Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1978 21 Hvað segja þeir um ólöglegar verkfallsaðgerðir 1. marz? Formaður Iðju í Reykjavík: Andvígur ólöglegum aðgerðum í hvaða mynd sem er MORGUNBLAÐINU er kunnugt um, að Bjarni Jakobsson, formað- ur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, hefur lýst því yfir á a.m.k. tveimur fundum að hann væri andvígur ólöglegum aðgerð- um í hvaða mynd, sem væri. Kom þetta fram hjá formanni Iðju á félagsfundi Iðju fyrir nokkru, þar sem stjórn og trúnaðar- mannaráði var veitt umboð til þess að segja upp samningum, en einnig lýsti Bjarni Jakobsson þessu yfir á fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík í fyrrakvöld. Við þessar umræður mun Bjarni Jakobsson hafa vitnað í nýlegan hæstaréttardóm, er sýndi að hér væri alls ekki um einfalt mál að ræða. Mál þetta snerist um Iðjufélaga er farið hefði úr vinnu án formlegrar uppsagnar og vinnuveitandinn hefði krafið hann um bætur. Félagið hefði þá höfðað mál gegn vinnuveitandan- um fyrir hönd þessa félagsmanns, en tapað því máli í héraði og sá dómur siðan verið staðfestur í Hæstarétti. Var niðurstaða dóms- ins sú, að félagsmaðurinn var dæmdur til að greiða vinnu- veitandanum eins mánaðar laun eða helming uppsagnarfrestsins er hann hafði hjá vinnuveitanda sínum, sem voru 2 mánuðir. Bjarni sagði að í framhaldi af þessum dómi vaknaði nú sú spurning ef til framangreindra verkfallsaðgerða kæmi, hvor aðii- inn — verkalýðsfélagið eða hver almennur félagsmaður — væri greiðandinn í þvi tilfelli að vinnu- veitandi kæmi fram með bak- reikning í líkingu við þann sem að framan greindi, þvi að þarna væri verkalýðsfélagið hvetjandinn en félagsmaðurinn eftir sem áður gerandinn. Hersir Oddson: Get ekki tekið þátt í að hvetja menn til lögbrota „Ég GET ekki tekið þátt í því að hvetja menn til aðgerða sem varða við lög landsins og þess vegna greiddi ég atkvæði gegn ályktun stjórnar BSRB,“ sagði Hersir Oddsson, 1. varaformaður BSRB, í samtali við Mbl. í gær- kviildi. „Ég fæ engan veginn séð, að vinnustöðvun nú geti gagnað málstaðnum eða leysi þann vanda, sem fyrir hendi er. Þegar BSRB fékk viðurkennd- an verkfallsrétt var það vegna þess, að með mikilli vinnu tókst að telja fulltrúum löggjafarvalds- ins trú um að samtök opinberra starfsmanna væru ábyrg samtöjc og þau myndu ekki beita verk- fallsvopninu nema í ýtrustu neyð. Ég tel. að loknu verkfallinu í haust og nú væntanlegu tveggja daga ólöglegu verkfalli til að byrja með sé anzi nærri gengið þeirri fullyrðingu. Ég tel að verkalýðssamtök og leiðtogar þeirra þurfi að öðlast þann styrk að tekið sé tillit til málflutnings þeirra, en sá styrkur fæst ekki með síendurteknum verkföllum. Eg tel að með ábyrgri afstöðu, þar sem til þrautar er reynt með rökurn, eigi menn að hrinda einhliða ákveðnum kjara- skerðingaráformum stjórnvalda. Ef ekki verður með einhverjum hætti reynt að spyrna fótum við stanzlausri verðbólgu geta áhrifin orðið með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Þetta held ég að allir geti verið sammála um, þótt það sé eins og fyrri daginn að menn greinir á um leiðir til lausnar vandanum. Ég býst við að við launþegar verðum að taka okkar þátt í lausn vandans, en jafnframt verða stjórnvöld að gera kröfur til sín sjálfra og koma í veg fyrir ótímabæra fjárfestingu í rikisbú- skapnum, og beita ráðum til að fjárfestingar í atvinnuvegunum séu skynsamlegar. Og svo varpa ég fram þeirri spurningu: Er það til dæmis raun- hæft að við trekk í trekk endur- nýjum okkar fiskiskipastól á nokkrum árum? Hér á ég við skuttogarakaupin á sðustu árum og einnig öll kaupin á nótaveiði- skipunum áður. Hér er oft ráðist í fjárfestingar með svo stórum stökkum, að ekki getur verið heillavænlegt fyrir lítið þjóðfélag sem okkar“. Formaður Alþýðu- sambands Suðurlands: Hvet ekkí fólk til verkfalls sem ekki er