Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 30
3Q MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Sigurður H. Richter dýrafræðingur: Ormar í hundum Talsvert hefur verið rætt og ritað á undanförnum árum um orma í hundum og þá hættu er mönnum stafar af þeim. Ekki hefur þó verið gert nóg til að skýra fyrir almenningi í hverju þessi hætta er fólgin. I þessari grein er ætlun mín að segja í stuttu máli frá þessum ormum, smithættunni af völdum þeirra og ráðstöfunum gegn þeim. Sullaveikibandormurinn Sullaveikibandormurinn (Echinococcus granulosus) lifir í þörmum hunda. Hann er að- eins 3—6 mm á lengd, haus og 2—3 liðir. Vikulega dettur aft- asti liðurinn af og nýr liður myndast aftan við hausinn. Lausi Iiðurinn, 'sem í eru um 500 egg, berst út með saur hundsins, rifnar og eggin dreif- ast. Slæðist egg bandormsins ofan í grasbít eða menn, klekst Lirfa úr því, borar sér út um þarmavegginn og berst oftast til lifrar, stundum til ölung a og sjaldan til annarra líffæra. Lirfan breytist nú í hinn svo- kallaða sull, sem er vökvafyllt blaðra og tekur að vaxa. Sam- tímis reynir líkaminn að mynda bandvefshjúp um sullinn og af- marka hann þannig. Oftast tekst þetta og stöðvast þá vöxt- ur sullsins og verður sá er sull- inn ber þá sjaldnast var við hann. En stundum vex sullur- inn hömlulítið, og getur þrýst á viðkvæm líffæri og jafnvel dregið hýsil sinn tií dauða se ekkert að gert. Inni í suiiinum myndast mikill fjöldi band- Sullaveiki- bandormur úr hundi. Lengd hans er aðeins 3—6 mm. ormshausa og éti hundur sull fær hann því oftast i sig mikinn fjöldabandorma. Aætlað hefur verið að um miðju síðustu öld hafi fjórði til fimmti hver Islendingur haft í sér sull, en þá áttuðu menn sig fyrst á eðli sjúkdómsins og hafnar voru skipulegar ráð- stafanir gegn honum. Þessar ráðstafanir urðu brátt svipaðar og nú tfðkast, þ.e. árleg orma- hreinsun hunda með band- ormalyfjum og að þess skyldi gætt að hundar kæmust ekki í innyfli búpenings við slátrun. Einnig var orsök og eðli sjúk- dómsins skýrð fyrir almenn- ingi. Ahrif þessara ráðstafana Spóluormar úr hundi. komu brátt í ljós. Draga tók úr tíðni sullaveiki í mönnum og er nú svo komið að nýir sullir hafa ekki fundist í mönnum hér á landi um árabil. Talið var á tímabili að sullaveikiband- orminum hefði alveg verið út- rýmt úr landinu, en nú siðustu árin hafa nokkrum sinnum fundist sullir í kindum á Austurlandi. Eru upptök sýk- ingarinnar þar enn ókunn. Hundaspóluormurinn Hundaspóluorrnurinn (Toxocara canis) er af öðrum flokki sníkjuorma. Hann lifir einnig í þörmum hunda, verður 4—10 cm langur og er talsvert um hann í hundum hérlendis. Ormurinn verpir eggjum er berast út með saur hundsins. Berist egg ofan í hund, klekjast úr þeim lirfur er skríða út úr þörmum hundsins og berast með blóðrás til lifrar. Þaðan berast þær aftur með bð s til lungna, þar sem þær skríða inn í lungun og upp úr þeim og aftur niður í þarma þar sem þær verða að fullorðnum orm- um. Hvolpum er einkum hætt við slíku smiti, en fullorðnir hundar virðast mynda talsvert ónæmi gegn þessum ormum og eru fullorðnir spóluormar miklu sjaldgæfari í þörmum þeirra. Berist egg ofan í full- orðna tík, getur það aftur á móti gerst að lirfurnar bori sér út úr þörmunum en í stað þess að fara