarinnar sem ákvað 34% hækkun á hráefninu frá s.l. ári,“ sagði Jón Asbergsson forstjóri Loðskinns á Sauðárkróki í sam- tali við Morgunblaðið í gær þegar hann var inntur eftir horfum í rekstri verksmiðjunnar. Jón kvaðst gera ráð fyrir að fyrirtæk- r I gæzlu vegna ávísanamáls TVEIR menn voru í gær úrskurð- aðir í gæzluvaróhald fyrir að hafa stolið ávísanahefti úr húsi í Arn- arnesi og falsað ávfsanir úr heft- inu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur mál þetta til rannsóknar. HINN 1. október s.l. voru til í landinu 750 tonn af mjólkurdufti eða öðru nafni undanrennumjöli samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðssonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Ekkert hefur verið flutt út af mjölinu í ár vegna þess hve lágt verð fæst fyrir það á erlendum mörkuðum en f fyrra voru flutt út 100 tonn. Pétur Sigurðsson sagði, að ið fengi það hráefni sem það þyrfti í haust, en miðað er við sama gærufjölda og á þessu ári, 250 þús. gærur. Hins vegar kvað Jón ekki allt á Ijósu f þessum málum ennþá. „Það er búið að hækka gæru- verðið úr 295,50 kr. kg í 396,30 kr.,“ sagði Jón, „en hins vegar fæst engin hækkun á erlendum mörkuðum og starfsgrundvellin- um er því hreint og beint kippt undan þessum vaxtarbroddi ís- lenzks iðnaðar með einu penna- striki. Við erum að vonum óhress- ir yfir þessu og sjáum enga leið án stórtaps á rekstri -fyrirtækj- anna. Sútunariðnaðurinn telur mögulegt að greiða 345 kr. fyrir kg af gærunni, hitt er taprekst- ur.“ Jón kvað Loðskinn hafa unnið 180 þús. skinn s.l. ár og ætlunin Framhald á bls. 19. birgðirnar af undanrennumjöli væru nú nokkru meiri eða 730 tonn á móti 623 tonnum á sama tíma í fyrra. Hann sagði að í vetur yrði mikill hluti mjölsins notaður í innlenda framleiðslu svo sem við skyrgerð, ostagerð, jógúrt og súkkulaðimjólk. Aftur á móti væri útlit fyrir að einhverjar byrgðir myndu enn verða til næsta vor, þegar framleiðsla undanrennumjöls hæfist að nýju. Kolbrún Ragnarsdóttir Átti afmæli daginn sem henni voru sögð úrslitin ! GÆR átti Morgunblaðið stutt samtal við Kolbrúnu Ragnars- dóttur arkitekt sem ásamt norskum samstarfsmanni sfn- um, Ola Sten, hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu þeirra um Norræna húsið í Færeyj- um. Kolbrún er nú stödd í Þórshöfn f Færeyjum, þar sem sýning stendur nú yfir á öllum þeim tillögum sem dómnefnd- in fékk í hendur frá aðilum á öllum Norðurlöndunum. Hún sagði í samtalinu, að hún og Sten hefðu rætt um það i ágúst í sumar.að vinna saman að þessu verkefni, sem þau hefðu síðan unnið við í þrjár vikur sleitulaust, og skilað því til dómnefndarinnar 15. september s.l. Hún sagði að samvinna þeirra hefði verið mjög góð og hefði verkefnið reyndar gengið ótrúlega vel. Kolbrún bætti því ennfremur við að eiginmaður hennar hefði fylgzt með starfi þeirra Framhald á bls. 21. Birgðir mjólkur- dufts 730 tonn Homafjörður: Netatjón í fárviðri - vinnuskúrar fuku Höfn I Hornafirði 27. okt. FLESTIR reknetabátarnir fóru á sjó í gær, en skömmu eftir mið- nætti fór að hvessa af austan og margir bátanna sem ekki voru búnir að draga lentu í vandræð- um með netin, t.d. slitnuðu 4—5 net frá Skógey, Máni frá Djúpa- vogi missti 5—6 net. Jóhann SH tapaði 8 netum og frá Voninni II SH slitnuðu 50 net, en Gissur hvíti SF gat náð netunum. Bát- arnir eru með þetta 70 og yfir 100 net. Afli bátanna var yfirleitt góður í dag, Matthildur SH var með 250 tunnur, Halldór Jónsson SH með 250, Steinunn SH með 160, Skúm- ur með 150, Svalan RE með 160, Sigurður Ölafsson SF með 140, Hvanney SF með 110, en aðrir með líkt eða minna. Alls hafa milli 50 og 60 bátar landað hér af og til og um kl. 15.30 í morgun var veðrið orðið það vont að skipstjór- inn á Gissuri hvíta sagðist aldrei hafa lent í öðru eins siðan hann Framhald á bls. 19. Hort ekki með SKÁKSAMBANDI Islands hefur borizt bréf frá tékk- neska skákmeistaranum Hort, þar sem hann kveðst ekki geta tekið þátt í al- þjóðlega skákmótinu í Reykjavik í fébrúar n.k. vegna afmælismóts um Tító, sem haldið verður á sama tíma í Júgóslavíu. 