löglegt GUNNAR Kristmundsson, for- maður Alþýðusambands Suður- lands sagði að þar hefðu verið haldnir tveir fundir innan sambandsins, þar sem efnahags- aðgerðir ríkisstjórnar og kjara- skerðingaráform hefðu verið til umræðu — hinn fyrri fyrir nokkrum dögum þar sem þetta mál hefði verið til umræðu ásamt fleiri málum og hinn sfðari nú sl. miðvikudagskvöld, sem fjallað hefði gagngert um þetta atriði, og þar sem kjaraskerðingúnni var harðlega mótmælt. Fundir þessir hefðu verið vel sóttir af félögum af öllu félagssvæðinu. Hins vegar sagði Gunnar að nokkuð skiptar skoðanir væru meðal félagsmanna um fyrirhug- aðar verkfallsaðgerðir, og persönulega kvaðst Gunnar eiga erfitt með að hvetja fólk til þátt- töku í verkfallsaðgerðum, sem ekki væru löglegar. Hins vegar kvaðst hann gera ráð fyrir að fé- lagsmenn myndu koma saman á ný til að ræða þetta frekar, og sett hefði verið á laggirnar sérstök framkvæmdanefnd til að annast samskiptin við aðalstöðvarnar í Reykjavík varðandi aðgerðir. Sólon Sigurðsson: Getum ekki hvatt til ólöglegra aðgerða „ÞAÐ var haldinn stjórnarfundur í hádeginu í gær og það var ein- róma afstaða, að við gætum ekki staðið að því að hvetja menn til ólöglegra aðgerða", sagði Sólon Sigurðsson, formaður Landssam- bands bankamanna. „Það var eng- inn ágreiningur í stjórninni um þetta“. Símamenn hafa ekki fjaJl- að um áskor- un 6SRB „VIÐ HÖFUM í stjórninni ekkert fjallað um þessa áskorun BSRB og því vil ég ekkert segja á þessu stigi,“ sagði Agúst Geirsson, for- maður Félags íslenzkra síma- manna. Garðar Þorsteinsson: Ekki ákvörð- un stjórnar FFSÍ FARMANNA- og fiskimannasam- band fslands er meðal þeirra fé- laga er hafa samþykkt að hvetja félagsmenn til verkfallsaðgerða I samræmi við aðgerðir ASl hinn 1. og 2. marz n.k. Garðar Þorsteinsson ritari stjórnar F.F.S.I. hafði samband við Mbl. og sagðist vilja Iýsa því yfir að það væri ekki ákvörðun stjórnar né framkvæmdastjórnar sambandsins að taka þátt í þess- um aðgerðum, heldur hefói Ingólfur Ingólfsson formaður sambandsins ákveðið það upp á sitt eindæmi. Sagði Garðar Þor- steinsson einnig, að það hefði ver- ið samþykkt að slíka yfirlýsingu skyldi ekki gefa nema með sam- þykki stjórnar og framkvæmda- stjórnar Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Sagðist Garð- ar einnig vilja taka það fram, að F.F.S.L hefði ekki neitt ákvörð- unarvald í þessum efnum, hvert stéttarfélag innan sambandsins yrði að gefa sitt samþykki. Björn Þórhallsson: Ekki rétt að láta óánægjuna brjótast út í lögbrotum „Ég er andvígur þessum ólög- legu aðgerðum," sagði Björn Þór- hallsson, formaður Landssam- bands verzlunarmanna. „Ég er að vfsu óánægður með lögin og vísa í þeim efnum til samþykkt:r stjórnar landssambandsins þar um, en ég tel ekki rétt að láta þá óánægju brjótast út í lögbrotum. Stjórn Landssambands verzlunarmanna mun ekki hvetja til ólöglegra aðgerða, þvert á móti. Hins vegar munum við ekki koma með neina beina gagnáskor- un. Mér er ekki kunnugt unt neitt verzlunarmannafélag, sem ætlar að taka þátt í aðgerðunum, en mér er hins vegar kunnugt um nokkur, sem munu. ekki verða með og get ég þar nefnt félögin á Akureyri og ísafirði." Óráðið með aðgerðir á Yestfjörðum „Það er ekki farið að fjalla um þetta mál innan Alþýðusambands Vestfjarða, enda áskorunin að sunnan nýbúin að berast okkur,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða í samtali við Mbl. í gær. Hins vegar kvað hann fyrihugaðan sameigin- legan opinn fund með opinberum starfsmönnum og háskólamönn- um til að ræða aðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Pétur kvaðst eiga von á að hvert einstakt félag tæki afstöðu til áskorunar heildarsam- takanna en mörg félaganna væru einmitt með fundi nú um helgina, t.d. væri Verzlunarmannafélagið á fundi og fundur strax eftir helgi í Verkalýðsfélaginu Baldri. Málið lagt