Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 27 Gfir HallKrimss»n nemaPSi, sáttmalaj^a! eins og aörir stjórnarerindrekar fyrst og síðast um hagsmuni þjóð- ar sinnar, en þó var ísland honum ofarlega í huga og þeir, sem þekktu hann bezt, voru þeirrar skoðunar, að vinátta hans við ís- lendinga væri einlæg og hann bæri hag þeirra einnig mjög fyrir brjósti. Þegar bréfritari átti sam- tal við hann um framtíð íslands vestur í Bandaríkjunum, sagði hann allt í einu: En hvers vegna gerizt þið ekki fylki í Bandaríkj- unum, það myndi spara ykkur stórfé? Bréfritari leit á hann undrunaraugum og spurði: Hvað áttu við? — Ja, þá yrði stjórnin í Washington að sjá t.a.m. um allt þjóðvegakerfi ykkar. Við Banda- hefur augsýnilega aldrei komizt inn í kviku og kjarna íslendings- eðlisins. Stover varð í raun og veru undrandi á þessum viðbrögðum og vildi ekki sætta sig við, að hann þekkti ekki íslendinga jafn vel og bréfritari. 1 raun og veru skildi hann ekki ástæðuna eða rökin fyrir því, að við vildum ekki fá ókeypis þjóðvegi á íslandi, né aðra þá hjálp sem sjálfstæðu ríki er ekki sæmandi. Bréfritari sagði Stover, að Island yrði aldrei fylki i Bandarfkjunum. Islendingar yrðu ávallt sjálfstæð þjóð svo lengi sem beir sjálfir fengju við það ráðið. Það væri lán þeirra að eiga samstöðu með stórveldi, sem gerði ekki kröfu til þess, að hlut- skipti þeirra yrði hið sama og örlög t.a.m. Eistlands. ur Bjarnason væru upphafsmenn marxismans. Þjóðvegagjaldið er einungis einn angi af gömlum hugmyndum Jónasar Jónssonar frá Hriflu á sínum tíma og dettur þó engum manni í hug að efast um þjóðrækni hans og hann hafi fyrst og síðast hugsað um framtíð Islendinga í sjálfstæðu landi, svo mjög sem hann lagði áherzlu á islenzkan arf og islenzka menn- ingu, bæði í ræðu og riti og raun- ar allri stjórnmálabaráttu sinni. Hið sama má áreiðanlega segja um það fólk, sem nú hefur stutt aronskuna, en það hefur ekki fram að þessu fengið þau rök, sem- bita gegn freistingum auðs og þæginda. Sjálfur er Aron Guð- brandsson ekki síður en Jónas gegn Islendingur og góður, þó að hann hafi viljað setja verðmiða á til að kaupa af okkur alla útflutn- ingsframleiðslu okkar á hæsta verði og skyldi samningur um þetta verða uppsegjanlegur að 25 árum liðnum en að sjálfsögðu unnt að framlengja hann. Hann vildi þó ekki láta Bandaríkja- menn annast það í framkvæmd- um innanlands, sem Islendingar gátu gert sjálfir; hefði þvi að öll- um líkindum verið andvígur hug- myndinni um þjóðvegina; hugsað hærra. En hvað sem þvi liður, þá megum við ekki gera neina þjón- ustu eða framleiðslugrein háða þörfum varnarliðsins. 1 bók sinni um Jónas frá Hriflu, Samtöl við Jónas, segir Indriði G. Þorsteinsson m.a.: ,,I ljósi þeirra viðhorfa, sem hann (Jónas) hafði aflað sér í Vesturheimsferðinni og ástandsins í landinu mótaði hann afstöðu sína til samstöðu vestrænna rfkja urn stjórnarhætti og menningu. Þessi samstaða var efst á baugi árió 1946, þegar Tru- man Bandaríkjaforseti bauð Is- , hp-a roiWa P°“. Víft höfurn auk Pe8S„ ejns og 1 ’totlsiuubauð '„H boriA tott- °E .. aj, stærsta markaö i ,“w6ve\di beitusius K dve\\i W* levfi .Sí&w ■ f Og Ameriku. O ^ -J SSs*- SSSSS. ITi x <nrkia á v,m opinn - fZTað finr ^“^’kefur aðstaðan e»íí —rr ss.; as ?