Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977 AIMÍUfl Starfsaðstaða eða markaðssvæði: Hvað liggur til gnmdvall- ar greiðslu aðstöðugjalds?1 fe> RAGNA Vegið aö tekjustofnum Reykjavíkur, segir Albert Guðmundsson um tiUögu Ragnars Arnalds Ragnar Arnalds (Abl) mælti nýlega í efri deild Alþingis fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þess efnis að þar til- greindum félögum, er annast rekstur á landsmæli- kvarða, verði gert að greiða landsútsvör (framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga) í stað aðstöðugjalda til þeirra sveitarfélaga, sem þau eru staðsett í og þiggja aðstöðu og þjónustu af. Jafnframt er gert ráð fyrir að þetta nýja gjald verði ákvarðað með sama hætti og aðstöðugjald nú — í hlutfalli af rekstrarútgjöld- um. Alhcii (juðmundsson (S) taldi frumvarpi þessu stefnt gegn hagsmunum Heykjavikur- borgar. Hann sagði að frum- varpið væri frávik frá gildandi lagaákvæðum um gjaldstofn landsútsvara, sem til þessa hefðu verið miðuð við alít ann- an útreikning en aðstöðugjöld. Aðstöðugjöld væru ranglátur skattur — eins og það væri á lagt — en hefði verið réttlætt með því, að eðlilegt væri að fyrirtæki greiddu til sameigin- legra þarfa þess sveitarfélags, sem búið hefur þeim aðstöðu og þjúnustu til starfrækslu. Míkill meirihluti fyrirtækja spönnuðu hins vegar stærra viðskipta- svæði en aðseturssveil, og fjöl- mörg landið allt. Hann tók sem dæmi hótel á Húsavik. Öum- deilt væri að hótelið starfaði aðeins á Húsavík og þægi þar alla staðbundna þjónustu og að- stöðu. íbúar Húsavíkur væru hins vegar ekki helztir við- skiptavinir þess, heldur aðkom- ið fólk. Hvar Iiggja mörkin um viðskiptasvæði slíkra fyrir- lækja spurði Albert. Meginhugsunin lögum um tekjustofna sveitarfélaga er sú, að þai' skuli fyrirtæki greiða aðstöðugjald, sem þau fá fyrir- greiðslu af hálfu sveitarfélags. Hins vegar er rétt að taka tekjuöflunarkerfið lil heildar- endurskoðunar — og kann raunar að vera óhjákvæmilegt í sambandi við þá endurskoðun á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem nú stendur yfir. Albert gat þess að þau fyrir- tæki, sent fruntvarpið næði til, hefðu yfirleitt starfsaðstöðu i mörgum sveitarfélögum. Sum þeirra væru með útibú eða um- boðsskrifstofur víða um land. Af þeirri starfsemi væri greitt aðstöðugjald til viðkomandi sveitarfélaga. Flugleiðir greiði t.d. aðstöðugjald á Keflavíkur- flugvelli, Isafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Eimskipafélagið 1 ÞINGSINS RÓSAGARÐI — I bakgarði þinghúss mátti líta blómskrúð fram á haustnætur. Gróandinn er meiri innanhúss en utan, vetrarlangt, ef að líkum lætur. rekur vörugeymslu í Hafnar- firði og slík aðstaða er fyrirhug- uð á Akureyri. Eflaust gildi það sama um aðstöðugjald af þeirri starfsemi. Umboðsaðilar vátryggingarfélaga séu og efa- lítið skattskyldir hver í sinni heimasveit. Eg fæ hins vegar ekki séð að frumvarp R.A. geri ráð fyrir að undanskilja þessa aðila greiðslu