fyrir félags- ráðsfund Póstmanna- félagsins „ÞAÐ VAR ákveðið á stjórnar- fundi að leggja málið fyrir félags- ráðsfund á mánudaginn, en í félagsráði situr 21 fulltrúi. Fyrr en málið hefur verið rætt þar vil ég ekki vera að láta opinberlega í ljós skoðun mína á málinu, en hitt vita allir, að ég hef alltaf viljað fara varlega," sagði Björn Björns- son, formaður Póstmannafélags tslands. Hilmar Jónsson: Sjómenn geta ekki brotið sjólögin „AFSTAÐA okkar er sú að gera ekkert ólöglegt. Sjómenn eru undir sjólögum og þeir geta ekki brotið þau lög,“ sagði Hilmar Jónsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur. „Við í stjórn- inni höfum ekki fjallað sérstak- lega um þetta mál en við fylgjum Sjómannasambandi íslands að málum. Sjómannafélag Reykjavíkur gerir ekki annað en það sem lög- legt er. Hitt er svo aftur annað mál að menn geta haft sina per- sónulegu skoðun á þessu máli, en félagið sem slíkt mun ekki hvetja sína menn til annars en þeirra hluta sem löglegir eru. Það er svo annað hvort samningum verðúr sagt upp en til þess höfum við nægan tíma, ef með þarf.“ AlbÝðusamband Austurlands: Hver fyrir sig tekur ákvörðun SIGFINNUR Karlsson, formaður Alþýðusambands Austfjarða, sagði að þar hefði ekki verið fjall- að um afstöðu til áskorunar heildarsamtakanna, enda þau ekki borizt fyrr en þá árdegis. Hann kvað menn hins vegar und- ir það búna að eitthvað yrði gert, en eftir væri að fjalla um það formlega innan félaganna. Hins vegar kvaðst hann gera ráð fyrirr að hver fyrir sig yrði að taka ákvörðun um hvað hann gerði. Formaður F.I.H.: Samþykki ekki ólögleg- ar aðgerðir FÉLAG íslenzkra hljómlistar- manna hefur ekki tekið afstöðu til aðgerða ASÍ hinn 1. og 2. marz, en afstaða til málsins verður tek- in á fundi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs er haldinn verður í dag. Sverrir Garðarsson formaður Félags ísl. hljómlistarmanna sagði aðspurður að hann hefði samþykkt ályktun formannaráð- stefnu ASt en á fundi fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna i Reykja- vík í fyrradag hefði hann lýst yfir því, að hann myndi aldrei sam- þykkja ólöglegar aðgerðir og myndi ekki eiga neina aðild að þeim. „Hins vegar“, sagði Sverrir Garðarsson, „er ég tilbúinn hér eftir sem hingað til að standa að öllum löglegum aðgerðum ASI til hagsbóta fyrir meðlimi F.I.H. og með samþykki þeirra.“ Karl Steinar Guðnason: r I hjarta mínu sammála en sat hjá „ÞAÐ ER rétt að ég sat hjá við atkvæðagreiðsluna innan mið- stjórnar ASl um þessar aðgerðir“, sagði Karl Steinar Guðnason, for- maður Verklýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur. Þegar Mbl. spurði, hvort það táknaði að hann væri andvigur fyrirhuguðum aðgerðum, svaraði Karl Steinar neitandi. „Ég er i hjarta mínu sammála þeim, en ég ætla að halda fund með mínum félögum á morgun, þar sem málin verða rædd". Akureyri: Iðja hvetur tæpast til vinnu- stöðvunar MORGUNBLAÐINU tókst ekki í gær.kvöldi að ná tali af Jóni Karls- syni, formanni Alþýðusambands Norðurlands. Hins vegar fékk blaðið það staðfest, að Félag verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri hefði ákveðið að segja upp kaupliðuni kjarasamnings á almennum félagsfundi, en hins vegar ákveðið að taka ekki þátt í boðuðum verkfallsaðgerðum. Þá náði Mbl. tali af Jóni Ingi- marssýni, formanni Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Hann kvað félagið ætla að halda fund n.k. mánudag, þar sem til umræðu væru viðbrögð við kjara- skerðingu ríkisvaldsins, og kvaðst telja að þar yrði sagt upp samn- ingum. A hinn bóginn væru nú erfiðleikar i iðnaði á Akureyri og reyndar skiptar skoðanir meðal félagsmanna hvort leggja ætti út i verkfallsaðgerð við þessar að- stæður. Jón taldi því að félagið myndi naumast hvetja fólk til vinnustöðvunar i þessari fyrstu lotu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.