Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKU'DAGUR 2. NÓVEMBER 1977 Þórir S. Guðber^sson: Eilítið um elliárin 2. grein Margir kviða þvi að þurfa að hætta ,,að vinna" þegar þeir komast á ellilifeyrisaldur — og vilja helst ekki hugsa til þeirra ára. þegar slikt á sér stað. Flestir mundu óska þess, að þeir gætu smám saman minnkað við sig vinnuna eftir þvi sem heilsa og efni stæðu til. Breyttir atvinnuhættir Eitt af þeim vandaamlum, sem við mæt- um á efri árum æfi okkar, er tvimælalaust, þegar við þurfum að kveðja það lífsstarf, sem við höfum unnið við meiri hluta æfi okkar, og hefur bæði veitt okkur fjárhagslegt öryggi, gleði og ánægju í lífinu. Fyrir marga er þetta kærkomið tækifæri til þess að sinna nú þeim hugðarefnum, sem hafa setið á hakanum í langan tíma, oft um margra ára skeið Bækurnar liggja í hrúgum, sem lesa þarf. Staðirnir eru ótrúlega margir, sem eftir er að heimsækja og skoða. Nú er loks tími til þess að koma frlmerkjasafninu i lag, rhyndasafninu í gott horf o.s.frv. Þeir eru ófáir á þessu aldursskeiði, sem hafa sest niður og byrjað að yrkja, skrifa, mála, teikna, skera út o.s.frv. En þeir eru einnig margir, sem kvíða því samt að þurfa að hætta þeirri vinnu, sem hefur tekið hug þeirra og krafta um svo langt árabil. Þá langar til þess að halda áfram vinnu sinni eftir 67 ára aldurinn, og margir eru enn svo andlega og líkamlega hressir, að þeir gætu auðveldlega haldið áfram mun lengur Það eru því engin skynsamleg rök fyrir þvi, að menn „verði" að hætta að vinna, þegar þeir ná ákveðnum aldri, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þetta er auðvitað mismunandi eftir því hvaða vinnu við höfum lagt stund á, og hversu mikils er af okkur krafist. En í mörgum tilvikum væri eðlileg- ast, að hagræða þessu á þann hátt, að unnt væri að halda áfram vinnu sinni eða að minnka hana við sig eftir því sem heilsa og efni stæðu til Við vitum tiltölulega litið um gamalt fólk á vinnumarkaðnum Það er erfitt að fullyrða nokkuð um það, hvort það stenst samkeppni við unga fólkið, hvernig afköst þeirra eru o.s.frv. Þó er það ekki alltaf þetta sem mestu skiptir, þegar um atvínnu er að ræða. Margt bendir t.d. til þess, að miðaldra og eldra fólk hafi meiri ábyrgðartilfinningu en þeir, sem yngri eru. Oft er fullorðið fólk fúsara til samvinnu á ýmsum sviðum, löghlýðnara, og stuttar fjarvistir frá vinnu eru oftast sjaldgæf- ari en hjá ungu fólki, sem aftur á móti er hraustara, getur unnið hraðar en þeir eldri og afkastað meiru á skemmri tíma. En það skiptir oftar um vinnu og þvi erfiðara að reiða sig á það sem traustan starfskraft. Aðlögun í nútírna þjóðfélagi þar sem tækni er orðin mikil og hraðinn eykst sífellt og afköstin „verða" að aukast. hverfur sumt af þeim atvinnuháttum, sem áður tíðkuðust, og gamalt fólk verður æ meira útundan. Þetta er ekki nógu gott. Mörgum eru Ijós þau vandamál, sem fylgja breyttum þjóð- félagsháttum, nýrri tækni og annars konar lífsviðhorfum en áður var. Yfirvöld sjá betur hvar skórinn kreppir og margt er nú gert til þess að búa í haginn fyrir eldra fólk — en betur má ef duga skal. Margir verða að hætta vinnu, þó að þeir gætu e.t.v. komið að miklu gagni annars staðar, þar sem hraðinn og afköstin þurfa ekki að vera jafn mikil eða líkamleg erfiðisvinna er minni. Það þarf að hjálpa fólki til þess að aðlagast nýjum hátt- um og jafnvel