^«cws«1 sSSSSSi “oiðslu á «,SnrðTtiðiti<ii um ?)a'ÍI'sfdvarvörur■ ^ ttieðser hinn urci heimttó TynLJt 'irn7\-ri trámleiðs im og i ounasaga n\tð sér margskonar óþægindi, bæði fyrir þá sem í liðinu eru, fyrir þá, sem það senda, og fyrir okkur sjálfa. Mikið er talað um, að þjóðerni okk- ar sé í hættu vegna dvalar þessara manna hér á landi. íslenzkt þjóðerni er ekkl sterkt, ef það þolir ekki slíka raun, og hefur , u> þjóðernlnu sjaldan eða aldrei verið vtÚvtU bvi, sem úr ýmsum lllvllJuSum skraf- kowitUUUv tctt" ’ ,, ,,, ís— skjöðum heyrtst um þetta. ' yni\ðut' ^ \>'‘V' , . ■ . Hitt er sjálfsagt, aS við verðum gegn ^ jcl'P'U C" sýnd melri móðirun cn með mörgu af j aí(t»- ’ ’ . að sem’ þessum mönnum sem öðrum, að gæta > sæmdar okkar og þjóðemis og þurf- 1 um við engra brýninga við um það frá á þeim, sem' flatir hafa legið og liggja ■ íyrir flestum erlendum' ósóma. i Um leið og við skulum hafa glöggt auga á þeim hættum og óþægindum, sem okkur stafa af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu og gera allt, sem við gctum til að cyða þcim, skulum við þó minnast, hverju aðrar þjóðir fórna til varna sinna. Allar verja til þeirra gífurlegum fjármunum boint og óbeint og fle.star hafa herskyldu fyrir sína ungu pilta uxn cins eða tveggja ára skeift. Sumir þessara ungu manna eru scndir úr landi á annarlega staði, ícm þeir telja sannarlcga úUc t-ð. Allt lej’gja mcnn þetta ó sig til að verja fre’.si sitt og sjálfstæði. Aður en við bvsnumst um of yfir óþægindum okk- ar skulum við bera hlutskiptl okkar an við þessara manna. ;böví cv v ftb aö e'" Í Y>y>*h * ■ • . V). A vi'V"- eioa io- "vS'"vj"bc"' V5""\ílV . v*V"V v' an \>'iV’ sU"Va' c\"#'" Vevb"v &*$«*&***.. \\\0 jj\OV^"' V ríkjamenn yrðum að greiða lagn- ingu þjóðvega á íslandi ykkur að kostnaðarlausu(l) En sjálfstæð- ið? spurði bréfritari. Þið hafið alveg jafn mikið sjálfstæði eftir sem áður, svaraði þessi fyrrver- , andi starfsmaðúr Bandaríkjanna hér á landi. Hann vildi koma okk- ur til hjálpar og honum gekk ekk- ert annað til en vinátta við okkur Islendinga. Bréfritari varð furðu lostinn, horfði um stund á þennan gamla, útlenda vin sinn og sagði: Ég hélt þú heföir kynnzt islenzku þjóðinni nógu vel til að vita að hún mun og ætlar að sjá um sig sjálf. Sá, sem heldur, að nokkrum Islendingi dytti í hug, að land hans gæti orðið e.k. fylki í Banda- ríkjunum þekkir ekki þjóðarsáí Islendinga. Þú ert búinn að vera lengi á íslandi og hefur kynnzt mörgum Islendingum, en þú Er Brynjólfur upphafsmaður marxismans? En eítir að landsleigumálið kom upp, hefur bréfritari spurt sjálfan sig: hvor þekkti íslend- inga í raun og veru betur, hann eða vinur hans vestur í Banda- ríkjunum? Morgunblaðið trúir því enn að bréfritari hafi þekkt þjóð sína betur en Stover, innra þrek hennar og sjálfstæðisvitund; að hún sé meiri en svo, að hún meti öryggi sitt