1 bréfinu harmar Hort það mjög að geta ekki komið til Islands. Bent Larsen er eini stórmeistar- inn, sem svaraði játandi boði um þátttöku. Miklar líkur eru á því að stórmeistararnir Miles frá Eng- landi og Smejkal frá Tékkóslóva- kíu verði með og ljóst er að tveir Rússar koma, líklega Tal og ann- aðhvort Vaganjan eða Romanish- in. Bankamenn aftur við samningaborð SAMNINGAFUNDUR í kjara- deilu Sambands bankamanna við bankana hófst í gær klukkan 15,30 en þá hafði verið algjör kyrrstaða í samningaviðræðum bankamanna í eina viku. Banka- menn hafa boðað verkfall frá og með 8. nóvember og nálgast nú óðum, að sáttanefnd leggi fram sáttatillögu í deilunni, en það verður hún að hafa gert í síðasta lagi hinn 3. nóvember. Þá er enn ekki vitað, hvort sáttasemjari ríkisins muni fresta verkfalli um 15 daga, en til þess hefur hann lagaheimild. Neyti hann þess réttar, skellur bankamannaverk- fall á 23. nóvember, hafi samning- ar ekki tekizt fyrir þann tíma. Gunnar Eydal, framkvæmda- stjóri Sambands bankamanna, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að ef sáttatillaga kæmi fram, þá væri ekki gert ráð fyrir að frekari viðræður ættu sér stað fyrr en ljóst væri hvernig banka- menn tækju henni i allsherjarat- kvæðagreiðslu, sem standa skal i tvo daga. Allur timinn frá sáttatil- lögu og fram til þess að um hana yrði greitt atkvæði færi í kynn- ingu tillögunnar og síðan að sjá um framkvæmd atkvæðagreiðsl- unnar. Gunnar Eydal kvað frest- un sáttasemjara á verkfalli eiga að fara fram í samráði við deilu- aðila, en enn sem komið er hefur sáttasemjari ekki rætt við þá. All- ar þær viðræður, sem þegar hafa farið fram, hafa verið að frum- kvæði deiluaðila sjálfra. Framhald á bls. 19. Fyrsta skipið leggst við Oddeyrarbryggju Akureyri 27. okt. FYRSTA skipiö lagðist að fullbú- inni bryggju sunnan á Oddeyrar- tanga um kl. 14 í dag. Það var Loftur Baldvinsson frá Dalvfk. Engin viðhöfn af neinu tagi var við þennan atburð, enda kom hann óvænt og var ekki fyrirhug- aður, en hins vegar þurfti að kafa við skipið og hvergi nægilega vinnubjart til þess verks við bryggjur Akureyrarhafnar nema á þessum stað. Bryggjan er 140 m löng og dýpi við hana 8 m á fjöru. Fyrir fáum dögum var lokið við gerð hennar með því að þekjan var malbikuð. Við þessa bryggju er kaupskipum einkum ætluð viðlega og Eim- skipafélag Islands er að reisa stóra vöruskemmu á svæðinu of- an við bryggjuna og sækist það verk vel. Unnið er við skemmuna af fullum krafti og nýbúið er að reisa veggi og sperrur á megin- hluta hennar. Sv.P. Þótt ekki væri það löng stund sem það tók sendibílinn að stöðvast á horni Skólavörðustígs og Týsgötu var það nóg til að hindra útsýn þeirra er þurftu að komast inn á Skölavörðustíginn. A þeirri götu sögðu lögreglumennirnir að stundum væri svo illa lagt bllum að hún væri nánast eins og einstefnugata. Ljósmyndir: Rax. TILLITS- LEYSH) í umferðinni ÞAÐ ÞARF ekki að aka lengi um götur Reykjavíkurborgar til að sjá að víða er pottur brot- inn varðandi umferðarreglur. A háifrar klukkustundar langri ökuferð í gær með lögreglu- mönnum sáu blm. og ijósmynd- ari ekki færri en 10—20 bíla, sem lagt hafði verið ólöglega og trufluðu á einhvern hátt um- ferð og mýmörg dæmi voru um tillitsleysi ökumanns. Umferðardeild lögreglunnar hefur reglulegt eftirlit með ökuhraða (radarmælingar), að ökumenn aki ekki móti rauðu ljósi, að ökumenn virði stöðv- Bflstjóri þessa sendibfls sagðist aðeins vera að sækja föt, en það var nóg til þess að hann ásamt hílnum fremst á myndinni sem er lagt ólöglega lokaði inni Audi- bflinn við hlið sendibílsins, fyrir utan það að sendibfilinn tafði um- ferð niður Laugaveginn. Mikil- vægt er að ökumenn geri það ekki, enda er umferðin þar svo hæg, að hún má ekki við slfkum töfum. unarskyldu, og leggi bílum sín- um löglega. Myndirnar tala sínu máli og vísast nánar til þeirra. Lögreglumennirnir sem i gær óku bíl nr. 12 sögðu að ótrúlega oft þyrfti einnig að hafa afskipti af þeim, sem skildu við bíla sína í gangi, meðan skroppið væri inn í hús einhverra erinda, en i slikum tilfellum eru bílarnir oft færðir á lögréglustöðina og eigendur og umráðmenn beðnir að vitja þeirra þar, en þetta er með öllu óheimiit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.