breyttri vinnuaðstöðu Þetta þarf að athuga tímanlegar Það er skylda og siðferðileg ábyrgð bæði atvinnurekanda og samfélagsins, stjórnvalda, gagnvart þegnum sínum. Og þeirri ábyrgð og skyldu fylgir einnig krafa um meiri þekkingu og reynslu á lífi fólks á því aldursskeiði, sem hér um ræðir. Þekking og reynsla Erfitt er að gefa nokkra algilda reglu um það, hvað er best og hentugast að gera. Sem betur fer eru ellilífeyrisþegar ekki hópur þar sem allir eru eins, heldur eru þarfir manna misjafnar, áhugi mismunandi og það, sem er vandamál fyrir einum, getur verið leikur einn hjá öðrum o.s.frv., ná- kvæmlega eins og hjá öllu öðru fólki. Það er eðlilegt, að það geti verið erfitt að breyta um stöðu innan sama fyrirtækis, ef launin lækka, við höfum ekki sömu aðstöðu og áður — og þurfum auk þess að aðlaga okkur nýjum og e.t.v. breyttum háttum. Það er líka erfitt að skipta alveg um vinnu og fara yfir á nýjan vinnustað, jafnvel enn erfiðara en hitt. Sennilega er best, að viðkomandi fengi að vinna sömu eða svipaða vinnu sem fyrr, en fengi að minnka hana smám saman. En hvað sem verður um að ræða að lokum, verðum við að þekkja til staðhátta, þekkja mismunandi vinnubrögð og vinnuhætti, þekkja, hvaða og hvers konar álag er þyngst og erfiðast fyrir likama okkar og líffæri o.s.frv. Á þessu sviði verðum við að auka þekkingu okkar og reynslu, kanna, hvernig málum er háttað og safna síðan saman þeirri þekkingu, svo að hún komi að sem bestum notum fyrir þegna þjóðfélagsins. Hvað gera einstaklingar til þess að undir- búa sig fyrir þessi ár? Hvernig hugsa fyrir- tæki og atvinnurekendur um þá starfskrafta sína, þar sem aldur og e.t.v. heilsa er farið að draga úr afköstum? Og hvað gerir þjóð- félagið, yfirvöld, fyrir þá þegna sína, sem hafa lagt svo mikið að mörkum á undanförn- um árum til uppbyggingar og styrktar þessu samfélagi? Hvernig er hugsað fyrir þeim árum, sem við eígum í vændum? Það er nauðsynlegt að gefa þeim gaum og hugsa um þau — því að elliárin geta veitt okkur meiri gleði og unað en margan grunar. (Nafn höfundar, Þóris S. Guðbergssonar, féll því mióur niður í blaðinu í gær, þegar fyrsta greinin í þessum greinaflokki var birt. Dr. Jónas Bjarnason: FLESTUM íslendingum er ljóst, að atvinnumál þjóðarinnar standa nú á krossgötum. Raett er um nýjar atvinnugreinar af ýmsu tagi, og þær síðan bornar saman við þær atvinnugreina, sem fyrir hendi eru. Ákaflega mikið ber á sleggjudómum og vanþekkingu i þessu sambandi. Það, sem sér- stakiega hefur á vantað, er mat á forsendum fyrir atvinnufram- taki. Með vaxandi styrkja- og niðurgreiðslufyrirkomulagi I sjávarútvegi og landbúnaði verð- ur stöðugt óljósara, hvaða hlutir raunverulega borga sig og hverjir ekki. Forsendur fyrir sjávarút- Dr. Jónas Bjarnason. Nýting íslenzkra matvæla- auðlinda og vaxtar- möguleikar vegi og landbúnaði eru f raun ákaflega flóknar, og engin leið er að gera þeim sómasamleg skil í einni grein. Hér verður þó leitast við að gera nokkra grein fyrir íslenskum matvælaauðlindum. Þessi grein er m.a. byggð á „Ráð- stefnu um fóður- og næringarbú- skap Islendinga" sem haldin var 1975 svo og skýrslu Rannsókna- ráðs rfkisins „Þróun sjávarút- vegs“ frá 1975. Síðar verður leit- ast við að tengja aðrar greinar við þessa. Forsaga ísland hefur löngum verið talið á mörkum hins byggilega heims. Því ræður bæði lega landsins og eldfjallaeðli. ís