Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 f 43 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF. * * — umsjón Sighvatur Blöndahl Stóraukin fram- lög til landbún- adaríNoregi FJÁRLAGAFRUMVARP norsku ríkisstjórnarinnar var lagt fram á Stórþinginu fyrir skömmu. Þar er gert ráð fyrir að verja 5.180 milljón norskum króna, 200, milljörðum ísl. kr., til land- búnaðarins á næsta ári. Sam- kvæmt frumvarpinu er áætlaö að tekjur norskra bænda hækki á næsta ári um 4.000 til 7.000 kr., 154.000, 270.000 isl.kr. I samning- um um verðlags- og framleiðslu- mál landbúnaðarins milli ríkis- stjórnarinnar og bændasamtak- anna hefur verið lögð áhersla á aö styrkja stöðu smábænda og þeirra bænda sem búa við erfiðustu að- stæður. Mest verður varið til stuðnings mjólkurframleiðend- um, þvi samkvæmt frumvarpinu er sú upphæö 1.207 milljón krón- ur, 47 miiljarðar ísl. kr. Þessari upphæö verður varið til grunn- styrkja. Til stuðning kornrækt í Noregi er áætlað að verja 754 milljón krónum, rúmlega 29 milljöröum isl. kr. Þá verða stór- aukin framlög til orflofs bænda- fólks og til afleysinga fyrir bænd- ur sem stunda búfjárrækt, sam- tals mun verða varið í þessu skyni á næsta ári 600 milljón króna, 23 milljarðar isl. kr. Stefnt er að þvi að meðaltekjur norskra bænda verða ekki minni en iðnverka- fólks árið 1982. Á síðasta ári voru 96.290 jarðir í Noregi, sem höfðu meira en 2,0 ha. ræktaðs lands, en 59.737 með meira en 5,0 ha. rækt- aðs Iands. auðveldara með að sinna hlut- verki sínu. Virðist fjármagns- skortur þvi gera verslun erfitt fyrir. Kaupfélag ísfirðinga er með mesta veltu allra verslana á Vestfjörðum, en býr við mjög þröngan fjárhag. Aðstaða fyrir- tækisins er úrelt og alltof lítil, þannig að fyrirtækið er dýrt í rekstri og ófært um að bjóða nægilega breiða þjónustu. 7) Heildsölufyrirtæki er rekið á ísafirði og gegnir það æ þýðingar- meira hlutverki. Kostirnir við starfsemi 'fyrir- tækisins eru aðallega þrir: 1. Timasetningar vöruafgreiðslu til verslana eru áreiöanlegri. 2. Kaupmenn þurfa ekki að hafa eins miklar birgðir. 3. Lækkun flutningskostnaðar vegna stærri pantana, sem kemur kaupmönnum til góða og jafn- framt neytendum. TILLÖGUR 1) Þjónusta Skipaútgerðar ríkis- ins verði stórbætt og þannig stuðl- að að lækkun flutningakostnaðar, birgóahaldskostnaðar, verslana og taps vegna úreldingar vara. Er sérstaklega bent á ágætar tillögur Milliþinganefndar um verðjöfnun vöruflutninga. 2) Víða þarf að bæta verslunarað- stöðuna til að ná sem bestri hag- ræðingu í rekstri og til aukinnar þjónustu. Sérstaklega á þetta við um ísafjörð. Þarf að kanna Ieiðir til að aðstoða verslunarfyrirtækin til að ná þessu markmiði. 3) Gera þarf áætlun um a'ðgerðir til að tryggja rekstrargrundvöll verslana i dreifbýli (A litlum markaði). 4) Kanna þarf leiðir til að lækka vöruverðið (aðrar en ódýrari -og betri flutninga). Hugmyndir sem komið hafa fram um breytingar á tekjuskattkerfi til að jafna að- stöðumun fólks dregur ekki úr miklum straumi viðskipta til Reykjavíkur. 5) Ástæða er til að stuðla að vexti heildsölu á ísafirði. Sphinx Hollensk hreinlætistæki Vönduö og skemmtilega hönnuð hreinlætistæki í mörgum litum frá stærstu hrein lætistæ kja verksm iðju Evrópu. N.V. Koninklijke Sphinx Maastricht Holland. Aðalumboðsmenn: A. Jóhannsson & Smith h.f. Bankastræti 11, sími 24244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.