aðstöðugjalds, sagði Albert. Albert sagði og að þau fyrir- tæki, sem frumvarpið næði til, greiddu i ár 321.7 m.kr. í að- stöðugjald til Reykjavíkur. Mið- að við ákvæði frumvarpsins myndi tekjumissir borgarinnar, sem Ragnar teldi „örlítinn", nema 149 m.kr. — og á næsta ári ekki undir 200 m.kr. Frum- varpi þessu virtist þvi fyrst og fremst stefnt gegn Reykjavík, sem þó ætti undir högg að sækja vegna sýnilegs samdrátt- ar framleiðsluatvinnugreina á næst liðnum árum og minni tekjuaukningar almennra skattborgara af þeim sökum en orðið hefði í öðrum skattum- dæmum landsins. Hann sagðist þvi leggja til að þetta aðfararfrumvarp að hags- munum Reykvíkinga verði fellt. Hér er um nýjan „auð- lindaskatt“ að ræða, sem leggja á á fyrirtæki i Reykjavik: Ég hvet þingmenn Reykvíkinga til að verja hagsmuni kjördæmis sins og þess fólks, sem sýnt hefur þeim traust til þingsetu. Bifreiðahlunnindi frá fyrri stjórn — 400 sveitabæir og fiskifloti án sjónvarpsþjónustu Þjóðleikhúsið og landsbyggðin — r Afengisvamir í skólum og ríkis- fjötmiðlum — Fóstureyðingar og kynlífsfrœðsla — Spumingar þingmanna og svör ráðherra Reglur frá vinstri stjórn um bifreiðahlunnindi. Matthfas A. Mathiesen fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Stefáni Jónssvni (Abl) um bifreiðahlunnindi ráðherra, laun bifreiðastjóra ráðherra og starfstilhögun þeirra sem hér segir: „1. Sérmeðferð á bifreiðum bifreiðakaup ráðherra, þegar ráðherra að því er tekur til greiðslu aðflutningsgjalda er ákveðin með lögum. sbr. 14. tl. 3. gr. tollskrárlaga. Þessi ákvæði voru fyrst sett með toll- skrárlögum á árinu 1970. en verið endursett siðan. síðast i árslok 1976. Efnislega byggjast þessi ákvæði á bilareglum frá 1970, sem settar voru, þegar verið var að afnema bilaeign ýmissa ríkisstofnana til einka- afnota fyrir forstjóra stofnan- anna. Þá var ákveðið. að ráð- herrar gætu fengið rikisbif- reiðar til afnota. en þá ein- göngu opinberra nota. Kysu þeir það ekki ættu þeir kost á að fá keypta bifreið i upphafi ráðherraferils án greiðslu aðflutningsgjalda og söluskatts. Sú hefð hafði þá lengi gilt um þeir létu af embætti. Bifreiðin yrði þá notuð sem embættisbif- reið ráðherra. Jafnframt var gert ráð fyrir láni að tiltekinni fjárhæð til 10 ára og með 5% vöxtum til bifreiðakaupanna. Frá upphafi var gert ráð fyrir, að ríkið greiddi að fuilu rekstrarkostnað ráðherrabif- reiða. I tíð fyrri ríkisstjórnar var ákveðið að ráðherrum skuli heimilt að endurnýja bifreiðar sínar með sama hætti að þvf ef varðar aðflutningsgjöld eftir þriggja ára samfellt starf og að sú heimild standi allt að einu ári eftir að ráðherradómi lýkur. 