og eldar hafa mörgum búsifjum valdið og stjórnað því árferði, sem í reynd setir byggðamörk. Lífsbjörg sína hefur þjóðin haft af sjávarsókn og landbúnaði, og svo er enn. Frá þessum atvinnuvegum fékk hún bæði næringu sína og þau skipta- verðmæti, sem gerðu henni kleift að afla sér allra innflutra fanga. Ísland var fyrst og fremst land matvælaframleiðslu. Náttúra landsins, þekking landsmanna og tgeknileg geta hafa sett þjóðinni ákveðin tak- mörk fyrir fólksfjölda og auðlegð á mörgum undangengnum öldum. Þau takmörk settu þjóðinni iðu- lega skorður og nokkrum sinnum hélt hungurvofan innreið sína, eða landflótti átti sér stað. Aukin tækni og þekking hafa smám sam- an leitt til þess, að matvælafram- leiðsla landsins hefur vaxið mikið og gefið aukið svigrúm til fólks- fjölgunar og bættrar efnahags- legrar afkomu einstaklinganna. Vélbátaútgerð olli straumhvörf- um í nýtingu fiskstofna, og stór- aukin tæknivædd túnræktun skapaði grundvöll f.vrir aukningu búfjár í landinu. Stóraukning tækní- og orkuvæddrar fram- leiðslu hefur síðan smám saman léitt til þess, að nú er komið að nýjum takmörkum, þ.e. aukin sjó- sókn gefur ekki meiri fiskafla og afréttir landsins eru fullnýttir. JVýjar takmarkanir hafa myndast fyrir vöxt og viðgang íslensks þjóðfélags í núverandi mynd. Þar sem sjávarútvegur og land- búnaður eru undirstöðugreinar atvinnulífsins og afkoma annarra atvinnugreina þeim mjög háðar, má ljóst vera, að nýting íslenskra matvælaauðlinda er samofin ís- lensku þjóð- og atvinnulífi í heild. Núverandi ástand íslandsmið eru vissulega mjög auðug af plöntusvifi og fisk- og dýrastofnum, sem á þeim lifa. Þau eru þó engan veginn ótæm- andi. Auðlindir sjávar hafa fram til þessa verið nýttar með hugar- fari hreinnar veiðimennsku og án tillits til takmarka þeirra. Kapp og sóknarharka hefur lengst af ráðið afla. Heildarafli á islands- miðum hefur undanfarin ár verið liðlega 1 milljón tonn, en af því hafa íslendingar nýtt stærsta hlutann. Utlendingar veiða enn hluta af botnfiskstofnum, sem eru mun verðmeiri en loðna, en hún er aðaluppistaðan í afla ís- lendinga að magni. islenskar sjáv- arafurðir eru að mestu leyti flutt- ar á erlendan markað, en aðeins tæp 40% þeirra, miðað við eggja- hvítu, eru nýttar beint til mann- eldis. Afgangurinn fer til dýraeld- is og skilar aðeins litlum hluta eggjahvítuefnanna til manneldis. Lauslega áætlað má reikna með, að eggjahvítuefni íslenska sjávar- aflans nægi þörfum liðlega 10 milljón manna. í rauninni eru það eggjahvituefni, sem skapa stærsta hlutann af gjaldeyristekjum þjóð- arinnar af útflutningi. Áreiðanlegar upplýsingar liggja nú fyrir um að flestir helstu fiskstofnar við landið séu ofnýttir og sumir i hættu. Ein- staka stofnar eru þó vannýttir, en þá er yfirleitt um aó ræða fiskteg- undir, sem ekki eru eftirsóttar til manneldis og því verðlitlar. islenskur landbúnaður fram- leiðir allt að 20.000 tonnum af kjöti og á annað hundrað þúsund tonn af mjólk árlega. Lang- stærstur hluti kjötframleiðslunn- ar er kindakjöt og því næst kemur nautgripakjöt. Jórturdýraafurðir eru því i sérflokki. Nokkur þus- und tonn af dilkakjöti eru flutt út árlega. Reikna má með, aó grasspretta á túnum landsins sé um 50—60 hestburðir af hektara lands að meðkltali. í reynd eru þó veruleg- ar sveiflur á grassprettu á hekt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.