til fjár, þó að hún vilji tryggja það eins og bezt verð- ur á kosið. Hitt er svo annað mál, að’svo- nefnd aronska er ekki fremur ný af nálinni en t.a.m. ef fullyrt væri að Einar Olgeirsson eða Brynjólf- ísland. Hann sér ekki fyrir afleið- ingarnar, sem það getur haft í för með sér frekar en Jónas foröum. Aron Guðbrandsson og samhugs- uðir hans virðast ekki gera sér grein fyrir hættunni af herstöðv- arleigu, sem gæti verkaó eins og fíknilyf, sem dælt væri inn í æð — og aö þvi gæti komið að þjóðin treysti sér ekki til að standa á eigin fótum eins og hún hefur gert lrá stofnun lýöveldis. Um þetta verða Islendingar að hugsa fyrst og siðast. Öryggi og viðskipti Tillaga Jónasar frá Hriflu fól í sér aó Bandaríkin skuldbyndu sig landi hervernd. Um stundarsakir blossaði hinn gamli kraftur upp í Jónasi. Þegar ég spurði hann út í þessi mál, svaraði hann: Rússar voru að leggja tiu riki undir veldi sitt. Þá var hafizt handa um varn- arsamning vestrænna ríkja. Kommúnistar börðust harðlega gegn því máli, en borgara- flokkarnir voru hikandi og tví- skiptir. Meirihluti Alþingis sanv þykkti þó, að Bandarikjastjórn mætti láta flugvélar koma við á Keflavíkurflugvelli næstu fimm árin vegna setuliðsins i Þýzka- landi, eins og það hét á fínu máli. Jónas beitti sér fyrir því i ræðu og riti að íslendingar svöruðu til- boði Trumans um hervernd með tveimur samningstilboðum. Ann- ars vegar samningsbundinni her- vernd næstu tuttugu og fimm ár- in. hins vegar að Bandaríkin veittu íslenzku þjóðinni tolla- og hömlulausan markað fyrir allar afurðir landsmanna meðan herverndarsáttmálinn stæöi. Ég spurði um byr við þessar hugmyndir. Þjóðarviljinn kom fram á tveimur stöðum, sagði Jónas. I Reykjavík fylgdi öll verzlunar- stéttin máli mínu með eindregn- um stuöningi og gleymdi öllum skoðanamun um verzlunarmálin. Og í Þingeyjarsýslu stóðu sam- vinnumenn með stefnu minni. Á öðrum stað lýsti Jónas undir- tektum þannig: Ég auglýsti fyrir- lestur um einokun og viöskipta- frelsi í næststærsta kvikmynda- húsi bæjarins, (þ.e. Gamla Bíói) 10. des. 1946. Veður var slæml þennan dag, hvasst og hált á göt- um. Fundartimi var fremur óhentugur, rétt eftir hádegisverð á sunnudegi, þegar borgarar höf- uðstaðarins vilja gjarnan halda helgi hvíldardagsins eftir fyrir- mælum lögmálsins. Aóstaða min " var engan veginn auðveld. í ná- lægan mannsaldur höfðu tvö víð- lesnustu blöð höfuðstaóarins lýsi mér, dag eftir dag og ár eftir ár, sem langhættulegasta og verst innrætta óvini verzlunarstéttar- innar og auk þess sem einkavini bolsjevika. Þar sem ég varð að selja aðganginn á fimm krónur til að hafa tekjur upp i húsaleigu og augiýsingar, en allur þorri manna í bænum vanur að fá án endur- gjalds margháttaðar skemmtanir. söng, dans, búktal og eftirhermur með stjórnmálaumræðum flokk- anna, gat ég auðveldlega búist við svo að segja tómu húsi. Ég tók áhættuna og gekk í ovissu en von- góður inn um hliðardyr inn á leik- sviðið. Tjald mikið var þvert yfir sviðið og féllu skarir þess saman um það mitt. Ég ýtti tjaidinu til hliðar og