þá hringrás er áður er lýst, setjast þær að í ýmsum vefjum hennar. Þegar tíkin verður næst hvolpafull, fara lirfurnar aftur af stað og smita hvolpana þegar á fósturskeiði. Hvolpar eru því oft sýktir fyrir fæðingu og mánaðargamlir hvolpar geta því haft í þörmum sínum fullþroskaða spóluorma. Hættan er mönnum getur stafað af þessum ormum, er að Sullir f lifur. eggin geta slæðst ofan í þá. Þá klekjast lirfurnar í þörmunum, bora sér út um þarmavegginn og berast með blóðinu til lifrar. En síðan taka lirfurnar stund- um að flakka um vefi líkamans og geta haldið því áfram í nokkra mánuði. Oftast er talið að menn verði ekki varir við þetta og lirfurnar valdi litlu eða engu tjóni. Ef sýkingin er Spóluormar úr ketti. mikil eða lendi lirfurnar í við- kvæmum líffærum, geta þær valdið sjúkdómi. Það er fyrst nú að síðari árum að menn hafa almennt farið að gera sér grein fyrir þessari hættu. Mjög erfitt er að greina sjúkdóminn, því sjúkdómsein- kenni eru oftast væg og fara einkum eftir því í hvaða líffær- um lirfurnar lenda. Einstöku sinnum getur sýkingin orðið lífshættuleg, þó ekki séu þekkt dæmi þess hérlendis. Það eru einkum ungbörn, sem talin eru í mestri hættu, vegna þess að þau geta átt það til að borða hundaskít með eggjum í. Náskyld ormategund með svipuðum lífsferli er í köttum hér á landi, og er hún af sumum einnig talin varasöm mönnum. Varnir gegn ormum í hundum Árleg hreinsun bandorma úr nundum er lögboðin á Islandi og skal framfylgt allsstaðar nema þar sem hundahald er bannað. Hún miðar að eyðingu sullaveikibandormsins og ann- arra bandorma í hundum. Vegna þessara og fleiri ráðstaf- ana er lítil hætta á að hreinsað- ir hundar séu með sullaveiki- bandorma hér á landi, nema eftilvill á stöku stað á Austur- landi. Gegn hundaspóluorminum eru aftur á móti engar lögboðn- ar ráðstafanir gerðar. Lyf þau sem nú eru notuð við lögboðnu hundahreinsunina, losa hund- ana ekki við spóluorminn en veita fólki oftast falska öryggis- kennd. Með hundahreinsuninni heldur það oft, að það sé laust við alla orma úr hundum sin- um. Til eru ágæt lyf, sem fá má hjá dýralæknum, og hreinsa fullorðna spóluorma úr hundin- um, en ýmsir vankantar eru á því að gefa þau samtímis band- ormalyfjunum við hunda- hreinsunina. Vonir standa til að innan fárra ára verði hægt að taka almennt í notkun við hundahreinsun lyf sem vinna bæði á bandormum og spólu- ormum, en jafnvel þótt svo fari, er hætt við að það dugi eitt sér skammt gegn spóluormum og eru 'il þess ýmsar ástæður: Hundar hér á landi eru yfirleitt ekki hreinsaðir við lögboðna hundahreinsun, fyrr en þeir eru orðnir fullorðnir, og þá eru þeir yfirleitt að mestu búnir að losa sig við spóluorma úr melt- ingarveginum. Fullorðnir kyn- þroska spóluormar eru algeng- astir í hvolpum á fyrstu mánuð- unum, en á þeim aldri er sam- band hvolpa við börn hvað nán- ast. Lögboðin árleg hreinsun fullorðinna hunda kæmi því að litlu gagni. Nauðsynlegt er að hreinsa alla hvolpa með spólu- ormalyfi þegar þeir eru um mánaða gamlir, síðan aftur eft- ir u.