2. Árið 1976 voru greidd laun til átta bifreiðastjóra ráðherra auk afleysinga sem samtals nam kr. 16.927.352. Launin vor mjög mismunandi vegna mis- mikillar yfirvinnu, frá 1567 þús. kr. upp í 2.607 þús. kr. 3. Starf bifreiðastjóranna felst í akstri og umsjón með bifreið ráðherra. Að auki sinna þeir ýmsum sérstörfum og út- réttingum í þágu ráðuneytanna eftir þvi sem þörf krefur." Það kom fram i svari Ólafs Jóhannessonar bankamálaráð- herra og Ingólfs Jónssonar, form. stjórnar Framkvæmda- stofnunar, að bankastjórar og forstjórar Framkvæmdastofn- unar njóti hliðstæðra bifreiða- hlunninda (um kaup bifreiða) og ráðherrar. Karvel Pálmason (SFV) taldi ráðherra eiga að standa undir bifreiðakostnaði af launum sin- um, sem aðrir þjóðfélagsþegn- ar. Þó væri fremur hægt að afsaka að þeir nytu slíkra hlunninda en bankastjórar eða forstjórar Framkvæmdastofn- unar. 400 SVEITABÆIR OG FISKVEIÐIFLOTI AN SJONVARPS Vilhjálmur Iljálmarsson menntamálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Steingrimi Ilermannssyni (F) um dreif- ingu sjónvarps. í svari ráðherra kom m.a. fram: 1) Helztu framkvæmdir lídandi árs eru þessar Fram- lenging örbylgjukerfis frá Akureyri til Gagnheiðar austur, sem er dýr framkvæmd. Reistar eru endurvarpsstöðvar á Breiðdalsvik og Staðarborg i Breiðdal í Stöðvarfirði. Endur- nýjaður verður fyrir áramót gamall sendir i sjónvarpsstöð að Hnjúkum við Blönduós. í Vestmannaeyjum verður sett upp endurvarpsstöð. Endur- nýjaður tækjabúnaður endur- varpsstöðvar að Höfn í Horna- firði (fyrir áramót). Lítil endurvarpsstöð verður sett upp í Ólafsfirði. Þá hefur nokkrum milljónum verið varið til undir- búnings byggingu nýrra stöðva á næsta ári. Tolltekjur af innfluttum sjónvarpstækjum (þ. á m. lit- sjónv.t.) voru áætlaðar 200 m.kr. 1977, sem m.a. renna til þessara framkv. Kostnaður við litvæðingu sjónvarps i ár hefur numið 80 m.kr. 2. Fyrirhugaðar framkvæmd- ir á næsta ári: Nýjar sjónvarps- stöðvar i Hörgárdal, Öxnadal, Blöndudal og Svartárdal. Á Almannaskarði, tengistöð fyrir Lón og i Borgarhöfn i Suður- sveit, i Drangsnesi, við Kolla- fjörð i Strandasýslu og við Bakkaflóka. Endurnýja þarf bráðabirgðastöð í Grundarfirði. I Hegranesi i Skagafirði er áætlað að endurnýja 1Ö ára gamlan sendi. Endurbæta á stöðvar á Lágafelli í Mosfells- sveit og i Langholti. Þá eru fyrirhugaðar fram- kvæmdir við örbylgjukerfi á leiðinni Reykjavík-Vestfirðir. Tolltekjur af sjónvarpstækjum á næsta ári eru áætlaðar 340 m.kr. Fjöldi þingmanna tók til máls, einkum strjálbýlisþing- menn, sem lýstu óánægju með seinagang í dreifingu sjón- varps, en um 400 sveitabæir munu enn án móttökuaðstöðu. Pétur Sigurðsson (S) boðaði flutning þingsályktunartillögu um sjónvarpsefni til sjómanna, m.a. með myndsegulböndum, sem viða væru nýtt þar sem of kostnaðarsamt reyndist að koma sjónvarpsefni á framfæri með venjulegum hætti. Gvlfi Þ. Gtslason (A) ræddi nýja mögu- leika, sem sending sjónvarps- efnis um gervitungl byðu upp á. FÖSTUREYÐINGAR — KYNLÍFSFRÆÐSLA. Matthías Bjarnason. heil- brigðisráðherra, svaraði fyrir- spurn frá Sigurlaugu Bjarna- dóttur (S): hvenær sett yrði reglugerð um framkvæmd fóstureyðinga, eftir nýlegum lögum þar um, sem og , hvern veg tilskilinni kynlifsfræðslu Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.