gekk fram að ræðustóln- um. Sá ég þá, mér til óblandinnar ánægju, að hinn stóri salur fram- undan var nærri fullskipaður. Bar þá svo við, að meginþorri fundarmanna fagnaði mér með al- mennu lófataki. Var það nýjung fyrir mig, sem hef að vísu að baki þátttöku í mörg hundruð fundum, oftast meö samherjum. Erindi mitt stóð í eina klukku- stund. Voru þar engar nýjungar, en stílfáerðar kröfur um algjört viðskiptafrelsi. En svo var áhugi fundargesta mikill, að þeir not- uðu flest tækifæri meðan ég flutti mál mitt, og við ræöulok. til að sýna með áköfu lófataki, aö þeir væru mér samhuga. Hér var að verki verzlunarmannastétt Reykjavíkur." Svipaða sögu segir Jónas frá Hriflu i Öfeigi. Það fer ekki milli mála, aö Jönas er upphafsmaður þess aö tryggja viöskiptahags- muni íslendinga meö hervérndar- samningi við Bandaríkin. En hann segir jafnframt í Ófeigi, aö krafa íslendinga í Gamla sáttmála um sex skip árlega frá Noregi hafi eins og á stóð, verið „afsakan- leg neyðarvörn þjóðar, sem gat átt á hættu að farast úr hungri sök- um skipaleysis, en þetta skilyröi gerði íslendinga raunverulega miklu háðari Noregi heldur en þurft hefði að vera. Island á ekki að blanda annarlegum skilyrðum inn í bandalagssáttmála, sem gerður kynni að verða um varnir landsins móti árásarþjóðum. Ur þvi ísland vill hvorki vera hluti af veldi Danakonungs, ekki amt í heimsveidi Rússa eða 49. ríkið undir stjörnufánanum (banda- ríska), þá er íslenzku þjóðinni aðeins ein leið opin til frelsis og það er að geta sjálf staðið straum af öllum tilkostnaði við rekstur þjóðarbúsins, án þess að leita til nokkurar erlendrar þjóðar um gjafir og guðsþakkarverk." Þó að Jónas frá Hriflu vildi ganga langt i samningum sínum við Bandaríkin um hervernd og viðskipti — eða ,,aö santeina her- vernd og viðskiptasáttmála", eins og hann kemst að orði i Ófeigi — þá var hann raunsærri i þjóð- verndarmálum en þeir, sem nú vilja setja verömióa á Island. Þeir virðast eiga þá hugsjón helzt aö binda okkur á fjárhagsklafa mesta stórveldis veraldarsögunn- ar. En þó skjátlaðist Jónasi hrap- allega, þegar hann trúði því ekki, að viö gætum staðið á eigin fótum án þess ,,að fá tolla- og hömlu- lausa innflutningsheimild fyrir islenzka framleiöslu í Bandaríkj- unum‘‘. Saga síðustu 30—40 ára hefur sýnt og sannað. að við þurf- um ekki að vera neinir bónbjarg- armenn, heldur getum við treyst sjálfstæði okkar og öryggi með þeirri reisn, sem fullvalda þjóð sæmir. Við höfum að vísu við erf- ið vandamál að glima, en eigum að geta ráöið fram úr þeini ekki síður en aðrar þjóðir. Aðild okkar að varnarsamstarfi vestrænna þjóða er ekki gróðafyrirtæki, heldur e.k. trygging, þar sem þátt- takendur hafa sameiginlega ábyrgð og koma hver öðrum til hjálpar eins og islenzkir bændur, þegar þeír tóku höndum saman á þjóðveldisöld og hétu þvi að veita hver öðrum aðstoð, ef iila færi. Þannig tryggðu þeir öryggi sitt og framtið án þess að afsala sér á nokkurn hátt sjálfstæöi sínu — og glata þannig reisn sinni og stolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.