þ.b. hálfan mánuð og svo eftilvill einu sinni enn, þegar þeir eru fárra mánaða gamlir. Lyf gegn spóluormum eru mjög mild og valda hundunum eng- um óþægindum. Eg held að verulegur árangur í baráttunni gegn spóluormum náist ekki með lögboði einu saman. Mín hugmynd er sú, að við árlegu lögboðnu hunda- hreinsunina fái hver hundaeig- andi lítið fjölrit eða bækling með upplýsingum um orma í hundum, smithættuna af þeirra völdum og hvaða ráðstafanir þurfi að gera. Spóluormalyf verði seld í lausasölu í lyfja- verslunum og fylgi glöggar leið- beiningar um notkun þeirra. Hundahald er staðreynd á ís- landi. Hundahaldi fylgir nokk- ur ormasýkingarhætta, en ef opinberir aðilar og almenning- ur gerir sér grein fyrir henni og gerðar eru viðeigandi ráð- stafanir, verður hún hverfandi lítil. I baráttunni gegn sulla- veikinni á sínum tima var höfð- að til skilnings og þátttöku al- mennings, og þá leið verður einnig að fara nú. Sigurður H. Richter, dýrafræðingur. — Þór Magnús- son... Framhald af bls. 14. En er þetta rétt? Er það rétt að minnast Jóns Sigurðssonar með þí að ákveða að rífa gömlu kirkj- una á fæðingarstað hans, elzta húsið á staðnum og þann minja- grip, sem helzt leiðir hugann aftur til fortíðar? Kirkjan er einu áberandi minjar á staðnum frá öld Jóns Sigurðssonar. Eg trúi þv ekki fýrr en ég tek á, að í Hrafns- eyrarnefnd hafi valizt menn, sem telja að þetta sé leiðin til að minn- ast fyrri tíðar manna, að fjarlægja söguleg minnismerki í minningar- skyni. Það mundi ekki kosta nema hluta af byggingarkostnaði nýrr- ar kapellu að gera vandlega við raöauglýsingar — Hranfseyrarkirkju þannig að hún sæmdi sér með prýði á staðnum um langa framtíð. Það var lengi viðtekin regla að gamlar timbur- kirkjur skyldu hverfa fyrir stein- kirkjum, oft algerlega að ástæðu- lausu. I seinni tíð hafa þó ýmsar hlotið vandlega viðgerð fyrir lítið brot af byggingarkostnaði nýs húss. Má t.d. benda á Þingvalla- kirkju. Fyrir nokkrum árum var skýrt frá því, að byggja ætti stein- raöauglýsingar kirkju á þingvöllum í stað þeirr- ar, sem nú er. Góðu heilli var gamla kirkjan gerð vandlega upp í staðinn. Fáir munu andmæla því, að hin örsmáa og einfalda kirkja á Þingvöllum sómi staðn- um betur en stór steinkirkja hefði gert. Vel má vera að sjóði þeim, sem fyrir hendi er, fengist varið til viðgerðar timburkirkjunnar á Hrafnseyri í stað nýsmíði stein- kirkju. Forsætisráðherra sagi á Alþingi, _að kostnaður við nýsmíð- ina yrði m.a. greiddur með sam- skotum einstaklinga og samtaka, sem Hrafnseyrarnefnd hygðist beita sér fyrir. Skyldi þá ekki geta verið að einhverjir fengjust til þess einnig að skjóta saman fé til viðgerðar Hrafnseyrarkirkju, þeirrar sem Hrafnseyrarnefnd virðist nú vilja feiga? Þór Magnússon þjóðminjavörður. — raöauglýsingar r Utgerðarmenn Til sölu útbúnaður til þorskanetaveiða alls ca 8 trossur Upplýsingar í síma 35450 eða 36262. Gufuketill til sölu er nýr sænskur rafskautagufuket- ill. Vinnuþrýstingur 1 1 bar, gufumagn 290 kg/tíma, hámarks orkunotkun 225 kw Með katlinum fylgir færivatnstankur, þrýstijafnari 2 — 7 kg og gufutankur 3 rúmm. Ennfremur til sölu 1 50 stk fiski- kassar (ómerktir) 70 I Uppl. veitir Gunn- ar Kjartansson sími 99-1 957 kl. 6 Til sölu er prjóna- og saumastofa Um er að ræða vélar og tæki til fram- leiðslu á nærfatnaði og fleiru. Góð við- skiptasambönd. Miklir möguleikar fyrir réttan aðila. Þeir sem áhuga hafa snúi sér til augld Mbl. merkt: „Léttur iðnaður — 919".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.